Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2002, Side 16
32
MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2002
Vala önnur í Gautaborg
Vala Flosa-
dóttir stangar-
stökkvari varð í
öðru sæti á
alþjóðlegu móti
innanhúss sem
haldið var í
Gautaborg um
helgina. Vala fór
yfir 4,18 metra og
stökk jafnhátt og
sigurvegarinn,
Hanna Mia
Persson. Vala
bætti árangur
sinn frá því í
Stokkhólmi í
síðustu viku um
þrjá sentímetra.
-JKS
Johann Muehlegg frá Spáni, í miðið, fagnar hér gullverölaunum sínum í 30 km göngu með frjálsri aðferö. Honum á hægri hönd er Christian Hoffmann frá
Austurríki og landi hans Mikhail Botvinov á þá vinstri. Símamynd Reuter
Vetrarólympíuleikarnir hafnir i Salt Lake City:
Spænskur stal senunni
Heimsmetið
tvíbætt
5000 metra skautahlaup karla
var sögulegt á vetrarólympíu-
leikunum í Salt Lake City um
helgina. Bandaríkjamaðurinn
Derek Parra sló heimsmetið
þegar hann hljóp á 6:17,98 mín-
útum en Hollendingurinn
Jochem Uytdehaage, sem hljóp
nokkrum mínútum síðar, gerði
enn betur og setti heimsmet á
tímanum
6:14,66 mfn-
útum.
5000
metra
skauta-
hlaupið hef-
ur lengi
verið sér-
grein Hol-
lendinga en
þetta eru
fyrstu verð-
laun
Jochem og
örugglega
ekki þau
síðustu því
þarna er á ferð mikið efni sem
Hollendingar binda mikla vonir
við í framtíðinni.
-JKS
Gull til
Norðmanna
Hin 28 ára norska stúlka Kari
Traa vann tii gullverðlauna í
Salt Lake City þegar hún sigr-
aði í svonefndu hólasvigi. Þetta
þykir mjög erfið grein skíða-
íþrótta og
reynir ekki
hvað síst á
hraða og
tækni. Þá
reynir hóla-
svigið ekki
hvað síst á
hné kepp-
enda og
hafa nokkr-
ir farið illa
með þau síð- Kari Traa frá
an farið var Noregi.
að keppa í
þessari íþrótt.
Kari Traa vann til silfurverð-
launa á leikunum fyrir fjórum
árum og markmið hennar á
þessum leikum gengu fullkomn-
lega upp. Hún hlaut 25,94 stig
fyrir æfingar sínar. Sharon
Barhke frá Bandaríkjunum
lenti í öðru sæti með 25,06 stig
og japanska stúlkan Tae Satoya
varð í þriðja sæti með 24,85 stig.
-JKS
Dagný fánaberi
við setninguna
Dagný Kristjánsdóttir, einn
íslensku keppendanna á vetrar-
ólympíuleikunum í Salt Lake
City, var fánaberi íslenska liðs-
ins við setningu leikanna um
helgina. Auk Dagnýjar keppa
Björgvin Björgvinsson, Krist-
inn Bjömsson, Jóhann Friðrik
Haraldsson, Kristinn Magnús-
son og Emma Furuvik fyrir
hönd íslands á leikunum. Aðal-
fararstjóri liðsins er Stefán
Konráðsson, framkvæmdastjóri
ÍSÍ.
Islensku keppendumir hefja
keppni í Salt Lake City í dag
þegar þær Dagný Kristjánsdótt-
ir og Emma Furuvik keppa í
bruni.
-JKS
Spánverjinn Johann Muehlegg
kom, sá og sigraði i 30 km göngu
karla með frjálsri aðferð á vetrar-
ólympíuleikunum í Salt Lake City
um helgina. Johann er Þjóðverji en
fékk spænskt ríkisfang fyrir
nokkrum árum. Johann stal sen-
unni og sigraði með miklum glæsi-
brag en á leikunum í Nagano fyrir
fjórum árum varð hann i sjöunda
sæti. Hann hafði undirbúið sig af
kostgæfni fyrir þessa leika og
stefndi markvisst á gullverðlaunin
og hann uppskar laun erfiðisins.
Spánverjar eru að vonum mjög
hreyknir af sínum manni og er
hann orðinn nánast þjóðhetja en
Spánverjar höfðu ekki verið frægir
að vinna til verðlauna á vetrar-
ólympíuleikum fram að þessu. Þetta
voru þriðju verðlaun Spánverja á
vetrarleikum frá upphafi og annað
gullið sem þeir hreppa i sögunni.
Johann Muehlegg hafði mikla yf-
irburði í göngunni og kom tæpum
tveimur mínútum á undan Christi-
an Hoffmann frá Austurríki í mark-
ið. Austurríkismaðurinn Mikhail
Botvinov hreppti bronsverðlaunin
þegar hann kom þriðji í mark. Það
vakti óneitanlega athygli að enginn
Norðurlandabúi komst á pall.
