Alþýðublaðið - 02.04.1969, Blaðsíða 12
12 ATlþýð'u'blaðið 2. apríl 1969
INGÖLFS-CAFÉ
Görnlu dansarnir
í KVÖLD KL. 9.
Hljómsveit GARÐARS JÓHANNESSONAR.
Söngvnrj BJÖRN ÞORGEIRSSON.
Aðgöngumiðasala frá kl. 5. — Sími 12826.
ERTU AÐ BYGGJA?
\ VILTU BREYTA?
ÞARFTU AÐ BÆTA?
GRENSÁSVEGI 22-r.24
SlMAR: 30280 - 32262
a.
‘P*
ÞÉR GETIÐ VALIÐ UM UPPTREKT,
DAGATAL OG JAFNVEL DAGANÖFN.
BIDJID ÚRSMID YDAR UM TISSOT.
Aödrogaríclinn
Framhald af 7. l>j6u.
ins til kommúnista, eins og við rædd
um um á fundinum. Mér væri
ánægja að frétta frá þér um þetta
mál og mun, ef eitthvað skeður
hjá okkur, láta þig vita í trún-
aði....“
| erlendum fréttum var urn þetta
leyti meir og meir rætt um það
að stofnað yrði vestrænt varnar-
bandalag, sem Bretland og Banda-
ríkin yrðu aðalmáttarstoðir í, en
Kanada og mörg ríki Vestur og
Norður Evrópu ætt aðild að. Allt
þetta vakti stjórnmálamenn á Norð-
urlöndum til umhugsunar um það,
hver ætti að verða afstaða þeirra til
slíks bandalags.
Hedtoft skrifaði mér einkabréf 3.
marz 1948 og spurði þá meðal ann-
ars hvaða hugrenningar væru meðal
íslenzkra stjórnmálamanna um
varnarbandalagshygmyndina. I
einkabréfi dags. 3. apríl 1948 svar-
aði ég Hedtoft meðal annars á þessa
leið.'
„Það er ekki unnt að neita því,
að nokkur uggur og kvíði ríkir
meðal manna hér vegna þróunar-
innar í alþjóðamálum. Hér á landi
eru engar hervarnir og við eigum
þess sjálfir engan kost að verja okk-
ur gegn árás.
Meðal jafnaðarmanna og hinna
borgaralegu lýðræðisflokka ríkir
fullur samhugur með vesturveldun-
um, og við leynum því ekki að þar
sé okkar einasta varnarvon. Hugs-
unin um Vestur Evrópu-bandalag
á sér hér marga formælendur, og
það er okkar einlæg von, að við get-
um, bæði um þetta sem annað átt
samleið með vinum okkar og frænd-
um á Norðurlöndum. Ég fyrir mitt
leyti vil einlæglega að þvf stuðla,
þótt ekki sé hægt að neita þeirri
staðreynd, að lega landanna er ólík.
Þið skuluð ekki vera hræddir um,
að við höfum neinar óskir um að
slíta þau bönd, sem tengja okkur
við Norðurlönd og Evrópu. Við
eruij norræn þjóð og eigum vissu-
heima f Vestur Evrópu ...."
I næsta bréfi sem Hedtoft skrif-
aði mér, 10. apríl 1948, tók hann
fram að til mála gæti komið að
Danmörk, Noregur og Svíþjóð
mynduðu sérstakt, norrænt varnar-
bandalag, hann fyrir sitt leyti væri
því mjög fylgjandi. Ég skildi mjög
vel afstöðu Dana og Norðmanna,
sem vildu kosta kapps um að fá
Svía með í varnarsamtök, en vissu,
að þeir væru mjög ófúsir til þess að
gerast aðilar að varnarsamtökum
vesturVeldanna. En ef þessi yrði
niðurstaðan á Norðurlöndum,
myndi Island standa einangrað eftir,
viðskila við þau í varnarmálum, og
það þótti mér ekkcrt gleðiefni. Gaf
ég þeim Hedtoft, Gerhardsen og
Erlander það greinilega í skyn í
einkabréfum sem ég skrifaði þeim
skömmu síðar.
