Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2002, Qupperneq 18
i
18
Tilvera
FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002
DV
Myndbandarýni
2000 & None
* Síöustu
dagarnir
2000 & None er
gráglettin gaman-
mynd um lífið og
dauðann, mynd sem
hefur þann boðskap
að betra sé að deyja
ánægður en áhyggju-
fullur. Þetta er nú kannski ekki svo
létt í raunveruleikanum enda er
húmorinn í myndinni í svartara lagi.
Þá er myndin um leið og hún er á létt-
um nótum ábending um að það er ekk-
ert gefið í sambandi við lífið.
John Turturro leikur steingervinga-
fræðinginn Benjamin, sem stjómar
hópi vísindamanna sem er að gera
merkisuppgötvun í þróun lífs á jörðu.
Daginn áður en gera á lýðnum ljósa
uppgötvimina fær hann þær fréttir hjá
lækni sínum að hann sé haldinn sjald-
gæíúm heilasjúkdómi sem muni draga
hann til dauða innan mánaðar. Þegar
Benjamin er húinn að jafiia sig á þess-
um upplýsingum ákveður hann að
skemmta sér það sem hann á eftir ólif-
að. Gailinn við þessa ákvörðun er að
hann kann ekki að skemmta sér, hefúr
aldrei gert það og í tiiraunum sínum
við að koma vinum sínum á óvart
halda ailir hann galinn. Og þegar hann
reynir að segja fyrrum eiginkonu
brandara þá bendir hún honum á að
hann hafi aldrei sagt brandara og ætti
að sleppa því.
Það vantar ekki hugmyndimar i 2000
& None og sumt hittir í mark og er
skemmtilega gert, annað er miður eins
og oft viil verða. Það hefði samt mátt
ganga lengra í húmomum, gera hann
enn dekkri. John Turturro, sem stendur
sig vel i hlutverki Benjamins, er einmitt
leikarinn til að gera slíkt. -HK
'* Útgefandi: Góöar stundir. Leikstjóri: Arto
Paragamian. Kanada 2000. Lengd: 90 mín.
Leikarar: John Turturro, Katherine Borowitz og
Oleg Kisseliov. Leyfð öllum aldurshópum.
Three Btind Mice •*
Hver er morðing-
inn?
Sá ágæti leikari
Brian Dennehy,
sem mestmegnis
hefur starfað við
sjónvarpið, hefur
verið ávísun á góða
y. skemmtun. Hann
leikur oft lögfræð-
inga eða lögreglu-
menn sem komnir
eru af besta skeiði og gerir það mjög
vel. Þá er hann fundvís á góð handrit
og er hann það sterkur persónuleiki að
hann á auðvelt með að bera mynd
uppi. Þegar svo myndin sem hann leik-
ur í er byggð á sakamálasögu eftir Ed
McBain þá er von á góðu og Three
Blind Mice er akkúrat þaö sem búist
er við, gamaldags sakamálamynd i
klassískum stíl sem er ágæt afþreying
eina kvöldstund.
Brian Dennehy leikur lögfræðing
sem fenginn er til að verja vin sinn úr
Víetnamstríðinu, vin sem hefúr verið
ákærður fyrir að drepa þijá unga inn-
* flytjendur frá Víetnam, sem höfðu ver-
ið ákærðir fyrir að nauðga eiginkonu
hans, en verið sýknaðir. Þetta virðist
fyrir ffam tapað mál þar sem vinurinn
hafði i vitna viðurvist hótað að drepa
þá. Það er samt ekki allt sem sýnist og
undir yfirborðinu er ýmislegt sem ilia
þolir dagsljósið.
Three Blind Mice er sakamálamynd
þar sem ekki er komið upp um morð-
ingjann fyrr en í lokin og er góð stig-
andi í myndinni framan af og ailt þar
til lausn á málinu er i sjónmáli. Þá
fara að koma brotalamir í söguna og
- hún fer að verða ótrúverðug, nokkuð
sem maður átti ekki von á frá Ed
McBain. Dennehy kemur i veg fyrir
slys með góðum og markvissum leik.
