Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2002, Side 5
MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2002
21
DV
Sport
Stjarnan-ÉBV 21-21
2-0, 5-2, 5-7, 8-8, 10-10 (11-13), 15-13,
17-14, 18-15, 19-19, 20-20, 21-21.
Stiarnan:
Mörk/víti (skot/viti): Bjami Gunnars-
son 6/4 (14/4), Ronnie Smedsvik 5 (7),
Magnús Sigurðsson 5 (18/1), Vilhjálmur
Halldórsson 2 (5), Gunnar Ingi Jóhanns-
son 1 (2), David Kekelia 1 (2), Þórólfur
Nielsen 1 (4/1).
Hraðaupphlaupsmörk: 2 (Gunnar, David).
Viti: Skorað úr 4 af 6.
Fiskuö viti: Magnús 2, Þórólfur, Vilhjálm-
ur, Ronnie, Bjami.
Varin skot: Ámi Þorvarðarson 16/1
(35/4, hélt 8, 46%), Guðmundur Karl
Geirsson 0 (2/2, 0%)
Brottvisanir: 8 mínútur.
ÍBV:
Mörk/viti (skot/víti): Petras Raupenas 6
(12), Minauska Adriuska 5/5 (6/6), Arnar
Pétursson 4 (12), Sigurður Bragason 2 (5),
Sigþór Friðriksson 1 (1), Jón Andri
Finnsson 1 (1), Kári Kristjánsson 1 (2),
Sigurður Ari Stefánsson 1 (7), Sindri
Ólafsson (1), Svavar Vignisson (2).
Hraóaupphlaupsmörk: 4 (Sigurður B.,
Kári, Sigþór, Jón Andri).
Víti: Skorað úr 5 af 6.
Fiskuð viti: Svavar 3, Sigurður B„ Sig-
urður Ari, Sigþór.
Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 21/2
(42/6, hélt 8, 50%).
Brottvísanir: 4 mínútur.
Dómarar (1-10): Anton Gylfi Pálsson
og Hlynur Leifsson (7). GϚi leiks
(1-10): 6. Áliorfendur: 80.
Maöui' Leiksins:
Hörður Flóki Ólafsson. ÍBV
Haukar-KA 30-30
1-0, 4-1, 7-6, 10-11, 13-14 (15-15),
16-15, 21-17, 21-21, 24-24, 27-26, 29-29,
30-30.
Haukar:
Mörk/viti (skot/viti): Halldór Ingólfs-
son 8/6 (11/7), Aron Kristjánsson 6 (10),
Ásgeir Öm Hallgrímsson 5 (6), Einar
Öm Jónsson 4 (6), Rúnar Sigtryggsson 4
(7), Aliaksandr Shamkuts 2 (2), Þorkell
Magnússon 1 (1), Jón Karl Bjömsson (1).
Hraöaupphlaupsmörk: 5 (Aron 2, Ein-
ar, Ásgeir, Shamkuts).
Viti: Skorað úr 6 af 7.
Fiskuó vitU Aron 3, Ásgeir, Shamkuts, Hail-
dór, Rúnar.
Varin skot: Magnús Sigmundsson 12
(33/3, hélt 7, 36%), Bjarni Frostason 3/1
(12/2, hélt 1, 25%, eitt víti í stöng).
Brottvisanir: 4 mínútur.
KA:
Mörk/viti (skot/viti): Halldór J. Sigfús-
son 10/4 (13/5), Andrius Stelmokas 5 (6),
Sævar Ámason 5 (7), Heimir Árnason 5
(12), Jónatan Magnússon 4 (9/1), Jóhann
G. Jóhannsson 1 (1), Heiðmar Felixson
(1).
Hraóaupphlaupsmörk: 6 (Sævar 3,
Stelmokas 2, Heimir).
Víti: Skorað úr 4 af 6.
Fiskuó vitU Sævar 2, Heimir 2, Jónatan,
Stelmokas.
Varin skot: Egidijus Pedkevicius 12/1
(38/5, hélt 5, 32%), Hans Hreinsson 4
(8/2, hélt 2, 50)
Brottvisanir: 10 mínútur.
Dómarar (1-10): Bjami Viggósson og
Valgeir Ómarsson (7). Gceöi leiks
(1-10): 8. Áhorfendur: 550.
Maður leiksins:
Halldór J. Sigfússon, KA
Afturelding-Fram 23-23
1-0, 4-1, 5-3, 7-3, 8-5, (11-8), 12-8,
13-10, 13-13, 15-15, 16-17, 18-18, 18-21,
20-21, 21-23, 23-23
Aftureldins:
Mörk/viti (skot/viti): Magnús Már
Þórðarson 7 (10), Páll Þórólfsson 7/3
(12/5), Daði Hafþórsson 4 (7), Valgarð
Thoroddsen 3/1 (4/1), Hilmar Stefánsson
1 (1), Bjarki Sigurðsson 1 (3), Hjörtur
Amarson (1), Sverrir Bjömsson (1).
Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Hilmar, Páll,
Magnús).
VitU Skorað úr 4 af 6.