En þess var ekki langt að bíða
að erfiðleikarnir á norrænu varnar-
handalagi kæmu f ljós. I bréfi sem
Erlcnder skrifaði mér 26. maí 1948
segir hann. „Því er nú þannig varið
eins og þú veizt, að hugleiðingar
okkar eru nú mjög á reiki um það,
hvaða skref við eigum að stíga næst.
Við erum ekki komnir lengra áleið-
is en það, að við crum að reyna
að gera sjálfum okkur ljóst og hver
öðriTin, hversu langt við getum geng
Í8W að samhæfa skandinaviska
utanríkispólitík, en það er að sjálf-
sög.ðu það atriði, sem er nauðsyn-
legt. skilyrði til þess að hafa sam-
vinuu um hervarnir. Lengra erum
við ekki komnir og ég held, að
þafSj geti tæplega verið áhugamSI
fyírr land þitt að taka þátt í þess-
ui|Í4auslegu viðræðum ...."
^^greinilegar komu vandkvæð-
injpýsém voru á norrænu varnar-
baþdalagi, fram í einkabréfi, sem
Eihar Gerhardsen skrifaði mér 4.
ágúst 1948. Hann sagði þar:
vtEins og þú veizt hefur spurn-
injgin um samvinnu á hervarnasvið-
inu verið mjög ofarlega í liuga okk-
ar síðustu tímum og í því sam-
b®\dr cr tæplega hægt að ræða um
öffhur lönd en hin skandinavísku,
þrjú. En jafnvel þau er ekki auð-
vcJt að sameina til slíkrar samvinnu.
Erfiðleikarnir eru fyrst og fremst í
því fólgnir, að Svíþjóð annars vegar,
Danmörk, Noregur (og Island)
hins vegar hafa óh'ka reynslu úr
síðustu heimsstyrjöld. Þjóðir okknr
vita mætavel, að það er ekki nóg
að hafa einlægan vilja til þess að,
stjmdn utan við heimsátökin. Við vit
urn. að þrátt fyrir það getum við
dregizt inn í hringiðuna. .Við hljót
um að búa okkur undir það að vera
á varðbergi gegn slíkum viðburðum.
Og allnr líkur benda til þess, að á
næstu tfmum verði það reynt til
þráutar, hvort unnt sé að mynda
skandinavískt varnarhandalag ....“
Sú tilraun var gerð en hún heppn-
aðist ekki. Danir gerðu allt sem
þéir gátu til þess að hún mætti tak-
ast. Norðmenn studdu slíkt banda-
lag einnig en töldu nauðsynlegt að
það nyti aðstoðar og samvinu vænt-
anlegs varnarbandalags Vestur
Evrópu. Svíar voru fúsir til að ganga
í norrænt varnarbandalag og buðu
Danmörku og Noregi vopn og ann-
a®jithúnað, en þeir voru því hins
veg&r algjörlega fráhverfir að leitað
vm. samvinnu og aðstoðar þess
vamarbándalags, sem» vesturveldin
stgðú áð. Og raunverulega strand-
aiSLhugmyndin á þessu. Norðmenn
to&Ju hludeysiskröfu Svíanna óað-
gengilega fyrir sig.
Þárrnig stóðu málin undir árslok
19^-’ Allar líkur bentu tíl þess ’að
veMænt varnarbandalag yrði stofn-
að.rA'uðsætt var, að Svíar myndu
ekkrtá.ka þátt í því. Nokkur óvíssa
ríkti um afstöðu Dnnmerkur og
N^-egs. Ég var þéirrar skoðunar
ac’f vel gæti komið til mála, að Is-
land gerðist aðili að vestrænu varn-
arbandalagi, en mér þótti það mjög
miðuf;_.ef hvorki Danmörk né Sví-
þjóð' .yrðu með í því. Ég vissi ekki
hvsr yrði að lokum afstaða með-
ráðherra minna úr Framsóknar- og
Sjtfifstæðisflokknum, þóttist þá hafa
ástæðu til að ætla, að Bjarni Bene-
diktsson utanríkisráðherra, sem bezt
fylgdist með í þessum málum,
myndi verða þess frekar fýsandi,
að Island ætti hlut að slíkum varn-
arsamtökum.
