Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2002, Blaðsíða 17
16
MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2002
MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2002
33
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Framkvæmdastjórí: Hjalti Jónsson
Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjórí: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aöstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson
Fróttastjórí: Birgir Guðmundsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Ritsfjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugeró og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Sótt að fjölmiðlum
Fjölmiðlar verða á hverjum tíma að treysta á heimildar-
menn til að nálgast upplýsingar sem annars yrðu aldrei opin-
berar - upplýsingar sem eðli máls er nauðsynlegt að dregnar
séu fram í dagsljósið. Trúnaður milli heimildarmanna og fjöl-
miðla er mikilvægur, raunar lífsnauðsynlegur.
Fyrir almenning er nauðsynlegt að fjölmiðlar sinni hlut-
verki sínu af einurð, heiðarleika og óhlutdrægni - óháðir sér-
hagsmunum fámennra stétta eða nokkurra einstaklinga. Fjöl-
miðlar hafa tekið að sér varðstöðu fyrir almenning, fyrir skatt-
greiðendur, fyrir neytendur - varðstöðu gegn spillingu,
óráðsíu og valdníðslu. DV hefur staðið þessa varðstöðu lengi
og mun halda því áfram. Þar verður ekkert gefið eftir.
Reynt hefur verið að skerða athafnafrelsi fjölmiðla með
ýmsum hætti á undanfórnum mánuðum, bæði beint og óbeint.
Gott dæmi um það er þegar Samkeppnisstofnun setti ákveðn-
ar reglur um framkvæmd verðkannana. Þá lýsti DV því yfir að
blaðið myndi aldrei láta opinbera stofnun setja blaðinu skorð-
ur við framkvæmd verðkannana þar sem vönduð vinnubrögð
og blaðamennska hafa verið í heiðri höfð. Tilgangur Sam-
keppnisstofnunar með reglunum var ekki að tryggja hag neyt-
enda heldur sérhagsmuni verslunareigenda.
Undanfarnar vikur hefur DV verið leiðandi í fréttum og um-
fjöllun um málefni Landssíma íslands. Blaðið hefur reynt af
fremsta megni að varpa ljósi á allar hliðar þeirra fjölmörgu
mála sem komið hafa upp í tengslum við fyrirtækið af heiðar-
leika og óhlutdrægni. Lesendur blaðsins dæma síðan um það
hvemig til hefur tekist. En við vinnu sína hafa blaðamenn DV
þurft að treysta á heimildarmenn innan fyrirtækisins - heim-
ildarmenn sem telja nauðsynlegt að réttar upplýsingar komist
til almennings.
í liðinni viku gripu stjórnendur Landssímans til þess ör-
þrifaráðs að segja starfsmanni upp vegna upplýsinga sem
hann veitti blaðamanni DV. Hvort hagsmunum Landssimans
er best borgið með því að reka starfsmenn sem verða uppvísir
að „leka“ á eftir að koma í ljós. En stjórnendur fyrirtækisins
verða að gera greinarmun á því hvort um er að ræða upplýs-
ingar sem snerta viðskiptamenn fyrirtækisins og viðskipta-
hagsmuni þess eða upplýsingar sem eðlilegt er að gerðar séu
opinberar.
Þegar sótt er að heimildarmönnum fjölmiðla er um leið sótt
að fjölmiðlunum sjálfum. Fyrir fjölmiðla og almenning hlýtur
slíkt að vera áhyggjuefni.
Vökusigur
Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, haföi sætan sigur í
kosningum til stúdentaráðs í liðinni viku. í fyrsta skipti í 12
ár setjast hægrimenn að völdum í Háskóla íslands en Röskvu-
menn, kosningabandalag andstæðinga Vöku, eru úti í kuldan-
um.
í áratugi hafa forystumenn íslenskra stjórnmálaflokka lagt
kapp á að tryggja pólitíska stöðu sína meðal háskólastúdenta
og úrslit kosninga til stúdentaráðs verið nokkurs konar póli-
tísk vog á ástandið í landsmálum.
Kosningabandalag vinstrimanna í Háskólanum, Röskva, er
svipað kosningabandalag og Reykjavíkurlistinn - bræðingur
vinstri grænna, Samfylkingarinnar og framsóknarmanna. Úr-
slitin í kosningunum í Háskólanum eru því ekki þau skilaboð
sem forystumenn Reykjavíkurlistans höfðu kosið sér.