Hamingjusamur maöur
„Ég var ákveðinn að taka foryst-
una strax i göngunni og halda henni
til loka. Þetta gekk eftir og ég er
mjög hamingjusamur maður í dag,“
sagði Johann eftir gönguna.
Italska stúlkan Stefania
Belmondo vann sín áttunda verð-
laun á vetrarólympíuleikum þegar
hún sigraði 1 15 km göngu kvenna
með frjálsri aðferð. Belmondo varð
heimsfræg þegar hún vann til sjö
verðlauna á leikunum i Albertville í
Frakklandi fyrir tíu árum.
Sigurinn hjá Belmondo um helg-
ina var ekki átakalaus því hún háði
harða keppni við rússnesku stúlk-
una Larissu Lazutinu en hafði betur
á lokasprettinum. Lazutina er eng-
inn aukvisi i þessari íþrótt en á
keppnisferlinum hefur hún unnið
til átta verðlauna á ólympíuleikum.
Stórkostleg stund
„Ég er í sjöunda himni og þetta er
stór stund í minu lífi. Ég gerði mér
vonir um að komast á verðlaunapail
en að vinna gullið er stórkostlegt,"
sagði Belmondo.
-JKS
Stu Stuart
ráðinn til Ægis
- Wermelskirchen á fórum
Kanadamaðurinn Stu Stuart
hefur verið ráðinn þjálfari hjá
Sundfélaginu Ægi. Stuart tekur
við þjálfuninni af Þjóðverjanum
Bodo Wermelskirchen en hann
heldur til Lúxemborgar í þjálfun
og fór af landi brott um helgina.
Það tók nokkrun tíma fyrir Ægis-
menn að finna nýjan þjálfara en á
þessum árstíma eru ekki margir
slíkir á lausu.
Stýrir Ægi í Eyjum
Stuart mun koma til landsins í
byrjun mars og stjómar þá Ægis-
mönnum í fyrsta sinn á innan-
hússmeistaramótinu í Vestmanna-
eyjum. Þangað til munu Ragnar
Friðbjamarson og Jóhanna Gylfa-
dóttir sjá um þjálfunina sam-
kvæmt æfingaáætlun frá
Wermelkirchen sem þjálfað hafði
hjá félaginu í þrjú ár.
Stu Stuart hóf þjálfaraferil sinn
í Kanada og þá við unglingaþjálf-
un. Hann hefur alið upp unga
sundmenn til afreka á síðari ár-
um. Hann hefur mikla reynslu í
uppbyggingu sundfélaga auk þess
sem hann hefur þjálfað sundmenn
upp í heimsklassa. Hann tók sér
síðan frí frá þjálfún í tíu ár og
vann þá sem hagfræðingur en
hann er menntaður slíkur. 1997
réð hann sig sem þjálfari í Flórída
og 1999 við hlið Paul Bergen sem
er sundþjálfari í fremstu röð.
Síðastliðin tvö ár hefur Stuart ver-
ið yfirþjálfari hjá félagi í Arizona.
-JKS
Ragnar einn þjálfara
danska landsliðsins
- sem fer á HM í sundi
Ragnar Guðmundsson verður
annar þjálfara danska landsliðs-
ins í sundi sem tekur þátt í
heimsmeistaramótinu innanhúss
í Moskvu sem haldið verður dag-
ana 3.-7. apríl. Afreksnefnd
danska sundsambandsins hefur
valið 14 sundmenn til þátttöku í
heimsmeistaramótinu, átta konur
og sex karla. Mette Jakobsen,
besta sundkona Danmerkur,
gefur ekki kost á sér í liðið að
þessu sinm vegna anna í prófum.
íslenskir þjálfarar gera
þaö gott i Danmörku
Ragnar Guðmundson hefur get-
ið sér mjög gott orð sem þjálfari í
Danmörku og er mikill heiður
fyrir hann að vera valinn annar
þjálfara liðsins en hinn er Ari
Palve. Ragnar var á síðasta ári
kjörinn þjálfari ársins í Dan-
mörku af danska þjálfarasam-
bandinu. Ragnar er yfirþjálfari
sundfélagsins i Álaborg.
Islenskir þjálfarar geta sér gott
orð i Danmörku en Eðvarð Þór
Eðvarðsson er að gera það gott
hjá VAT 89 í Kaupmannahöfn.
Þess má geta að Sundsamband
íslands vinnur að því að Brian
Marshall verði með íslenska
landsliðið í sundi fram yfir
ólympíuleikana í Aþenu 2004.
Starf landsliðsþjálfara er hluta-
starf en á stefnuskrá SSÍ er stefnt
að því að þetta starf verði fullt
starf í framtíðinni.
-JKS
Jochem
Uytdehaage brest-
ur í grát eftir
sigurinn.