||inn 7. desember 1948, tilkynnti
- ameríski sendiherrann í Reykja-
vík Bjarna Benediktssyni, að við
gætum átt von á því mjög bráðlega,
að okkur yrði boðin þátttaka í
Atíandshafsbandalagi. Ríkisstjórnin
ræddi málið og hafði Svein Björns-
son,' forseta með í ráðum. Við urð-
um ásáttir með að brýna nauðsyn
bæri til þess, að við fengjum ná-
kvæma vitneskju um það, hver
ættu að vera lög og markmið, og
hvert tskipulag ^þes&a væntanlega
bandal. áður en við tækjum nokkra
afstöðu til þess. Hét sendiherra
Bandaríkjanna öllum nauðsynleg-
um upplýsingum þar að lútandi,
Einnig kom okkur saman ura að
ég skrifaði Hedtoft og Gerhardsen
í trúnaði um þetta mál og óskaði
að fá að vita, hver myndi verða af-
staða landa þeirra, ef þeim yrði
boðin þátttaka í bandalaginu. Ég
skrifaði þessi bréf 8. desembcr 1948,
og fer hér á eftir kafli úr bréfinu
til Gerhardsens:
Við höfum rætt mikið í ríkis-
stjórninni um ástand alþjóðamála.
Við horfum með kvíða á þróun
þeirra. Við höfum engar hervarnir
og getum ekki stofnað til þeirra á
eigin spýtur. Hins vegar gerutn við
okkur það ljóst, að land okkar
myndi vart látið afskiptalaust, ef
stríð brytist út milli austurs og
vesturs.
Eðlilega myndum við eiris og all-
ar aðrar friðsamar smáþjóðir, lielst
kjósa að korna hvergi nærri, ef stríð
brytist út, en við verðum að horfa
köldum augum á staðreyndirnar,
að sú gæti því miður ekki orðið að-
staða okkar. Þá er spurningin ,sú,
á hvern veg við gætum tryggt okk-
ur og fengið hjálp og aðstoð frá
þeim aðila sem stendur okkur næst
um menningu og mannréttíndi
— vesturveldunum. I þessu sam-
bandi erum við farriir að ræða um
Atlantshafsbandalagið, en um það
er nú talað að Danmörk, Noregi
og Islandi verði boðið að eiga aðild
að því, jafnvel að lagt verði að
þeim í því skvni. Okkur hefur ekki
enn borizt neitt tilboð, en við höf
I
um fengið vitneskju um að svo
muni væntanlega verða.
Sennilega hafið þið í Noregi og
Danmörku heldur ekki fengið beint
tilboð enn, en ég held að þessi ríki
verði þó öll að vera viðbúin því að
taka afstöðu, þegar þar að kemur.
Við vitum’ ekkert enn um efni
bandalagssáttmálans, en það hlýtur
að sjálfsögðu að ráða mestu. Við
getum ekki neitað því að sökum
legu lands okkar og ástands alþjóða-
mála munum við hugsa ókkur rnjög
vel um, áður en við höfnum tilboð-
ínu, svo fremi að skilyrði séu ekki
þannig að þau séu óaðgengileg að
okkar áliti. I þessu sambandi álít ég
það mikla nauðsyn að við höfum
samband við vini okkar anriarsstáð-
ar á Norðurlöndum. Hvað er álit
þitt og rikisstjórnar þinnar og hver
er a’tlun ykkar?. Og hvað gerii*'
Svíþjóð? Þú vildir kannski gera svo
-vel og láta mig vita það í trúnaði.
Mér þætti mikils um vert að fá við
fyrsta tækifæri álit þitt um þetta
mál....
í bréfinu til Hedtofts sem var
alveg sama efnis, óskaði ég álits
hans og sem öruggastrar vitneskju
urn fyrirætlanir dönsku stjórnarinn-
ar. j
t
Framhald í næsta blaði. '
GUÐMUNDAP
v Bergþórugötu 3. «r
Simar 19032 og 20070).