Kosningaundirbúningur Reykjavíkurlistans fer því ekki
sérstaklega vel af stað. Vonbrigði í Háskóla íslands koma beint
ofan i fámennt og fremur misheppnað prófkjör Samfylkingar-
innar og furðulegar hugmyndir eins helsta forystumanns
Reykjavíkurlistans um að Orkuveita Reykjavikur kaupi stór-
an hlut í Landssíma íslands.
Óli Björn Kárason
Ummæli
Spurt og svarað____Þjónar Þjóðmenningarhúsið einhverjum tilgangi?
ÐV
Skoðun
reglur
gleymst aö geta þess aö umrædd 25%
landbúnaðarstyrkjanna eru aðeins
bundin við fyrsta árið. Um tíu ára
aðlögun er að ræða sem tryggir
hærra hlutfall frá ári til árs fram til
2013 að 100% er náð. Aðrir hlutar
landbúnaðarstefnunnar eins og full-
ur markaðsaðgangur gOda strax að
fullu gagnvart nýju ríkjunum.
Uppbygging atvinnugreina
Rök framkvæmdastjórnarinnar
fyrir því að fara þessa leið eru efna-
hagsleg. Stefnt er að því að draga al-
mennt úr landbúnaðarstyrkjum inn-
an sambandsins á næstu árum. Sam-
bandið hefur sína fjárhagsáætlun
Ofara eftir og talið er að það styðji
betur við þróun landbúnaðar í nýju
löndunum að byggja styrkina upp
með þessum hætti og að hyggja þá í
leiðinni betur að uppbyggingu arm-
arra atvinnugreina á landbúnaðar-
svæðunum þar sem ljóst sé að nú-
tímavæðing landbúnaðarins muni
hafa í for með sér atvinnuleysi í
dreifbýlinu.
Eftir þennan tiu ára aðlögunar-
tíma verði síðan ein landbúnaðar-
stefna í sambandinu sem allar þjóð-
imar ráði þá við.
Svanfríður Jónasdóttir
Ný aðildarríki ESB og nýjar
Bjami Harðarson,
ritstjóri Sunnlenska:
Hallir eru
löstur Davíðs
„Þjóðmenningarhúsið er
dæmi um einn stærsta löst nú-
verandi forsætisráðherra, og þó
er Davið að mörgu leyti ágætur. Lösturinn er sá
að Davíð þarf aUtaf að vera að reisa sér hallir.
Þegar hann var borgarstjóri reisti hann Ráðhús
og Perlu - og nú þarf hann sem forsætisráðherra
að gera gamla Safnahúsið að lítilli höU, svona í
túnfæti Stjómarráðsins.
Mér fmnst hugmyndin um Þjóðmenningarhús
að mörgu leyti góð ef hún væri framkvæmd af
einkafyrirtæki, en það er alveg fráleitt að nota
skattfé almennings í svona bruðl.“
„Verði haldið áfram á sömu braut er sýnt að aðflug að Reykjavikurflugvelli verður
stöðugt erfiðara og áhœttusamara, og jafnvel horfur á að loka verði honum áður en
þessi 15 ár hennar Ingibjargar Sólrúnar renna út.“
Evrópusambandið
er aUtaf að breytast,
nýjar áherslur og
ákvarðanir taka við
af eldri og ný svið
eru tekin inn í sam-
starfið. Það gerist eft-
ir að samkomulagi
er náð mUli þeirra
ríkja sem fyrir eru í
sambandinu. Þeirri
aðferð meirihlutaá-
kvarðana sem hér
þekkist best er sem „ ÞingmaOur
sagt ekki beitt held- Sam»TO'nflar
ur er sá tími tekinn sem þarf tU að
ná samkomulagi sem aUar ESB-þjóð-
imar geta lifað við.
í hvert sinn sem nýtt land verður
hluti sambandsins breytast reglur tU
að unnt sé að mæta sérstökum þörf-
um eða tU að taka mið af öðrum að-
stæðum. Þannig leiddi innganga Sví-
þjóðar og Finnlands tU viðurkenn-
ingar á sérstöðu landbúnaðar á norð-
lægum slóðum. Norðmenn voru líka
á sínum tíma búnir að ná fram ýms-
um athyglisverðum atriðum varð-
andi sjávarútveg þegar þeir áttu síð-
ast í samingaviðræðum við sam-
bandið. Hefðu þeir samþykkt inn-
göngu 1994 væru þau atriði hluti
sjávarútvegsstefnu sambands-
ins núna.
