Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2002, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2002, Síða 16
16 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjón: Hjaíti Jónsson Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíö 24,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyn: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Ámi Johnsen fellir dóm Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, ætlar því miður að beita gamalkunnri aðferð manna sem eiga slæman málstað að verja. Ráðist er með dylgjum og hálf- kveðnum vísum að sendiboðunum. Með afgerandi hætti hefur Árni Johnsen kosið að ráðast á fjölmiðla fyrir þátt þeirra í að upplýsa um mál sem hann hefur nú verið ákærður fyrir. Málflutningur þingmannsins fyrrverandi dæmir sig sjálfur en það vekur óneitanlega furðu að Árni Johnsen telji það sjálfum sér til framdráttar að ráð- ast gegn fjölmiðlum með þeim hætti sem hann hefur gert. Fjölmiðlar þurfa eins og aðrir að sætta sig við gagn- rýni - slíkt er eðlilegt enda enginn yfir gagnrýni hafinn. Almenningur á kröfu til þess að fjölmiðlar hlusti á gagn- rýni, dragi af henni lærdóm og lagfæri það sem miður fer í starfi þeirra. Enginn fjölmiðill getur komið sér und- an gagnrýni enda er slíkt ekki eftirsótt. En árásir úr glerhúsi eiga ekkert skylt við sanngjarna gagnrýni eða athugasemdir. Árásir Áma Johnsen í viðtölum á Stöð 2 og Ríkissjónvarpinu á fjölmiðla, og þá DV og Ríkisút- varpið sérstaklega, eru Áma ekki til framdráttar og afla honum ekki þeirrar samúðar sem hann sækist eftir. Enginn hefur orðið meiri maður af því að kenna öðrum um. Oftar en ekki er betra að flytja mál sitt af hófsemd og sanngimi - af lítillæti þess sem iðrast þess sem rangt hefur verið gert. Þeir sem slíkt gera standa sterkari eft- ir. Árni Johnsen hefur valið aðrar leiðir. Lesendur DV þekkja þátt blaðsins í að upplýsa um misferli Árna Johnsens. Án fréttaskrifa og rannsókna blaðamanna DV hefði hugsanlega aldrei komist upp um fjárdrátt, umboðssvik og mútuþægni í opinberu starfi líkt og ríkissaksóknari hefur ákært fyrir auk rangra skýrslugjafa til yfirvalda. í öllu starfi, hvort heldur í fréttaskrifum um málefni Árna Johnsen eða um önnur mál, hafa blaðamenn DV fylgt reglum sanngirni og heið- arlegrar blaðamennsku. í desember síðastliðnum sagði meðal annars í leiðara hér í DV um fjölmiðla og hlutverk þeirra: „Heiðarleg blaðamennska þar sem gömul og góð gildi blaðamennsk- unnar eru i heiðri höfð er leið fjölmiðla til að ná árangri og um leið besta trygging almennings fyrir því að hags- munum hans verði ekki stöðugt fórnað á altari sérhags- muna. „Hófsemi í leit að réttlæti er engin dyggð,“ sagði Barry Goldwater árið 1964 þegar hann var útnefndur for- setaframbjóðandi. Þessi orð eru jafnsönn nú og áður og með þau að leiðarljósi á að vinna. Við sem vinnum á fjöl- miðlum eigum ekki að gæta hófsemdar í varðstöðu fyrir almannaheill en við eigum að sýna sanngimi og heiðar- leika á öllum sviðum blaðamennskunnar.