Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2002, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 Fréttir DV Titringur í aðdraganda aðalfundar íslandsbanka: Orca-hópurinn missti at- kvæðisrétt á aðalfundinum - Nóatúnsfjölskyldan keypti hlut Jóns Ólafssonar Sá einstæði atburður varð nokkrum klukkustundum fyrir aðalfund íslands- banka í gær að einn stærsti hluthafi bankans, Orca SA, var sviptur atkvæð- isrétti. Orca SA ræður yfir um fimmt- án prósentum atkvæða í bankanum. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Fjár- málaeftirlitið beitir sér með þessum hætti, en heimild til að svipta hluthafa í banka atkvæðisrétti hefur verið í lög- um í nokkur ár. í þessu felst að Fjár- málaeftirlitiö telur annaðhvort aö staða eigenda Orca SA eða framferði þeirra skaði heilbrigðan og traustan rekstur hans. Kristján Ragnarsson, stjómarfor- maður bankans, las tilkynningu þessa efnis og yfirlýsingu frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Þorsteini Má Bald- vinssyni fyrir hönd Orca SA fyrir hlut- hafa bankans í upphafi fundarins í gær. Kristjáns sagðist harma að til þessa atburðar skyldi hafa komið og að hann vonaði að þessu ástandi linnti sem fyrst svo að menn gætu sameinast um áframhaldandi uppbyggingu bank- ans. Sviptingin hafði ekki áhrif á kjör bankaráðs. Kristján Ragnarsson, Ein- ar Sveinsson, Víglundur Þorsteinsson, Helgi Magnússon, Jón Ásgeir Jóhann- esson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Gunnar Jónsson vom sjálfkjömfr þar sem Hreggviður Jónsson hafði dregið framboð sitt til baka. Lagaákvæðin Lög um viðskiptabanka og sparfsjóðl 12.gr. Sé aöila, sem á virkan eignarhlut í viðskiptabanka, svo fariö eöa fari hann þannig með hlut sinn aö skaöi heilbrigð- an og traustan rekstur bankans getur Fjármálaeftirlitið gripiö til eftirfarandi ráðstafana: 1. Ákveöið aö þeim hlutum fylgi ekki atkvæöisréttur. [...] Viö mat á því hvort gripið skuli til ráö- stafana skv. 1. mgr. skal m.a. höfö hliö- sjón af þeim atriöum sem greinir í 6. mgr. 10. gr. Aö auki skal höfö sérstök hliðsjón af því hvort staöa eða háttsemi viökomandi aöila væri til þess fallin aö rýra traust almennings á hlutaðeigandi banka, væri hún opinber. [...] 10. gr. 6. mgr. Fjármálaeftirlitiö leggur mat á hvort umsækjandi sé hæfur til að eiga eignar- hlutinn meö tilliti til heilbrigðs og trausts reksturs viðskiptabanka og skal gæta meðalhófs viö það mat. Viö mat á hæfi umsækjenda skal m.a. höfö hlið- sjón af eftirfarandi: 1. Fjárhagsstööu umsækjanda og að- ila sem hann er í nánum tengslum viö. 2. Þekkingu og reynslu umsækjanda. 3. Hvort eignarhald umsækjanda skapar hættu á hagsmunaárekstrum á fjármálamarkaöi. 4. Stærö þess hlutar eöa atkvæðis- réttar sem umsækjandi hyggst prfesta í. 5. Hvort ætla megi aö eignarhald um- sækjanda muni torvelda eftirlit meö hlutaöeigandi viöskiptabanka. Viö mat á því skal m.a. horft til fyrri samskipta umsækjanda viö Fjármálaeftirlitiö eöa önnur stjórnvöld, til þess hvort náin tengsl umsækjanda við einstaklinga eöa lögaöila geta aö mati Fjármálaeftirlitsins hindraö þaö í eölilegum eftirlitsaögerö- um og hvort lög og reglur, sem gilda um umsækjanda, hindra eölilegt eftirlit. 6. Hvort umsækjandi hefur gefiö Fjár- málaeftirlitinu umbeönar upplýsingar ásamt fylgigögnum og þær upplýsingar hafa reynst réttar. 