Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2002, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2002, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002 Fréttir DV Skoðanakönnun DV um fylgi stjórnmálaflokkanna: Framsókn á flugi en VG tekur dýfu - Samfylking bætir við sig en Sjálfstæðisflokkur tapar Framsóknarflokkurinn tekur stórt stökk upp á við, er kominn fram úr kjörfylginu og orðinn næststærsti flokkurinn á þingi. Að sama skapi hrapar stuðningurinn við Vinstrihreyfinguna grænt framboð þannig að hún er orðin minnst fjórflokkanna. Hefur fylgi Vinstri grænna ekki verið minna síðan á haustdögum 1999. Samfylk- ingin bætir stöðu sína nokkuð frá síöustu könnun DV en Sjálfstæðis- flokkurinn tapar. Þetta eru helstu niðurstöður skoðanakönnunar DV sem gerð var á mánudagskvöld. Úrtakið í könnuninni var 600 manns, jafnt skipt á milli höfuð- borgarsvæðis og landsbyggðar sem og kynja. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef þingkosn- ingar færu fram núna? Þegar svör allra í úrtakinu eru skoðuð kemur í ljós að 14,2 pró- sent segjast mundu kjósa Fram- sókn ef kosið yrði nú, 26,8 prósent Sjálfstæðisflokk, 2,0 prósent Frjáls- lynda flokkinn, 12,3 prósent Sam- fylkinguna og 10,2 prósent Vinstri- hreyfinguna grænt framboð. Stuðningur við önnur framboð, Kristilegt framboð, Húmanista og Anarkista, er vart mælanlegur. 27,8 prósent aðspurðra voru óákveðin í afstöðu sinni til flokk- anna en 5,7 prósent neituðu að svara. 66,5 prósent tóku því af- stöðu sem er betri svörun en í könnun DV í október þegar rétt um 60 prósent tóku afstöðu. Stjórnarflokkar styrkjast Af þeim sem afstöðu tóku í könnun DV sögðust 21,3 prósent styðja Framsókn og 40,4 prósent Sjálfstæðisflokk. Samanlagt styrkja stjórnarflokkarnir því stöðu sína nokkuð miðað við könnun DV í október og eins ef miðað er við kjörfylgi. Munar þar mest um fylgisaukningu Fram- sóknar, 8,3 prósentustig. Tap Sjálf- stæðisflokks upp á 5,2 prósentustig dempar þó ris stjórnarflokkanna. Slétt 3 prósent sögðust mundu kjósa Frjálslynda flokkinn sem þýðir tap upp á 0,9 prósentustig miðað við siðustu könnun DV. Samfylkingin bætir hins vegar við sig 5 prósentustigum en 18,5 pró- sent sögðust mundu kjósa hana. Vinstri grænir hrapa hins vegar frá síðustu könnun en 15,3 prósent sögðust mundu kjósa þá. Tap þeirra mælist 8,7 prósentustig og er fylgið orðið eins og í könnunum í október og desember 1999. Landsbyggdarflokkur Sem fyrr fær Framsókn lang- mest af sínu fylgi af landsbyggð- inni. Ef einungis er horft til þeirra í könnun DV sem afstöðu tóku á landsbyggðinni mælist fylgi Fram- sóknar 33,3 prósent en einungis 9,5 prósent ef eingöngu er litið til svara af höfuðborgarsvæðinu. Fylgi Sjálfstæðisflokks er hins veg- ar meira á höfuöborgarsvæðinu, 50,2 á móti 30,3 prósentum. í sókn og vörn - breyting á fylgi flokka í prósentustigum frá okt 2001 Jlyoi’iS. iuU *íl •" -8,7 Fylgi flokka - mlöað vlö þó sem tóku afstöðu 50 ajfif 40 30 20 “.,1M 10 u »4 ‘M 12,7)3, v:? Mt 121 11 l lDV 04/03 ‘02 I iDV 24/10'01 DV 07/08 '01 iDV 07/06 '01 ÍDV 28/01 '01 DV 12/01 '01 DV 23/10'00 DV 29/09 '00 DV 21 -22/03 '00 DV28-29/12 DV 20/10'99 DV 13/09'99 IKosningar SKOÐANAKÖNNUN DV Niðurstöður skoðanakannana DV - til samanburðar eru niðurstöður fyrri kannana DV og úrslit þingkosninga 50% ~“ 20 u 18/03'99 04/03'02 ( Kosningar 8/5 '99 18/03'99 -I I- 04/03'02 18/03'99 04/03*02 18/03*99 04/03 '02 18/03 '99 I 04/03'02 Fylgi Samfylkingarinnar mælist 23,9 prósent meðal kjósenda á höf- uðborgarsvæðinu en 13,1 prósent á landsbyggðinni. Athygli vekur að fylgi Vinstri grænna byggist ekki á landsbyggöarstuðningi eins og í mörgum fyrri könnunum DV en enginn marktækur munur er á fylgi þeirra með tilliti til svæða. Nær allir stuðningsmenn Frjáls- lynda flokksins eru á landsbyggð- inni. Ekki er verulegur munur