Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2002, Page 26
V
26
FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002
>
Rafpostur: dvsport@dv.is
- keppni í hverju orði
Baldvin Þorsteinsson.
Eins og ég er vanur að gera
„Þetta er eins og ég tek oftast víti og
ég sá enga ástæðu til að breyta út af
því,“ sagði Baldvin Þorsteinsson, 18 ára
piltur í KA-liðinu, sem steig fram og
skoraði úr tveimur mikilvægum vítum
á lokasprettinum gegn vítabananum
Roland Eradze.
Baldvin segist síst hafa verið smeyk-
ur þegar hann var kallaður til. „Ég var
hálfhissa þegar Atli bað mig að taka vít-
ið en það kom ekki annað til greina en
að segja já. Þegar fyrra vítið fór inn var
ég öruggur í því síðara. Manni líður vel
fyrir fullu húsi af KA-áhorfendum og
þeir styðja alltaf vel við bakið á manni,“
sagði Baldvin Þorsteinsson. -ÓK
*
>
„Spennu-
þrungið"
„Eigum við ekki að segja að
þetta hafl verið spennuþrungið,"
sagði Jónatan Magnússon, leik-
maður KA, eftir leikinn. „Bæði
lið voru með hörkuvarnir og
markmennimir að verja vel,
sérstaklega Eradze, en okkar
markmaður gerði vel líka. Þess
vegna var hvert mark rosalega
mikilvægt í þessum leik. Þá þarf
að nýta vítin og við settum litla
strákinn (Baldvin Þorsteinsson)
í það og hann kann þetta, alveg
ískaldur," segir Jónatan.
Bæði lið virtust nokkuð
taugastrekkt framan af og til að
mynda fóm (jórar sóknir for-
görðum í röð hjá báðum liðum á
fyrstu tíu mínútunum. „Ég held
að menn hafi verið að vanda sig
of mikið til að byrja með og
opnu færin fóru illa. Það er ekki
okkar stíll að spila af varkárni,
við kýlum á það, en svona ger-
ist. Síðan var Fúsi eitthvað að
væla,“ bætir Jónatan við þegar
Sigfús Sigurösson, línumaður
Vals, greip í hann og þakkaði
honum fyrir leikinn og greini-
lega stutt í glensið hjá strákun-
um þrátt fyrir að vera rétt
komnir úr miklum baráttuleik.
„Þegar við voram orðnir 2-0
undir í rimmunni fómm við að
hugsa um að við þyrftum að
vinna þrjá leiki í röð. Við sáum
að það þýddi ekkert að hugsa
þannig og ákváðum því að líta
bara á næsta leik. Nú er einn
leikur eftir og það verður eins
með hann.
Við erum orðnir þreyttir og
þeir líka og þó að menn fmni
ekki fyrir því sjálfir þá sést það
á spilinu. Þreytan kemur síðan
þegar maður er kominn heim og
varir fram að upphitun i næsta
leik en hún gleymist í leiknum.
Nú ætlum við aö enda þetta
eins og 1997, kveðja Atla eins og
þeir kvöddu Alfreð (Gíslason),“
sagði baráttujaxlinn Jónatan.
-ÓK
„Við erum
óbugaðir"
Snorri Steinn Guðjónsson,
fyrirliði Valsmanna, var ekki
sáttur við lyktir leiksins en
sagði hann hafa verið mjög erf-
iðan. „Bæði lið voru að spila
sterkan varnarleik, markvarsl-
an var góð en að sama skapi
voru bæði lið að fara illa með
dauðafæri. Við brenndum okk-
ur á því að klikka á mörgum
dauðafærum og það fer með
leikinn hjá okkur. Það er sókn-
arleikurinn sem er að klikka,
það lið sem spOar betri sóknar-
leik stendur uppi sem sigurveg-
ari.“
- Heldur þú aö þaó hafi slœm
áhrif á liöió aö hafa misst niður
tveggja leikja forskot?
