Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2002, Side 11
11
FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002________________________________________________________________________________________
X>v ___________________________________________________________________________________________________________Viðskipti
— Umsjón: Viöskiptablaöiö
.■mmm Þetta helst
Í!737T!T!!T*} d sw y i i f tf*
HEILDARVIDSKIPTI 9.100 m.kr.
Hlutabréf 5600 m.kr.
Húsbréf 2000 m.kr.
MEST VIÐSKIPTI
Kaupþing 4355 m.kr.
Samherji 237 m.kr.
Pharmaco 231 m.kr.
MESTA HÆKKUN
o Rugleiðir 5%
© Pharmaco 4,1%
© Marel 1,9%
MESTA LÆKKUN
© Samherji 3,7%
© Grandi 3,3%
© Kaupþing 3,1%
ÚRVALSVÍSITALAN 1.291 stig
- Breyting O 0,24 %
Finnur hlaut rúss-
neska kosningu
Finnur Geirsson var
endurkjörinn formað-
ur Samtaka atvinnu-
lifsins á aðaifundi
samtakanna í gær.
Haim hlaut 98,7%
greiddra atkvæða og
er því réttkjörinn for-
maður SA á næsta starfsári. Kosningin
fór fram í beinni póstkosningu og var
kosningaþátttakan rúmur helmingur.
Stjóm samtakanna fyrir starfsárið
2002-2003 er aðeins breytt frá því í
fyrra. Nýir koma inn i stjómina, þeir
Bjami H. Matthíasson, Raflögnum Is-
lands, Guðlaugur Adolfsson, Fagtaki,
Gunnar Felixson, Tryggingamiðstöð-
inni og Jón Helgi Guðmundsson,
BYKO.
Úr stjóminni ganga þeir Einar
Sveinsson, Sjóvá-Almennum, Ómar
Hannesson, Rafsól og Sigurður R.
Helgcison, Björgun, auk Þórarins V.
Þórarinssonar sem sagði sig úr stjóm-
inni þann 17. desember síðastliðinn.
Fallið frá kröfu á
hendur Kaup-
þingi og Bjarna
Búnaðarbankinn og núverandi
rekstraraðilar Fóðurblöndunnar hafa
ákveðið að falla frá kröfugerð á hendur
Kaupþingi og Bjama Pálssyni vegna
viðskilnaðar þeirra við Fóðurblönduna,
en þessir aðilar áttu og ráku fyrirtækið
í rúmt ár. Félagið var tekið yfir á sínum
tíma með fjandsamlegri yflrtöku og
skráningu af markaði. Búnaðarbankinn
keypti siðan Fóðurblönduna í júní sl. og
átti félagið í tvær vikur, eða þar til það
var selt hópi fjárfesta undir forystu MR-
fóðurs og Lýsis hf. Kaupin byggðust á
ákveðnum forsendum um efnahags-
stöðu fyrirtækisins sem kaupendur
töldu að ekki hefði staðist. Upp úr krafs-
inu kom t.d. að Fóðurblandan reyndist
vera mun skuldsettari en kaupendur
sáu fyrir og byggðist kröfugerðin á
lækkun á söluverði. En samkvæmt
heimildarmanni Viðskiptablaðsins i
Búnaðarbankanum mim þó nú hafa ver-
ið ákýeðið að falla frá kröfunni.
10. 05. 2002 kl. 9.15
KAUP SALA
BfiÍDollar 91,410 91,880
flIlPund 133,760 134,440
li*-. Kan. dollar 58,390 58,750
Dönsk kr. 11,2290 11,2910
FF~Norsk kr 11,0350 11,0960
ESsænsk kr. 8,9410 8,9900
n: Sviss.franki 57,4000 57,7200
r*flap. yen 0,7134 0,7177
^ECU 83,4857 83,9874
SDR 116,4200 117,1200
## Seðlabankinn:
Onnur vaxtalækkun lík-
leg í þessum mánuði
„Fyrirliggjandi verðbólguspá [Seðla-
bankans] bendir til þess að fljótlega
muni skapast forsendur fyrir frekari
lækkun vaxta bankans.“ Þetta var haft
eftir Birgi ísleifi Gunnarssyni, for-
manni bankastjómar Seðlabankans, í
Viðskiptablaðinu á miðvikudag sam-
fara útkomu Peningamála. Seðlabank-
inn hefúr nú tvivegis lækkað stýrivexti
á stuttum tima um alls 0,8%. „Þrátt fyr-
ir þessar lækkanir er peningastefnan
enn aðhaldssöm ef litið er á verðbólgu-
væntingar og spár. í ljósi þess slaka
sem nú er að myndast í hagkerfmu er
æskilegt að raunvextir Seðlabankans
lækki áfram á komahdi mánuðum."
Birgir ísleifúr vísaði til þess að næsta
skref bankans tengdist verðlagsmark-
miði aðila vinnumarkaðar nú í maí.
„Verði allri óvissu um að núverandi
kjarasamningar haldi eytt í þessum
mánuði mun bankinn að öllum líkind-
um lækka vexti sína skjótt í kjölfarið."
