Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2002, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002 11 DV Útlönd Arsfundur ALVIB 2002 mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Árás á bækistöðvar Arafats meðan hann fundaði með sendifulltrúa ESB: Sókninni gegn meintum hryðju- verkamönnum haldið áfram REUTER-MYND Sjálfkælandi dóslr Subur-kóreski uppfinningamaöurinn Suh Won-gil ergreinilega stoltur af sjálf- kælandi dósunum sínum sem hann vonast til aö komist á varir þyrstra knatt- spyrnuáhugamanna í heimsmeistarakeppninni í sumar. Powell gagnrýnir Colin Powell, utanrlkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi í gær Ariel Sharon, forsætisráðherra Isra- els, fyrir aukinn árásarþunga ísra- elsmanna gegn Palestínumönnum á undanfomum dögum. Þetta kom fram í ræðu Powells þegar hann ávarpaði bandaríska þingnefnd i Washington í gær og sagðist hann ósáttur við að Sharon skuli nota hernaðarlega yfirburði ísraels- manna til að þvinga Palestínumenn að samningaborðinu. „Hann leysir engan vanda með auknu vopnavaldi og auknum dráp- um,“ sagði Powell. Arafat fékk líka sinn skammt og gagnrýndi Powell hann fyrir að taka ekki nógu fast á málum til að stöðva blóðbaðið. Ársfundur ALVÍB verður haldinn í Hvammi, Grand Hóteli við Sigtún íReykjavík, fimmtudaginn 21. mars nk. kl. 17.15. Rekstraraðili: fslandsbanki - Eignastýring Kirkjusandi, 155 Reykjavík, sími 560 8900, www.isb.is Dagskrá 1. Fundarsetning. 2. Skýrsla stjórnar. Brynjólfur Bjarnason, formaður stjórnar. 3. Ársreikningur 2001, tryggingafrædilegt uppgjör og fjárfestingarstefna. Kynning á nýjum netyfirlitum. Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri ALVÍB. 4. Kosning stjórnar. 5. Ákvördun um laun stjórnar. 6. Erindi: „Erlend hlutabréf íeignasöfnum lífeyrissjóda." Frank Satterthwaite, framkvæmdastjóri Vanguard Group í Evrópu. 7. Onnur mál. Stjórn ALVÍB REUTER-MYND Kofi Annan Framkvæmdastjórí SÞ segir aö ráö- ast veröi gegn fátækt í heiminum vilji menn uppræta hryðjuverk. Ráðast verður að rótum hryðju- verkastarfsemi Ætli menn sér að uppræta hryðjuverkastarfsemi í heiminum þarf meira til en að ráðast að þeim sem fjármagna hana og styðja, sagði Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í gær. Hann hvatti til að hafist yrði handa til að draga úr fátækt og til að örva hag- vöxtinn. Annan veit hins vegar að á bratt- an er að sækja því erfitt er að sann- færa stjórnmálamenn um að leggja fram metnaðarfull áform um aö koma í veg fyrir styrjaldir og ann- ars konar átök. „Kostnaðurinn við það er áþreif- anlegur og hans verður vart þegar í stað, á sama tíma og erfiðara er að benda á árangurinn, venjulega óæskilegan eða hörmungaratburð sem ekki á sér stað,“ sagði Kofi Annan í ræðu sem hann flutti hjá hinni virtu stofnun Council on For- eign Relations í New York. Hann sagði að til að ráðast að rót- um vandans þyrftu menn að setja sér bæði langtíma- og skammtíma- markmið á margvíslegum sviðum. Hafði nóg á Clinton Robert Ray, óháður saksóknari sem rannsakaði mál Bills Clintons, fyrrum Bandaríkjaforseta, og Mon- icu Lewinsky, segir í lokaskýrslu sinni að hann