“ Með þetta að leiðarljósi er unnið á ritstjórn DV. Brot sem Ámi Johnsen hefur verið ákærður fyrir eru alvarleg og dæmi um mannlegan breyskleika. En um leið er um mannlegan harmleik að ræða, sem enginn kætist yfir - hvorki fjölmiðlar eða almenningur. Það er alltaf erfitt að horfa upp á þegar menn kasta öllu frá sér, - framtíðinni, trúnaði og trausti samstarfsmanna og vina. Dómstólar taka nú við og kveða upp sinn dóm. Árni Johnsen hefur hins vegar þegar fellt sinn dóm yfir fjöl- miðlum. Sá dómur byggir hvorki á þeirri sanngimi eða samúð sem Árni Johnsen telur sig eiga rétt á. Óli Björn Kárason FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 17 DV Skoðun Þjórsárver má ekki skerða Hjörleifur Guttormsson fyrrv. alþingismaöur Sunnan undir Hofsjökli hvíla Þjórsár- ver, einstök vin um- kringd örfoka landi, jöklum og upptaka- kvislum Þjórsár. Upp úr miðri 20. öld var sett fram hugmynd um að sökkva þessu landi á kaf í jökullón. Eftir hat- rammar deilur náttúru- verndarfólks við virkj- unaraðila tókst að fá samþykkt árið 1981 að Þjórsárver skyldu friö- lýst og varðveitt ósnortin um ókom- in ár. Heimildir voru gefhar fyrir til- teknum veitum austan veranna til KöldukvíslEU- og ákvæði sett um at- hugun á lóni neðst i verunum, enda rýri slík framkvæmd ekki náttúru- verndargildi Þjórsárvera að mati Náttúruvemdarráðs, nú Náttúru- vemdar ríkisins. Tuttugu ár era liðin frá því friðlýs- ing Þjórsárvera var ákveðin og við- horf almennings til náttúravemdar hafa siðan styrkst til muna, ekki sist að því er varðar miðhálendið. Því hefði mátt ætla að Landsvirkjun léti sér ekki til hugar koma aö hrófla frekar við Þjórsárverum en orð- ið er. Ekki er þó því að heilsa. Nú með vorkomunni lagði fyrir- tækið fram matsskýrslu um svonefnda Norðlingaölduveitu syðst á þessu einstæða svæði. Mikið tjón af miðlunarlóni Þeim sem kynna sér efni framkominnar matsskýrslu og rannsóknaniðurstöður sérfræð- inga á áhrifum miðlunarlóns við Norðlingaöldu má vera ljóst, að umhverfisáhrif slíkrar fram- kvæmdar yrðu mjög mikil. Sjálft lónið yrði samkvæmt mats- skýrslu um 29 ferkílómetrar aö flat- armáli og myndi skerða gróðurlendi og afar verðmætt freðmýra- eða rústasvæði, einkum í Tjamaveri. Þar er að finna þétt heiðagæsavarp, fjölbreytt gróðurfar og smádýralíf. Þá mun lónið hafa áhrif á grunn- vatnsstöðu langt út fyrir strandlinur með tilheyrandi röskun á freðmýr- um og gróðri. Áfokshætta er út frá lónstæðinu og vex eftir því sem það fyllist af framburði. Talið er að um þriðjung- ur af rúmmáli lónsins tapist vegna aurfyllingar á 60 árum og að öld lið- „Tuttugu ár eru liðin frá því friðlýsing Þjórsárvera var ákveðin og viðhorf almennings til náttúruvemdar hafa síðan styrkst til muna, ekki síst að því er varðar mið- hálendið. Því hefði mátt ætla að Landsvirkjun léti sér ekki til hugar koma að hrófla frekar við Þjórsárverum en orðið er. Ekki er þó því að heilsa.“ inni yrði það orðið hálffullt. Ekki verður séð að svonefndar mótvægis- aðgerðir myndu gera annað en illt verra. Hver kemst hjá því að álykta að slíkar aðgerðir rýri náttúravemd- argildi Þjórsárvera? Við þetta bætast síðan fjölmörg óbein áhrif af fram- kvæmdunum, vegalagningu og um- ferð. Eru íslendingar svona fátækir? í víðfrægri grein, Hemaðurinn gegn landinu, sem Halldór Laxness ritaði á jólum 1970 snerist hann með- Vakandi umræða, virkar aðgerðir Þjóðmálaumræðan tekur allt um of mið af alls kyns skyndiupphlaup- um sem varöa oft í raun einskis- verða hluti, allra sízt til lengri tíma litið og er þá ekki veriö að biðjast undan því að tekið sé á þeim málum sem þá og þá þykja mestra