-HK
Útgefandi: Sam-myndbönd. Leikstjóri:
Christopher Leitz. Bandarikin 2001. Lengd: 87
mín. Leikarar: Brian Dennehy, Debrah
Farentino, Mary Stuart Masterson og Rosalind
Chao. Bönnuð börnum innan 16 ára.
The Majestic
Jim Carrey leikur handritshöfund í Hollywood sem er útskúfaö.
Bíófrumsýningar:
Minnislaus handrits-
höfundur og uppvakningar
Spider-Man hefur verið vel
tekið og var metaðsókn að henni
um síðustu helgi og verður ör-
ugglega áffarn góð aðsókn á
hana. Segja má að sú helgi sem
fer í hönd sé stund á milli stríða
því 17. maí verður nýja Star
Wars myndin frumsýnd. Aðeins
tvær myndir verða teknar til
sýninga í dag. Nýjasta kvik-
mynd Jim Carrey, The Majestic
og framtiðarhrollvekjan Res-
ident EvU.
The Majestic
Sambíóin frumsýna í dag The
Majestic sem leikstýrð er af
Frank Darabond, sem á að baki
tvær kvikmyndir, sem báðar eru
gerðar eftir sögum Stephens
Kings. Um er að ræða The
Shawshank Redemption, sem er
á góðri leið með að komast i hóp
klassískra kvikmyndaverka og
The Green MUe. Er Darabond
einn af sex leikstjórum sem hef-
ur orðið þess heiðurs aðnjótandi
að hans tvær fyrstu kvikmyndir
hafa verið tilnefndar tíl ósk-
arsverðlauna sem besta kvik-
mynd. í The Majestic leitar
hann ekki í smiðju Kings að
þessu sinni heldur skrifar hand-
ritið Michael Sloane, sem er einn
hesti vinur Darabond.
Myndin fiaUar um Peter Appleton,
sem er handritshöfundur i HoUywood
á sjötta áratugnum þegar kommún-
istaveiðar voru í algleymingi. Peter
Appleton gengur aUt í haginn og
handrit hans eru kvUimynduð með
Resident Evil
Milla Jovovich ieikur einn úr björgunarliöinu sem
lendir í óvæntum átökum viö blóösugur.
góðum árangri þar tU kommagrýlan
vefur sig utan um hann og er honum
um leið útskúfað. Appleton er í öng-
um sínum þegar hann lendir í bUslysi
og missir minnið. í kjölfarið flyst
hann í lítinn bæ og þar halda aUir að
hann sé annar en hann er, horfin
stríðshetja.
Aðalhlutverkið leikur Jim
Carrey og má segja að í þessari
mynd eins og Man on the Moon
og The Truman Show er hann að
reyna að bijótast út úr viðjum
farsaleikararans. Er ekki annað
hægt að segja en að honum hafi
tekist það með ágætum.
Resident Evii
Resident EvU er hroUvekjandi
spennumynd um ófreskjur á
veiðum og ófreskjuveiðara.
Myndin sem byggð er á tölvuleik
gerist í upphafi i neðanjarðar-
byrgi þar sem losnað hefur um
banvænan vírus sem gæti haft
örlagaríkar afleiðingar fyrir
mannkynið nái hann að komast
upp á yfirborðið og það gæti al-
veg eins gerst þar sem vírusinn
komst út í andrúmsloftið þegar
tUraun var gerð tU að stela hon-
um. Fámennur hópur kvenna og
karla er i björgunarliði sem sent
er undir yfirborð jarðar. Þegar
þangað er komið er þeim gert
erfitt um vik þar sem stjómtölva
hefur aö því er virðist sýkst
einnig og gerir björgunarteym-
inu erfitt fyrir. Það sem þó er al-
varlegast er að vírusinn ekki að-
eins drepur, heldur vekur hann upp
þá dauðu sem verða að blóðþyrstum
ófreskjum ...
