Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2002, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002
9
DV
Fréttir
Barátta gegn „rafrænum húsdraugum“ á undir högg að sækja á Akureyri:
Lífafl leitar
nauðasamninga
- Akureyrarbær synjaði - starfsemin í hættu um næstu mánaðamót
EinkaMutafélagið Lífafl á við
mikla fjárhagserílðleika að stríða og
gæti farið 1 þrot um næstu mánaða-
mót að óbreyttu. Búið er að segja upp
öllum starfsmönnum og hefur félagið
leitað nauðasamninga við helstu lán-
ardrottna. Flestir hafa tekið því boði
en bæjarstjóm Akureyrarbæjar
hafnaði nauðasamningum við félag-
ið.
í bréfi Björgvins Njáls Ingólfsson-
ar, stjórnarformanns Lifafls, til Ak-
ureyrarbæjar segir að „ijárhagsstaða
félagsins sé mjög slæm“. Ekki hafi
tekist að afla nauðsynlegs hlutafjár
til að halda rekstrinum gangandi en
unnið sé að fjármögnun. Ekkert sé þó
öruggt í þeim efnum og því sé algjör
óvissa um framtíð félagsins. Þess
megi þó vænta að auðveldara reynist
að afla nýs hlutafjár ef skuldastaða
félagsins verði bætt.
Ennfremur segir að stjóm félags-
ins hafi ákveðið að hefja fjárhagslega
endurskipulagningu til að koma í
veg fyrir þrot. M.a. fari fyrirtækið
þess á leit við helstu lánardrottna að
þeir felli niður helming skuldar eða
að allri skuldinni verði breytt í hluta-
fé i Lífafli á gengi 1,3.
Vonbrigði meö Akureyrarbæ
Björgvin Njáll sagði í samtali við
DV að allir helstu lánardrottnar
hefðu lýst vilja á nauðasamningum
nema Akureyrarbær og það væri sér-
stakt þar sem skuldin við bæinn
næmi aðeins um hálfri milljón
króna. Lífafl þyfti 57 milljóna króna
hlutafjáraukningu og þar af væri
þegar komið loforð fyrir 37 milljón-
um. Nýsköpunarsjóður atvinnulífs-
ins hefði m.a. veitt vilyrði fyrir 19
milljónum. „Ég mun taka málið aftur
upp við yflrvöld á Akureyri. Þetta
eru mikil vonbrigði vegna þess að
við erum að reyna að byggja upp fyr-
irtækið fyrir riorðan," segir Björgvin
Njáll.
Yrði skaði fyrir Eyjafjörð
Fimm starfsmenn era nú hjá Lífa-
fli en þeir voru 12-14 þegar mest var.
Brynjólfur Snorrason er arkitektinn
að viðskiptahugmynd Lífafls. Hann
hefur kenningar um að rafségulsvið
hafi áhrif á bæði menn og dýr og er
Lífafl að þróa lausnir sem draga úr
þessum áhrifum. Hluti vinnunnar er
rannsóknir sem ætlað er að sýna
fram á að kenningar Brynjólfs séu
skotheldar og hafa staðfestingar
komið frá viðskiptavinum félagsins
um jákvæðar niðurstöður f kjölfar
breytinga á rafkerii húsa. Umtals-
verður árangur er m.a. sagður hafa
náðst í kjúklinga- og svínaeldi og þá
leitaði Marel til Brynjólfs varðandi
uppsetningu nýs húss. „Það yrði
mikið hagsmunamál fyrir Eyfirðinga
ef hægt væri að klára þetta mál þvi
hér eru ýmsir merkilegir hlutar að
gerast,“ segir Brynjólfur. Hann segir
verkefhastöðu góða en fé vanti til
rannsókna og þróunar.
Einkennileg vinnubrögð
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri
á Akureyri, segir að það séu fréttir
fyrir sig að heyra að Akureyrarbær
sé sá eini í hópi helstu lánardrottna
sem hafi synjað erindi Lífafls um
nauðasamninga. Ástæða synjunar
hafi verið sú að bæjarsjóður hafi þeg-
ar komið myndarlega að stuðningi
við fyrirtækið t.d. með vægri leigu og
breytingu á leigugreiðslum í hlutafé.
Hann segir leigu ógreidda og fyrstu
viðbrögð fyrirtækisins gagnvart van-
skilum á henni hafi verið að senda
Fyrrum elliheimili sem nú er miðstöð forvitnilegra rannsókna.
Undir högg að sækja
Hugmyndir Brynjólfs Snorrasonar um „lækningar“ á húsum hafa ekki enn
oröið sú auölind sem einkahlutafélagið Lífafl vonaöist eftir. Starfsemin er
rekin í fyrrum elliheimili skammt frá Akureyri, Skjaldarvik, og leitar
félagiö nú nauöasamninga.
bænum þetta erindi um ósk um
nauðasamninga. „Það er eðlilegt að
menn hafi ekki tekið því fagnandi,"
segir Kristján Þór. Spurður hvort lík-
ur séu á að bænumsnúist hugur seg-
ir hann engu hægt að svara um það.
Eflaust séu menn tilbúnir að skoða
alla hluti en verklag fyrirtækisins sé
eigi að síður einkennilegt.
-BÞ
Opiö virka
daga 10-19.
SUÐURNESJUM
SÍMI 421 4888-421 5488
Opið lau.
12-10.
TOWoTOv fyflrnfhm
Toyota LandCruiser GX 4,2 turbo disil, M. Benz E-240 Elegance,
árg. 1994, ekinn 240 þús„ hvitur, sjálfskiptur, nýskráöur 07/98, innfluttur nýr af Ræsi, einn
38" breyting, lækkuö hlutföll. eigandi, leður, topplúga, sjálfskiptur, rafdr.
Verö 2.800 þús. Ath. skipti. sæti, cruisecontrol, loftkæling o.fl., gullsans.
Verð 3.450 þús. Glæsilegur bíll.
Þú getur hagnast
á reynslu annarra
- komdu og láttu reyna á það
bilaland.is
Sími: 575 1230
Volvo 960 VW Bora GL Ford Escort Ghia Hyundai Sonata GLSi Renault Laguna RT
Nýskr. 9. I996, Nýskr. 3. I999, Nýskr. 5. I997, Nýskr. 2. I998, Nýskr. 9. I997,
2500 cc vél, 1600 cc vél, 1600 cc vél, 2000 cc vél, 2000 cc vél,
4 dyra, sjálfskiptur, 4 dyra, 5 gíra, 4 dyra, 5 gíra, 4 dyra, sjálfskiptur, 5 dyra, sjálfskiptur,
blár, grár, grænn, hvítur, grænn,
ekinn 82 þ. ekinn 27 þ. ekinn 63 þ. ekinn 72 þ. ekinn 78 þ.
Verð : Verð : Verð : Verð : Verð :
1.690.000 750.000 750.000 1.060.000 l.l 70.000
Umboð:
Akureyri
Bílaval,
Glerárgötu 36
S(mi: 461 1036
Akranes
Bílasalan Bílás,
Þjóðbraut 1
Sími: 431 2622
Keflavik
Bílasala Keflavíkur,
Bolafæti 1
Sími: 421 4444
Grjóthálsi 1
www.bl.is