Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2002, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2002, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002 Fréttir DV Klæðskeri í áralangri baráttu við hið opinbera vegna meints samningsbrots: Þeir vildu tískufatnað - þurfti að henda tugum einkennisbúninga ætluðum Flugmálastjórn Samningurinn um 600 einkennisbúninga fyrir Flugmálastjórn Jón Skúli Þórisson klæöskeri og hönnuöur telur aö samningi viö sig hafi veriö rift þar sem hann hafi ekki uþþfyllt væntingar starfsfólks um að geta tekiö tískufatnaö út á beiönir frá stofnuninni. „Það hefur aö vlsu dregið úr þessu í seinni tíð, en lögreglumenn, sem fóru vel með ein- kennisklæðnaðinn og þurftu sjaldan að endur- nýja hann, gátu nýtt sér fataheimildir til að taka út hvaða fatnað annan sem var í viðkomandi verslun: Ég veit að á sínum tíma, þegar skipt var við verslunina Última, tóku lögreglu- menn jafnvel gardínur í heilu íbúðimar út á beiðnir embættisins og þótti ósköp eðlilegt. Eft- ir því sem ég best veit hefur þetta viðgengist víða, til dæmis hjá toll- inum og landhelgisgæsl- unni,“ segir heimildar- maður DV innan lög- reglunnar og rennir þar með stoðum undir frá- sögn Jóns Skúla Þóris- sonar klæðskera og hönnuðar sem segist hafa verið hlunnfarinn af Flugmálastjórn. Jón Skúli gerði árið 1993 þriggja ára samn- ing við Flugmálastjóm og Ríkiskaup um að út- vega starfsmönnum Flugmálastjórnar sex hundruð einkennisbún- inga. Samningurinn var gerður að undangengnu útboði en rift ári síð- ar. Jón Skúli telur að það hafi verið vegna þess að starfsfólkið hafi verið vant því að geta fengið tískufatnað út á beiðnir frá stofnuninni, en því hafi ekki verið að heilsa hjá sér. „Starfsfólkiö var tregt til að koma í mátun og ég þurfti ítrekað að ganga á eftir því. Á nokkrum mán- uðum afhenti ég þó ríflega eitt hundrað búninga og fékk greitt fyr- ir þá. Ég hafði hins vegar útbúið um sjötíu til viðbótar þegar samningn- um við mig var rift. Ég sat uppi með þá og þurfti að fleygja þeim. Þetta var mikið áfall. Ég var úrskurðaður gjaldþrota skömmu siðar og er enn að greiða af lánum sem ég tók til að geta staðið viö samninginn. Skömmu eftir samningsrofið upp- lýsti háttsettur maður hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins mig svo um að starfsmenn Flugmálastjórnar gengju alls ekki í einkennisklæön- aði.“ „Hér hefur ekki verið notaður einkennisklæðnaður í meira en tutt- ugu ár,“ segir Heimir Már Péturs- son, upplýsingafulltrúi Flugmála- stjómar. Spurt er hvers vegna hafi þá verið ráðist í aö bjóða út fram- leiðslu á sex hundruð einkennis- búningum. „Það stóð til að taka þá upp en það reyndist síðan ekki hafa hljómgrunn,“ segir Heimir Már. Engu að síður taldi Flugmála- stjóm ástæðu til þess 1994, eftir að samningnum við Jón Skúla hafði verið rift, aö semja við fataverk- smiðjuna FASA um að útvega ein- Nýju fötin ríkisins Fyrsti hluti kennisklæðnað i tvö ár. í samningn- um var, rétt eins og í samningnum við Jón Skúla, ákvæði um að starfs- menn mættu eingöngu taka út ein- kennisklæðnað. Jón Skúli fullyrðir að þetta ákvæði hafi verið þverbrot- ið: FASA hafi verið milliliður, beiðnir hafi verið falsaðar og starfs- fólkinu gert kleift að nýta úttektar- heimildir sínar í tísku- vöruverslunum í bænum. Hann telur að í þessu felist bæði skjalafals og sóun á fé skattborgara. Ásbjörn Bjömsson, eig- andi FASA, mótmælir þessu og segist eingöngu hafa afgreitt starfsfólk Flugmálastjórnar með einkennisklæðnað sam- kvæmt samningnum. Guðmundur Guð- mundsson hjá Ríkiskaup- um segir að starfsfólk Flugmálastjómar í Kefla- vík og Reykjavík hafi sett