Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2002, Side 15
15
FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 ____________________________________________________________
X>y_________________________________________________________________________________________________________________________Menning
Umsjón: Stlja Aðaisteinsdóttir silja@dv.is
Hátíð til heilla best
Listahátíð í Reykjavík hefst á morgun og stendur samfellt til 31. maí
Listahátió í Reykjavík hefst á morgun. Aó venju
er hún afar fjölbreytt og urmull atburóa meö ís-
lenskum og erlendum listamönnum á dagskrá.
Aldrei hafa selst eins margir miðar áöur en Lista-
hátíö hefst og núna en enn þá er hœgt aöfá miöa á
nœr alla viöburói hátíöarinnar því flestir eru á
dagskrá oftar en einu sinni. Einnig má benda á aö
fjöldi viöburöa veröur áhorfendum aö kostnaöar-
lausu, til dœmis tónleikarööin Fyrir augu og eyru,
alls fjórtán hádegistónleikar í listasöfnum borgar-
innar og ráðhúsinu, og örleikritahátíðin Níu virkir
dagar sem veróur víös vegar um bœinn kl. 17.05
níu virka daga og útvarpaö beint á rás 1.
Blásið er til mikillar setningarhátíðar í anddyri
Borgarleikhússins á morgun kl. 14. Franski fjöl-
listahópurinn Mobile Homme verður fyrir utan
leikhúsið og tekur á móti gestum, en hópurinn sýn-
ir fyrir alia sem vettlingi geta valdið á sunnudag-
inn kl. 14. Þá verða Frakkamir hífðir upp í krana
við Hljómskálann við Tjömina og leika listir sínar
í 40 metra hæð yfir henni!
Á setningunni flytja ávörp þær Þórunn Sigurðar-
dóttir, stjómandi Listahátíðar, og Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri. Pétur Grétarsson og Sig-
urður Flosason flytja brot í spunaverkinu Raddir
þjóðar sem verður flutt í heild sinni kl. 20 á
fimmtudaginn kemur í Hafnarhúsinu. Schola
cantorum syngur islensk þjóðlög undir stjóm Harð-
ar Áskelssonar og frumflytur einnig nýtt lag eftir
Bára Grímsdóttur við Vorkvæði eftir Halldór Lax-
ness.
Unnendur samkvæmisdansa bíða í ofvæni eftir að
sjá ekta tangó frá Argentínu og gestir setningar
Listahátíðar fá ofurlítinn forsmekk af list E1 Escote-
hópsins frá Buenos Aires. Sýningar hópsins verða
annars í íslensku óperanni 12.-16. maí kl. 2Ó;30.
Aðalmyndlistardagurinn verður á sunnudáginn
en á setningunni verður gangsett hljóðverk eftir
Finnboga Pétursson sem hann tileinkar Halldóri
Laxness. Einnig verður sýning á teikningum nem-
enda Myndlistaskóla Reykjavíkur.
Tvær Sölkur
Bömin fá sérstaka opnun í útibúi Borgarbóka-
safns í Kringlunni kl. 15 á morgun. Þar syngur Sig-
rún Hjálmtýsdóttir lög við ljóð Halldórs Laxness
við undirleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur, og
brot úr skáldsögunni Sölku Völku verða leiklesin
undir stjóm Guðjóns Pedersens. Nína Dögg Filipp-
usdóttir leikur Sölku Völku.
Dansútgáfa á Sölku Völku verður svo framsýnd
á stóra sviði Borgarleikhússins kl. 16 á morgun og
geta dansáhugamenn varla beðið þess einstæða við-
burðar. Auður Bjamadóttir hefur samið ballettinn
sem íslenski dansflokkurinn dansar; Sölku dansar
Hlín Diego Hjálmarsdóttir.
Setningardegi Listahátíðar lýkur svo með frum-
sýningu Hollendingsins fljúgandi eftir Wagner í
Þjóðleikhúsinu annað kvöld. Ekki ber að örvænta
þó ekki fáist lengur miöar á þá sýningu því þær
verða alls fimm.
Alla daga Listahátíðar verður ýmislegt á seyði;
sjá nánar í bæklingi Listahátíðar sem liggur
frammi í miðasölu hátíðarinnar og á heimasíðu
hennar, www.listahatid.is.