Stækkunarferlið
Nú liggur það fyrir að tíu ný
lönd leita inngöngu í samband-
ið. Við hljótum að fylgjast
grannt með því hvemig það
ferli gengur fram. MikUvægt er
aö hafa réttar upplýsingar um
þær ákvarðanir sem teknar em
um breytingar og forsendur
þeirra. Þessar þjóðir munu
nefnUega líka verða hluti af
EES-svæðinu og tengjast okkur
þannig með nýjum hætti.
Það hefur vakið athygli að
framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins ákvað að nýju löndin,
sem öll eru með hlutfallslega mik-
inn mannafla bundinn í landbún-
aði, fengju aðeins 25% af þeim
landbúnaðarstyrkjum sem sam-
bandið hefur veitt samkvæmt
þeim reglum sem um slíka styrki
hafa gUt. Út af þessu hefur verið
lagt og ýmislegt gáfulegt komið
fram um jafnræði og breytingar á
reglum.
Umfjöllunin hefur hins vegar
verið ónákvæm og jafnvel vill-
andi. Það hefur tU dæmis alveg
Svanfríbur
Jónasdóttir
„Það hefur til dæmis alveg gleymst að geta þess að umrædd
25% landbúnaðarstyrkjanna eru aðeins bundin við fyrsta
árið. Um tíu ára aðlögun er að ræða sem tryggir hærra
hlutfall frá ári til árs fram til 2013 að 100% er náð.“
- Frá fundi um afkomu bœnda.
Blekkingin á börum
„Nei, ég var alltaf
edrú í leikjum en hins
vegar var ég oft
timbraður. Það vand-
ist og mér fannst það
ekki koma neitt sér-
staklega niöur á
frammistöðu minni.
Það er svolítið skrýtið að héma heima
komst ég upp með að lifa þessu óreglu-
lífi, þótt fólkið mitt, aðstandendur og
vinir reyndu að hafa vit fyrir mér. En
ég var bara of djúpt sokkinn, hékk á
börum borgarinnar í vafasömum fé-
lagsskap með mönnum sem eins var
ástatt hjá. Blekkingin hélt mér gang-
andi: „Ég? Með drykkjuvandamál?
Ekki aldeUis!" Þannig hugsaði ég.“
Sigfús Sigurðsson handboltamaöur
í viðtali við Mannlíf.
Þvílík hræsni
„Manni verður eiginlega flökurt að
sjá fféttamenn á RÚV segja glað-
hlakkalega fréttir af erfiðleikum hjá
Norðurljósum. HvUík hræsni! Ekki
þarf RÚV að lenda í svona vandræð-
um. Það er stofnun sem í skjóli ríkis-
valdsins halar inn þrjá mUljarða í
rekstrarfé á ári og hefúr leyfi tU að
senda eigin handrukkara á alla sem
vUja horfa á sjónvarp, líka þá sem
kæra sig ekki um dagskrána á RÚV.
Samt geta þeir Markús Öm og Gunn-
laugur Sævar, með aUt þetta fé, ekki
sinnt jafneinfóldum hlut og að sýna
ffá heimsmeistarakeppni í fótbolta
eða ólympíuleikum. Ekki veit ég
hvert aUir peningamir fara, en svo
mikið er víst að þeir hrökkva ekki
einu sinni fyrir rekstrinum. Stofnun-
in er rekin með haUa ár eftir ár. Eng-
inn virðist þurfa að súpa seyðið af
því. Svoleiðis komast menn hins veg-
ar ekki upp með á frjálsum markaði."
Egill Helgason á Strik.is
^ í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um Þjóðmenningarhúsið hafa vaknað spurningar um gildi þess og hlutverk.
Við Miðjarðarhafið?
