Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2002, Blaðsíða 32
fes* FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö f DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö f hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum alian sólarhringinn. s liujv/ir f Holijason hf. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MANUDAGUR 25. FEBRUAR 2002 Hef ekkert meira að segja „Ég hef ekkert meira aö segja viö fjölmiðla. Nú vil ég bara fá að vera í friði með fjölskyldunni," sagði Guðmundur Magnússon. Guðmundur Magnússon, for- stöðumaður Þjóð- menningarhúss- ins, í stuttu sím- tali við DV í gær. Ýmsir hafa talið viðbrögð við um- sýslu hans of létt- væg og hefur krafa um afsögn komið upp. DV forstöðumanninn hugðist spyrja hvort hann teldi koma til álita að segja upp, a.m.k. tímabundið, til að lægja öldurnar en gafst ekki færi á því. Símtalinu lauk í kjölfar tilvitn- aðra ummæla. -BÞ Goöabunga. Mýrdalsjökull: Ekkert lát á skjálftum Enn er ekkert lát á skjálftavirkn- inni í Goðabungu í Mýrdalsjökli. Um fimm skjálftar eru að meðaltali í Goðabungu á sólarhring. Einn 3,2 stiga skjálfti varð á sunnudagsnótt. Jarðvísindamenn fylgjast grannt með jöklinum. Komið hefur í ljós að i gangi er einhver þensla í jarðskorpunni undir jöklinum. Hana á að reyna að rannsaka betur á næstunni til að reyna að meta hvaö er i gangi undir jöklinum. Fari svo að gos komi upp í Goðabungu eru allar líkur á að hlaup komi niður í Jök- ulsá á Sólheimasandi eða í Mark- arfljót. -NH Veður vikunnar: Talsvert frost með éljum Fyrri hluta vikunnar verða austan- og norð- með éljum norðan og austan til en skýjað með köflum suðvestanlands. Frost verður 1 til 12 stig, mildast syðst. Þegar líða fer á vikuna verður fremur hæg breytileg átt, bjart veð- ur og kalt. Um helgina er búist við suölægum áttum, slyddu og jafnvel rigningu. ...EKKI ASTÆÐA TIL! Rán í Sparkaupum: Afgreiðslu- stúlkan bundin niður DV-MYND KO Lögreglumenn ræða við fórnarlamb ræningja Tveir menn rændu verslunina Sparkaup í Suöurveri seint í gærkvöld. Þeir villtu á sér heimildir og komust inn bakdyramegin. Þeir bundu afgreiöslustúlku niöur og tæmdu peningaskáp. Lögregla leitar mannanna. Á innfelldu myndinni sést hanski sem lögregla telur tengjast málinu. Tilkynnt var um rán við verslun- ina Sparkaup í Suðurveri i Reykja- vík rétt fyrir klukkan tíu í gær- kvöld. Þjófarnir voru tveir að verki og komust þeir á brott með eitthvað af fjármunum. „Þjófarnir voru tveir að verki og sögðust vera starfsmenn hjá Vífilfelli og komu þess vegna inn lagermegin að versluninni," sagði Haraldur Örn Birgisson í sam- tali við DV stuttu eftir atvikið. Har- aldur var annar tveggja starfs- manna Sparkaupa á vakt þegar rán- ið var framið. „Við vorum héma á efri hæðinni að vinna okkar vinnu þegar annar þeirra kallaði eftir aðstoð okkar. Þá fór stúlkan sem var á vakt með mér niður til að hjálpa þeim en þá var hún bara hreinlega tekin og bundin. Því næst neyddu þeir hana til að vísa þeim á peningaskáp þar sem uppgjör frá því fyrr um daginn var geymt." Haraldur telur að ránsfengurinn hafi verið undir hundrað þúsund krónum og bætir því við að þeir hafi ekki ver- ið vopnaðir öðra en vasahníf. -áb Mikil viðbrögð vegna brottreksturs heimildarmanns DV: Eg iðrast einskis - segir Halldór Öm Egilson sem rekinn var vegna upplýsinga um Góðráð „Ég iðrast einskis," segir Halldór Öm Egilson, sem var rekinn á fóstu- dag frá Landssíma íslands vegna upp- lýsinga sem hann lét DV hafa um Góð- ráð ehf„ einkafyrirtæki Friðriks Páls- sonar, stjómarformanns Símans. Hall- dór Öm, sem gegndi starfi millistjóm- anda, er nú atvinnulaus og án með- mæla. Hann hafði starfað hjá fyrirtæk- inu síðan 1. júlí 1998 og kýs nú að tjá sig sem hluthafi í fyrirtækinu. Upplýsingamar náði Halldór í inn í bókhaldskerfi Símans og afhenti blaða- manni DV að beiðni hans. I þeim felst það eitt að árið 2001 hafi stjómarfor- maðurinn fengið 7.618.900 krónur frá Landssímanum í nafni einkafyrirtæk- is síns, Góðráða. Gríðarleg viðbrögð hafa orðið í kjöl- far fréttar DV um að Halldór hafi ver- ið rekinn. Fjöldi manns hefúr haft samband