fram eindregnar óskir um að samningnum við Jón Skúla yrði rift vegna vanefhda. Ríkiskaup hafi farið yflr málið og komist að sömu niðurstöðu. „Ég man aö það voru einhver vandræði með Jón,“ seg- ir Guðrún Mogensen, innheimtustjóri hjá Flug- málastjóm. „Hann var sjaldan við og þetta var illa saumað." Jón Skúli mótmælir þessu og bendir á að hann hafl saumað ein- kennisklæðnað fyrir Flugleiðir i átján ár án þess að slíkar athuga- semdir kæmu fram um störf hans. Árið 1995 stefndi Jón Skúli Ríkiskaupum og krafðist þess að sér yrðu greiddar 7,3 milljónir króna, „andvirði eftir- stöðva kaupsamningsins“. Málið féll um sjálft sig þegar ríkislögmað- ur krafðist þess að hann legði fram tryggingu sem hann hafði ekki ráð á, enda gjaldþrota. Síðan þá hefur hann óskað eftir sátt í málinu við fjármálaráðherra, án árangurs. Ekki alls fyrir löngu tókst honum að útvega margvísleg skjöl um mál- ið hjá Ríkisendurskoðun og hefur falið lögmanni að undirbúa nýja málshöfðun. Hann segist binda von- ir við að dómsmálaráðherra mæli með því að honum verði veitt gjaf- sókn til að reka það. -ÓTG Litlar líkur á að pólitísk rannsóknarnefnd verði skipuð um Landssímann: Pólitískur loddaraleikur - segir samgönguráðherra - ekkert blóðbragð, svarar Samfylkingin Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra sakaði Samfylkinguna um „pólitískan loddaraleik" með þingsá- lyktunartillögu flokksins um skipun rannsóknarnefndar í málefnum Landssímans. Heitar umræður fóru fram á þingi í gær um tillöguna en ljóst virðist að hún muni ekki ná fram að ganga. Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn leggjast gegn tillög- unni. Síðast var skipuð sambærileg nefnd á sjötta áratug síðustu aldar. Fólk er reitt Jóhanna Sigurðardóttir hóf um- ræðurnar og sagði hún stærstu einkavæðingaráform sögunnar hafa beðið alvarlegt skipbrot. Sifelldar ásakanir hefðu verið milli stjórnar, ráðherra og einkavæðingarnefndar og margvíslegt klúður orðið á kostn- að skattborgara. „Fólk er reitt og finnst því misboðið," sagði Jóhanna. Almenningur upplifði að aðrar regl- ur giltu um almenning en toppana í landinu og mikið væri um spillingu í meðferð fjármuna og stjórnsýslu. Fyrir utan ábyrgð stjómenda Símans og einkavæðingamefndar sagði Jóhanna að Sturla Böðvarsson hefði gert óeðlilega samriinga sem hugsanlega væru brot á hlutafélaga- lögum. Það væri alvarlegt mál og ótrúverðugt að ráðherra segðist sammála um að öll stjómin ætti að víkja en sjálfur teldi hann fráleitt að sama ætti viö um sig sjálfan. Hún Sturla Ögmundur Böðvarsson Jónasson gagnrýndi einnig að Davíð Oddsson forsætisráðherra skyldi vera fjar- staddur umræðuna, þar sem hann bæri mikla ábyrgð. Fullkomiö vindhögg Sturla Böðvarsson brást hart við og sagði fullkomið vindhögg af hálfu Samfylkingarinnar að leggja til aö skipaður yrði „pólitískur rannsóknaréttur". Þetta væri póli- tískur loddaraleikur til þess eins fallinn að koma höggi á sig. Rök Sturlu gegn því að rannsókn- amefndin yrði skipuð voru þau að Ríkisendurskoðun væri að fara yflr öll atriði og þar myndu skýr svör liggja fyrir innan tíðar um álitaefni. Hann spurði hvort Samfylkingin væri meðvitað að gera Ríkisendu- skoðun tortryggilega í augum al- mennings. Furðulegt ábyrgðarleysi Ögmundur Jónasson sagöi málið allt tengjast emkavæðingarstefnu rikisstjómarinnar fremur en mann- legum misbrestum. Það væri furðu- legt ábyrgðarleysi að Síminn hefði fjárfest fyrir 11 miUjarða í fyrra og hann vildi láta upplýsa hverjir hefðu staðið á bak við kaupin á Landssimahúsinu. ögmundur sagði að Síminn væri orðinn leiksoppur á fjármálamarkaði og þegar gullgerð- arvélar eins og símafyrirtæki