Eggert Skúlason
framkvœmdastjóri:
Allir karlar
í smóking
„Nú er ég kjaftstopp þegar þú
spyrð mig svona - og slíkt gerist
ekki oft. Þó held ég, miðað við
atburði síðustu daga, að þetta sé sambland af
ferðaskrifstofu og ráðgjafarfyrirtæki. í það
minnsta dreg ég slíka ályktun miðað við þá
reikninga sem þetta fyrirtæki hefur verið að
greiða. En í fuUri alvöru sagt þá hef ég ekki hug-
mynd um hvaða tUgangi þetta hús þjónar. Ég
man eftir einni beinni sjónvarpsútsendingu úr
Þjóðmenningarhúsinu, þá flóði þama aUt í
kampavíni og aUir karlar voru i smóking. Meira
hef ég ekki heyrt af þessu fyrirbæri við Hverfis-
götuna, fyrr en nú.“
Gerður Kristný,
ritstjóri Mannlífs:
Verði fólki mál
í miðbœnum
„Mér hefur þótt gott að skjót-
ast í Þjóðmenningarhúsið þegar
ég hef þurft á salemi i bæjar-
leiðöngrum. Gólfið er undurfagurt, starfsfólkið
hvíslar gjaman og svo get ég læst að mér. Það
ftnnst mér kostur. Jólakransarnir framan á hús-
inu um hátíöarnar voru lika vægast sagt guð-
dómlegir. Þegar ég velti þessari spumingu hins
vegar nánar fyrir mér verð ég að viðurkenna að
ég veit ekki hver tilgangurinn með Þjóðmenn-
ingarhúsinu er. Ég hef séð þar bæði víkinga- og
ljóðasýningu en heUdartUgangurinn er mér hul-
inn. Nema hann sé sá að koma fólki tU bjargar
verði því mál í miðbænum."
hverju þessar seldust ekki.
Þær voru að vísu svartar, en
aðeins farið að leka úr örfá-
um þeirra vegna morknunar.
Við hlið þeirra var skemmd-
ur laukur og myglaður hvít-
laukur.
Harðlínugrænmetisfólk
segir að laukur sé óhoUur og
þarna var okkur beinllnis
bjargað frá honum. Þar fyrir
ofan lágu sjóreknar gulrætur.
Þær hljóta að hafa orðið skip-
reka, það er eina skýringin á
bleytunni í pokunum og svörtu blett-
unum. Sjóslysablettir, gat ekki verið
mygla. Síðan mátti fá salat sem var
brúnt að utan og svo skvolpaði brúnt
vatn inni í plastinu. Kannski var sal-
atið nýbúið að fá sér kaffi.
Tómatar og sellerí
Plasthúðuðu sveppimir voru
brúngiUir og suUaði i þeim. Pipar-
ávextimir - ég hefði vUjað vita
hvaða ár þeir voru fæddir, því jafn-
vel Móðir Teresa var ekki svona
hrukkótt um áttrætt.
Tómatarnir voru tUbreyting. Þeir
voru með hvítum skemmdum, þess-
um sem líkjast munnangri, bara
miklu stærri. Svo voru þeir auðvitað
líka með litlu, svörtu blettunum.
SeUeríiö var grænt á endanum sem
upp sneri, svo ég kippti einu upp.
Ýlduvatnið gusaðist yfir mig úr pok-
anum. Mér finnst, að umbúðirnar
eigi að vera vatnsheldar.
Púrrumar voru visnar, steinseljan
var dökkgræn bleyta, EN - innan um
blómkálið með myglublettunum og
úldnu blööunum utan um fann ég
tvo óskemmda hausa. Þeir hafa ef-
laust lent i borðinu fyrir slysni. Að
öðru leyti var óskemmt
grænmeti þennan dag
fljóttalið: Lambhagasalat.
Það var ferskt. Hitt
óhappið i Kauffélagi Ör-
eiganna.
Lög um grænmeti?
Ég fór heim og hringdi
í Neytendasamtökin. TU
að spyrja hvort það væru
ekki einhver lög um að
ekki mætti selja skemmd-
an mat. Gvu, sögðu Neyt-
endasamtökin, það veit ég ekki. HoU-
ustuvemd hefur með það að gera.
HoUustuvemd hafði ekkert með
það að gera, þetta heyrði undir HeU-
brigðiseftirlitiö.
Nei, það eru ekki lög um græn-
meti. Grunaði okkur það ekki? Það
eru reglur. Sem segja, að um óskorið
grænmeti gUdi skyn kaupandans. Ef
hann skynjar eitthvað ólystUegt, þá
má hann sleppa því að kaupa það. -
Takk.
