Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2002, Side 2
MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2002
Fréttir
Stjórnarandstaðan harðorð vegna uppsagnar starfsmanns Landssímans:
Spilling og hroki
- Steingrímur vill að Friðrik segi af sér - Össur vill auka vernd heimildarmanna
Formenn Samfylkingar og
Vinstri grænna átelja harðlega að
Landssíminn skuli hafa sagt upp
starfsmanni sem upplýsti DV um
fjársýslu stjómarformanns Símans.
„Þetta er í samræmi við hrokann og
yfirganginn sem einkennt hefur
ákvarðanir stjómenda þessa fyrir-
tækis undanfarið,“ segir Steingrím-
ur J. Sigfússon, formaður Vinstri
grænna. Össur Skarphéðinsson, for-
maður Samfylkingarinnar, telur að
auka þurfi vernd heimildarmanna.
„Það er með engu móti hægt að
jafna þessu athæfi starfsmannsins
við trúnaðarbrest þar sem aðili
hagnast á upplýsingum í viðskipta-
legu tilliti. Ég lit svo á að þessi
starfsmaður hafi verið að uppfylla
borgaralegar skyldur sínar með því
að fletta ofan af verknaði sem virð-
ist ganga á svig viö lög. Það var
klárlega í þágu almannahagsmuna
og eigenda fyrirtækisins, íslensku
Ossur
Skarphéðinsson.
þjóðarinnar, að
þetta kæmi fram
í dagsljósið," seg-
ir Össur.
Össur bendir á
að starfsmaður-
inn hafi verið að
upplýsa almenn-
ing um verknað
sem lyktaði mjög
cif spillingu. 1 Sví-
þjóð séu starfs-
menn opinberra fyrirtækja vemdað-
ir þannig að ekki megi refsa þeim
undir sambærilegum kringumstæð-
um. „Það virkar sem undarlegt rétt-
læti að þessi maður skuli hljóta
svona grimmileg örlög nánast sama
dag og yfirmaður annarrar ríkis-
stofnunar, sem hefur tekið fé borg-
aranna ófrjálsri hendi, fær kurt-
eislegt bréf úr stjómarráðinu. Því
miður er að koma í ljós að það
skiptir máli á íslandi að vera skjól-
Steingrímur J.
Sigfússon.
Friðrik
Pálsson.
stæðingur valdamikilla stjómmála-
manna,“ segir Össur og vísar til
máls forstöðumanns Þjóðmenning-
arhússins.
„Þessar nomaveiðar líta ákaflega
illa út,“ segir Steingrímur J. Sigfús-
son. Hann sér ekki að starfsmaður-
inn hafi valdið tjóni eða skaðað eig-
endur Símans. Hann hafi verið að
upplýsa þjóðina um hluti sem al-
menningur hafi átt rétt á að vita.
Tiltal hefði verið nær fremur en
brottrekstur en hugsanlega eigi við-
urlögin að vera refsing öðrum til
viðvörunar. Skilaboðin séu e.t.v.
þau að menn skuli hafa sig hæga.
Steingrímur telur tímabært að
Friðrik Pálsson, stjórnarformaður
Símans, segi af sér þótt sjálfur hafi
Friðrik sagt í gær að hann hefði
ekkert slíkt í hyggju. „Það þarf að
hreinsa þama út og það er lágmark
að bæði einkavæðingarnefnd og
stjóm Símans fari. Friðrik er auð-
vitað þar með talinn og ég hef sagt
að ráðherrar eigi lika að taka pok-
ann sinn. Það er gjörsamlega óþol-
andi að þessi leikur haldi þannig
áfram að hver bendi á annan og
enginn axli ábyrgð."
Líkt og Össur ber Steingrímur
saman þetta mál og mál forstöðu-
manns Þjóðmenningarhússins. Þeir
eru sammála um að munurinn á
viðbrögðunum sé sláandi.
