Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2002, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2002, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 Fréttir DV Ævintýraleg fjárfesting átti að tryggja heimsbyltingu í fjarskiptum: Sími í klóm skýjaglópa - @IPbell lifði í ár og hálfur milljarður fauk. 1500 krónur á hvern íslending í upphafi ársins 2000 gengu Landssíminn, Opin kerfi og Fjár- festingarbanki atvinnulífsins til samstarfs viö erlenda aðila sem boö- uðu byltingarkenndar lausnir á sviöi hugbúnaðar sem nýtast áttu í millilandasímtölum og valda bylt- ingu í fjarskiptum í heiminum. Um var að ræða aðila sem stofnað höfðu fyrirtækið @IPBell. Þórarinn Viðar Þórarinsson, forstjóri Landssímans, og Frosti Bergsson, aðaleigandi Opinna kerfa, féllu fyrir hugmyndinni og þeir komu sér saman um að Landssíminn legði tæpar 4 milljónir dollara í fyrirtækið en Opin kerfi rétt innan við milljón dollara. Þá gekk Fjárfestingarbanki atvinnulífsins í nafni Talenta-Hátækni til liðs við fjárfestana tvo en með verulega minna fjármagn, eða sem nam 5 prósenta hlut. Látið var að þvi liggja að einungis væri tímaspursmál að @IPBell fengju skráningu á bandaríska verðbréfamarkaðnum Nasdaq. í dag teljast þessir fjármunir að mestu glataðir. Upphafiö Samkvæmt heimildum DV var þaö Breti, Graham Butler að nafni, sem kom viöskiptahugmyndinni fyrst á framfæri við Þórarin Viðar Þórarinsson í maí árið 1999, nokkru eftir aö Þórarinn tók viö starfi sem forstjóri Landssímans. Bretinn, sem verið hafði starfsmaður þýska landssímans, Deutsche Telekom, í London, kom til landsins í tvígang árið 1999. í farteskinu hafði hann hugmyndina um heimsyfirráð á sviði fjarskipta. Honum er lýst þannig að hann hafl verið afburða sölumaður „sem hefði getað selt ömmu sína þrisvar", eins og einn heimildarmanna DV orðaði það. Butler var í samstarfi við Indverja, Anand Kumar, og fjármálamanninn Alan Bashforth, sem var hinn raun- verulegi hugmyndafræðingur. Fjórði maðurinn var David Young sem kom inn í myndina á frumstigi og lagði til tækniþekkingu sína. Hugmynd fjórmenninganna gekk út á það aö koma upp heimsneti meö tækjabúnaði sem keyptur yrði af Hewlett Packard, Oracle, Cisco og SciDyn. Ekkert þurfti aö greiða út þar sem framvirkir samningar yrðu gerðir um kaupin. Eignir félaganna, sem voru kjaminn að baki @IPbell, voru engar aðrar en meint hugvit. „Þeir áttu ekki svo mikið sem bíldruslu," segir einn heimildar- manna DV. Þórarinn Viðar féll fyrir hugmyndinni og fékk Frosta Bergs- son, stjómarformann Opinna kerfa, í lið með sér. Hann talaði fyrir samstarfi við @IPbell-mennina sem hann kvaðst treysta í hvivetna. Um þetta leyti var bandarisk lög- fræðistofa fengin til að kanna bakgrunn tveggja forsvarsmanna fyrirtækisins og leggja mat á það hversu áhættusöm fjárfestingin væri. Aðeins var kannaður bak- grunnur þeirra Anands Kumar og Alans Bashforth. í skýrslu lög- fræðinganna kom fram að menn- irnir virtust vera í lagi en fjár- festingin var talin áhættusöm vegna skorts á þeim þjónustusviðum sem mynda þyrfti. Hvorki var gerð úttekt á Graham Butler né David Young. Efasemdir Á lokastigi samninga var haldinn fundur meöal stjómenda Landssím- ans þar sem einnig sátu fulltrúar Opinna kerfa, með Frosta Bergsson í broddi fylkingar, og fulltrúi Fjár- festingarbanka atvinnulífsins. Á fundinum var væntanlegt samstarf við útlendingana kynnt. Flestir fundarmanna sátu þögulir undir framsögu forsvarsmannanna sem tí- unduðu kosti þess að ganga til liðs útlendinganna, umfram það að láta kanna tvo þeirra. Innan Símans kom fljótt upp kvittur um að mennirnir væru ekki allir þar sem þeir voru séðir. Þeir höfðu til dæmis lýst því hvar þeir sjálfir störfuðu áður og var sú saga glæst. Samkvæmt heimildum DV kom á daginn við handahófskennda athugun að í einhverjum tilvikum var sagt ósatt um suma vinnustaði þar sem þeir höfðu alls ekki unnið og annars staðar voru starfslok af óljósum ástæðum. Þá vakti það undrun margra þeirra sem til þekktu innan Símans að fyrirtækið var að boða þær sömu IP- tæknilausnir og stórfyrirtæki voru með heilu deildimar að vinna að. Nefnt er að stórfyrirtækin hafi þá þegar ákveðið að leggja 900 milljónir punda í þær rannsóknir. Þar eru nefnd til sögu fyrirtækin Cable Wireless og Northern Network, auk fleiri. Tortryggnin var á gólfinu hjá Landssímanum en topparnir virtust trúa á kraftaverk örfyrirtækisins sem fékk 5 milljónir dollara frá íslandi í upphafi og seinna meira. Á hveitibrauðsdögum þessa samstarfs voru því ýmis teikn á lofti um að ýmislegt væri athugavert við hugmyndina að baki @IPbell, án þess að tilraun væri gerð til að brjóta það mál til mergjar. . í áí^h . • •-•"•,? •'■ ‘.v fV Vf•!,,•• . ..» • ' '■•'y^ ■ "rffit V. - --; í/t':*-• vV,..»V.