Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2002, Page 15
15
MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2002
DV
Menning
Steingrímur Eyfjörö: Vörpun
Þar naut fjölhæfni hans sín til fullnustu.
verk hennar krefjast náinnar skoðunar - leið-
ir í ljós að oft eru þessi verk á mörkum tví-
víddar og þrivíddar, eru iðulega samsett úr
svo mörgum lögum pappírs á striga að áhorf-
andinn stendm- sig að því að horfa „inn í“
þær fremur en „á þær“. Samanlímd, yfirmál-
uð eða lökkuð pappirslögin framkalla síðan
þéttriðið net af sprungum á yfirborði verka,
við það verða myndirnar að eins konar hlut-
gervingum forgengileikans. Einnig skírskota
þær til hversdagslegrar, oft líkamlegrar,
reynslu okkar, minna okkur á næfurþunna
húðina sem verndar okkur og viðkvæmt um-
hverfið sem okkur hefrn- verið úthlutað.
Hildur Bjarnadóttir fyrir sýningu í Gall-
erí Hlemmi.
Á síðustu árum hefur Hildi orðið verulega
ágengt í því að virkja gamlar íslenskar hann-
yrðir til sköpunar margræðra myndlistar-
verka, en fyrir fram töldu ýmsir það ógjöm-
ing eða jafngilda listrænu sjálfsmorði. Hún
notar prjón, krosssaum og hekl upp á gamla
mátann, en gæðir þau nýjum og oft óvæntum
merkingum. Minnisstætt er t.d. krosssaums-
verk sem hún gerði af 9 mm amerískri marg-
hleypu. í innihaldsríkustu verkum Hildar
Tilnefningar til Menningarverðlauna DV í myndlist árið 2002
Mikið af listasögunni óskráð
„Þetta gekk mjög vel hjá okkur en dómnefnd-
in var nokkuö sammála um aö þetta heföi ekki
veriö frábœrt ár í íslenskri myndlist, “ segir Aö-
alsteinn Ingólfsson, formaöur dómnefndar um
myndlist, „það hefði ekki margt nýtt hœfileika-
fólk komiö fram og engir stórviðburöir á vegum
þekktra listamanna. En nokkrir kunnir mynd-
listarmenn fannst okkur bœta við sig á árinu,
komast beinlínis til meiri þroska og sýna á sér
sínar allrabestu hliöar. “
- Hvað með almennt sýningarhald á árinu?
„Áhrifamestar voru stóru sýningamar að
utan, Náttúrusýnir í Listasafni íslands, sýn-
ing Odds Nerdrum á Kjarvalsstöðum og tékk-
neska glerlistin á sama stað. En manni fannst
kannski að það væri ákveðin tilvistarkreppa
hjá stóru söfnunum, að þessar stóru erlendu
sýningar hefðu komið í staðinn fyrir stefnu-
markandi sýningar á íslenskri myndlist.“
Viðráðanleg þemu
- Hvað viltu þá að söfnin geri?
„Ég myndi vilja að þau sinntu betur okkar
myndlistararfi," segir Aðalsteinn, „ekki bara
setja upp sýningar á verkum frá ákveðnum
tímabilum heldur líka stórar þematískar sýn-
ingar, færu þvert inn í myndlistina en ekki
bara langsiun. En þemað má ekki vera of vitt,
ekki „náttúran í íslenskri myndlist" heldur
frekar „sjómaðurinn i íslenskri myndlist",
svo við tökum eitthvað banalt, eða „sýn á
konur i íslenskri myndlist“, og jafnvel flétta
inn einhverju útlendu, til dæmis norrænum
listamönnum til samanburðar. Svo vantar
fleiri stórar sýningar eins og sett var upp um
Gunnlaug Scheving í Listasafni íslands. Það
er svo öfugsnúið að sumir fá sýningar trekk i
trekk meðan aðrir liggja óbættir hjá garði. Ég
nefni bara augljós dæmi eins og Júlíönu
Sveinsdóttur og Snorra
Arinbjamar, og það hefur
ekki enn verið haldin stór
alvöruyfirlitssýning á
Þorvaldi Skúlasýni. Þetta
vildi ég sjá og lika mynd-
listarmenn sem hefur alls
ekkert verið sinnt og eru
ekki taldir hluti af megin-
straumnum, eins og til
dæmis Kristin Pétursson.
Hann málaði á efri árum
einlitar myndir..."
- Eins og þær sem núna
eru að fá Camegie-verð-
laun?
„Já, einmitt! Kristinn
skrifaði líka heilmikið um
myndlist. Kjaminn er sá
að það er mikið af lista-
sögu okkar alveg óskráð."