Fiskuð vitU Magnús 3, Daði 2, Sverrir 1.
Varin skot: Reynir Þór Reynisson 20
(42/3, hélt 14, 48%), Ólafur H. Gíslason 0
(1/1, 0%)
Brottvisanir: 10 mínútur.
Fram:
Mörk/viti (skot/vtti): Hjálmar Vil-
hjálmsson 7 (9), Maxim Fedioukine 5/2
(8/2), Þorri Gunnarsson 4 (5), Róbert
Gunnarsson 4/2 (6/2), Björgvin Björg-
vinsson 3 (6), Ingi Þór Guðmundsson (1),
Magnús Arngrímsson (1), Guðjón Finn-
ur Drengsson (2).
Hraðaupphlaupsmörk: 7 (Þorri 3, Ró-
bert 2, Maxim 2).
VitU Skorað úr 4 af 4.
Fiskuö viti: Maxim 2, Róbert, Hjálmar.
Varin skot: Sebastian Alexandersson
12/2 (29/5, hélt 8,41%), Magnús Erlends-
sin 4 (9/1, hélt 1. 44%)
Brottvisanir: 12 mínútur (Ingi Þór
rautt fyrir 3x2 mín.)
Dómarar (1-10): Guðjón L. Sigurðsson
og Ólafur Haraldsson (6). Gœði leiks
(1-10): 6. Áhorfendur: 154.
Maöur leiksins: Reynir Þór
Reynisson, Aftureldingu
Mikill mis-
takaleikur
- þegar Afturelding og Fram skildu jöfn í Mosfellsbænum, 23-23
Spenna á
Ásvöllum
Haukar og KA-menn skildu
jafnir í Essódeild karla i hand-
knattleik á Ásvöllum í gær, 30-30.
Leikurinn var nokkuð íjörugur og
ansi spennandi undir lokin en
niðurstaðan var sanngjörn þegar á
heildina er litið.
Bæði lið voru nokkuð þung-
lamaleg til að byrja með en voru
fljót að ná af sér ryðinu og leikur-
inn var jafn allan fyrri hálfleikinn
og liðin skiptust á um að hafa for-
ystuna þótt gestirnir næðu
smávegis frumkvæði upp úr miðj-
um hálfleiknum.
í upphafi seinni hálfleiks virt-
ist sem Haukamaskínan væri
komin í gang því að eftir tæplega
tíu mínútna leik hafði liðið náð
fjögurra marka forskoti, 21-17, og
virtist líklegt til þess aö hrista
norðanmennina af sér. Það gerðist
þó ekki því að gestirnir bitu í
skjaldarrendur og voru fljótir að
ná áttum að nýju og jafna, 21-21.
Eftir þessar sveiflur liðanna var
jafnt á með þeim það sem eftir
lifði leiks og lokamínúturnar
voru þrælspennandi. KA jafnaði
leikinn, 30-30, þegar ein mínúta
og tuttugu sekúndur voru eftir og
bæði lið fengu tækifæri til þess að
klára leikinn. Haukar voru þó öllu
betri en eins og áður sagði varð
niðurstaðan sanngjarnt jafntefli.
Þetta er fyrsta stigið sem Hauk-
ar tapa á heimavelli í vetur og að-
eins annað í það heila en greini-
legt var að lykilleikmenn liðsins
voru þreyttir eftir EM og af þeim
lék aðeins Aron Kristjánsson af
eðlilegri getu en Rúnar Sigtryggs-
son og Einar Örn Jónsson voru þó
sæmilegir. Magnús Sigmundsson
var góður í markinu í fyrri hálf-
leik og Ásgeir Örn Hallgrímsson
átti mjög góða spretti en varnar-
leikur liðsins var langt frá því að
vera sannfærandi en sóknin var
yfirhöfuð nokkuð góð. Hjá KA var
Halldór J. Sigfússon mjög góður
og þeir Sævar Árnason, Andreas
Stelmokas, Jónatan Magnússon
og Heimir Örn Árnason áttu ágæt-
an leik. Greinilegt er að KA-liðið
er á góðri leið með að ná fullum
styrk eftir erfitt meiðslatímabil og
verður án efa til alls liklegt með
hækkandi sól.
Jónatan Magnússon, leikmaður
þeirra, hafði þetta að segja eftir
leikinn: „Að hluta til er ég sáttur
við leik okkar en nokkuð svekkt-
ur yfir að við skyldum ekki vinna
leikinn því að mér fannst við eiga
það skilið. Við vorum orðnir
hungraðir í að spila þótt liðin
væru bæði smátíma í gang og ég
tel að við séum á góðri leið með að
ná aftur fyrri styrk.“
Viggó Sigurðsson, þjálfari
Hauka, sagði þetta í leikslok: Ég
er svekktur yfir að hafa tapað stigi
hér heima en miðað við gang
leiksins vorum við á hælunum og
náðum aldrei neinum takti í varn-
arleik okkar þótt sóknin væri öllu
skárri. Það voru dálítil þyngsli í
landsliðsmönnum okkar eftir afar
erfiða törn og ekki auðvelt að ná
upp stemningu eftir erfiða Evr-
ópukeppni en þó er greinilegt að
KA-liðið er á uppleið." -SMS
Það var rólegt yfir leik Aftureld-
ingar og Fram þegar liðin mætt-
ust í Mosfellsbæ í gærkvöld. Stað-
an eftir 10 mín. var 2-1 fyrir Aft-
ureldingu og eftir 20 mínútna leik
var búið að skora 10 mörk. Staðan
fyrir Mosfellinga var þá 7-3.