tíðinda verð. Og vissulega dönsum við með svo alltof oft. En varðandi svo mörg samfélags- leg mál og þá ekki sízt vandamál, þá er þar fyrst og fremst nauðsyn að halda umræðunni vakandi, fara bet- ur ofan í saumana á því sem máli skiptir, vekja fólk til vitundar um það sem helzt má til heilla verða og ekki síður að leita leiða til úrbóta þar sem þess er brýnust þörfin. Fátækt og fjölmiðlar Hlutverk fjölmiðlanna er viðamik- ið og vandasamt, vald þeirra í raun mikið og viðkvæmt um leið og þar mega upphlaupsmál sem geta verið krassandi í augnablikinu, en skipta sáralitlu á heildina litið, aldrei verða sem uppistaða í frétta- flutningi og annarri um- fjöllun. Þar er nauðsynin mest að benda á þær mein- semdir samfélagsins sem ekki era okkur sem þjóð sæmandi og þar er af mörgu að taka og fjöl- miðlafólk á þar kjörin tækifæri til beinnar bar- áttu, því hvað sem öllu hlutleysi líður þá má slík- um meinsemd- einmitt þá sem eiga lifsgöngima. örðugasta Helgí Seljan fýrrv. alþingismaöur „Við heyrum af nöturleik nektarstaðanna, þar sem mannleg virðing er svívirt ótœpilega, nú síðast frásagnir af vaxandi tíðni fóstureyðinga hjá þeim óhamingjusömu stúlkum sem þama eru og mun vart geta nokkrum á óvart komið.“ - Frá íslandsmóti í nektardansi á einum nektardans- staðanna í Reykjavík. um aldrei verða sópað und- ir teppi. - Auðvitað eiga margir heiður skilið fyrir vandaða umfjöllun en sjaldnast nógu endingar- góða og kemur eflaust ann- að til en viljaleysi. Fátækt á íslandi, skelfi- leg kjör og lífsaðstæður alltof margra, ætti að vera eitt stöðugra umfjöllunar- efna, þar ætti vandleg krufning á orsökum að vera skilyrði, hvers vegna í ósköpunum svona nokk- uð viðgengst hjá svona annars auðugri þjóð. Auð- vitað ræður rikjandi sam- félagsstefna þar mestu um og eflaust era einhverjir feimnir við að setja fátækt- ina í rétt samhengi við hina villtu frjálshyggju sem hér ríður húsum, en mætti ekki draga þessa staðreynd í dagsljós fram og kalla þar til ábyrgðar forgöngumenn þessarar stefnu sem óhjákvæmilega hefur þessar afleiðingar fyrir svo alltof marga, Oáreittir við ólánsiðju Og áfram má halda. Við heyram af nöturleik nektar- staðanna, þar sem mannleg virðing er svívirt ótæpilega, nú síðast frásagnir af vaxandi tíðni fóstureyðinga hjá þeim óhamingjusömu stúlkum sem þama eru og mun vart geta nokkrum á óvart komið. Þessi mál þarf að kryfja og krafa okkar hlýtur að vera sú að far- iö sé af réttbærum yfirvöldum ofan í saumana á þessari óþverrastarfsemi og hún ekki tekin neinum vettlinga- tökum, heldur verði allar staðreyndir augljósar okkur, en ekki látið nægja að þeir sem græða á þessari ólánsiðju fái óáreittir aö hvítþvo hendur sínar með gróðaglottið á smettinu og síðan ekki söguna meir. Eiturlyfm má hér einnig til nefna, en þar fyrst og fremst að yfirvöldum komiö og engum kemur til hugar að það sé auðveldur leikur. Ná þarf til kauða Auðvitað ber að leita allra leiða, auðvitað þarf að taka hart á þessum sölumönnum dauðans, sem valda öðr- um óbætanlegum skaða, allt yfir í lifsfórnina sjálfa. En sá granur læðist óneitanlega að manni að alltof oft sleppi þeir sem höfuðábyrgðina bera, þeir sem fjármagna hlutina og leggja þannig undirstöðuna að illverkunum. Auðveld mun afhjúpunin ekki, en það á að vera aðalkeppikeflið að ná einmitt til