Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2002, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2002, Qupperneq 9
ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 9 DV Neytendur Kartöflur: Skyndibiti tekur við af fiskinum Flestir pokar þyngri - en segir á umbúðum Fyrir skömmu barst Neytendasíð- unni ábending um kartöflupokar sem seldir eru í verslunum væru oft á tíð- um of léttir. Lesandi blaðsins sagðist hafa farið í verslun og keypt slíkan eins kilós poka og vigtað hann heima og reyndist hann vera 920 g. Fór hann aftur í verslunina og vigtaði § poka og að sögn voru þeir allir vel undir kilói. Neytendasíðan fór á stúfana og vigtaði nokkra kartöflupoka frá fjór- um framleiðendum. Rétt er að taka fram að eingöngu var vigtaö á vogum er hlotið hafa löggildingu hjá Löggild- ingarstofu. Helstu niðurstöður þessarar óform- legu könnunar voru þær að tveggja kílóa pokamir af rauðum islenskum frá Ágæti reyndust að meðaltali tæp- lega 30 g yfir vigt, homfirskt gullauga 58 g yfir, gullauga frá Móður jörð 22 g yfir og í pokum af rauðum íslenskum frá JG var 93 g meira af kartöflum en sagði á umbúðunum. Af þeim 40 tveggja kílóa pokum sem vigtaðir voru reyndist aðeins einn vera undir vigt en hann reyndist innihalda 1998 g þannig að aðeins 2 g vantaði upp á kílóin tvö. Þyngsti pok- inn vó 2166 g sem er 8% meira en það magn sem greitt er fyrir. - ÓSB Súkkulaðirúlla með mascarpone Ef von er á gestum og gera á eitt- hvað ótrúlega gott með kaffinu er þessi súkkulaðirúlluterta tilvalin. Hún er hreint sælgæti með súkkulaðikremi, mascarpone osti og jarðarberjum. Botn 175 g suðusúkkulaði, skorið i litla bita 4 egg, aðskilja rauðu og hvítu 115 g ílórsykur kakó nokkur súkkulaðihúðuð jarðarber Hitið oíhinn í 180' C. Smyrjið fer- kantað form, 33x23 cm, og leggið bök- unarpappir í það. Bræðið súkkulaðið við vægan hita. Hrærið eggjarauður og sykur þar til létt og ljóst og bætið bráðnu súkkulaði varlega saman við. Þeytið eggjahvitur þar til á þær mynd- ast mjúkir topp- ar og blandið varlega saman við súkkulaðiblönduna. Smyrjið síðan blöndunni jafnt í formið og bakið í 15-20 minútur eða þar til kakan hefur lyft sér vel og er stinn þegar ýtt er á hana. Takið úr ofninum og hvolfið á bökunarpappír sem kakói hefur verið stráð yfir, hylj- ið með hreinu viskastykki og látið kólna á meðan fyllingin er búin til. Fylling 225 g suðusúkkulaði i litlum bitum 45 ml koníak 2 egg, rauða og hvíta aðskildar 250 g mascarpone ostur Bræðið súkkulaðið með koníakinu yfir vatnsbaði. Takið skálina af hitan- um. Þeytið eggjarauðumar vel og þeyt- ið saman við súkkulaðið. Eggjahvíturn- ar eru stífþeyttar í annarri skál og blandað varlega saman við rauðumar og súkkulaðið. Fjarlægið bökunarpappírinn af tertubotninum óg smyrjið hann með mascarpone ostinum. Smyrjið kreminu þar ofan á og rúllið botninum varlega upp, frá lengri hlið. Færið yfir á fat eða kökudisk, skreytið með jarðarberjum sem dýft hefur verið í súkkulaði. Kælið kökuna áður en hún er borin fram. - þó einnig sé hægt að fá sjávarafurðirnar heimsendar Eins og fram kom i verðkönnun á fiski sem birt var í fjölmiðlum ný- verið hefur verð á fiski hækkað töluvert milli ára. Verðlag er vænt- anlega einn stærsti áhrifaþátturinn í þeirri þróun sem orðið hefur á undanfömum árum en fiskneysla hefur minnkað jafnt og þétt. Þó vilja sumir