Því má teljast ákaflega líklegt að næsta
vaxtalækkun bankans verði núna í
þessum eða næsta mánuði.
I máli Birgis ísleifs kemur fram að
ólíklegt sé að vísitala neysluverðs fari
yfir verðlagsmarkmið aðila vinnu-
markaðarins nú i maí.
„Sá árangur sem nú virðist vera að
nást við að endurreisa stöðugleika og
að koma verðbólgu niður á eðlilegt stig
er fyrst og fremst afrakstur þeirrar að-
haldssömu peningastefnu sem fylgt hef-
ur verið á undanfómum misseram.
Háir vextir hafa dregið úr fjárfestingu
og einkaneyslu sem síðan hefúr stuðlað
samtímis að minni viðskiptahaila og
betra jafnvægi á vinnumarkaði. Afleið-
ingin er sú að launaskrið hefúr
stöðvast og fyrirtæki verða að auka
framleiðni og minnka kostnað í stað
þess að hækka verð. Hér sannast því
enn einu sinni að verðbólga er pen-
ingalegt fyrirbæri. Frumkvæði aðiia
vinnumarkaðar á sér stað innan þessa
ramma í þeirri merkingu að aðhalds-
söm peningastefna stuðli að minni
verðbólgu og geri það erfitt að sækja á
um launahækkanir til að bæta upp
verðhækkanir fyrri tíma. Það breytfr
þvi ekki að þetta frumkvæði er ákaf-
lega mikilvægt og stuðlar án efa að þvi
að verðbólguhjöðnunin gengur hraðar
fyrir sig og að henni fylgir liklega á
endanum minni kostnaður í formi glat-
aðs hagvaxtar og atvinnuleysis en
ella,“ sagði Birgir ísleifúr.
ÚA kaupir meirihluta í ICECON
Útgerðarfélag Akureyringa hf.
hefúr keypt 60% hlut í ráðgjafar-
fyrirtækinu ICECON í Reykjavík
og í kjölfarið flyst starfsemi fyrir-
tækisins til Akureyrar, þar sem
það verður rekið sem sjáifstætt
dótturfélag ÚA. ICECON mun eftir
sem áður sinna hlutverki sinu sem
sjálfstætt ráðgjafarfyrirtæki í sjáv-
arútvegi, þar sem byggt verður á
sérþekkingu og styrk íslenskra fyr-
irtækja, segir í tilkynningu frá ÚA.
ÚA greiðir fyrir 60% hlutinn með
hlutafjáraukningu í félaginu á
næstu tveimur
árum.
ICECON var
stofnað árið 1986
með það að
markmiði að
veita alþjóðlega
ráðgjöf á sviði
sjávarútvegs. Á
liðnum árum hef-
ur fyrirtækið
komið að verk-
efnum úti um allan heim. Fyrir
tveimur árum tóku Þorgeir Pálsson
og Magnús Gunnarsson við rekstri
ICECON og eftir kaup ÚA á meiri-
hluta í félaginu mun Þorgeir Páls-
son flytjast til Akureyrar og veita
þar félaginu forstöðu. Þorgeir og
Magnús munu eiga jafnan hlut í fé-
laginu á móti Útgerðarfélagi Akur-
eyringa.
Guðbrandur Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akur-
eyringa, segist hafa trú á því að er-
lendis séu sóknarfæri í sjávarútvegi
og kaup ÚA á meirihluta í ICECON
beri að skoða i þvi ljósi.
Guðbrandur
Sigurðsson.
Kári með
3,2 milljónir í
mánaðarlaun
Laun Kára Stef-
ánssonar, forstjóra
íslenskrar erfða-
greinmgar, hækk-
uðu um tæplega 28%
í dollurum talið á
síðasta ári. Launa-
greiðslur til hans
árið 2001 námu 38,5
milljónum króna, eða 3,2 miiljónum
króna á mánuði. Auk þess fékk hann
4,6 milljónir króna greiddar í bíla- og
húsnæðisstyrk. Þetta kemur fram í við-
bót við ársskýrslu fyrir fjárhagsárið
2001 sem deCODE skilaði til banda-
riska verðbréfaeftirlitsins SEC, eða
„Securities and Exchange Comm-
ission", 30. apríl sl. Þama kemur t.d.
fram hveijir eru stjómendur fyrirtæk-
isins og hvað þeir hafa í tekjur, hlunn-
indi o.s.frv. Þar sem Kári og aðrir
helstu stjómendur fyrirtækisins fá
greitt í dollurum þá hækkuðu laun
þeirra enn meira á síðasta ári vegna
þess að dollarinn hækkaði verulega
gagnvart krónunni. Hér er miöað við
lokagengi á árinu (eins og gert er i árs-
skýrslu deCODE) og þá kemur í ljós að
launahækkun Kára i íslenskum krón-
um er enn meiri, eða 42%.