„Nei, við vomm búnir að
vinna sex leiki í röð, sjálfs-
traustið er í lagi og það þarf
meira en tvo tapleiki til að
buga okkur. Nú er þetta búið
og næsta verkefni er fyrir
höndum, leikurinn á föstudag-
inn. Hann er á okkar heima-
velli og við töpum ekki tvisvar
í röð á Hlíðarenda," sagði
Snorri Steinn. -ÓK
Heimir Orn Arnason brýst í gegn um vörn Valsmanna í fjórða leik liðanna á Akureyri. Heimir Örn skoraði sigurmark KA í leiknum. DV-mynd Hilmar Þór
Kveð vonandi með titli
sagði Atli Hilmarsson sem á eftir að stjórna KA-liðinu í einum leik
„Þetta var mjög erfiður sigur og
maður sér það á báðum liðum að
menn eru orðnir mjög þreyttir og
stressið er mikið, enda mikið undir,
það sést á því hversu mikið fór í
súginn af dauðafærum.
Þetta féll okkar megin núna og
við njótum góðs af því að geta skipt
aöeins meira inn á. Við fáum
óþreytta menn inn á eins og Baldvin
í dag, hann kom með kollinn klár-
an. Þegar svona er komið, menn
orðnir þreyttir og lappimar hættar
að svara þá vinnst þetta í höföi
manna."
- Hvað hugsaði þjálfarinn þegar
18 ára strákur setti boltann rétt yfir
höfuðið á einhverjum mesta víta-
bana deildarinnar í leik sem gat
ráðið úrslitum um íslandsmeistara-
titilinn?
„Menn horfðu á mig á bekknum
og spurðu: „Ætlarðu að láta Baldvin
taka vitið? Hann tekur ekki einu
sinni vítin í 2. flokki!“. Einhvem
veginn fannst mér hann vera í besta
standinu af þeim sem vom inn á, ég
veit að þetta er klár strákur og sá
setti hann!“
Atli kvaddi KA-heimilið i leikn-
um eftir fimm ára vem þar og
áhorfendur stóðu upp fyrir leik og
hylltu hann. „Þetta var mjög gaman
og þetta fyrir leikinn var alveg frá-
bært, að geta kvatt fyrir fullu húsi
og það var ánægjulegt að vera
kvaddur svona. Ég vona aö ég geti
kvatt félagið með titli á föstudag-
inn.“
Atli segir það skemmtilega til-
hugsun að geta fetað í fótspor Al-
freðs Gíslasonar, fyrnrni landsliðs-
félaga síns, sem vann titilinn á sínu
síðasta ári. „Það væri auðvitað gam-
an. Það er erfitt verkefni fram und-
an og erfiður útivöllur. Það er eng-
in spurning að Valur er mjög gott
lið og í raun synd að annað liðið
þurfi að tapa,“ sagði Atli.
-ÓK
„Seljum okkur dýrt“
„Þetta var hörkuleikur enda eng-
in spurning að þaö væri erfitt að
spila hér,“ sagði Ágúst Jóhannsson,
aðstoðarþjálfari Vals, eftir leikinn.
„Við vomm að spila vel varnar-
lega en vorum i vandræðum sóknar-
lega, sérstaklega fi-aman af, en náð-
um síðan að leysa úr því eftir því
sem líða fór á leikinn. Spennan var
ótrúlega mikil og það sást á gæðum
leiksins, þetta var ekki leikur upp á
toppeinkunn."
„Það var okkur dýrt að misnota
dauðafæri og 2 víti, sérstaklega i
fyrri hálfleik, og í svona leikjum
skipta dauðafærin miklu máli.
Varnirnar vom mjög góðar en
það er ekki hægt að horfa fram hjá
þvi að menn em orðnir þreyttir. Það
er hins vegar skemmtanagildið í
þessu að menn ná að reka sig áfram
og við komum tO með að selja okk-
ur dýrt í Valsheimilinu."
Það var greinilegt í leiknum að
Valsmenn vora ekki alls kostar sátt-
ir við dómgæsluna.
„Við emm ekki sáttir við dóm-
gæsluna hér í dag, í heildina var
þetta allt í lagi en það komu tveir,
þrír mikilvægir dómar, KA-menn
skora eitt greinilegt línumark og
síðan skil ég ekki hvað þeir voru að
dæma á Sigfús undir lokin. Við vor-
um svo sem ósáttir í Valsheimilinu
um daginn en það er langt frá því að
við séum að kenna dómurunum
um.“
-ÓK
Águst Johannsson var ekki sátt-
ur viö dómgæsluna á Akureyri.