Með Aðalsteini sátu í
nefndinni myndlistar-
mennimir Þórdís A. Sig-
urðardóttir og Guðrún
Einarsdóttir.
Þessir myndlistar-
menn eru tilnefndir
til Menninjgarverð-
launa DV i myndlist:
Erla Þórarinsdóttir
fyrir sýningu í Gerðar-
safni.
Erla hefur um nokkurt
Verk eftir Grétar Reynisson
Viöamikil tilraun til skilgreiningar á tím-
anum og sköpunarferlinu.
Myndirnar veröa aö eins konar hlutgervingum
forgengileikans.
skeið unnið að gerð málverka sem eru hvorki
óhlutbundin né algjörlega hlutbundin. í þeim
freistar hún þess að draga saman í einfalda og
volduga kjama tákn fyrir andleg verðmæti
eða yfirskilvitlegar upplifanir. Þessi stór-
brotnu tákn þekur hún með silfri eða blað-
gulli, sem gæðir þau innri glóð og áréttar
tengsl þeirra við ævagamlar helgimyndir
íkonamálara. Á sýningu Erlu í Gerðarsafni
mynduðu þessi verk sérstaklega samstæða og
áhrifaríka heild; hugsanlega em hér komnar
altaristöflumar sem nútímamaðurinn þarf á
að halda.
Gretar Reynisson fyrir sýningu að Kjar-
valsstöðum.
Gretar hefur verið tilnefndur til Menning-
arverðlauna DV oftar en
nokkur annar myndlistar-
maðiu-, en ekki einasta fyrir
myndlist sína til margra ára,
heldur einnig fyrir sviðs-
myndir. Eitt einkenni á
myndlist Gretars er afar
skipuleg úrvinnsla hans á
því efni sem hann er með
undir hverju sinni. Á sýn-
ingu hans að Kjarvalsstöð-
um birtist skipulagningin í
æðra veldi og snerist upp í
viðamikla tilraun til skil-
greiningar á tímanum og
sköpunarferlinu. Þama var
að finna þriggja ára ná-
kvæma skrásetningu á lífi
Gretars og listsköpun frá
degi til dags í formi teikn-
inga af ýmsum stærðum og
gerðum svo og aðrar heim-
ildir um lífsmáta hans á
sama tíma: teikningar undan
kaffibollunum sem hann
drakk og snyrtilega upprúll-
uð handklæðin sem hann þó
sér með í lok hverrar vinnu-
viku.
Harpa Árnadóttir fyrir
sýningu í Ásmundarsal.
Við fyrstu sýn virðast
verk Hörpu vera tvívíðar æf-
ingar í fagurfræði naumleik-
ans. Nánari skoðun - og öll
mætast gamla ullin, vinnsluaðferðir frá tím-
um iðnbyltingar og hugmyndafræði 21stu ald-
ar.
Sýning Hildar í Gallerí Hlemmi lét ekki
mikið yfir sér, en í þeim fáu verkum sem
voru þar til sýnis átti sér stað ótrúlega frjótt
samspfl efniviðar og hugmynda, staðfesting
þess að listakonan er meðal efnilegustu full-
trúa sinnar kynslóðar."
Steingrímur Eyfjörð fyrir sýningu í Gerð-
arsafni.
Steingrimur á að baki langan og fjölbreyttan
myndlistarferil, en á sýningunni í Gerðarscifni
má segja að fjölhæfni hans hafi notið sín til
fullnustu. Þar setti hann upp margbrotna „inn-
stallasjón" sem sprottin var af nokkurs konar
þráhyggju, nefnilega löngun hans til að upp-
lýsa gamalt íslenskt „sakamál". 1 þessu sam
setta verki var að finna sjálf „sönnunargögn
in“, náttkjól og nærföt sem fundust milli þilja í
gömlu og sögufrægu húsi við Skólavörðustíg,
afsteypur þeirra, ljósmyndir frá vettvangi
teikningar og ýmsar ritaðar hugleiðingar rann
sóknaraðilans, þ.e. listamannsins. Verkinu til
heyrðu einnig vídeóupptökur, þar sem Stein-
grímur freistar þess að fá nokkra miðla til að
úttala sig um það sem þeir „sjá“ í sönnunar-
gögnunum. Þannig varð til ótrúlega dramatískt
og margrætt myndverk þar sem sköruðust
sakamálasagan og a.m.k. tvö séríslensk fyrir-
bæri: persónufræðin og miðlaveldið.
Verk eftir Hildi Bjarnadóttur
Ótrúiega frjótt samspil efniviöar og hugmynda.
Verk eftir EHu Þórarinsdóttur
Dregur saman í einfalda og voiduga kjarna tákn
fyrir andleg verömæti eöa yfirskilvitlegar upplif-
anir.