Laun Hannesar Smárasonar, aðstoð-
arforstjóra deCODE, hækkuðu um tæp-
lega 38% í dollurum talið en þess ber
að geta að á síðasta ári fékk hann
100.000 dollara í sérstaka bónusgreiðslu
sem ekki kom núna. Mánaðarlaun
hans í fyrra vom um 1,7 milljónir kr. á
mánuði. Hlutabréfaívilnanir eru vana-
lega stór hluti af launum stjómenda
bandarískra fyrirtækja en engar slíkar
voru innleystar á síðasta ári hjá
deCODE. Þá má geta þess að í viðauk-
anum kemur einnig fram hve stóran
hlut þeir Kári og Hannes eiga í líf-
tæknifyrirtækinu Prokaria ehf. (áður
íslenskar hveraörverur) en það hefur
sérleyfi til að nýta hitaþolnar örverur
hér á landi. Kári mun vera skráður þar
fyrir 19,7% hlut en Hannes á 17,8%.
Hagnaður Tanga 221 milljón króna:
Besta rekstrartímabil
í sögu fyrirtækisins
Afkoma Tanga hf. á
Vopnafirði fyrstu þrjá
mánuði ársins er sú
besta á sambærilegu
tímabili í sögu félags-
ins. Hagnaður af reglu-
legri starfsemi félagsins nam 221,3
milljónum króna á tímabilinu. Á sama
tíma í fyrra nam tap af starfsemi félags-
ins 38,5 milljónum króna. Nettóskuldir
félagsins lækkuðu um 368,9 mifljónir
króna fyrstu þrjá mánuði ársins.
Velta félagsins jókst um 42,4% frá
sama tímabili 2001. Það skýrist einkum
af verðhækkun á mjöli og lýsi og því að
félagið tók nú á móti mesta magni af
loðnu á samsvarandi tímabili til þessa.
Hagnaður fyrir afskriftir og fjár-
magnsliði nam 201,5 milljón króna sem
er 54,5% hækkun á mflli ára. Veltufé
frá rekstri nam 184,1 milljón króna í
stað 76,3 milljónum króna á fyrstu
þrem mánuðum ársins 2001.
Fjármagnsliðir voru hagstæðir á
túnabilinu og lækkuðu langtímaskuld-
ir um 59 milljónfr króna auk þess sem
reiknaðar tekjur vegna verðlagsbreyt-
inga námu 16,5 milljónum króna. Alls
námu fiármunatekjur 78,5 miiljónum
króna fyrstu þrjá mánuði þessa árs á
móti fiármunagjöldum upp á 116,1
milljón króna á sama tímabili síðasta
árs. Nettóskuldir félags-
ins lækkuðu úr 1.762,6
miiljónum króna 31.
desember 2001 í 1.393,7
milljónir króna 31.
mars 2002 eða um 368,9
milljónfr króna.
Félagið hefúr aldrei áður tekið við
jafhmiklu magni af loðnu á fyrstu
þremur mánuðum árs eins og á þessu
ári, eða tæpum 44 þúsund tonnum. Á
sama tímabili 2001 tók félagið á móti 32
þúsund tonnum. Félagið frysti 3.580
tonn af loðnuafurðum á móti 4.150
tonnum i fyrra. Rekstrartekjur af fiski-
mjölsverksmiðju félagsins jukust úr
253 milljónum króna fyrstu þrjá mán-
uðina 2001 í 465 milljónir fyrstu þrjá
mánuði þessa árs eða um 83,6%.
Afkoma timabilsins var góð eins og
við mátti búast þegar miö er tekið af
góðri loðnuvertíð, háu verði á mjöli og
lýsi og hækkun á gengi krónunnar í
lok tímabilsins. Þó skal það áréttað að
fyrstu þrír mánuðir ársins eru að öllu
jööiu hagstæðustu rekstrarmánuðir
ársins.
Framtíðarhorfúr eru góðar um þess-
ar mundir en þó ber að geta þess að
óstöðugt umhverfi, meðal annars
vegna gengis islensku krónunnar,
skapar ákveðna óvissu til framtíðar.
Dekkjahótel
vib geymum dekkin fyrir þig
gegn vægu gjaldi
sóinmuc
(onlinenlal*
Kópavogi - Njar&vík - Selfoss
Borgarstjórnarkosningar 25. maí 2002
Kjörskrá
Kjörskrá vegna borgarstjórnarkosninga í Reykjavík
25. maí nk. liggur frammi almenningi til sýnis í
Ráðhúsi Reykjavíkur frá 15. maí nk. fram á kjördag.
Vakin er athygli á að kjörskrána verður einnig að
finna á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.rvk.is.
Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sé hvort
nöfn þeirra séu á kjörskránni. Athugasemdum við
kjörskrá skal beina til borgarráðs.
Setjum hjðliO í toppstand fqrir sumariö!
Vfirfarið reiOhjö!
Viö gerum viö allar tegundir af hjólum
Faxafeni 14 (GÁP húsinu) 108 Reykjavik Simi: 568 7575 Opid: virka daga 10-19 laugard. 11-16
aðeins 2.680 hr.