Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2002, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2002, Page 10
26 MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2002 Sport______________________________pv Enska úrvalsdeUdin á laugardag: Harkaleg maga- lending hjá Ipswich - Liverpool vann sex marka sigur á Portman Road - Newcastle heldur sínu striki Michael Owen var á skotskónum á Portman Road á laugardag og geröi tvö mörk í 0-6 sigri Liverpool á Ipswich. Reuters Liverpool fylgdi eftir góðum 4-0 sigri á Leeds fyrir rúmri viku með sex marka sigri gegn Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Ipswich. Newcastle hélt hins vegar sínu striki og vann góðan sigur á Southampton. Ekkert gengur hins vegar hjá Leeds þessa dagana og nú missti liðið af sigri gegn Middlesborough á síðustu stundu. Graham Taylor byrjaði stjóraferil sinn hjá Aston Villa með jafnteíli við Chelsea. Sunderland landaði hins vegar dýrmætum sigri í Mlbaráttunni gegn Derby sem er nú í vondum málum í botnbaráttu deild- arinnar. Liverpool hélt flugeldasýningu á Portman Road í Ipswich og var 0-6 sigur liðsins síst of stór. Lið Ipswich, sem fyrir þennan leik hafði unnið sex af síðustu sjö leikjum sín- um, steinlá gjörsamlega fyrir rauða hernum í þessum leik. Andy Mars- hall, markvörður Ipswich, kom í veg fyrir stærra tap og bjargaði m.a. liði sínu í þrígang áður en fyrsta markið kom eftir stundarfjórðung. Það mark var merkilegt fyrir þær sakir að Abel Xavier, sem nýlega var keyptur frá Everton og var að leika sinn fyrsta leik fyrir Liver- pool, skoraði markið en hann hafði aldrei skorað í þeim 45 leikjum sem hann spilaði fyrir Everton. Með þessum úrslitum sýndi Liverpool að liðið hefur alls ekki sagt sitt síðasta í baráttunni um Englandsmeistara- titilinn. Phil Thompson, sem nú er fram- kvæmdastjóri Liverpool, var í sjö- unda himni eftir leikinn. „Þetta var frábær fótbolti, frábær mörk og ein- stök vinnsla í liðinu. Nú verðum við að vera einbeittir og halda áfram á sömu braut.“ Og um frammistöðu Abel Xavier sagði Thompson: „Hann er lukkutröllið okkar. Það er erfitt að leika sinn fyrsta leik með nýju liði og hann var frábær. Newcastle með stórleik Það sama má segja um Newcastle sem vann Southampton á St. James Park, 3-1, og það var fyrst og fremst frábær fyrri hálfleikur sem tryggði þeim sigurinn. Mörkin voru glæsi- leg, mark Laurent Roberts kom beint úr aukaspyrnu áður en Alan Sheraer skoraði tvivegis, fyrst með skalla og síðan úr vítaspyrnu. Það var þó fyrst og fremst stórleikur hjá Craig Bellamy og Norberto Solano sem voru síógnandi allan tímann. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik og Newcastle hefði getað skorað fleiri mörk í seinni hálfleik, svo miklir voru yflrburðir liðsins í leiknum. Gordon Strachan sagði eftir leik- inn að honum væri nákvæmlega sama hverjir myndu hampa titlinum í vor. „Fínt fyrir ykkur að hugsa mikið um baráttuna um titilinn en í fullri hreinskilni er mér alveg sama hver vinnur hann. Ég veit einungis að við eru bitlausir eins og er.“ Bobby Robson var hins vegar hæstánægður. „Hann fór til vinstri, svo til hægri, svo aftur til vinstri. Ég gat ekki einu sinn sparkað boltanum beint 30 metra vegalengd." Leeds virðist hins vegar að missa af lestinni í toppbaráttunni og nú missti liðið af sigri gegn Middles- boroguh á síðustu stundu. Leeds komst meira aö segja tvisvar yfir 1 leiknum en það nægði þeim ekki til sigurs. Fyrra jöfnunarmark Middlesborough var afar skrautlegt þar sem skot Paul Ince skoppaði á þúfu á vellinum yfir Nigel Martin í marki Leeds. Benito Carbone lék sinn fyrsta leik fyrir Middles- borough og homspyrna hans skap- aði seinna jöfnunarmarkið fyrir Dean Windass. í heild átti Boro skil- ið að jafna leikinn en liðið lék þenn- an leik prýðilega, sérstaklega eftir að Alain Boksic kom inn á sem varamaður í upphafi síðari hálf- leiks. Langþráöur sigur Bolton Guöni Bergsson og félagar í Bolton unnu sinn fyrsta sigur í 12 úrvalsdeildarleikjum þegar þeir lögðu West Ham á heimavelli. Ricardo Gardner skoraði sigur- markið á mjög yfirvegaðan hátt. Þessi sigur var gríðarlega kærkom- inn fyrir Bolton, einnig af þeirri ástæðu að þetta var fyrsti sigur liðs- ins á heimavelli í sex mánuði. Lið West Ham pressaði stíft en lítil ógn var í sóknarleiknum hjá þeim og því náði Bolton að halda pressuna út. Danski landsliðsmaðurinn Stig Tofting lék sinn fyrsta leik fyrir Bolton og átti prýðisleik. Sigur- markið kom m.a. upp úr löngu inn- kasti frá honum. Guðni Bergsson lék einnig allan leikinn fyrir Bolton. Graham Taylor var ekki langt frá því að vinna sigur í sínum fyrsta leik síðan hann sneri aftur sem framkvæmdastjóri Aston Villa. Paul Merson kom Villa yflr í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik jafnaði Frank Lampard eftir undirbúning Gian- franco Zola sem hafði komið inn á sem varamaður aðeins mínútu áður. Þetta jöfnunarmark kom þvert á gang leiksins því Aston Villa lék gríðarlega vel í þessum leik og hefði verðskuldað sigur. Þetta jafntefli verður hins vegar endanlega til þess að þessi lið munu berjast um sæti í UEFA-keppninni. Nial Quinn hélt upp á 200. leik sinn fyrir Sunderland með því að skora sigurmark liðsins í mikilvæg- um 0-1 útisigri á Derby. Þessi sigur hlýtur að létta gríðarlegri pressu af framkvæmdastjóranum Peter Reid en gengi liðsins hefur verið afar slakt í síðustu leikjum og er liðið nú komið í viðunandi fjarlægð frá fall- svæðinu. Reid gerði sex breytingar á liðinu frá síðasta leik og blés kirfi- lega til sóknar og það bar þennan ár- angur. Leikurinn var reyndar ekki mikið fyrir augað og baráttan var mikil á kostnað gæðanna, enda var leikurinn mikilvægur fyrir bæði lið. Robert Lee lék sinn fyrsta leik fyrir Derby eftir að hafa verið keyptur frá Newcastle. Blackbum er komið í vandræði eftir 2-0 tap gegn Fulham og Leicester er í enn verri stöðu eftir tap gegn Tottenham á White Hart Lane. -HI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.