Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2002, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2002, Side 29
45 MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2002____________________________ DV Tilvera Spears á tjaldiö Söngkonan Britney Spears er ekki lengur bara söngkona þvi um síðustu helgi var fyrsta verkefni hennar þar sem hún kemur fram sem leikkona op- inberað með ffumsýningu myndarinn- ar Crossroads þar sem Spears leikur aðalhlutverkið. Hún mætti til frumsýn- ingarinnar í fylgd kærastans, Justins Timberlake, klædd bleikum kjól, með sjöunda áratugar sixpensara á höfðinu og virtist njóta sín í botn. „Þetta verður ekkert mislukkað Carey-ævintýri,“ sagði Spears og vitn- aði þar í mislukkaða tilraun söngkon- unnar Mariah Carey til að ná frægð og frama á hvíta tjaldinu í myndinni Glitte en hún varð helsta aðhlátursefni gagnrýnenda í fyrra. Spears segist engu kvíða og er að eig- in sögn viss um gott gengi myndarinn- ar. „Ég er mjög ánægð með árangurinn en þetta var alls ekki auðvelt og svolítið ógnandi í fyrstu. Ég er ánægð með að hafa hellt mér út í þetta,“ sagði Spears sem leikur táningsstelpu í myndinni sem fer með kærastanum sínum, sem leikinn er af Anson Mount og tveimur æskuvinum, í skemmtiferð til LA. Vilja ólmir fá Makka til Vegas Skemmtanastjórar í gleðiborginni Las Vegas í Nevada vilja ólmir fá Bítil- inn fyrrverandi, Paul McCartney, til að koma vestur og skemmta gestum á hótelinu MGM Grand. Kaninn er tilbú- inn að greiða popparanum gamla fjög- ur hundruð milljónir króna fyrir skemmtunina. Ef Palli þiggur boðið fær hann þar með hæstu laun sem breskur listamaður hefur fengið fyrir eina tónleika. Forráðamenn hótelsins í Vegas vilja að Bítiilinn fyrrverandi komi í staðinn fyrir hnefaleikakeppni þeirra Mikes Tysons og Lennox Lewis 6. apríl næst- komandi. Tyson fékk ekki leyfi til að boxa i Nevada og því verður að fá eitt- hvað í staðinn. í svona borg er jú ekki hægt að líða messufall. Alþjóðleg sýning Kynjakatta: Kattafár í Kópavogi Margir glæsilegustu högnar og læður landsins komu saman í reið- höll hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi um helgina til að sýna sig og sjá aðra. Mátti þar sjá eðalborna hefðarketti af framandi tegundum á borð við síams, bengal, abyssiníu og sómalí gera sér glaðan dag ásamt eigendum sinum og öðrum kattaá- hugamönnum. Þá voru einnig mætt- ir til veislunnar nokkrir erlendir dómarar sem skoðuðu kvikindin í krók og kring til að komast að því hverjir stæðu öðrum framar í feg- urð, líkamlegu atgervi og hegðun. Fjölmargir gestir litu inn á sýninguna um helgina enda ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst til að sjá jafnmarga fágæta og fram- andi ketti á einum stað. Bestur Systkinin Lísa Rut og Aron Örn meö kisuna sína, Brynjar’s Blue Velvet, en hún var valin besti köttur sýningarinnar á laugardaginn, auk þess sem hún hlaut sérstök verölaun sem uþþáhaldsköttur eins dómarans. Verðlaunaköttur Ólafur Njálsson meö bengalköttinn sinn, Satyanara- yana, en hann hlaut verölaun í sínum flokki. DV-MYNDIR EINAR J Kötturinn veginn og metinn Erlendir dómarar handléku kettina og skoö- uöu á alla kanta áöur en þeir kváöu upþ úr- skurö sinn. ■V Hlaöin blómum og verölaunagripum Katrín Gunnarsdóttir bar af öörum dönsurum í einstaklingskeþþni á Islandsmeistaramótinu í free style-dansi. Hlaut hún jafnframt verölaun fyrir hópdans, auk þess aö vera Reykjavíkur- meistari í greininni. Slgurvegaramir Eldmóöur úr Reykjavík sigraöi í hópkeppninni og voru stúlkurnar aö vonum ánægöar meö árangurinn aö keppni lokinni. Fifth Element Fifth Element, íslandsmeistararnir í break-dansi, sýndi listir sínar í hléi. Ungur og efnilegur dansari Á laugardaginn keþþtu yngrí dansar- ar í íslandsmeistaramótinu í free style. Hér dansar ein ung og upp- rennandi af list. íslandsmeistaramótið í free style: Eldmóður bar sigur úr býtum Árlegt íslandsmeistaramót í free style-dansi var haldið um helgina í íþróttahúsi Fram í Safamýri. Gríðarleg þátttaka var í mótinu i ár en alls tóku 30 hópar og 15 einstaklingar þátt í eldri flokki 13 til 17 ára ung- linga. í hópakeppninni bar hóp- urinn Eldmóður úr Reykjavík sigur úr býtum en í einstak- lingskeppninni var það Reykja- víkurmærin Katrín Gunnars- dóttir sem þótti öðrum fijóðum fótafimari. Á laugardaginn var siðan haldið íslandsmeistara- mótiö í yngri flokki, 10 til 12 ára, og var ekki síður góð þátt- taka í þeim flokki. Þó að tilþrif- in á dansgólfinu hafi kannski ekki verið jafn glæsileg og hjá hinum eldri lofuðu þau engu að síður góðu og er án efa mikils að vænta af hinum ungu dönsurum á komandi árum. DV-MYNDIR EINAR J. %r The New Multi Compact Sportj epplingurinn sem bætir kostum jepplingsins við bestu eiginleika smábílsins. Verö: Beinsk. 1.648.000 kr. Sjálfsk. 1.748.000 kr. Aflmikil og sparneytin 16 ventia vél, HH I meðaleyðsla aöeins 6.9 L á hundraðid. $ SUZUKI -------- SUZUKIBÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is Meðal staðalbúnaðar er: Sítengt fjórhjóladrif, ABS hemlar, álfelgur, upphituð framsæti, þakbogar og rafdrifnar rúður. I 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.