meina aö skyndibitinn hafi tekið mikið frá fisksölu. Þrátt fyrir það hefur úrvalið af fisktegundum sem í boði eru aukist og eins er þjónustan fjölbreyttari. Sem dæmi um aukna þjónustu má nefna að um 6 þúsund heimili fá nú fisk og aðrar sjávarafurðir send- ar heim en fyrirtækið Hagfiskur hefur boðið upp á slíka þjónustu í um 10 ár. Rúnar Björgvinsson, einn af eigendum Hagfisks, segir að á 5 vikna fresti sé hringt í viðskiptavini og þeir panti úr vörulistanum það sem hugurinn gimist. Vörunni er síðan ekið upp að dyrum án sér- staks aukagjalds, sé keypt fyrir meira en 3000 kr., en annars kostar heimsendingin 200 kr. Rúnar segir vöruúrvalið gott. „Við bjóðum upp á nánast allt milli himins og jarðar, t.d. ýsuflök, roð- laus og beinlaus, bæði sjófryst og landfryst, reykta ýsu, þorskflök, saltfisk, tilbúna fiskrétti, eins og ýsu 1 sósu, sjávarréttabökur, for- steiktan fisk í raspi, fiskinagga, fiskibollur, úthafsrækju, humar, hörpudisk, marineraðan silung, sil- ungsflök, rauðsprettu, smálúðu, skötusel, harðfisk og fleira.“ Þorskurinn sækir á Meðalíjölskyldan kaupir sjávaraf- urðir fyrir um 6.000 kr. á fimm vikna fresti og segir Rúnar Hagfisk væntanlega vera með svipað verð og keppinautar þeirra. „Sem dæmi um verð má nefna að kílóið af roðlaus- um og beinlausum smáum ýsuflök- um er á tæpar 1000 kr. en þau em vinsælasta varan hjá okkur. Svo er auðvitað hægt að fá dýrari fisk. En megináhersla fyrirtækisins er á gæðum; þau verða að vera 1. flokks." Rúnar segir að neyslumynstur landans hafi breyst töluvert undan- farin ár. „Nú er ekki lengur fiskur á Gott úrval Það er af sem áöur var þegar flestir keyptu fiskinn sinn beint úr bátunum eöa í fiskbúðinni. Nú er einnig hægt að fá þessa hollu fæöu í stórmörkuöum og í heimsendingu. Myndin er tekin í stórmarkaöi og eins og sjá má er úrvaliö gott, enda er iandinn opinn fyrir aö prófa nýjar fisktegundir. borðum annan hvem dag eins og áður var. En fólk gerir líka meiri kröfur til þess fisks sem það neytir, það er fleira en soðin ýsa á borðum. Þorskurinn sækir hægt og bítandi á, enda telja margir að hann sé mun betri fiskur en ýsan. Sala á öðrum tegundum er einnig að aukast, svo og á tilbúnum fiskréttum beint í ofninn.“ Forsvarsmenn Hagfisks segja þessa þjónustu ekki vera setta upp til að keppa beint við fiskbúðimar heldur sé hér um enn einn valkost- inn fyrir neytendur að ræða. Skyndibiti í stað fisks 1 sama streng tekur Júlíus Helga- son, einn af eigendum Fiskbúðar Hafliða. „Ég held að Hagfiskur sé svo sem ekkert að ná viðskiptum af fiskbúðunum. Þeir eru að selja aðra vöru en við, þ.e. frosinn fisk, þar sem við erum með ferskan. Fiskbúð- irnar sem slíkar finna meira fyrir minni fisksölu vegna annarra mat- artegunda sem hafa sótt mikið á undanfarin ár. Það er eilíf útsala á svínakjöti og kjúklingum og pitsur hafa tekið mikið frá fisksölunni. Ég heyrði einhvern tímann að pitsu- veltan hér á landi væri um 2 millj- arðar árlega en ekki eru mörg ár síðan pitsumenningin hóf innreið sína af fullum krafti hér á landi. Ég giska á að veltan í fisksölunni sé um 8-900 milljónir. Því hafa pitsan og annar skyndibiti tekið mikið frá fisksölunni. Keppa við útflytjendur Júlíus segir að fiskur hafi hækk- að meira í verði en margar aörar tegundir matvöru. „Helsta ástæða þess er sú að við erum nú að keppa um fiskinn á fiskmörkuðum við þá