þeirra kauða, svo gripið sé til orðs sem tamt var fyrrum forsæt- isráðherra okkar. Helgi Seljan al annars til vamEU- náttúra Mývatns og Þjórsárvera. „í okkar parti heims- ins á öld þegar allir era orðnir fátæk- ir af því að vaða í einskisnýtum peníngum, þá er þeim mönnum hætt- ast sem hafa ekki áður hnoðað hiirn þétta leir“, mælti skáldið og vega orð þess ekki síður þungt nú aldarþriðj- ungi síöar. Það er með ólíkindum að hálfopinber stofnun eins og Lands- virkjun sé ekki sómakærari en svo að láta sér til hugar koma að raska Þjórsárveram með þeim hætti sem nýútkomin matsskýrsla ber vott um. Samkvæmt heimasíðu greindi for- stjóri fyrirtækisins svo frá 30. apríl er hann fylgdi úr hlaði þessu hug- verki „ ... aö Norðlingaölduveita væri langhagstæðasti virkjunarkost- urinn sem fyrir lægi til orkuöflunar með stuttum fyrirvara en þörf væri sem fyrst fyrir orku vegna stækkun- ar Norðuráls ...“. Það er líklega í þeim ranni sem fátæktin nú sverfur að. Hins vegar heyrist annað hljóð úr uppsveitum Suðurlands þar sem menn frábiðja sér meiri röskun Þjórsárvera en orðið er. Undir þann málflutning mun þorri íslendinga taka áður lýkur. Hjörleifur Guttormsson Ummæli Ástralía norðursins „Þá staðreynd að islenskar ál- bræðslur nota aðeins hálfa milljón tonna af súráli árlega setja stórhuga menn ekki fyrir sig. Rússamir segjast vel geta hugsað sér að eiga líka álver á íslandi. Kampakátir dusta þá okkar menn rykið af hugmyndum um gull- myllur á Dysnesi og Keilisnesi og skjóta því að í framhjáhlaupi hvort ekki sé hægt að hola niður einni í Reyðarfirði líka. Og þar sem Rússar mega engan tima missa telja þeir best að byija á litlum áfanga fyrst, því þá liður stystur tími þangað til hann kemst í gagnið og síðan er bara aö bæta við stig af stigi þannig að súrálsnotkun á íslandi verður 2 millj- ónir tonna árið 2010. Þá verður Húsa- vik væntanlega farin að ganga undir nafninu Ástralia norðursins með báxít og krókódíla sem aðaleinkenni staðarins. Já, álið er málið." Eiríkur Gíslason á Sellan.is Forvarnir eru uppeldi „Trúaruppeldi heim- ilanna skiptir ekki að- eins sköpum hvað varð- ar framtíð kristinnar trúar. Heldur lika varð- andi siðferði, dyggðir . og góða breytni. Bam *- sem ekki elst upp við traustar hefðir, viðmið og reglur verður öryggislaust. Það veit ekki hvað við á, er óöruggt gagnvart því hvað er rétt og rangt. Forvamir er tískuorð, en það gleymist oft að forvamir eru uppeldi. Það er hlutverk foreldra - og afa og ömmu - að sinnast bamið og ala það upp og vísa því veginn með heilbrigðu og góðu eftirdæmi. Það stuðlar að því að barnið verði heilbrigð manneskja and- lega og siðferðislega og félagslega." Kari Sigurbjörnsson biskup í grein í Uppeldi. Spurt og svarað Lifa íslenskar fjölskyldur að stórum hluta um efni fram? Finnbjöm A. Hermannsson, formadur Samiðnar: Afstceð svör og aðstœður „Ég geri ekki ráð fyrir því. Annars held ég að svörin viö þessari spumingu séu tvíbent og geti í raun verið á hvom veginn sem er. Þetta er afstætt í öllu falli. Bæði getur það verið að fólk hafi einfaldlega ekki nægilega miklar tekjur til þess að eiga fyr- ir brýnustu nauðþurftum og til að hafa þak yfir höfuðið. En síðan getur líka komið til að fólk hafi vissulega lifaö um efni fram. Og þaö getur verið vegna ýmissa aöstæðna sem ég ætla hér og nú ekkert að geta mér til um hveijar kunni að vera.