* *< * , v* M ' '■*"** Hirr A Stjórnin Eftir aö ofursölumaöurinn Graham Butler kom til íslands meö hugmynd aö heimsbyltingu liöu nokkrir mánuöir þangaö til stjórn Landssímans samþykkti aö leggja fram 4 milljónir dollara. Frosti Þórarinn Viöar Bergsson. Þórarinsson. krafist 5 milljón dollara fyrir 15 prósenta hlut en slakaði á kröfunni. Framkvæmdastjóri IP-fjarskipta var skráður hjá Hlutafélagaskrá. Þar var um aö ræða framkvæmdastjóra Skímu, dótturfélags Landssímans. Sá hafði síðar engin afskipti af rekstri IP-fjarskipta en stjórnar- mennimir Frosti Bergsson og Þórarinn Viðar Þórarinsson sáu um öll samskipti viö móðurfélagið og voru á tíðum ferðalögum milli landa til að gæta hagsmunanna. Þeir fóru á þessu tímabili nokkrum sinnum til New York og einu sinni til Bretlands. Símafyrirtækið, sem er að mestu í eigu íslensku þjóðarinnar, var orðið þátttakandi í fjárfestingu sem skila átti fjarskiptalausnum á heimsvísu. Alan Bashforth var ráðinn framkvæmdastjóri @IPbell með 250 þúsund dollara i árslaun. Flugeldasýning Mikil flugeldasýning varð um mál þetta í fjölmiðlum og mátti skilja að íslensku fyrirtækin hefðu gert einstaklega góðan samning. Þórarinn Viðar, Frosti Bergsson og Bjarni Ármannsson, forstjóri Fiár- festingarbanka atvinnulífsins, luku í febrúar árið 2000 upp einum munni um það hve góður kostur fjárfestingin væri: „Áhættan sem þessu fylgir er töluverð en ávinn- ingurinn getur líka orðið margvís- legur, og þá ekki síst sá að tryggja að íslendingar verði meðal þeirra fyrstu til að nýta sér samskiptanet framtíðarinnar til fullnustu," sagði Þórarinn Viðar á þessum tíma. ..Með þátttöku í þessu verkefni er FBA að sinna því hlutverki sínu að styðja við alþjóöavæðingu ís- lenskra fyrirtækja og efla þannig samkeppnishæfni íslensks atvinnu- lífs,“ sagði Bjami Ármannsson, for- stjóri FBA, um fjárfestinguna. „... Opin kerfi eru umboðsaðilar hér á landi fyrir helstu samstarfsað- ila @IPbell og því sérstaklega ánægjulegt að geta gengið til samstarfs við þá á heimsvísu í þessu verkefni," . sagði Frosti Bergsson við sama tækifæri. Og Opin kerfi uppskáru vel því hlutabréf í félaginu og FBA snarhækkuðu nokkru áður en kaupin voru staðfest. Nokkuð sló á ánægjuna er ásakanir komu fram í tveimur fréttabréfum um að innherjaupplýsingar hefðu valdið þessu en ekki er til þess vitað að málið hafi verið rannsakað. íslendingarnir gerðu fátt til þess að kanna bakgmnn Reynir Traustason ritstjórnarfulltrúi Á fundinum hjá Landssímanum komu fram efasemdir frá að minnsta kosti einum fundarmanna sem taldi að ekki væri allt sem sýndist varðandi @IPbell og vildi vara við því aö Landssíminn léti svo mikla fjármuni út í óvissu. Þá mun Þórarinn Viðar hafa varpað fram þeirri hugmynd hvort hugsanlegt væri að Síminn legði minna í púkkiö. Frosti Bergsson sagði að slíkt tækifæri byðist aðeins einu sinni. Allt eins kæmi til greina að Opin kerfi legðu fram tvær milljónir dollara á móti þremur milljónum Símans. Úr varð að skiptingin varð 1 milljón á móti 4 miújónum dollara Landssímans eða á þeim tíma um 300 milljónir króna, að núvirði rúmar 400 milljónir. Síminn samþykkir Þann 13. janúar samþykkti stjórn Landssímans aö leggja út í fjárfest- inguna. Þar gekk Þórarinn Viðar hart fram í að knýja málið í gegn. Friðrik Pálsson, stjómarformaður Landssímans, stóð þétt að baki hans. Stofnað var félagið IP-fiar- skipti sem var í eigu íslensku fyrir- tækjanna. IP-fiarskipti eignuðust 20 prósenta eignarhlut í fyrirtækinu með @nafnið. Reyndar hafði Butler viö fyrirtækið sem látið var að liggja að væri 25 milljón dollara virði, með rekstur í Washington D.C., London, hýsingu í Kaup- mannahöfn og einhver dótturfyrir- tæki. Meðal bakhjarla fyrirtækisins var fiárfestingasjóður, að nafni Skye Capital, sem að mestu var í eigu bresks auðkýfings. Um þetta leyti var það rætt að Sumitomo kæmi aö fiármögnun nýja fyrirtæk- isins. ------------------------------,---------------------------- Bjarni Ármannsson. Friörik Pálsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.