í aðalhlutverkum eru MUla Jovo-
vich og MicheUe Rodriguez. Leikstjóri
er Paul Anderson, sem á baki nokkr-
ar framtíðarspennumyndir, má þar
nefna Mortal Kombat og Event
Myndbönd mánaðarins:
100 tölu-
blöð að
baki
Eitt útbreiddasta mánaðarit
landsins, Myndbönd mánaðarins,
hélt upp á stórafmæli á miðvikudag-
inn, en þá var því fagnað að eitt
hundrað tölublöð hafa verið gefin
út. Blaðið var fyrst gefið út í ágúst
1993 og var Bergur ísleifsson rit-
stjóri og hefur hann stýrt blaðinu
allar götur síöan.
í fyrstu var blaðið 24 síður og
upplagið var 20.000 eintök. Blaðið
hefur stækkað siðan og er nú 64 síð-
ur og prentað í 29.000 eintökum. í
dag birtir blaðið upplýsingar um
þær myndir sem koma út á mynd-
bandi ásamt skemmti- og afþreying-
arefni. Blaðið er seit tU myndbanda-
leiga af útgefanda, sem er Mynd-
mark. Leigumar dreifa því síðan
ókeypis tU viðskiptavina sinna.
Myndbönd mánaðarins hafa á
undanfómum árum tekið þátt I fiöl-
miðlakönnun SÍA og í síðustu könn-
un mældist blaðið með 37,4% lestur.
Mjög mismunandi er hvaða aldurs-
hópar lesa blaðið. í aldurshópnum
12-19 ára var útkoman 70% og fer
síðan stiglækkandi og aUt niður í
1,5% hjá aldursflokknum 68-80 ára.
í nýjasta tölublaðinu er rakin
saga blaðsins, tUurð þess og vanda-
mál í upphafi. Það er ritstjórinn,
Birgir ísleifsson, sem skrifar grein-
ina. í blaðinu er einnig að finna
lista yfir 100 vinsælustu myndbönd-
in frá því blaðið hóf göngu sína og
þar trónir efst There’s Something
About Mary. -HK
Ein frumlegasta og
eftirtektarverðast
kvikmynd siðari ára
var Memento, sem
leikstýrt var af nýlið-
anum Christopher
Nolan. í mynd
sinni tókst Nol-
an að rekja
flókinn sögu-
þráð afturá-
bak meö frá-
Hllary
Swank
Lögreglu-
kona í leit
að sann-
leikanum.
Ný kvikmynd frá leikstjóra Memento:
Svefnleysi í Alaska
bærum árangri. Nolan er
að koma með nýja kvik-
mynd, Insomnia, sem
frumsýnd verður í Banda-
ríkjunum 24 maí. Eins og
hans er von og vísa er
söguþráðurinn
langt í frá að
vera einfaldur.
Fjallar mynd-
in um tvo
lögreglu-
menn sem
sendir eru
tU lítUs
bæjar í
Alaska tU
að rann-
sáka
óhugnan-
legt morð á ungri stúlku.
Ekki byrjar ferð þeirra
gæfulega þar sem annar
lögreglumannanna verð-
ur hinum óvart að bana.
í stað þess að viður-
kenna sekt sína fær
hann óvænt upp í hend-
umar fiarvistarsönnun
sem hann notar. Auk
þess sem lögregluþjónn-
inn, sem leikin er af A1
Pacino þar að eiga við
samvisku sína þarf hann
að leysa morðmál og Al Pacino og Robin Williams
takast á við það að ung Tveir stórleikarar sem Christopher Nolan hefur
lögreglukona finnst sitt- fengiö til liös viö sig.
hvað grunsamlegt við
hvarf félaga hans. Robin WUliams, HUary Swank og
Auk A1 Pacino leika í Insomnia Martin Donovan. -HK