“ Leó Ámason, löggiltur vátryggingamiðlari: Gylliboð sem margra freista „Á heildina litið eru fjölskyld- ur á íslandi með sín fjármál í góð- um farvegi. Hins vegar eru gylli- boð um ýmsa lánamöguleika frekar ný af nálinni hér á landi, nokkuð það sem margra freistar, sem kannski er ekki undarlegt. Þama nefhi ég til dæm- is bílalán og nú síðast veltukortin sem eru með mjög háum vöxtum. Athyglisvert er að meðal þeirra sem leituðu til Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna er nokkuð stór hópur lífeyrisþega enda eru kjör þeirra afleit og ætti slíkt að vera hvatning til hinna yngri að tryggja sín framtíðarréttindi og fjárhag til lengri tíma litið. Fólk í dag hefúr ýmsa valkosti í þessum efnum, ólikt hinum eldri.“ Sigríður Ingvarsdóttir, þingmaður Sjálfstœðisflokks: Freistingar sem ekki standast „Það er að sjálfsögðu einstak- lingsbundið hvort fólk lifir um efhi fram eða ekki en þróunin hefur verið sú að nú er mun auðveldara að steypa sér í skuldasúpu en áður, það er að segja einstaklingar geta til dæmis keypt nýja bíla, heilu íbúðimar, allt innbú og þar fram eftir göt- unum án þess að borga krónu út þar sem að- gengi að fjármagni og lánum er svo auðvelt í dag. Þama er að sjálfsögðu um freistingar að ræða sem margir hverjir ekki standast og sjá ekki nógu vel fyrir sér afleiðingamar. Síðan hafa kröfumar einnig aukist til muna.“ , <s-F=?iwc?r=7 M^m ÓT VRfr Wi Ví'otj V&&ir? HEM6DUR ^,J=7Vlf=} DRzSIHM S.ETtM ÍS.LF7N1D dS-ERÐl'ST F=Æ>IL_I \R&> EN S'RMBPlNPINO, \-l\AOtRT YF?E>Il?pu) jov/i EÐR HLVrNNTuR-, v/re> SétKTUMI UM ItNf fNJ &0 tM<3o'? /(> J 4 x -x •«. y i . Þjóðarsátt um þúsundkalla Hallur Magnússon, sérfrœðingur hjá íbúðalánasjóði: Ekki gott fiár- málalegt uppeldi „Mýmörg dæmi eru um slíkt. Ég held að fólk hafi ekki áttað sig á þeirri breytingu sem varð við svo til óheftan aðgang að lánsfé, sem áður var takmörkuð auð- lind. Eldri hluti þeirrar kynslóðar sem lifir svona um efni ffarn ólst upp við að geta eytt hýrunni. Því gafst ekki kostur á að steypa sér í skuldir. Yngri kynslóðin virðist ekki hafa fengið gott fjármálalegt uppeldi. Þetta er vandamál samfélagsins. Við hjá íbúöalánasjóði telj- um að fólk eigi sjálft að taka ábyrgar, meðvitaðar ákvarðanir. Það er ekki hlutverk sjóðsins að hafa vit fyrir fólki í fjármálum. Því byggist greiðslumatiö upp á því að fólk fari yfir fjármál sín á heildstæðan hátt - með faglegum þjónustufulltrúa í banka.“ Alls 667 fjölskyldur nutu þjónustu Ráðgjafarstofu um fjármál helmilanna í fyrra, flelri en nokkru slnnl áður. Meðalskuldir umsækjenda voru 7,8 millj. kr. ÞjóðEirsátt fæst ekki á spottprís, piltar! „Hóflegt auðlindagjald" er ekki til í orðabókinni um fiskimið þjóðarinnar og nokkrir þús- undkallar sætta ekki þjóð- ina við Kvóta-ljóta. Auð- lindagjöld festa gjafakvót- ann í sessi um aldur og ei- lífð. Engin lifandi sála fylg- ir veiðigjaldinu að málum nema sæl og blessuð rit- stjórn Morgunblaðsins og helstu venslamenn. Tveir milljarðar króna era morð fjár í lausum aurum en skiptimynt hjá verðskránni sem sæ- greifar sömdu sjálfir um kaup sín og sölu á fiskislóðinni. Alþingi brást bogalistin með því að hrófla við þeim verðlista og ekki fjóir að sægreifar gjaldi þjóðinni lægri hlut en þeir borga hveijir öðrum