Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2002, Síða 15
MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2002
31
JOV
Sport '
Brynjar
valinn
bestur
Eins og ávallt í körfuboltabúöum
var valið stjörnulið búðanna og
voru það þjálfararnir sem völdu lið-
ið. Sex strákar voru valdir og sögðu
þjálfararnir að erfitt hefði veriö að
velja liðið þar sem mikið var af jöfn-
um leikmönnum i körfuboltaskólan-
um. Þeir sem voru valdir komu frá
Qórum félögum en tveir KR-ingar
komust í liöið og einnig tveir úr
Fjölni. Hér á myndinni til hliðar
má sjá þá sem valdir voru í stjörnu-
liðið en þeir eru frá vinstri: Davíð
Þór Fritzon, ÍR, Þorsteinn Sverris-
son, Fjölni, Hrafnkell Einarsson,
Fjölni, Vésteinn Sveinsson, ÍA,
Birkir Veigarsson, KR, og Brynjar
Björnsson, KR. Brynjar var einnig
valinn besti leikmaðurinn í körfu-
boltaskólanum. Hann er hér fyrir
neðan hlaðinn verðlaunum en hann
sigraði einnig í keppninni um bestu
boltatæknina. Þess má geta að
Brynjar er að spila upp fyrir sig í 9.
flokki en hann er ennþá í 8. flokki.
DV-myndir Ben
Körfuboltaskóli KKÍ og And 1:
Vel tekið á því
- tæplega 50 metnaðarfullir drengir tóku þátt og æfðu undir stjórn hæfra þjálfara
Körfuknattleikssambandið stóð
fyrir körfuboltaskóla um helgina fyr-
ir drengi í 9. flokki en áður hafði ver-
ið skóli fyrir drengi í 10. flokki fyrr í
vetur.
Pattersons meö
troöslusýningu
Góð þátttaka var í skólanum og
voru rétt tæplega 50 drengir alls stað-
ar af landinu, m.a. frá Hólmavík,
Stykkishólmi, Hrunamannahreppi,
Akranesi, Hvammstanga, svo ein-
hverjir staðir séu nefndir.
Æft var undir stjórn reyndra og
hæfra þjálfara, bæði innlendra og er-
lendra. Þá komu i heimsókn leik-
menn á borð við Tyson Pattersons,
sem leikur með
Grindavík í úr-
valsdeildinni en
þessi knái kappi,
sem er 168 cm á
hæð, gerði sér
lítið fyrir og hélt
smá troðslusýn-
ingu fyrir drengina sem gerðu ekki
ráð fyrir að hann gæti troðið yfirhöf-
uð.
Þá kom Cedrick Holmes, sem leik-
ur með ÍR, Jón Amór Stefánsson,
sem leikur með KR, og félagi hans í
bæði KR og ís-
lenska landslið-
inu, Helgi Magn-
ússon.
Lögð var
áhersla i skólan-
um á að kenna
strákunum sem
mest yfir helgina og var farið yfir
sendingar, boltatækni, kenndar
hreyfingar þegar menn eru með bak-
ið í körfuna á blokkinni og aðferöir
til að sækja að körfunni. Þá voru
skotleikir og keppnir og reyndu
strákamir fyrir sér í driplkeppni
einnig.
Gott framtak hjá KKÍ
Þátttakendur fengu ýmis verölaun
fyrir framúrskarandi frammstöðu frá
And 1. Ekki var annað að sjá en all-
ir væru ánægðir meö skólann og ljóst
að þetta framtak KKÍ er eitthvað sem
ætti að vera komið til að vera. -Ben
Umsjón:
Benedikt Guðmundsson
Hér á myndinni eru allir þátttakendurnir sem voru í körfuboltaskóianum sem Sigurliöiö í fimm á fimm mótinu en þessir fræknu strákar unnu 5 leiki af átta.
fram fór i Seljaskóla. DV-mynd Ben DV-mynd Ben
Hlynur vann
skotkeppnina
Hlynur
Hallgrímsson
úr KR sigraði
í 3ja stiga
keppninni í
körfubolta-
skólanum en
hann nýtti
60% skota
sinna sem er
frábær nýting
hjá þessum
knáa pilti.
Allir þátttak-
endurnir spreyttu sig fyrir utan 3ja
stiga línuna og fóru 10 efstu i úrslit.
Þar reyndist Hlynur sterkastur á
svellinu.
-Ben