hafi aflað nægilegra gagna til að geta stefnt Clinton fyrir rétt og líklega fengið hann sakfelld- an fyrir að hindra framgang réttvís- innar og fyrir að bera ljúgvitni. Ray segist hins vegar hafa ákveð- ið að höfða ekki mál á hendur Clint- on eftir að hann gekkst opinberlega við því að hann hefði breytt rangt í tengslum við ástarsamband sitt við lærlinginn fyrrverandi. Fjögur ár eru nú liðin frá því fyrstu fullyrð- ingarnar komu fram um að Clinton væri að reyna að fela samband sitt við Lewinsky. David Kendall, lögmaður Clint- ons, sagði í gær að ekkert nýtt kæmi fram í skýrslu Rays og að tími væri kominn til að horfa fram á veginn. Rannsóknin á Clinton hefði verið bæði löng og dýr og ein- kennst af flokkadráttum. ísraelskar orrustuþotur, herþyrl- ur og byssubátar héldu áfram árás- um á skotmörk á Vesturbakkanum og Gaza í nótt eftir eina hörðustu árásahrinu á óróasvæðinu fyrir botni Miðjarðarhafs í gær síðan yf- irstandandi ófriður hófst fyrir sautján mánuðum. ísraelar hófu aðgerðirnar með inn- rás í bæinn Tulkarem á Vesturbakk- anum úr þremur áttum, eftir að hafa lýst yfir útgöngubanni, tekið af raf- magn og fyrirskipað íbúum bæjarins að halda sig innandyra á meðan loft- árásir stæðu yfir á tiltekin skot- mörk. Tveir Palestiumenn munu hafa látið lífið í innrásinni en inn- rásarliðið tók sér stöðu í Nour Shams-flóttamannabúðum í útjaðri bæjarins og hóf leit hús úr húsi að meintum hryðjuverkamönnum. ísraelskir byssubátar hófu einnig sprengjuárás á skotmörk á Gaza annan daginn í röð og var sprengjuregninu aðallega beint að bækistöðvum lögreglunnar, með þeim afleiðingum að þrettán lög- reglumenn særðust, þar af þrír lífs- Ariel Sharon á átakasvæðinu í Gaza Ariel Sharon, forsætisráöherra ísraels, heimsótti átakasvæöiö í Gaza í gær og sést hér á myndinni ásamt herforingjum sfnum og lífvörðum. hættulega. Einnig var sp'rengjuhríð- inni beint að sjóbækistöðvum Arafats á Gazaströndinni. Að sögn talsmanna ísraelska hersins voru „hryðjuverkamenn" aðalskotmörkin í morgun eins og í gær, auk þess sem ísraelskar sprengjuþotur gerðu árás á aðal- bækistöðvar pcdestínskra yfirvalda í Jerúsalem. Alls sautján manns hafa látið líf- ið í árásunum i gær og morgun, þar af fjórtán Palestinumenn og tveir ísraelar, en einn Palestínumann- anna var foringi í liðssveitum Hamassamtakanna sem drepinn var í sprengiárás á heimili hans í Gaza í gær. Þá var Mohammed Anani, 27 ára gamall foringi Jihad-samtak- anna, meðal hinna látnu en hann var drepinn í árás á bæinn Siris á Vesturbakkanum í gær. Næturárásimar voru gerðar í beinu framhaldi af sprengjuárás á bækistöðvar Arafats í Ramallah en þar lenti flugskeyti í nágrenni skrif- stofu Arafats á sama tíma og hann fundaði með Miguel Angel Moratin- os, sendifulltrúa ESB í Mið-Austur- löndum, og afsakaði talsmaður hers- ins árásina með því að segja að hún væri liöur í baráttu ísraelsmanna gegn hryðjuverkunum. Talsmaður Arafats sagði árásina lýsa vel inn- ræti ísraelsmanna og sagði hana til- ræði gegn friðarviðleitni á svæðinu. Verð 29.900, “stgr. SJÓNVÖRP Lágmúla 8 • Sími 530 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.