hefðu verið einkavædd sæju einstaklingar féþúfu handa sér á kostnað almenn- ings. Engan sérfræðing þyrfti tU aö sjá hvar ábyrgðin lægi. Hún væri hjá forsætis- og samgönguráðherra og ráðherrahópi sem bæri ábyrgð á einkavæðingamefnd. Þessum synd- um myndi þjóöin ekki gleyma en gott væri að vita tU þess að stutt væri í kosningar. Óheppileg atvikaröð Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, sagði að óheppUeg rök atvika og umræða hefði skaðað Símann en orrahríð- inni hlyti að linna. Hann gagnrýndi lífeyrissjóðina fyrir að hafa ekki fjárfest í Símanum og taldi að slíkir sjóðir almennings ættu að taka við hlutverki ríkisvaldsins í eignar- heddi á Símanum. Guðni taldi að úr- sögn Samfylkingarmanna úr stjórn Landssímans hefði verið pólitískt moldviðri og meiri ábyrgð hefði falist í því að sitja áfram. Hins veg- ar hefðu fuUtrúar Framsóknar- flokksins ákveðiö að hverfa úr stjóm fyrir næsta aðalfund. Guðni harmaði sérstaklega opin- ber ummæli Hreins Loftssonar, fyrrum formanns einkavæðingar- nefndar, um Símann. Það hefði ver- ið slæm ákvörðun hjá honum um viðkvæm innri mál fyrirtækisins. Ekkert blóðbragö Ýmsir stjómarliðar hömruðu á göUum þess að sérstök rannsókna- nefnd yrði skipuð og töldu bæði erfitt að velja í hana og eins yrði ólíklegt að nokkur sameiginleg nið- urstaða myndi nást. Lúðvik Berg- vinsson sagði hins vegar fráleitt að Samfylkingin væri í pólitískum loddaraleik og Guðmundur Ámi Stefánsson sagði: „Við erum ekki með blóðbragð í munninum." Hann sagði samsæri þagnarinhar að hruni komið. Sannleikurinn fyndi sér ætíð farveg. -BÞ : 'ír-f. ■zjíyfnsEtW REYKJAVÍK AKUREYRI Sólariag i kvöld 19.04 18.46 Sólarupprás á morgun 08.11 08.01 Síðdegisflóö 13.13 17.46 Árdegisflóó á morgun 02.08 06.41 El við norðurströndina Austlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og dálítil snjókoma suðaustan til í dag, él við norðurströndina en annars skýjaö með köfium. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum norðanlands. Veóríð á JJjLj'rjLiJ Urkomulítiö suðvestanlands Noröaustan 9-15 og víða snjókoma á landinu en þó úrkomulítiö suðvestanlands. Frost 0 til 12 stig. Kaldast í innsveitum fyrir noröan. Laugardagur Sunnudagur Mánudagur 9 ©m © o o Hiti 1* til 10' 9 O Hiti 1* til 10* °w Hiti 2° til 9* Vindur: 8-13 n>/s Vindur: 3-13 m/s Vtndur: 7-12 m/s 'l' Austan- og norðaustanátt, víöa ft-13 m/s. Él, einkum norðan og austan tll. Frost Austan- og noröaustanátt, viöa 8-13 m/s. Él, einkum norðan og austan til. Frost NorðUeg eða breytlleg átt, skýjað með köflum og víða dálítil él. Fremur kalt I veðrl. 1 tll 10 stlg. 1 tll 10 stlg. « ■ m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinnlngsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviörí 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveöur 28,5-32,6 Fárviöri >= 32,7 mmm:: AKUREYRI skýjað -7 BERGSSTAÐIR snjóél -6 BOLUNGARVÍK snjóél -7 EGILSSTAÐIR skýjað -7 KIRKJUBÆJARKL. alskýjað -3 KEFLAVÍK léttskýjaC i -5 RAUFARHÖFN alskýjaö -7 REYKJAVÍK alskýjaö -5 STÓRHÖFÐI snjókoma -3 BERGEN snjóél -1 HELSINKI snjókoma -1 KAUPMANNAHOFN OSLO skýjað -4 STOKKHÓLMUR -1 ÞÓRSHÖFN léttskýjaC i -4 ÞRÁNDHEIMUR úrkoma í gr. -2 ALGARVE heiðskírt 12 AMSTERDAM skúr 10 BARCELONA skýjaö 9 BERLÍN rigning 9 CHICAG0 alskýjaö 1 DUBUN rigning 8 HAUFAX snjóél 0 FRANKFURT rigning 9 HAMBORG rigning 8 JAN MAYEN skýjaö 8 LONDON skýjaö 11 LÚXEMBORG súld 7 MALLORCA súld 9 MONTREAL alskýjað -2 NARSSARSSUAQ heiðskírt -15 NEW YORK heiöskírt 10 ORLANDO alskýjað 14 PARÍS súld 9 VÍN skýjaö 11 WASHINGTON heiöskírt 6 WINNIPEG heiöskírt -21

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.