Bjarki Sigurðsson kom þá inn á
en hann var aðeins með í tíu mín-
útur og skoraði eitt mark og hafa
þau oft verið fleiri á þeim bænum.
Haukur Sigurvinsson fór úr axlar-
lið i fyrri hálfleik og spilaði ekki
meira með og óvíst er um fram-
haldið hjá honum.
Seinni hálfleikurinn var öllu líf-
legri en sá fyrri og heimamenn
náðu strax fjögurra marka for-
skoti en strákunum hann Heimis
Ríkharðssonar tókst að jafna leik-
inn í 13-13 eftir aðeins sex mín-
útna leik. Síðan var allt í járnum.
Framarar misstu sterkasta varn-
armann sinn, Inga Þór Guð-
mundsson, út af fyrir þriðju brott-
vísun hans þegar aðeins 10 mínút-
ur voru liðnar af seinni hálfleik
og því ætluðu margir að á bratt-
ann yrði að sækja fyrir Fram. Svo
var þó aldeilis ekki og liðið náði
mest þriggja marka forskoti þegar
tiu mínútur voru til leiksloka.
Lokatölur urðu svo 23-23 í leik
sem ekki verður minnst fyrir góð-
an handknattleik. Mikið var um
mistök á báða bóga og leikmenn
gerðu sig seka um ótrúlega hluti
inni á vellinum, og eins dómara-
parið, og virtist sem leikmenn og
dómarar hefðu misst taktinn í
þessu langa hléi sem varð að gera
vegna EM.
Tvö atvik áttu sér stað í leikn-
um sem undirritaðan langar til að
að spyrja dómaranefnd HSÍ um. a)
Þegar A-maður á skýrslu fær gula
spjaldið missir hans lið þá bolt-
ann? b) Þegar varið er með fæti á
þá að vísa út af í tvær mínútur?
Eru þessi mál ekki eins hér og á
Magnús Már Þórðarson reynir hér
að brjótast í gegnum vörn Fram en
Ingi Þór Guðmundsson leitast við
að stöðva hann. DV-mynd E.ÓI.
Evrópumeistaramótinu?
Bestu leikmenn Fram í leiknum
í gær voru Hjálmar Vilhjálmsson,
sem átti mjög góðan sóknarleik,
og Sebastian Alexandersson sem
varði á köflum vel. Maxim
Fedioukine átti einnig góðan leik,
svo og Róbert á línunni. Hjá Aft-
ureldingu stóðu þrir menn upp úr.
Reynir Þór var frábær í markinu,
Páll var góður fyrir utan, bæði
sem skytta og leikstjórnandi, og
Magnús Már átti mjög góðan leik
á línunni. -vbv
Þunglama-
legt jafntefli
Leikur Stjömunnar og ÍBV í
efstu deild karla endaði með jafn-
tefli í gær á heimavelli Stjörnunn-
ar, 21-21. Sennilega voru það
sanngjörnustu úrslitin miðað við
það hvernig þessi leikur spilaðist.
Stjörnumenn byrjuðu betur og
náðu forystu en hún entist ekki
lengi. Eyjamenn jöfnuðu og höfðu
forystu það sem eftir lifði háifleiks
og leiddu með tveim mörkum í
hálfleik.
Heimamenn komu síðan mun
einbeittari til leiks í síðari hálf-
leik. Þeir spiluðu mjög öfluga vörn
og svo varði ungur markmaður
þeirra, Ámi Þorvarðarson, vel í
markinu. Hann var í markinu í
stað Birkis ívars Guðmundssonar
sem Stjörnumenn lánuðu til Spán-
ar nú í vikunni. Gestunum tókst
hins vegar að jafna leikinn og
komast yfir þegar stutt var eftir.
Stjömumönnum tókst hins vegar
að jafna eftir að Eyjamönnum
hafði mistekist að nýta sér þrjár
sóknir á lokakaflanum sem hefðu
komiö þeim tveimur mörkum yfir.
Stjarnan átti síðustu sóknina í
leiknum og hefði hún getað tryggt
þeim sigur í leiknum en góöur
markmaður þeirra ÍBV-manna,
Hörður Flóki Gunnarsson, varði
vel skot frá Magnúsi Sigurðssyni.
Hjá Stjörnunni stóð áðurnefnd-
ur Ámi Þorvarðarson sig vel en
hjá ÍBV var það Hörður Flóki
Gunnarsson sem lék best. Leikur-
inn bar merki um langt hlé hand-
boltamanna frá deildarkeppninni
þvi handknattleikurinn var ekki
mjög burðugur. Leikmenn virtust
þungir og stundum áhugalitlir um
að gera vel.
-MOS