fyr- ir gjafakvótann. Sægreifum hlýtur sjálfum að blöskra sú rausnarlega gjafmildi þjóðarinnar, og kalla þó ekki allt ömmu sína þegar gjafir eiga í hlut. Gunnari á Hlíðarenda þóttu góðar gjafir Njálssona en sægreifar segja ekki einu sinni Svei! Þjóðarsátt fæst ekki á spottprís, piltar! Öfganna á milli En oft er grátur og hlátur í sama mal: Ekki hafði Morgunblaðið fyrr sleppt orðinu um franskEm Le Pen en blaðið tók upp álíka öfgafullan mál- futning um „hóflegt auölindagjald". Mogginn lýsir auðlindagjaldinu á hendur sér, en kennir fyrram rit- stjóra blaðsins og steinhelgu atóm- skáldi um að vera „höfundur að stefnu blaðsins í fiskveiðistjórnunar- rnálum" og er það höfundEirverk vissulega tvíráðin höfuðlausn. Hér vantar ekkert upp á stemning- una í Stjómarráðinu nema húmorinn í gamla Matthildargenginu til að geta lokað hringnum umhverfis landið og miðin með Jóhannesi heitnum grin- ara. Morgunblað allra landsmanna situr fast við sinn keip eins og venju- lega og boðar áfram þær lausnir sem allir landsmenn hafna hver á sinn hátt. Hagur íslendinga er ekki fólginn í tveim milljörðum króna hvert ár heldur að mega ráöstafa fiskislóö sinni sjálfir. Þjóðin hefur einfaldlega ekki ráð á öðrum kosti. Lögmál og markaður Markaðslögmálið er þekkt lögmál víða um heim og er smám saman aö Asgeir Hannes Eiriksson vers lunarmaöur öðlast þegnrétt á íslandi, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Fyrr en varir leiðir markaðurinn af sér framboð og eftfrspum hér á landi eins og í Austur- Evrópu og Súdan og þann dag selur þjóðin hæstbjóð- anda veiðiheimildir sínar á uppboði frekar en kaupa þær áfram af sægreifum á hæsta verði. Önnur lausn og ekki lak- ara sjónarmið er að senda öllum íslendingum sinn hluta kvótans heim með skattskýrslunni. Menn geta þá ráð- stafað fiskislóðinni sjálfir og selt hlutinn sægreifum eða gefið kvóta- lausum Hrafnistumönnum eða vemdað miðin með því að geyma kvótann undir koddanum á milli ára. Ríkissjóður fær svo teKjuskatt af hverri kvótasölu og rær í peningum. Þriðji kosturinn er að bjóða út fískveiðar viö ísland hjá útgerðar- mönnum á Edþjóðamarkaði og taka lægsta boði fyrir að landa aflanum sem veiða skal hverju sinni á fisk- mörkuðum landsins. Fjórða lausnin er að selja veiðiheimildirnar hæst- bjóðanda án þess að gera kröfu um að aflanum sé landað hérlendis. ís- lendinga má einu gilda hvaö verður um fiskinn sem þeir hafa ekki átt sjálfir í áratugi ef þeir fá loks fullt verð fyrir hann. Brýningunni er tekið Gjafakvótinn er guöinn sem brást og allar fómir eru betri en hóflega auðlindagjaldið hjá grínurum á rit- stjóm Morgunblaðsins. Kvótinn hef- ur flutt meiri eignir á milli húsa en sjálf móðuharðindin og eftir situr hrömaður aðall með líf sjávar- byggða í lúkum sér. Ungir Hrafiiistu- menn fá ekki lengur að gera út í heimaplássum þrátt fyrir ellefu alda hefðir við sjávarsíðuna. Orrastunni um auðlindina lýkur ekki með þjóð- arsátt um þúsundkalla. - Bardaginn er rétt að byrja. Ásgeir Hannes Eiríksson „Kvótinn hefur flutt meiri eignir á milli húsa en sjálf móðuharðindin og eftir situr hrömaður aðall með líf sjávarbyggða í lúkum sér. Ungir Hrafnistumenn fá ekki lengur að gera út í heimaplássum þrátt fyrir ellefu alda hefðir við sjávarsíðuna.“ +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.