aðila sem flytja fisk út. Þeir geta selt vöruna dýrt og geta þar af leiðandi borgað meira fyrir hann á markaði. Því erum viö nú að selja fisk á svip- uðu verði og hann kostar erlendis. Fiskverð á mörkuðum hefur hækk- að um 30% á tæpu ári. Júlíus segir algengt verð á glæ- nýrri línuýsu vera á bilinu 900-1000 kr. í fiskbúðum og stórmörkuðum en að það sé ekki sambærileg vara við sjófryst smáflök. Þó enn sé salan mest í ýsunni hef- ur sala á þorski aukist mikið hjá Fiskbúð Hafliða. Júlíus segir ýsuna hafa verið svo vinsæla vegna þess að sjómennimir máttu hirða hana - verðmætin lágu í þorskinum. Mér finnst skrýtið að ekki skuli borðað meira af honum - ætli hræðslan við orminn vegi þar ekki þungt. Ég held hins vegar að sá ótti sé ástæðulaus því nánast öll flök eru sett á ljósa- borð og skoðuð vel. Annars eru ís- lendingar sífellt að verða opnari fyr- ir nýjum tegundum. T.d. er steinbít- urinn mjög vinsæll og svo seljum við nokkuð af keilu, sérstaklega á veitingahúsin.“ -ÓSB Stjórn húsfunda er vandaverk: Hægt að fyrirbyggja deilur og fjártjón - með réttri framkvæmd. JC og Húseigendafélagið með þjónustu við húsfélög sem tryggir rétt boðaða og haldna fundi Á aðalfundum húsfélaga eru oft teknar ákvarðanir um dýrar fram- kvæmdir og miklar skuldbindingar sem mikil fjárútlát fylgja. Almenn forsenda fyrir lögmæti slíkra ákvarðana um viðhaldsframkvæmd- ir og þá fyrir greiðsluskyldu eig- enda er að þær séu teknar á fundi sem er rétt og löglega boðaður og haldinn. Þótt það virðist ekki vera mikið vandaverk að halda húsfundi, sem standast lagakröfur og eru bær- ir til að taka lögmætar ákvarðanir, reynist það oft þrautin þyngri. Húseigendafélagið býður upp á þjónustu sem er samstarfsverkefni félagsins og JC hreyfingarinnar en í henni felst ráðgjöf og aðstoð við húsfundi en nú er tími aðalfunda í húsfélögum. Þeir sem vilja nýta sér þessa þjónustu fá fundarstjóra og fundarritara frá JC sem hafa þekk- ingu, reynslu og þjálfun í fundar- höldum. Þeir gefa ráðgjöf og aðstoða við undirbúning og boðun funda og annast fundarstjórn á fundinum sjálfum og rita fundargerð. Eins koma lögfræðingar Húseigendafé- lagsins að þjónustunni og eru ráð- gefandi um öll atriði hennar. Þessi Vandræðl og deilur Þeim málum fjölgar stöðugt þar sem vandræöi og deilur hafa risiö í fjölbýlis- húsum og rekja má til mistaka viö ákvaröanatöku og fundarhöid. þjónusta á að tryggja lögmæta fundi og að rétt sé staðið að töku ákvarð- ana. Samkvæmt fjöleignarhúsalögun- um gilda ákveðnar reglur um töku ákvarðana en þær skal taka á hús- fundi. Mörg dæmi eru til um húsfé- lög og stjórnarmenn þeirra sem hafa orðið fyrir tjóni og skakkafoll- um vegna þess að kastað var til höndunum við undirbúning og framkvæmd húsfunda. Þeim húsfé- lögum sem vilja hafa allt á hreinu í þessu efni og leita aðstoðar Húseig- endafélagsins fer íjölgandi með hverju árinu. Þrátt fyrir það fjölgar líka stöðugt málum þar sem vandræði og deilur hafa risið og má rekja til mistaka við ákvarðanatöku og fundarhöld. Fyrir þessa þjónustu er tekin sann- gjöm þóknun sem miðast við hóf- legt tímagjald og þann tima sem í verkið fer. Nánari upplýsingar má fá á heimasíöu Húseigendafélagsins www.huseigendafelagid.is og á skrifstofu þess að Siðumúla 29. Heimild: Grein á heimasíöu Húseigendafélagsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.