Fólkið á jaðrinum
Ein þriggja sýninga í Listasafni Reykjavíkin: á tíma Listahátíöar er á Ijósmyndum Mary Ellen Mark
í öllum þremur húsum Listasafns Reykjavíkur,
Hafharhúsi, Kjarvalsstöðum og Ásmundarsafni,
verða opnaðar sérstakar sýningar á tíma Listahá-
tíðar. í Ásmundarsafni verður opnuð sýning 20.
maí, á afinælisdegi Ásmundar Sveinssonar, sem
ber yfirskriftina „Listin meðal fólksins". Þar er
vísað til þeirrar hugsjónar Ásmundar að mynd-
listin ætti að vera hluti af daglegu umhverfi fólks
en ekki lokuð inni á söfnum.
í Hafnarhúsinu verður stærsti myndlistarvið-
buröur Listahátíðar opnaður á sunnudaginn kl.
15. Sýningin nefhist MYND - íslensk samtimalist,
og þar sýna níu starfandi listamenn verk af ólik-
rnn toga í fjórum sölum hússins og í útiportL
Listamennimir era Anna Líndal, Birgir Andrés-
son, Bjami Sigurbjömsson, Guðjón Bjamason,
Jón Óskar, Margrét H. Blöndal, Ómar Stefánsson,
Svava Bjömsdóttir og Þorvaldur Þorsteinsson. Á
opnuninni leika Jóel Pálsson, Hilmar Jensson og
Matthias MD Hemstock. Kl. 18 verður á sama stað
framsýnd dansstuttmyndin Brakraddir eftir Hel-
enu Jónsdóttm-.
Á Kjarvalsstöðum verður á sunnudag kl. 16 opnuð
sýning í samstarfi við Ljósmyndasafn Reykjavíkur á
ljósmyndum Mary Ellen Mark. Mary Ellen Mark er
bandarísk og var nýverið kjörin áhrifamesti kven-
ljósmyndari allra tíma af lesendum tímaritsins
American Photo. Á opnun leikur hljómsveitin Gras.
Hún hefur auga fyrir sérkennilegum karakterum
Mary Ellen Mark: Etta James and Strappy,
Riverside California, 1997.
Án væmni og fordóma
Sýning Mary Ellen Mark samanstendur af mynd-
um sem hún hefúr tekið í Bandaríkjunum á síðast-
liðnum 35 áram undir samheitinu American Odyss-
ey. Kunnust er hún fyrir afar sérstasða og persónu-
lega sýn á samfélagið, en hún hefúr freistað þess að
skrásefja með ljósmyndum mannlif í Bandaríkjun-
um og þá helst lífið á jaðri samfélagsins. Myndir
hennar era fullar hlýju, en án væmni eða fordóma
gagnvart fýrirmyndunum.
Út hafa komið á annan tug ljósmyndabóka með
verkum hennar og fjalla þrjár þær frægustu um
mannlíf á Indlandi, Kjör vændiskvenna, líf sirkus-
fólks og líknarstörf móður Theresu. Árið 1971 var
Mary Ellen að vinna við kvikmyndina Gaukshreiðr-
ið og kom þá á deild 81 á geðsjúkrahúsi í Oregon-ríki
þar sem vistaðar voru mjög sjúkar konur. Nokkrum
árum síðar fékk hún leyfi tii að mynda á deildinni og
dvaldi í rúman mánuð með konunum. Myndafrá-
sögnin kom út árið 1979 í bókinni Ward 81 og sýnir
vel að sjúklingamir eru raunverulegt fólk sem hefur
lent í erfiðum aðstæðum. Mary Ellen hefur líka tek-
ið rómaðar portrettmyndir af frægu fólki sem marg-
ar bera skopskyni hennar gott vitni.
Mary Ellen Mark hefúr hlotið allar helstu viður-
kenningar sem ljósmyndara geta hlotnast og haldið
ijölda sýninga um allan heim, sjá heimasíðu hennar,
www.maryellenmark.com.
Enginn getur lifað án Lofts
Sýning í Hafnarborg á ljósmyndum Lofts GuÖmundssonar.
Meöal viöburða á Listahátiö er forvitnileg sýning í
Hafnarborg í samvinnu Myndadeildar Þjóöminja-
safrts Islands, Kvikmyndasafns íslands og Hafnar-
fjarðafbcejar á Ijósmyndum Lofts Guömundssonar
(1892-1952), afkastamesta Ijósmyndara á íslandi á
fyrri hluta 20. aldar. Loftur geröi líka kvikmyndir og
veröur fyrsta íslenska talmyndin, Milli fjalls og fjöru
eftir Loft, sýnd i Bœjarbíói í Hafnarfirði 17. maí kl.