á af- stöðu til flokkanna eftir kynjum. Framsókn á þó marktækt meira fylgi meðal karla en kvenna. At- hygli vekur þó að Sjálfstæðisflokk- ur á nú meira fylgi meðal kvenna. Munur hjá öðrum flokkum er nán- ast enginn. Skipting þingsæta Þegar þingsætum er útdeilt mið- að við núverandi kerfi og þá sem tóku afstöðu í könnun DV reynist Framsókn fá 14 þingmenn, bætir við sig 6 frá síðustu könnun. Framsókn er með 12 menn á Al- þingi. Sjálfstæöisflokkur fengi 26 þing- menn eins og reyndin er á Alþingi í dag en tapar 4 mönnum frá síð- ustu könnun DV. Samanlagt eru stjórnarflokkarnir með 40 þing- menn samkvæmt könnuninni en eiga 38 sæti á Alþingi í dag. Frjálslyndir fá einn mann, tapa einum frá síðustu könnun. Sam- fylkingin fengi 12 menn kjörna samkvæmt könnuninni, vinnur 4 frá síðustu könnun DV. Samfylk- ingin er með 17 þingmenn í dag. Vinstri grænir fengju 10 þing- menn, tapa 5 mönnum frá síðustu könnun. Einungis 5 sæti eru merkt Vinstri grænum í sal Al- þingis nú. -hlh Halli sveitar- félaga snarminnkar Rekstrarhalli sveitarfélaga hefur minnkað mjög að meðaltali undanfarið og má búast við enn meiri viðsnúningi í framtíðinni, að sögn Páls Péturs- sonar félagsmála- ráðherra. Þetta kom fram í svörum ráðherra við fyrir- spum Steingríms J. Sigfússonar um vanda sveitarfé- laga í gær. Páll vitnaði í tölur frá Þjóðhagsstofhun og sagði að halli sveit- arfélaga hefði verið 5,2 miiljarðar króna árið 1998,3,8 milljarðar árið 1999, 3,6 miiljarðar árið 2000 en aðeins 138 miiljónir króna í fyrra. Útlit væri fyrir innan við 300 milljóna haila á þessu ári. 31 sveitarfélag fékk viðvörunarbréf vegna fjárhagsstöðu nýveriö frá eftir- litsne&id með fjármálum sveitarfélaga og hafði þeim fjölgað nokkuð frá árinu á undan. Steingrímur spurði um skýr- ingar þessa og hvort ríkisstjómin hygðist grípa til sérstakra aðgerða til að laga vanda þessara sveitarfélaga. Páil Pétursson sagði þrjá þætti vega þyngst í vandanum: launabreytingar, búseturöskun og aukinn vaxtakostnað. Annars væri útlitið gott. Kristinn H. Gunnarsson sagði at- hyglisvert að heyra þessar tölur ráð- herrans í ljósi þess að halli sveitarfé- laganna virtist minnka verulega þegar liði á kjörtímabil sveitarstjómanna. Niðurstaðan benti tO ábyrgrar f]ár- málastjómunar og ekki væri hægt að álykta að afkoma sveitarfélaganna væri almennt slæm heldur aðeins á einstökum landsvæðum. Steingrímur taldi hins vegar að hluti skýringarinnar gæti verið sá að bæjarfélög hefðu neyðst til að skera niður framkvæmdir sem aftur gerði þau siöur samkeppnishæf þegar fram liðu stundir. -BÞ Frá undirritun samningsins. Háskólar og IBM í samstarf Á ráðstefnu um upplýsingatækni í skólastarfi, UT2002, var undirritaður samningur um samstarf Nýheija og IBM við háskólasamfélagið á íslandi. Markmið samningsins er að stuðla að uppbyggingu þekkingar hjá komandi kynslóðum leiðtoga á sviði rafrænna viðskipta. Meðal þeirra skóla sem taka þátt i þessu samstarfi em Háskólinn í Reykjavík, Tækniskóli íslands og Há- skóli íslands. Samstarfssamningur þessi felur í sér að Nýherji, ásamt IBM, munu veita háskólum á íslandi aðgang að yfirgripsmiklu safhi IBM hugbún- aðarlausna, kennsluefnis, handbóka og tæknilegrar þjónustu. Jafnframt er lýst yfir fulium vilja til nánara sam- starfs á sviði rannsóknarverkefna og útvegun gestafyrirlesara á sviði upp- lýsingatækni. -BG Suðurnesin: Hassplöntur í heimahúsi Lögreglan í Keflavík og á Keflavík- urflugvelli lagði hald á 116 hassplönt- ur í fyrradag. Plönturnar fundust í kjallara íbúðarhúss á Suðurnesjum. Að sögn lögreglu viðurkenndi íbúi í húsinu, karlmaður á fertugsaldri, að eiga plöntumar en talið er víst að hann hafi ekki selt kannabis. Plönt- umcir hafa verið sendar til Reykjavík- ur þar sem þær verða rannsakaðar. Málið telst upplýst. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.