Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2002, Síða 2
18
MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2002
Sport
Undanúrslitaleikir
verða í Laugardal
Ákveðiö hefur verið að undan-
úrslitaleikirnir í bikarkeppninni
í knattspymu fari báðir fram á
Laugardalsvellinum og sjálfur
úrslitaieikurinn eins og áður.
Ósk um þetta efni kom frá félög-
unum sjálfum og ríkti ánægja
með þessa ákvörðun því að nú
geta þessir leikir farið fram viö
bestu aðstæður og besta tíma.
-JKS
Lokið verði við
stúkubyggingu
í ávarpi Eggerts Magnússon-
ar, formanns KSÍ, á þingi sam-
bandsins um helgina kom fram
að nú myndi aukast þrýstingur á
borgaryfirvöld, ríkið og sam-
bandið sjálft að ljúka endanlega
við byggingu stúku á Laugar-
dalsvellinum.
Eftir að drátturinn í riðla-
keppni Evrópumótsins var ljós
hýsir leikvangurinn allt of fáa
áhorfendur. Hvað heimaleikina
við Skota og Þjóðverja áhrærir
þá dugar engan veginn þessi að-
staða sem nú er til staðar á vell-
inum. Hægt væri að selja helm-
ingi fleiri miða en gert er í dag ef
fullbúin aöstaða væri fyrir
hendi. Eggert Magnússon sagði
brýnt að bjóða áhorfendum upp
á sómasamlegar aðstæður þann-
ig að þeir komist á stórleiki.
-JKS
Jón Kristján
hlaut pennann
Knattspyrnusamband Islands
veitti á þinginu knatt-
spyrnupennann fyrir árið 2001
og varð Jón Kristján Sigurðs-
son, íþróttafréttamaður á DV,
þess heiðurs aðnjótandi að
þessu sinni. Penninn góði er
veittur árlega íþróttafrétta-
manni sem viðurkenning fyrir
góða umfjöllun um knatt-
spyrnu. Penninn er af Parker-
Dufold tegund. -vbv
Hanna danskur
bikarmeistari
Körfuknattleikskonan Hanna
B. Kjartansdóttir varð í gær bik-
armeistari í Danmörku með liði
sínu Stevnsgade en Hanna gerði
10 stig í leiknum þar sem Stevns-
gade vann BMS/Herlev, 63-71,
þrátt fyrir að hafa veriö 40-29
undir í hálfleik. Þetta var fyrsti
bikarmeistaratitill Stevnsgade í
11 ár en félagið hefur nú oröið
bikarmeistari fjóruni sinnum;
1988, 1990, 1991 og SVO 2002.
-ÓÓJ
Kamerúnar
Afríkumeistarar
Kamerúnar urðu í gær Afríku-
meistarar í knattspyrnu þegar
þeir lögðu Senegal í úrslitaleik.
Leikurinn var framlengdur og
eftir það var enn markalaust.
Kamerún sigraöi í vítaspyrnu-
keppni, 3-2.
-JKS
Feofanova setti heimsmet
Rússneska stangarstökksstúlkan Svetlana Feofanova setti heimsmet í
stangarstökki á alþjóðlegu innanhússmóti i Ghent í Belgíu í gær.
Feofanova fór yfir 4,73 metra og bætti eigið met um einn sentímetra. Það
met var aðeins fjögurra daga gamalt og sett í Globen í Stokkhólmi.
Feofanova hefur verið aö bæta sig hægt og bítandi á þessu nýja ári og
mun eflaust veita Stacy Dragila harða keppni á mótum ársins. Á mótinu
í Ghent í gær lenti Monique De Wilt frá Hollandi með stökk upp á 4,33
metra og yfir sömu hæð fór kínverska stúlkan Gao Shuying.