18 og 18. maí kl. 14. Þann 19. maí kl. 14 veröa sýndar
heimildarmyndimar ísland í lifandi myndum frá
1925 og Reykjavík 1944.
Þetta er önnur yfirlitssýningin i Hafiiarborg á
verkum íslensks ljósmyndara á vegum Þjóðminja-
safiisins og Ingu Lára Baldvinsdóttur sem sendi frá
sér stórvirkið Ljósmyndarar á íslandi 1845-1945 í
fýrra; fýrri sýningin var á ljósmyndum Sigríðar
Zoega.
Opið allan sólarhringinn
„Það sem stingur í augu við Loft er að plötusafnið
hans er hið langstærsta í safiii Þjóðminjasafnsins,"
segir Margrét Elísabet Ólafsdóttir, sem skrifar grein
mn ljósmyndir Lofts í sýningarskrá. „Þó var ferill
hans sem ljósmyndara stuttur, hann opnaði ekki
stofu fyrr en 1925, þegar hann var 33 ára, og hann lést
1952. Annað sem er eftirtektarvert við Loft er hvem-
ig hann notar auglýsingar - og þær útskýra auðvitað
líka af hveiju hann tekur þessi ósköp af myndum á
svona stuttum tíma, næstum þrisvar sinnum fleiri
en Sigríður Zoega og Jón Kaldal gerðu á næstum
helmingi lengri ferli! Hann auglýsir mjög skemmti-
lega í Morgunblaðinu, til dæmis er heiti sýningar-
innar, „Enginn getur lifað án Lofts“, eitt af slagorð-
\ J
a
Loftur Guömundsson: Frú Nlelsen (1926)
Hann geröi borgardæturnar óþekkjanlega fagrar...
um hans. Úr auglýsingunum, sem era helstu heim-
ildimar um starfsemi ljósmyndastofunnar, má lesa
að hann er geysilega kraftmikill og vinnusamur því
fyrstu árin segist hann hafa opið nánast allan sólar-
hringinn! Svo er hann duglegur að sýna og auglýsa
þaö. Hann tekur myndir af frægu fólki og sýnir þær
og er svo hugmyndaríkur og markaðssinnaður að
hann býr til tækifæri fyrir fólk til myndatöku - ferm-
ingarmyndimar vora til dæmis hans uppfinning.
Hann var lika ljósmyndari Leikfélags Reykjavíkur
árum saman. Og loks má minna á að hann gætti þess
að merkja myndimar sínar þannig að ekki fer milli
mála hvaða myndir hann á.“
Glamúrmyndir
Hér með greininni er dæmigerð mynd fyrir vin-
sæla tegund ljósmynda Lofts. Hann tók myndir af
konum og vann þær í stfl við glamúrmyndir af fræg-
um Hollywoodstjömum þannig að gárungamir
höfðu orð á því að Reykjavíkurstúlkumar væra ger-
samlega óþekkjanlegar á myndunum, þær væra svo
fallegar. Áuðvitað vildu allar konur eignast slíka
mynd af sjálfúm sér!
Myndir Lofts þykja ekki eins fágaðar og til dæmis
myndir Sigríðar Zoega, en þær era margar lifandi og
skemmtilegar. „Til dæmis tekur hann afar fjörlegar
myndir af bömum," segir Margrét. „Enda benda all-
ar heimildir tfl þess að hann hafi verið líflegur og
skemmtilegur maður. En hann virðist fyrst og fremst
hafa litið á Ijósmyndastarfið sem vinnu og viðskipti."
Uppistaðan á sýningunni era andlitsmyndir en
auk þess era þar fyrirtækjamyndir sem era stór-
merkar heimildir, t.d. úr Ölgerð Egils Skallagrims-
sonar, og nokkrar orginal landslagsmyndir, sumar
handmálaðar, og loftmyndir af Reykjavík frá 1930.
Loftur tók samtals 400 ljósmyndir af borginni það ár
en þær myndir era flestar glataðar. Einnig verða á
sýningunni sýnishom af auglýsingum Lofts.