-BÞ
Inflúensan:
Leggst
þungt á börn
„Það em margir veikir af inflúensu
þessa dagana,“ segir Þórður G. Ólafs-
son, heimilislæknir og yfirlæknir á
læknavaktinni.
„Inflúensan leggst
sérstaklega þungt
á yngri krakka.
Tveggja til fimm
ára börn verða
áberandi mest
veik. Einkennin
lýsa sér með
háum hita, kvefi
og hósta. Þau
verða oft skyndi-
lega lasin, líður mjög illa með höfuð-
og magaverkjum."
Þórður segir að krakkamir verði
oft lystarlausir og því mikilvægt að
halda að þeim vökva. „Veikindin geta
staðið nokkra daga áður en hitinn fer
að lækka. Inflúensan gengur yfirleitt
yfir á vikutíma og rétt að halda börn-
unum inni að minnsta kosti einn dag
eftir að þau verða hitalaus."
Að sögn Þórðar virðast fullorðnir
þola inflúensuna betur. „Kannski
hafa þeir einhver gömul mótefni í lík-
amanum sem verka gegn henni að
einhverju leyti." -Kip
Þórður G. Olafs-
son læknir.
Litlu munaði að Alfreð Þorsteinsson dytti út af lista framsóknarmanna:
Ég er himinlifandi
- yfir úrslitunum, segir Anna Kristinsdóttir
Úrslit i skoðanakönnun fram-
sóknarmanna vegna komandi borg-
arstjórnarkosninga urðu tvisýnni
en búist haíði verið við. Atkvæði
féllu þannig að Alfreö Þorsteinsson
lenti í 1. sæti og fékk 128 í það sæti.
Flest atkvæði í 1. og 2. sæti hlaut
Anna Kristinsdóttir, 170. Flest at-
kvæði í 1.-3. sæti hlaut Marsibil Sæ-
mundsdóttir, 181. í fjórða sæti varð
Þorlákur Björnsson með 230 at-
kvæði og í fimmta sæti Guðrún
Jónsdóttir með 229 atkvæði. Aðeins
eitt atkvæði skildi Þorlák og Guð-
rúnu að en kosningin var bindandi
fyrir íjögur efstu sætin. Niðurstað-
an þýðir að Alfreð tekur 2. sætið á
Reykjavíkurlistanum, Anna Krist-
insdóttir 5. sætið, Marsibil skipar
10. sætið og Þorlákur 14. sæti. Alls
voru 344 á kjörskrá og kusu 279, eða
81,1%.
Ekki mátti miklu muna að Anna
sigraði Alfreð eins og sést á því að
hún fékk 113 atkvæði í 1. sætið eða
15 atkvæðum minna en Alfreð í 1.
sætið. Ef Anna hefði sigrað Alfreð
Anna
Kristinsdóttir.
Alfreö
Þorsteinsson.
hefði hann dottið alveg út af listan-
um og afskiptum hans af borgarmál-
um þar með lokið. Framsóknarmað-
ur sem DV ræddi við í gær velti upp
spumingu um hvað hefði gerst ef
Óskar Bergsson hefði ekki dregið
sig í hlé í miðri baráttu vegna óá-
nægju. Framboð hans hefði hugsan-
lega orðið til þess að fækka atkvæð-
um Alfreðs.
Ekki náðist í Alfreð til að fá við-
brögð hans við úrslitunum en Anna
Kristinsdóttir hafði þetta um niður-
stöðuna að segja: „Ég er himinlif-
andi.“
Anna sagði að hún hefði vissu-
lega verið búin að átta sig á að hún
hefði mikinn stuðning. „En það
kemur samt á óvart hve mörg at-
kvæði ég fékk í fyrsta sætið."
Aðspurð hvort Anna teldi þetta
veika kosningu fyrir Alfreð sagði
hún það ekki hennar að túlka það.
Þetta væri hins vegar sterk kosning
fyrir sig og hún væri mjög sátt við
úrslitin. Það væri gott að hafa full-
trúa beggja kynja á listanum og hún
teldi að kjósendur hefðu sent þau
skilaboð að þeir vildu konu í stað
Sigrúnar Magnúsdóttur. Mikil hefð
sé fyrir því að kona og karl skipi tvö
efstu sætin í sveitarstjórnarkosn-
ingum hjá Framsóknarflokknum.