Annað heimsmet leit dagsins Ijós í 10.000 metra hlaupi þegar Kenýu-
maðurinn Mark Bett hljóp vegalengdina á 27:50,29 mínútum og sló metið
sem var orðið 27 ára gamalt. -JKS
Ingibjörg Hinriksdóttir fékk glæsilega kosningu í stjórn KSI i gær. Hér sést
hún með Eggerti Magnússyni, formanni KSÍ.
DV-mynd Jóhann
DV
Stórsigur hjá Essen
Essen vann stórsigur á Hameln, 35-23, í þýsku úrvalsdeildinni í hand-
knattleik í gær. Patrekur Jóhannesson lék ekki með Essen vegna meiðsla
en hann verður frá næstu tvær vikumar. Guðjón Valur Sigurðsson var
ekki á meðal markaskorara Essen. Sigurður Bjarnason gerði fimm mörk
fyrir Wetzler sem tapaði fyrir Flensburg, 26-21. Gústaf Bjamason gerði
flmm mörk fyrir Minden sem tapaði fyrir Bad Schwartau, 34-29. Lemgo
er í efsta sæti með 31 stig og á leik til góða á Kiel, sem er í öðru sæti með
30 stig. Kiel sigraði Solingen, 25-30.
Nordhorn, sem er í þriðja sæti með 27 stig, sigraði Schwerin, 26-23. Essen
er í fjórða sæti með 26 stig. -JKS
Bjarki laus
eftir tvær vikur
Bjarki Gunnlaugsson sem leik-
ið hefur með enska fyrstu deild-
arliðinu Preston North End hefur
fengið samþykki tryggingarfélags
síns í Bretlandi um aö hann geti
ekki leikið í atvinnuknattspyrnu
framar en hann má leika knatt-
spyrnu í áhugamennsku.
„Ég fékk símtal i síðustu viku
um að tryggingarfélagið hafi sam-
þykkt þetta enda ekki um annað
að ræða. Ég fæ nóg út úr þessu til
að geta byrjað nýtt líf á íslandi,"
sagði Bjarki Gunnlaugsson í sam-
tali við DV-Sport í gær.
Bjarki hefur verið lengi frá
vegna meiösla eftir að hann fór
til Preston og lengi vel var ekki
vitað hvað amaði aö. Meiðslin
sem um ræðir er skrið sem mynd-
aðist á brjósk á mjaðmarkúlu-
beininu. Skálin kemur ofan á kúl-
una en þar myndaðist rifa og það
var ekkert mál að laga. En þegar
læknar spegluðu mjööm Bjarka
kom í ljós þetta skrið á brjóskinu.
Við því er ekkert hægt að gera og
Bjarki Gunnlaugsson verður að
lifa með því. Hann lék tvö ár með
Preston, var þar á undan með KR
en er uppalinn á Skaganum.
Bjarki er 28 ára og ætti að vera á
toppi knattspyrnuferils síns.
-vbv
Gestur á förum
til Danmerkur
Gestur Gylfason, knattspyrnu-
maður úr Keflavík, er á forum til
danska annarrar deildarliðsins
Hjörring. Samningurinn er tO eins
árs og segir Gestur að honum lítist
vel á aðstæður hjá félaginu.
„Þetta er klárt, ég fer utan næsta
föstudag. Það má alveg reikna með
því að ég reyni að læra eitthvað
með þessu. Samningurinn er fínn,
íbúð, bíll, vinna og fleira og þetta
er alveg nóg fyrir mig sem er að
enda ferilinn,“ sagði Gestur í sam-
tali við DV-Sport í gær.
Gestur er 33 ára gamall og er
hann fimmti leikjahæsti leikmað-
ur Keflavíkur frá upphafi með 158
leiki. Gestur hefur af og til verið
orðaður við Grindavik að undan-
förnu og þótti það líklegra í stöð-
unni en að hann færi utan til Dan-
merkur.
Lið Hjörring er í annarri deild
eins og kom fram hér að framan
en í Danmörku er úrvalsdeild sem
þýðir að félagið er, upp á gamla
mátann, í þriðju deild.