Hafiiarborg er opin kl. 11-17 alla daga nema
þriðjudaga.
Ólafur í i8
Á sunnudaginn
verður opnuð sýning
á verkum Ólafs Elías-
sonar í i8 gallerí í
samvinnu við Lista-
hátíð í Reykjavík.
Ólafur er fæddur árið
1967 og er einn eftir-
sóttasti myndlistarmaður sinnar kyn-
slóðar, á að baki mikilvægar sýningar í
þekktustu listasöfnum heims. Hann
fæddist í Kaupmannahöfn en er af ís-
lenskum ættum. Hann býr og starfar í
Berlin. Sýningin stendur til 22. júní, opið
þrið.-laug. kl. 10-17.
Sama dag opnar Markús Þór Andrés-
son sýningu í rými undir stiganum í i8.
Hann útskrifaðist í fyrra frá Listahá-
skóla íslands og er einn þeirra lista-
manna sem hafa staðið fyrir Opna galler-
íinu í miðbænum. Hann sýnir innsetn-
ingu með málverki sem ber nafnið: „Lög-
málin sjö um velgengni".
Schola cantorum í
Listasafni Einars
Á morgun kl.
17.30 verða haldnir
tónleikar í Lista-
safni Einars Jóns-
sonar. Þar flytur
kammerkórinn
Schola cantorum
undir stjóm Harðar
Áskelssonar kór-
verk eftir sex nú-
tímatónskáld, Atla Heimi Sveinsson,
Bára Grímsdóttur, Hjálmar H. Ragnars-
son, Jón Ásgeirsson, Knut Nystedt, Ein-
ojuhani Rautavaara og Trond Kvemo. Á
tónleikunum verða m.a. flutt verk við
ljóð Halldórs Laxness.
Útskriftarsýning
Listaháskóli íslands opnar hina árlegu
Útskriftarsýningu listnema á laugardag-
inn kl. 14 í húsnæði skólans að Laugar-
nesvegi 91 í Reykjavik. Sýningin stendur
tfl 20. maí og verður opin daglega kl.
13-18. Nemendur verða á staðnum og kl.
17 alla daga veita þeir leiðsögn um sýn-
inguna og kl. 14 að auki um helgar. Leið-
sögnin tekur um klukkustund.
Á sýningunni má sjá innsetningar,
myndbandsverk, málverk, skúlptúr, ljós-
myndir, leirlist, textfl, grafik og grafíska
hönnun.
My name is Þorri
1 Gallerí Skuggi við Hverfisgötu verð-
ur opnuö nýstárleg sýning á sunnudag-
inn. Hún ber heitið „My name is Þorri,
but they call me Elvis" og þar er ekki
verið að sýna einstök listaverk heldur
frekar „listrænan heim“ einstaklings.
Sýningin er byggð á ævi og lífsviðhorf-
um Amarrs Þorra Jónssonar, sem fædd-
ist 12. mars 1975 og endaði stuttan ævi-
feril sinn 2. júní 2001 eftir erfiða baráttu
við krabbamein.
Á sýningunni er gerð tilraun til að
sýna mósaíkmynd Þorra en allt hans
daglega líf var mótað af næmu auga hans
fyrir list, hann lifði bókstaflega og
hrærðist í heimi kvikmynda, tónlistar,
bókmennta og myndlistar. Sýningin
stendur tfl 2. júní og er opin ld. 13-17
þrið.-sun.
Lokatónleikar KaSa
Á sunnudaginn
kl. 16.30 verða átt-
undu og síðustu Tí-
brártónleikar KaSa
hópsins á þessu
starfsári í Salnum í
Kópavogi og um leið
síðustu Tíbrártón-
leikar starfsársins.
Fyrst kynnir Þorkell
Sigurbjömsson tónskáld bandaríska tón-
list eftir Foote, Copland og Gershwin, þá
leika Áshildur Har-
aldsdóttir og Nína
Margrét Grímsdóttir
Þijú stykki op. 31
fyrir flautu og píanó
eftir Arthur Foote og
Dúó eftir Copland.
Að þvl búnu leika
Miklós Dalmay og
Peter Máté á tvö pí-
anó Danzon Cubano eftir Copland og
Ameríkumaður í París eftir Gershwin.
Mun þetta vera i fyrsta sinn sem þessi
verk era flutt hérlendis á tvö píanó.