Anna hefur setið sem varafulltrúi
í jafnréttisnefnd en kemur að öðru
leyti ný inn i sveitarstjómarmálin.
Hún er 38 ára og leggur stund á
nám, auk þess að starfa á skrifstofu
Framsóknarflokksins. Aðspurð um
helstu baráttuatriöi nefnir Anna
húsnæðismál og skipulagsmál sem
dæmi. -BÞ
Litlu mátti muna að Sparisjóður Siglfirðinga færi á hausinn:
Erfiðleikum mætt með
eignasölu og nýju fé
- stjórnin hætti öll nema einn maður - skipt um sparisjóðsstjóra
Miklir erflðleikar hafa verið hjá
Sparisjóði Siglfirðinga undanfarið og
nam tap sjóðsins um 150 milljónum
króna i fyrra. Meginskýringin er rakin
til óvarlegra kaupa á hlutabréfum sem
féUu í verði og orsökuðu þennan mikla
taprekstur. Sparisjóður Siglftrðinga er
tUtölulega lítil rekstrareining og var
eigið fé sjóðsins komið niður fyrir
hættumörk. Við þessu hefur verið
bragðist með því að skipta um spari-
sjóðsstjóra og sljóm utan einn meðlim,
fá nýtt fé inn í sjóðinn og selja eignir.
Þeir sem komu inn í sjóðinn með
nýtt stofnfé era m.a. Kaupþing, Spari-
sjóður Borgamess, Sparisjóður Dalvik-
ur og Sparisjóður Ólafsfjarðar. Siðast-
nefndi sparisjóðurinn hefur lent í
miklum áföllum undanfarið og er
skemmst að minnast nýlegs
dóms þar sem fyrrverandi
sparisjóðsstjóra var gert að
greiða tugi miUjóna króna
vegna brots í starfi. Þessar
fjórar bankastoöianir komu
inn með um 60 mUljónir
króna og einnig hefur áfóU-
unum verið mætt með eigna-
sölu, s.s. sölu á hlutabréfum
og þá m.a. í Kaupþingi.
Ólafur
Marteinsson
vongóður um að styrking eig-
infjárstöðu með nýju stofnfé
muni duga tU að tryggja fram-
tíð Sparisjóðs SigUirðinga en
telur að reksturinn muni verða
þungur næstu misseri.
Sjóðurinn hefur notið ráð-
gjafar hjá Sparisjóðabankanum
og Tryggingasjóði sparisjóða.
Stórar tölur
„Þetta eru stórar tölur í samhengi
við efnahag svona lítils sjóðs en það er
mat manna að starfsemi sjóðsins sé
ekki í hættu," segir Ólafúr Marteins-
son sem var i vikunni kjörinn nýr for-
maður stjómar sjóðsins. Hann segist
Of litlir sjóðir
Víöa um landið hafa komið
upp erfiðleikar hjá sparisjóðum und-
anfarið en Ólafur telur ekki að skýr-
ingin sé sú að sjálfsákvörðunarvald yf-
irmanna sé meira hjá sparisjóðunum
en öðrum bankastofnunum. „Ég held
að þetta tengist frekar því hve óskap-
lega litlar þessar stofnanir era. Oftar
en ekki era þær að lána til atvinnulífs
og það þarf hreinlega svo lítið til að
áfóll verði. Efnahagurinn er svo
smár,“ segir Ólafúr.
„Mér fmnst líklegt að viðræður fari
i gang meðal sparisjóða um frekari
sameiningar á næstunni. Þetta era
kannski einingar með eigið fé á bilinu
150-300 milljónir en era þó flokkaðar
sem meðalstórir sparisjóðir. Menn
mega núna lána allt að 25% af eigin fé
til eins aðila en máttu lána 40% fyrir
nokkrum árum. Það munar ekkert um
fjármálastofnanir af þessari stærð.