Bara sykur og flot
Daginn eftir kom ég aftur í Kauffé-
lag Öreigans. Gatan fyrir framan það
var þakin brotnum eplum og krömd-
um tómötum. Almáttugur, hugsaði
ég, hvað húsmæðumar hafa orðið
brjálaðar í dag. Það var þó ekki
ástæðan. Heldur var öskudagur og
kauffélagið hafði gefið bömunum
hoUustu í stað sælgætis. Þau hentu
ávöxtum jarðar í götuna, því ísland
er ekki við Miðjarðarhafið og við
vUjum bara sykur og flot.
Inni fyrir var búið að hreinsa
skemmda grænmetið úr borðinu. Er
á meðan er.
Auður Haralds
Auður Haralds
rithöfundur
Sigurdór Sigurdórsson
blaðamaður:
Bruðlað
í þarfleysu
„Nei, Þjóðmenningarhúsið þjón-
ar nákvæmlega engum tUgangi því
á sama tíma og bruðlað var í fram-
lögum tU þess eigum við Þjóðminjasafn sem er i nið-
umíðslu og er geymt í pappakössum. Þeim hundruð-
um mUljóna sem bruðlað var með i Þjóðmenningar-
húsið hefði betur verið varið til Þjóðminjasafnsins.
Engu líkara er en ráðamenn hafi ekki vitað hvað
þeir áttu að gera við Safnahúsið þegar það losnaði.
Skynsamlegast hefði verið að Hæstiréttur fengi inni
í gamla Safnahúsinu, þá hefði sá hræðilegi kumbaldi
sem í dag er dómhús aldrei verið byggður. Það hús
stingur í stúf við önnur í kring og eyðileggur útlit
hverfisins þar sem það stendur."
Það var hér um daginn að fjórar
húsmæður hittust í Kauffélagi Öreig-
anna. Oft eru svona fundir eina fé-
lagslíf kvenna sem annars hanga
bara yfir pottunum eða liggja eins og
hráviði í sófunum heima hjá sér,
óttalega einmana og andlega koðnað-
ar. Þær geta því orðið ósköp kátar að
komast í snertingu við aðra sér
skylda lífveru og gefa þá frá sér aUs
kyns gleðihljóð, svona eins og HaUó
og Fyrirgefðu (þaö síöara ef tvær
ætla að fá úr sama balanum í einu).
- Stundum segir jafnvel ein við aðra:
Kálbögglar í kvöld? sem er bæði afar
persónulegt og merki um samskipta-
þörf á lokastigi sjúkdómsins.
Við grænmetishilluna
Við húsmæðumar hittumst við
grænmetishiUuna af þvi að við höfð-
um, þvert á stefnu kauffélagsins, ætl-
að að hafa grænmeti í matinn um
kvöldið. Andartaki síðar höfðum við
gefið okkur á vald geðshræringa og
æsinga. Rífandi góð tjáskipti sem við
fengum út úr því.
í boði voru: Þetta 30-40 kartöflur.
íslendingar eru svo vanir skemmd-
um kartöflum, að ég skU ekki af
Við grænmetisborðið. - „ Við húsmœðurnar hittumst
við grœnmetishilluna af því að við höfðum, þvert á
stefnu kauffélagsins, ætlað að hafa grænmeti í matinn
um kvöldið. Andartaki síðar höfðum við gefið okkur á
vald geðshrœringa og æsinga. Rífandi góð tjáskipti sem
við fengum út úr því. “
Húsnæðismál HÍ
Á sl. ári gengu Reykvikingar að
kjörborðinu og greiddu atkvæði sitt
um það hvort ReykjavíkurflugvöUur
ætti að fara eða vera áfram í Vatns-
mýrinni Úrslit urðu þau að heldur
fleiri vUdu leggja vöUinn niður en
hinir og Ingibjörg Sólrún hefur lýst
því yfir að veUinum verði lokað eftir
15 ár. Ein aðalástæðan fyrir því er sú
að nota þarf Vatnsmýrina aUa sem
byggingarland fyrir deildir Háskól-
ans sem eru á hrakhólum.
Víst er það rétt að háskólastúdent-
um hefur fjölgað verulega á síðustu
ámm og áratugum. Þegar ég lauk
námi þaðan fyrir 30 áram nákvæm-
lega vora innritaðir stúdentar 6 tU 7
hundruð og aðeins lítiU hluti þeirra
lauk þaðan burtfararprófi. Nú skUst
mér að fjöldi háskólaborgara nálgist
10 þúsund og fer þeim aUtaf fjölgandi.