viö blaðið tfl að spyija með hvaða hætti sé hægt að koma til hjálp- ar „Litla Landssímamanninum" eins og hann kallast manna í milli. Á miðvikudag í síðustu viku var Halldór kallaður fyrir yfirmann sinn og spurður um aðild aö málinu, í kjöl- far þess að tæknimenn höfðu rakið það Friðrlk Pálsson. hvaðan kallað var eftir upplýsingun- um og hvar þær vora prentaðar út. Hann viðurkenndi undanbragðalaust að hafa staðið að þessu og var tfl- kynnt að hann yrði rekinn. Sam- kvæmt heimildum DV var hann látinn undirrita starfs- lokaplagg þar sem honum er óheimflt að ræða málefni Landssímans næstu árin. Halldór sagði við DV að hann myndi standa við að ræða ekki málefni Símans sem slík en enginn gæti bann- að sér að ræða núverandi stöðu sína sem hluthafi. Annar heimildarmaður hjá Lands- símanum lét DV vita af örlögum Hall- dórs samdægurs. Þá hafði blaðamaður samband við Friðrik Pálsson stjómar- formann og spurði hvort þetta væri rétt. „Ég get staðfest að einn starfsmaður var rekinn og annar fékk áminningu fyrir að upplýsa um tfltekin gögn í bókhaldi,“ svaraði Friðrik að bragði. Landssími R«ykj avik Zslsnds Roportng píriods 01 - 16 2 Reporting period Reporting period d debittotal credit total 7.618 . 900,00 7.2 07.616.00 FRIÐRIK PÁLSSON Landssíminn Millistjórnandi var rekinn fyrir aö veita upplýsing- ar sem leiddu til þess aö upplýst var um trúnaö- arbrot viö stjórn fyrirtækisins. „Ég er hluthafi í Landssímanum, auk þess að hafa starfað hjá fyrirtæk- inu sem er gott og mér þykir vænt um. Mínar ástæður fyrir að upplýsa máiið era þær einar að mér ofbauð ruglið sem átti sér stað þama,“ segir Halldór og bendir á að i útboðslýsingu, grein 10.4 þar sem fjallað er um laun stjóm- arformanns og annarra stjómar- manna, sé ekki orð að finna um samn- ing Góðráða við Símann. Þá sé að sínu mati ljóst að þeir sem stóðu að samn- ingi við Góðráð hafi farið á svig við lög um hlutafélög nr. 30 frá 2. janúar 1995. „Þetta kemur allt fram í opinberum gögnum þannig að ég er ekki að brjóta neinn trúnað þar. Aftur á móti er ljóst að stjómarfor- maður og samgönguráð- herra bratu trúnað við stjómina og þjóðina með leynisamningnum. Ég þarf að gjalda fyrir með starfi mínu og ef það er lausnin verður svo að vera. Ég teldi eðlflegt að þáttur stjómar- formannsins, Friðriks Páls- sonar, yrði kannaður af þar til bærum aðilum," segir Halldór. Hann segir óvissu ríkja um framtíð sína. Hann hafi engin meðmæli frá Símanum og tíminn einn geti leitt í Ijós hvemig honum og fjölskyldu hans reiði af. „í dag er óvissan algjör en ég gerði mitt til að upplýsa fólk um trúnaðar- brest og það sem gerðist í raun og átti að halda leyndu. Ég álít mig hafa hreina samvisku," segir Halldór. -aþ/rt Skattrannsókn á Norðurljósum: ikkkkkkkkkk Upplýsingar frá útlöndum ^Gitarinn^ - réðu tímasetningu aðgerða, segir fyrrverandi forstjóri „Ég vil ekki tjá mig um þessi um- mæli Hreggviðs, hvorki játa þeim né neita. Annað er ekki um málið að segja,“ segir Skúli Eggert Þórðar- son skattrannsóknarstjóri þegar hann er spurður út í ummæli sem Hreggviður Jónsson, fyrrverandi forstjóri Norðurljósa, lét falla í Kastljósi Ríkissjónvarpsins á laug- ardag. Þar sagöi Hreggviður að til- viljun ein hefði ráðið því að skatt- rannsóknarmenn hefðu komið í höf- uðstöðvar fyrirtækisins að Lyng- hálsi sama dag og hann yfirgaf fyr- Hreggviður Jónsson. Skúli Eggert Þóröarson. irtækið. Hafi hann spurt skattrann- sóknarstjóra út í málið og veriö tjáð að þeir hefðu verið að bíða eftir mikilvægum upplýsingum frá út- löndum sem borist hefðu á fimmtu- dagsmorgun. Skúli vildi ekki tjá sig um hvaða upplýsingar hefði verið að ræða né hvaöan þær heföu borist. Búist er við að nokkra mánuði taki að fara yfir gögnin sem skattrannsóknarstjóri lagði hald á í húsnæði Norðurljósa en nefnt hefur verið að rannsóknin snúist aðallega um eignamyndun, rekstrargjöld og umsýslu Jóns Ólafssonar. -ÓSB ^uncarmn^ 0? Stórhöfða 27, •5’ X s. 552 2125. X JL. Rafmagns gítar, * ¥ magnari m/effekt ¥ 'K’ól og snúra 33.900krK irkkkkkkickk / é é é é é é é é é é é é é é é é é é é é é é

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.