7. Refsingum sem umsækjandi hefur veriö dæmdur til aö sæta og hvort hann sæti opinberri rannsókn. DV-MYNDIR GVA Rýnt í skjölln Kristján Ragnarsson (t.h.) kynnir sér yfirlýsingu frá Orca ásamt Bjarna Ármannssyni og Vai Vaissyni, forstjórum íslandsbanka. Yfirlýsing Kristján Ragnarsson les upp tilkynningu frá Orca-hópnum á aöalfundi íslandsbanka Ástæðan óljós „Fjármálaeftirlitið sendi okkur bréf i morgun um þetta og gaf okkur ekkert ráðrúm til að svara íyrir okkur,“ sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, einn þriggja eigenda Orca SA og stjómarmaður í ís- landsbanka, að loknum aðalfundi bankans í gær. Hann segir að athuga- semdfrnar hafi fyrst og fremst beinst að ónógri upplýsingagjöf. „Við teljum að sú endurskipulagning sem tilkynnt var um í morgun og felst í sölu á hlut Jóns Ólafssonar komi í veg fyrir frek- ari athugasemdir af hálfú Fjármálaeft- irlitsins," segir hann. Lögfræðingar á vegum Órca SA sátu á fundi með Fjár- málaleftirlitinu á meðan á aðalfundi íslandsbanka stóð. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjár- málaeftirlitsins, vill ekkert um málið segja annað en að athugun stofnunar- innar hafi átt sér nokkum aðdraganda og að stofhunin muni endurskoða niö- urstöðu sína ef og þegar eigendur Orca SA ráðast í viðeigandi úrbætur. í yfirlýsingu þeirra Jóns Ásgeirs og Þorsteins Más segjast þeir reikna fast- lega með að fá atkvæðisrétt sinn til baka innan fárra daga, enda sé Orca SA eignasterkt félag sem sé fullfært um að standa undir þeim skuldbind- ingum sem felist í því að eiga svo stór- an hlut í íslandsbanka. Jón Ásgeir neitar því hins vegar að Fjármálaeftir- litið hafi lýst efasemdum um fjárhags- lega burði Orca-hópsins. „Það held ég ekki. Félagið sem heldur utan um þennan Orcu-hlut er mjög eignasterkt Óvenjuleg innkoma Þorsteinn Már Baldvinsson heilsar Bjarna Ármannssyni. Þorsteinn Már var kjörinn í stjórn bankans en haföi fyrr um daginn veröi sviptur atkvæöisrétti. í samanburði við önnur eignarhaldsfé- lög og með eigið fé í kringum tvo millj- arða,“ segir hann. En telur hann að ákvörðunin tengist með einhverjum hætti rannsókn þeirri sem skattrann- sóknarstjóri stendur fyrir á umsvifúm Jóns Ólafssonar? „Ja, slík rannsókn er allavega ein þeirra ástæðna sem getið er um í lögunum, það er ljóst, en ég fer ekki nánar út í efúi bréfsins." Einar „á eigin vegum“ Skömmu fýrir aðalfundinn i gær var tilkynnt að Schilling Inc. hefði keypt alla hluti Jóns Ólafssonar í Orca SA. Kaupverðið er tæpir tveir milljarð- ar króna og félagið eignast með kaup- unum tæplega 4% hlut í bankanum. Schilling Inc. er dótturfélag Saxhóls, eignarhaldsfélags Nóatúnsijölskyld- unnar. Félagið seldi fyrir um tveimur árum allan hlut sinn í Kaupási og um- svif þess eru fyrst og fremst í rekstri fasteigna og fjármálastarfsemi. Fram- kvæmdastjóri þess er Einar Öm Jóns- son, en hann tók sæti Eyjólfs Sveins- sonar í bankaráði íslandsbanka þegar Eyjólfúr seldi hlut sinn í Orca um ára- mótin. Einar Öm hefur því verið tal- inn tilheyra fylkingu Orca-hópsins. Hann var sjálfkjörinn varamaður í stjóm á aðalfúndinum í gær. „Þessi kaup era algjörlega á okkar forsendum," segir Einar Öm aðspurð- ur hvort þau hafi verið gerð í samráði við Jón Ásgeir eða Þorstein Má. En við hvaða atkvæði studdist hann sem arf- taki Eyjólfs Sveinssonar í stjóm bank- ans? „Engin sérstök. Ég tilheyri eng- um fylkingum. Það er af og frá og ég er bara hér á eigin vegurn," segir Einar Öm. Hann vill ekki upplýsa hverjir hvöttu hann til að bjóða sig fram sem varamaður í stjóm bankans. „Þeir sem þekkja Einar vita að hann er sinn eig- in herra,“ segir Jón Ásgeir aðspurður hvort líta mætti á Einar Öm sem „hans mann“ í stjóminni. Einar Öm segir enga ástæðu til að freista þess að ná ffarn breytingum á stjóm bankans að svo stöddu. „Gunn- ar Jónsson, sem er þama sem fúlltrúi Jóns Ólafssonar, hefur fúllan stuðning minn og á meðan hann viE sitja er ég sáttur við hann.