Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2002, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2002, Síða 13
VEIAVER Ungmenni valda usla í Salt Lake í fyrrinótt þurfti að kalla til óeirðalögreglu þegar hópur drukkinna ungmenna olli usla í miðborg Salt Lake City, miðpunkti vetrarólympíuleikanna sem lauk þar í gær, aðfaranótt sunnudags. Ólætin áttu sér stað í grennd við hótel þar sem voru höfuðstöðvar Al- þjóða Ólympíunefndarinnar í Salt Lake City. Lögreglan skaut gúmmí- klúlum í átt að mannfjöldanum til að dreifa honum þegar átökin milli ungmennanna og lögreglunnar brutust út en þau fyrrnefndu svör- uðu fyrir sig með þvi að kasta bjór- glösum að lögreglunni. Meðlimum Ólympíunefndarinnar var sagt að halda kyrru fyrir þann stutta tíma sem átökin stóðu yfir. Stilit til friðar Til átaka kom á milli ungmenna og óeirðarlögreglunnar í Salt Lake City. Íslandssími MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2002 DV Utlönd Lík uppreisnarleiðtogans Jonasar Savimbi var til sýnis til að staðfesta dauða hans: Hvatt til friðar í Angóla Dauði Jonasar Savimbi hefur gefið friðarvonum í hinu stríðshrjáða Angóla byr undir báða vængi en Savimbi dó í átökum við angólska herinn á föstudag. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Kofi Annan, hvatti alla hlutaðeigandi til að nýta sér núverandi aðstæður í landinu og stilla til friðar. Sama má segja um bandaríska utanríkisráðu- neytið og portúgölsk yfirvöld en Angóla var áður fyrr nýlenda Portú- gala. Síðan landið hlaut sjálfstæði ár- ið 1975 hefur verið barist þar nánast sleitulaust og fór Savimbi þar fremst- ur í flokki fyrir Unita-samtökin al- ræmdu. Ríkissjónvarpið og -útvarpið hafa óspart hvatt eftirlifandi meðlimi Unita til að gefast upp en einn tals- maður samtakanna, Rui Oliveira, sagði á laugardag að „ætlunarverk Unita mundi ekki breytast". Lík leiðtogans var til sýnis fyrir fréttamenn í Lucusse, sem er í austur- hluta Angóla, til þess að taka af allan vafa um dauða hans. Hann varð sam- kvæmt fregnum fyrir 15 byssuskotum, 2 í höfuðið og hinum í efri hluta lík- amans, sem og fætur. Fréttamenn í Angóla sögðu að tveir háttsettir menn innan samtakanna hefðu einnig iátist en nánustu sam- starfsmönnum Savimbi hefði tekist að flýja. Unita hefur barist við stjórnvöld í Angóla síðan landið fékk sjálfstæði ár- ið 1975, en Savimbi stofnaði samtökin nokkrum árum fyrr til að berjast við MPLA-samtökin sem tóku við völdum í landinu þegar það fékk sjálfstæði. Átökin hafa í gegnum árin kostað um 500 þúsund mannslif og valdið því að hundruð þúsunda til viðbótar hafa misst heimili sitt. Því er ljóst að upp- byggingin sem er fram undan i land- inu er mikil. Nýjung Framþróun í eyrnagatagerð StofnaO 1918 Rakarstofan Klapparstig Siml SS1 3010 REUTER-MYND Lík Jonasar Savimbi. ■ Lækkaðu símakostnaðinn um 1.000 kr. á mánuði í 10 mánuði Það er alltaf gott að eiga inni hjá einhverjum. Þegar þú færð þér áskrift hjá fslandssíma færðu ekki aðeins lægri mínútugjöld en aðrir bjóða. Þú færð einnig 10.000 kr. inneign til lækkunar á símakostnaðinum - 1.000 kr. á mánuði, næstu 10 mánuði. Enginn binditími. Ekki þarf að kaupa símtæki til að nýta sér tilboðið. Þú velur þá áskriftarleið sem þér hentar best. Þú velur greiðsluleið - kreditkort, debetkort eða gíróseðill. Símatilboð á islandssimi.is. Nánari upplýsingar í 800 1111 og á islandssimi.is Tilboðið f*st hji söluaðllum (slandsslma CQ> NÝHERJI /Gu/Xit nnÉ Heimilistæki Bókobúð 5 KefUwíkur ® radiomidun. 10.000kr. inneign fylgir GSM áskrift

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.