Allt innan seilingar
Ekki er að efa að aUur þessi mikli
fjöldi þarf stórt húsrými ef vel á að
vera að honum búið. Vera má að það
hafi ekki aukist í samræmi við fjölg-
un stúdenta og er það miöur. Ef við
lítum nú nánar á byggingarsögu HÍ
þá er hún í stórum dráttum á þessa
leiö: Mjög myndarlega var staðið að
byggingu nýju aðalbyggingarinnar
er tekin var í notkun árið 1940, þótt
hún sé nú fyrir löngu orðin aUt of lít-
U. Fljótlega voru reistar minni bygg-
ingar í nágrenni hennar er tengdust
HÍ, eins og t.d. stúdentagarðamir,
Ámagarður, Lagagarður, Hjónagarð-
ar og Prófessorahverfið, aUar í
næsta nágrenni við aðalbygginguna.
EðlUegast hefði verið að byggja
næst á Melunum, norðan Suð-
urgötu og vestan Hótel Sögu,
aUt vestur að Fádkagötu.
Þama var stærðar lóðarrými
sem engar byggingar voru á
nema gamla Loftskeytastöðin.
Ef þama hefðu þá verið reist
nokkur háhýsi í stU við
BændahöUina og Háskólabíó
hefðu húsnæðisvandræði HÍ
verið leyst tfi langs tíma.
Enginn er kominn til að
segja að ekki megi hýsa fleiri
en eina háskólastofnun undir
sama þakinu. Þetta gera Norð-
menn á Blindern og gengur
vel. En hvað gerðist? Skipulagsyfir-
völd Reykjavíkur og forráðamenn HÍ
klúðruðu þessu algerlega. í staö þess
að byggja háhýsi var dritað niður
nokkrum smærri húsum, eins og t.d.
Raunvísindastofnun, Náttúrufræði-
húsi og byggingarsvæðið gjöreyðUagt.
Hefði það ekki verið gert mundi
hafa fengist tUvalið svæði í næsta ná-
grenni við aðalbyggingu HÍ og þær
sérstofnanir er ég nefndi áðan. Þurft
hefði að gera undirgöng undir Suður-
götuna tU þess að auðvelda samgang
á miUi og stutt hefði verið í Þjóðar-
bókhlöðuna. AUar stofnair HÍ hefðu
þannig verið innan seUingar nema
Læknagarður en hann er best stað-
settur þar sem hann er, í nágrenni
Landspitalans við Hringbraut.
Örlítið hægar
Síðustu 30 árin virðist mér að ekki
hafi verið mikið byggt yfir deUdir
HÍ, þrátt fyrir aUa þessa fjölgun stúd-
enta, og var því komið mál að bæta
úr. Og hvar skyldu skipu-
lagsyfirvöld og forráða-
menn HÍ ætla að bera
niður? Jú, í Vatnsmýr-
inni. Þar hefur nú þegar
verið hafist handa við að
reisa stórhýsi fyrir HÍ
niðri við Njarðargötu er
nefnist Líftæknihús eða
eitthvað á þá leið. Verði
haldið áfram á sömmu
braut er sýnt að aðflug að
ReykjavíkurflugveUi
verður stöðugt erfiðara
og áhættusamara og jafn-
vel horfur á að loka verði
honum áður en þessi 15 ár hennar
Ingibjargar Sólrúnar renna út. Hvað
veldur þessari aðfor að FlugveUin-
um? Er borgin svo aðþrengd með
byggingarland að gripa þurfi tU
slíkra ráða, úr því að nálægðin við
aðalbygginguna var rofin eins og hér
hefur verið nefnt? Ef sest er upp í bU
skiptir ekki svo miklu máli, hvort
ekiö er lengra eða skemmra.
Hvemig væri að fara sér örlítið
hægar og notfæra sér óbyggt svæði
sunnan viö nafnlausu götuna er ligg-
ur frá Hringbraut neðan við stúd-
entagarðana inn í Prófessorahverfið.
Þama mætti reisa nokkur meðalhá
hús að ósekju. Þetta er þó nær Há-
skólanum og ekki jafnnálægt Flug-
veUinum og Njarðargatan. Þetta held
ég að stjómendur HÍ ættu að athuga
áður en gengið er svo langt að láta
Háskólabyggingar teygja sig niður
aUa Vatnsmýrina og ógna þar með
framtíð Reykjavíkurfiugvallar.
Agnar HaUgrimsson
Agnar
Hallgrímsson
cand. mag.