Þeir góðu stela frá
þeim góðu
Það fuku mörg gullkomin á fyrsta tón-
þinginu sem var haldið í Gerðubergi fyrir
rúmri viku og helgað Atla Heimi Sveins-
syni og fjörutíu ára þátttöku hans í is-
lensku tónlistarlífi. Ekki var þar síður rætt
um menningarleg félagsmál - til dæmis
„dauðu höndina", leynifélagsskapinn sem
hefur tregðulögmálið í sérstöku uppáhaldi
- en tónlist! „Framsóknarmönnum allra
flokka var alltaf Ola við verk mín,“ sagði
tónskáldið og hló innilega.
Tónlistargáfuna taldi Atli komna frá
móðurömmu sinni og heimilið var mús-
íkalskt. Hann fór ungur að skrifa verk fyr-
ir skúffuna en faðir hans hélt þeim til
haga, og eitt þeirra, „ópus mínus tveir“,
var leikið af Sigrúnu Eðvaldsdóttur og
Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur, áheyr-
endum til skemmtunar.
1959 fór Atli til Kölnar í Þýskalandi og
lagði stund á tónsmíðar; Köln var suðupott-
ur á þessum árum, þangað kom allur fram-
úrstefnulegi músíkheimurinn, meðal ann-
ars John Cage með sitt Kaliforníubros, full-
komlega ffjáls maður, að mati Atla, laus
við ijötra umhverfisins, enda talinn fífl
heima hjá sér þá.
Spyrlarnir Guðmundur Emilsson og
Guðni Franzson sáu áhrif héðan og þaðan
á fyrstu verk Atla en þó ekki frá Stock-
hausen og hafði Atli verið hjá honum í
námi í heilt ár. Af hverju ekki?
„Ég var hræddur við að veröa einn af
hans aftaníossum," sagði Atli með þungri
áherslu. Seinna sagði hann um áhrif að það
væri allt í lagi þótt menn stælu því þeir
góðu stela frá þeim góðu og þeir vondu frá
þeim vondu!
/ hvaða stíl sem er
Atli lék sjálfur Xanties, Næturfiðrildið,
ásamt Áshildi Haraldsdóttur, afar spenn-
andi og dramatiskt verk þar sem
flautuleikarinn og píanóleikarinn kallast á
bæði með rödd og hljómi. Allt að því
prógrammúsík, samin fyrir Manuelu
Wiesler sem sigraði í alþjóðlegri keppni
með þessu verki.
Leikhúsið var eitt af því sem losaði um
Atla i tilvistarkreppu eftir heimkomuna.
Sveinn Einarsson lokkaði hann þangað og
þar fannst honum gaman að vera. En var
það ekki allt önnur músik en hann hafði
lært að semja?
„Maður á að geta kompónerað í hvaða
stfl sem er,“ var hið einbeitta svar.
Formskynið er sterkt í verkum Atla en
erfiðara er að setja stimpil á aðferð hans.
Hann notar ekki tólftónakerfi, ekki seríal-
isma - „heldur spinn ég!“ sagði hann. „Ég
hef aldrei skilið hvað fólk á við með því að
tónverk sé vel samið. Maður ræður ekki
sköpun sinni alveg sjálfur."
Vegurinn sem ekki
ur til Rómar
ItT efni var ekki tæmt þó að tónþingið
stæði í þrjá klukkutíma og það var afstaða
Atla til tímans. „Þú hafhar timanum, suss-
ar á hann,“ sagði Guðni. „Ertu alltaf að
reyna á þolrifin í fólki? Öfgarnar eru svo
ríkar í þér: Eins hratt og hægt er, eins
hægt og mögulegt er, hvað meinarðu með
þessu?“
„Hinn gullni meðalvegur er sá eini veg-
ur sem ekki liggur til Rómar,“ sagði tón-
skáldið véfréttarlega.
En Þorgerður Ingólfsdóttir sagði í einka-
samtali eftir tónþingið að Atli hefði ákveð-
inn tilgang með tilraunum sínum: Hann
væri að freista þess að stöðva tímann. Þeg-
ar hún stjórnaði kórflutningi á einum
hluta Tímans og vatnsins, sem einmitt var
sunginn eins hægt og lágt og mögulegt var,
sagðist hún hafa fundið geðbreytingar
áhorfenda á bakinu á sér. Fyrst undrun,
svo pirring, síðan reiði - uns fólk fór að
slaka á, gleyma tímanum, ganga í samband
við tónlistina. Það er list Atla Heimis. En
við verðum að vera með í sköpuninni.
Hildur Helga Sigurðardóttir stýrði þing-
inu.