Þær mega ekki lána neitt,“ segir Ólaf-
ur.
Ekki er formlega búið að ráða nýjan
sparisjóðsstjóra en formlegar viðræð-
ur era hafnar við Ólaf Jónsson. -BÞ
Styttra nám til stúdentsprófs
Menntamálaráðu-
neytið telur rétt að
hefja vinnu sem leið-
ir til styttingar náms
tO stúdentsprófs.
Fljótlega verður skip-
uð nefnd sem hefur
það hlutverk að finna
leiðir til að stytta
framhaldsskólanám um eitt ár. Nefhd-
in á að skila skýrslu um málið í haust.
Ályktun um Landssímann
Flokksráð Vinstrihreyfingarinnar
græns framboðs krefst þess að ríkis-
stjómin hverfi þegar frá öllum áform-
um um frekari einkavæðingu innan al-
mannaþjónustunnar. Ekki verði frek-
ar aðhafst í þessum efnum fyrr en
þjóðin hefúr átt þess kost að gera upp
við einkavæðingarstefhuna.
Sjóður i gíslingu
Þórður Ólafsson, formaður stjómar
Atvinnuleysistryggingasjóðs, krefst
þess að stjómvöld viðurkenni sjálf-
stæði sjóðsins. Hann segir að fjármála-
ráðuneytið hafi sjóðinn í gislingu. í
honum era 8 miiljarðar. Þórður telur
hættu á að stjómvöld eyði fé sjóðsins í
annað en atvinnuleysisbætur. RÚV
greindi frá.
Ómerktir sjúklingar
í könnun á vegum gæðadeildar
Landspítalans - háskólasjúkrahúss
reyndist rúmur helmingur sjúklinga
ómerktur. Könmmin var gerð á tutt-
ugu og tveimur deildum. Lilja Stefáns-
dóttir aðstoðarhjúkrunarforstjóri segir
að það þurfi að herða reglur um merk-
ingu sjúklinga því að hingað til hafi
þær verið óskráðar. Mbl. greindi frá.
Lyfjanotkun hefur aukist
Lyfjanotkun á ís-
landi hefur aukist
um tæplega 60% und-
anfarin 10 ár sam-
kvæmt upplýsingum
sem heilbrigðisráðu-
neytið og landlæknir
hafa tekið saman um
lyfjanotkun. Verð-
mæti seldra lyfja, miðað við hámarks-
verð, meira en tvöfaldaðist, úr rúm-
lega 6 milljörðum í tæplega 13 miljarða
á sama tímabili. RÚV greindi frá.
Mikill snjór á Ströndum
Nemendur í Finnbogastaðaskóla í
Trékyllisvík urðu að fresta skólaferöa-
lagi til Reykjavíkur fyrir helgi vegna
veðurs. Ekki hefúr verið flogið til Gjög-
urs síðan í siðustu viku. I óveðrinu um
daginn fór raflnagn af sveitinni og
komst það ekki á í Munaðamesi við
Ingólfsfjörð fýrr en seint í gær.
Fariö fram á rannsókn
Þrír hluthafar í leitis telja aö for-
svarsmenn fyrirtækisins, nokkrir
hluthafar og stjómarmenn hafi gerst
sekir um refsiverða háttsemi af ýmsu
tagi og hafa farið fram á opinbera
rannsókn rikislögreglustjóra. Stjóm-
arformaður leitar.is segir hluthafana
beita ijárkúgunum til að auka verð-
mæti hlutabréfa sinna í fyrirtækinu.
RÚV greindi frá.
Ijós í myrkri
Á miðvikudag-
inn hefst vetrar-
hátíðin Ljós í
myrkri í Reykja-
vik. Hátíðin, sem
er helguð ljósinu,
verður sett á
Lækjartorgi
klukkan 19.30
með ávarpi Ingi-
bjargar Sólrúnar
Gísladóttur borg-
arstjóra.
-Kip