-vbv
56. ársþing KSI var haldið um helgina:
Gleðiefni hve afkoma
sambandsins er sterk
- segir Eggert Magnússon sem var endurkjörinn formaður
56. ársþing Knattspyrnusam-
bands íslands var haldið um helg-
ina í Reykjavík. Eggert Magnús-
son var endurkjörinn formaður
til næstu tveggja ára en hann hef-
ur gegnt formennskunni frá ár-
inu 1989. Ein breyting varð á
stjórn sambandsins en Anna
Vignir gaf ekki kost á sér til
áframhaldandi setu én hún hafði
setið í stjórn í fjögur ár. Sæti
hennar tók Ingibjörg Hinriksdótt-
ir og fékk hún glæsilega kosn-
ingu.
Að sögn Eggerts Magnússonar
var þingið málefnalegt og þing-
fulitrúar voru duglegir að láta
skoðanir sínar í ljós og það er það
sem skiptir máli.
„Menn eiga að tjá sínar skoðan-
ir á þessum vettvangi en ekki þar
sem það á ekki við. Við erum á
þessum þingum að ákveða næsta
starfsár, fjárhagsáætlun og
hvernig starfið á að vera. Á þing-
unum á að takast á við hlutina,"
sagði Eggert Magnússon í samtali
við DV í þinglok.
Kostnaöi haldiö niöri og
tekjur hafa aukist
- Hvaða mál stóðu upp úr á
þinginu að þínu mati?
„Það er gleðiefni hve afkoma
sambandsins er góð. Okkur hefur
tekist að halda kostnaði niðri,
tekjur hafa að sama skapi aukist
verulega og það er ég mjög
ánægður með. Það skilar enginn
hagnaði til lengri tíma nema það
sé mikið aðhald í starfseminni á
öllum sviöum. I annan stað voru
veigamikil mál sem nú eru að
fara af stað í hreyfingunni. Þar á
ég við m.a. félagaskiptamálin sem
tóku miklum stökkbreytingum
núna út af Evrópusambandinu.
Þar að lútandi komu nýjar reglur
frá FIFA og UEFA. Þetta er stórt
mál sem á eftir að verða í sviðs-
ljósinu á næstunni. Þá eru þaö
svonefnd leyfi sem UEFA skyldar
öll aðildarsambönd sín að fara
inn í fyrir sín lið í efstu deildum.
Þau fá til að mynda ekki að taka
þátt í Evrópukeppni nema að
uppfylla þessi leyfi. Þau lúta m.a.
að því að þau þurfa að skila
reikningum sem eru áritaðir af
löggildum endurskoðanda. Með
þessu kemur í ljós hvort rekstur
liðanna sé í lagi. Þetta er aðlögun
sem tekur einhvern tíma, fyrstu
skrefin hafa verið tekin en 2010 á
þetta að verða að fullu tekið til
framkvæmda," sagði Eggert.
Á þinginu um helgina var
ákveðiö að þingið skyldi hér eftir
aðeins standa í einn dag í stað
tveggja áður.
Hagnaður KSÍ var um rúmar 20
milljónir en sambandið borgaði
til félaganna tíu milljónir sem
fært var á síðasta starfsári. Það
má því segja að raunhæfur hagn-
aður hafi verið um 30 milljónir.
Bjart fram undan og kraftur
í hreyfingunni
„Það er bjart fram undan í
þessari hreyfingu og mikill kraft-
ur í henni. Það sýndi sig og sann-
aði á þessu þingi, menn eru sam-
stiga, en auðvitað deila menn um
ýmsar leiðir. Ég er ánægður þeg-
ar skiptar skoöanir eru um hluti
en það sýnir sig aö menn eru eitt-
hvað að gera og framkvæma. Það
geta ekki allir verið sáttir,“ sagði
Eggert Magnússon, formaður
KSÍ.
-JKS