“ Jón Ólafsson seldi enn fremur í gær um það bil eins prósents hlut í bankan- um sem skráður var á félag hans, Jón Ólafsson & Co, en ekki er vitað hver keypti. -ÓTG Jón Ásgeir Jóhannesson um bréfin í Tryggingamiðstöðinni: Ég hafði samning um forkaupsrétt - segir samninginn hafa horfið úr vörslu Ara Edwald hald þessa samnings væri ekki lengur í gildi. Ég óskaði þá eftir því að fá að sjá samninginn. Hann varð ekki við þeirri beiðni." Ari Edwald segist vísa þessum ásök- unum algjörlega á bug og segir þær til- hæfúlausar með öllu. Aðspurður hvort slíkur samningur hafi verið tii ítrekar Ari fyrra svar sitt og bætir við að stjóm Straums hafi verið algjörlega óbundin við ráðstöftm hlutabréfanna í Tryggingamiðstöðinni og haft það eitt að leiðarljósi að fá sem hæst verð fyrir þau. Ari segir að öll stjóm Straums, þrfr menn auk varamanns, hafi verið algjörlega einhuga um afgreiðslu máls- ins. Jón Ásgeir segir að lögmenn hafi verið vitni að undirritun samningsins og segist vera að skoða næstu skref í málinu. -ÓTG „Ég gerði skriflegan samning við stjóm Straums um forkaupsrétt að bréfúm Straums í Tryggingamiðstöð- inni,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson, sem telur sig hafa verið svikinn um tækifæri til að bjóða betur í bréfin. „Samningurinn var I vörslu Ara Ed- wald og hvarf,“ segir Jón Ásgeir og segist telja að samningnum hafi verið eytt. Straumur sem er fjárfestingarfélag, að stærstum hluta til í eigu íslands- banka, seldi um nýliðin mánaðamót Landsbankanum öll bréf sín í Trygg- ingamiðstöðinni, næstum ellefu pró- senta hlut, fyrir tæplega 1,7 milljarða. Fyrir þessi viðskipti var Ovalla Trad- ing stærsti hluthafmn í Tryggingamið- stöðinni en Ovalla er í eigu Jóns Ás- geirs og Hreins Loftssonar. Jón Ásgeir vildi sjálfúr kaupa þessi bréf Straums Jón Ásgeir Jóhannesson. og telur eins og fyrr segir að stjóm fé- lagsins hafi svikið samning um að hann fengi tækifæri til að hækka hæsta boð í þau. Ari Edwald er stjóm- arformaður Straums og Bjami Ár- mannsson, bankastjóri íslandsbanka, annar meðstjómenda. „Ég hef rætt þetta við Ara,“ segir Jón Ásgeir. „Hann tjáði mér að inni- Ari Edwald. Í£ S i WL Wiij s1íi yifríiJJ REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 19.19 19.02 Sólarupprás á morgun 07.54 07.40 Siðdeglsflóð 18.12 22.45 Árdegisflóð á morgun 06.27 11.00 y’y.fP/iíiii Léttir til NV 8-13 m/s og víða él. Hæg suölæg átt og skýjaö meö köflum vestantil en NV 8-13 og léttir til á austanveröu landinu síödegis. Frost 0 til 5 stig, kaldast noröan til. BS Suölæg átt, 10-15 m/s og rigning en síðar skúrir sunnan og vestan til en skýjað á Norðausturlandi. Hlýnandi veöur, hiti 0 til 5 stig seint um daginn. Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur SV S8 m/s. Snjó- eða slydduél sunnan og vestan tll en léttskýjaö á NA-landl. Hltl um frostmark. Hæg SV átt. Snjó- eóa slydduél sunnan- og vestan tll en léttskýjað á Norðaustur- landl. Hltl kringum frostmark. Vimiur: 5-8"^ A og NA 5-8 m/s. Dálitil él á Noröur- og Austuriandi en yflrleitt léttskýjaö á Suöur- og Vesturiandi. Frost 0 til 7 stig. m/s Logn Andvari Kul Gola Stinnlngsgola Kaldl Stinnlngskaldi Allhvasst Hvassviðri Stormur Rok Ofsaveður Fárviðrl 0-0,2 0,3-1,5 1,6-3,3 3.4- 5,4 5.5- 7,9 8,0-10,7 10.8- 13,8 13.9- 17,1 17,2-20,7 20,8-24,4 24.5- 28,4 28.5- 32,6 >= 32,7 mmm AKUREYRI skýjaö 0 BERGSSTAÐIR skýjað -1 BOLUNGARVÍK snjóél -5 EGILSSTAÐIR léttskýjaö -1 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö -3 KEFLAVÍK snjókoma 0 RAUFARHÖFN léttskýjaö -3 REYKJAVÍK úrkoma í gr. 1 STÓRHÖFÐI snjóél 0 BERGEN skúr 4 HELSINKI léttskýjaö -2 KAUPMANNAHÖFN þokumóöa 4 ÓSLÓ alskýjaö 2 STOKKHÓLMUR 1 ÞÓRSHÖFN léttskýjaö 0 ÞRÁNDHEIMUR snjókoma 1 ALGARVE alskýjaö 16 AMSTERDAM alskýjaö 6 BARCELONA BERUN skýjaö 6 CHICAGO skýjaö 1 DUBUN léttskýjaö -1 HAUFAX léttskýjaö -3 FRANKFURT skýjaö 7 HAMBORG skýjaö 5 JAN MAYEN úrkoma í gr. -8 LONDON þoka 6 LÚXEMBORG skýjaö 8 MALLORCA þokumóöa 7 MONTREAL alskýjaö -3 NARSSARSSUAQ skafrenningur 3 NEW YORK hálfskýjaö 4 ORLANDO léttskýjaö 17 PARÍS alskýjaö 8 VÍN léttskýjaö 2 WASHINGTON skýjað 1 WINNIPEG þoka -10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.