Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2002, Page 13
MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2002
29
DV
Knattspyrnudeild Hauka með áætlun um markvissa þjálfun:
Sport
Markmiðið að gera
menn heilbrigðari
Almennings-
íþróttir
Haukastúlkur í knattspyrnukeppni. Þetta kerfi sem deildin starfar eftir núna hefur það aö markmiði að skila heilbrigöari einstaklingum hvort sem um er að
ræöa afreksmenn eöa þá sem vilja stunda holla og góöa hreyfingu.
Sá misskilningur viröist út-
breiddur meðal margra aö krakkar
æfi íþróttir fyrst og fremst til að
verða afreksmenn. En æfmgar með
íþróttafélögum hafa yfirleitt háleit-
ara takmark en þaö. Knattspyrnu-
deild Hauka starfar nú, ásamt
reyndar fleiri knattspyrnudeildum,
eftir áætlun úr smiðju Janusar Guð-
laugssonar íþróttafræðings sem
byggir á því að þjálfarar fá mark-
vissar leiðbeiningar um hvað eigi
að kenna krökkum í hvaða flokk-
um. Markmiðið með þessum leið-
beiningum er að bæði þeir sem ætla
að ná langt i íþróttinni og eins þeir
sem æfa íþróttir einungis til að
verða heilbrigöari fái það út úr
íþróttinni sem ætlast er til. Þetta
kerfi hefur mælst vel fyrir alla sem
komið hafa nálægt því, hvort sem
það eru þjálfarar, iökendur eða for-
eldrar. í þessum tilgangi hefur
knattspyrnudeild Hauka gefið út ít-
arlega íþróttanámskrá þar sem til-
greind eru markmið með þjálfun-
inni og hvað menn eiga að kunna
þegar menn stíga upp úr aldurs-
flokkunum. Haukar hafa nú starfað
eftir þessari áætlun í eitt og hálft ár
og er stjórn knattspyrnudeildar
ánægð með árangurinn.
íþróttanámskráin skiptist í fjóra
hluta. í þeim fyrsta er stjórnunar-
starfið og aðstæður knattspyrnu-
deildar Haukanna kynnt, í öðrum
hlutanum er stiklað á stóru í
þjálfuninni og skipulagi æfinganna,
í þeim þriðja er farið í þroska bama
og unglinga og út frá því rætt um
ýmislegt sem hafa ber í huga þegar
unglingar eru þjálfaðir og í fjórða
hlutanum er farið í ýmis atriði sem
tengjast knattspyrnuhreyfingunni,
bæði reglur KSÍ og þátttöku for-
eldra í starfínu. Stefnan var unnin
fyrir einu og hálfu ári og hefur ver-
ið unnið eftir henni síðan. Hug-
myndir úr þessari stefnu eru komn-
ar úr smiðju Janusar og kynntist
hann þeim þegar hann var við nám
í Danmörku. í kjölfar þessarar
stefnu var allt stjómkerfið stokkað
upp og m.a. fækkað í stjóminni
þannig að hver einasti stjórnarmað-
ur hefði ákveðið hlutverk. Þessi
íþróttanámskrá verður síðan endur-
bætt og aukin með tímanum í Ijósi
reynslunnar.
Leiðarvísir fyrir þjálfara og
stjórnarmenn
Janus var fenginn fyrst og fremst
i þeim tilgangi að koma með skýr
markmið með þjálfuninni og ábend-
ingar um hvernig hægt væri að ná
þeim. Að auki er hún hugsuð sem
leiðarvísir fyrir stjómarmenn og
aðra sem koma nálægt stjórnunar-
starfi knattspyrnudeildarinnar. All-
ir hafa sitt hlutverk sem eiga að
leiða að því marki að bæta árangur
deildarinnar og ekki síður að skapa
heilbrigða einstaklinga. „Bæði
stjómarmenn og þjálfarar fara í
gegnum þessa námskrá og fá með
henni leiðbeiningar um hvemig eigi
að vinna að markmiðum íþrótta-
hreyfmgarinnar, t.d. í forvörnum,
mannvirkjagerð o.s.frv. Þetta er í
raun okkar útgáfa af reglum KSl og
það má segja að þetta sé stafróf
knattspymunnar," segir Janus.
Janus segir þessa stefnu þegar
hafa haft margt gott í for með sér þó
að hún sé að sjálfsögðu fyrst og
fremst hugsuð til lengri tíma.
„Núna hefur þjálfarinn t.d. það al-
veg skýrt til hvers er ætlast af hon-
um. Það er í raun búið að búa til
ramma utan um hans vinnu. Stjóm-
armenn hafa einnig allir skýrt hlut-
verk.“
Markmiö fyrir hvern flokk
Sem dæmi má nefna að í nám-
skránni er kafli um sérhæfð mark-
mið knattspymuflokka, þar sem
kemur fram hvað ætlast er til að
menn kunni í sinum flokkum. Sem
dæmi má nefna að í 5. flokki á
iökandinn að venjast boltanum á
ýmsan hátt, t.d. með því að halda
bolta á lofti og skallatennis, æfa
knattrak að viðbættu markskoti,
æfa innanfótarspymur og innan-
verða ristaspyrnu auk markskota
rúllandi og hárra bolta svo eitthvað
sé nefnt. Allt er þetta skýrt í bók-
inni og eftir þessu geta þjálfarar
unnið. „Þetta er ekki síður gagnlegt
fyrir foreldra sem með þessu vita
hvað barnið á að kunna í sínum ald-
ursflokki."
Stjómarmenn eru afar ánægðir
með hvernig til hefur tekist hingað
til. „Mér finnst það áberandi að
þjálfarar hjá okkur eru nú að til-
einka sér markvissari vinnubrögð.
Ef eitthvert mál kemur upp, þó að
það sé ekki nema mjög smátt, þá er
tekið á því strax. Og það er alveg
klárt aö markvissari vinnubrögð
draga úr brottfalli yngri iðkenda hjá
félaginu," segir Páll Guðmundsson,
formaður knattspyrnudeildar
Hauka. „Auk þessa eru engin æf-
ingagjöld fyrir iðkendur í yngstu
flokkunum. í staðinn sér Lands-
bankinn um að greiða gjöldin þeirra
með því skilyrði aö bamið leggi
ákveðna peningaupphæö á bók hjá
þeim. Þetta er þvi mikill hvati fyrir
böm til að byrja að stunda knatt-
spyrnu."
Til lengri tíma er vonast til að
þetta muni ekki einungis skila sér í
minna brottfalli. „Að mínu mati er
markmiðið tvíþætt. Annars vegar
að skila félaginu betri árangri og
hins vegar að búa til hæfa einstak-
linga burtséö frá því hvort þeir eiga
eftir að verða afreksmenn eða ekki.
Þar leggjum við áherslu á að öO fjöl-
skyldan komi inn í þetta og taki þátt
með barninu í íþróttaiðkun þess.
Það er ekki síður hlutverk íþróttafé-
laga að gera iðkendur sína hæfari
til að takast á við lífið og gera þá að
nýtum þjóðfélagsþegnum," segir
Janus.
-HI
Vissulega eru bakaðir brauðbotnar líka matur. Vissulega.
En stundum longor mann i lOO%
KJÖT og PERSKT CRIENMETI...
Ekki satt?
PS. Hjá okkur færöu borgarann, kartöflur, gos og ábæti fyrir minna en þúsundkall...
AUSTURSTRJETI 20 • KRINGLAN • SUÐURLANDSBRAUT 56