Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2002, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2002, Side 4
Fréttir FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 DV Rannsókn á pillunni: Eykur ekki líkur á brjóstakrabba Notkun getnaðarvamarpillunnar eykur ekki líkumar á brjóstakrabba- meini. Þetta em helstu niðurstöður rannsóknar sem birt er í nýjasta hefti Thursdagland Joumal og Medicine í Bandarikjunum. Menn hafa lengi haft áhyggjur af tengslum pillunnar og brjóstakrabbameins. Þessar áhyggjur náðu hámarki árið 1996 en þá söfnuðu vísindamenn saman niðurstöðum úr 54 rannsóknum sem náðu til 25 ára tíma- bils. Var komist að þeirri niðurstöðu að tíðni brjóstakrabbameins meðal kvenna sem tóku getnaðarvamarpilluna væri fjórðungi meiri en meðal annarra kvenna. Að safna þessum rannsóknum saman á þennan hátt þótti hins vegar umdeilt og vildi hópur vísindamanna nálgast vandann á annan hátt. Gerð var ný rannsókn þar sem sjúkrasaga 9.257 kvenna í nokkmm borgum Bandaríkj- anna var skoðuð. Niðurstaðan var að þær 4.575 konur sem fengið höfðu bijóstakrabbamein vom alls ekki lík- legri til að hafa notað pilluna en hinar sem ekki urðu veikar. Þá kom í ljós að konur sem tekið höfðu getnaðarvam- arpillur árum saman vom ekki liklegri til að fá brjóstakrabbamein en þær sem aðeins höiðu tekið pilluna í stuttan tíma. „Heilsufarslegir kostir pillunnar eru langtum meiri en hættumar sem henni fylgja," er haft eftir Polly A. March- banks sem leiddi hina nýju rannsókn. Hún sagði að rannsóknin nú ætti að gefa nokkuð fullnægjandi svör við spumingum um hættuna af getnaðar- vamarpillunni. -hlh/Reuters ísinn brotinn í viðskiptum þegar EFTA semur við Singapore: Evrópa semur við Asíuland á Héraði DV-MYND HELGI GARÐARSSON Gengið til fundar Fulltrúar EFTA ganga hér til fundar á Hallormsstað í gærdag. Vorfundur Fríverslunarsamtaka Evr- ópu, EFTA, var haldinn á Egilsstöðum í gær undir stjóm Halfdórs Ásgrimsson- ar, utanríkisráðherra íslands. I gær hittu ráðherramir og þingmanna- og ráðgjafanefndir EFTA-ríkjanna Georg Yeo, ráðherra viðskipta og iðnaðar i Singapore. Undirritaðir vom fríverslun- arsamningar EFTA-rikjanna og Singa- pore. Er það fyrsti samningur af þessu tagi sem gerður er milli ríkja í Evrópu og Austur-Asíu og sá víðtækasti sem EFTA hefur gert hingað til. Fram kom á fundinum að náðst hafi góður árangur í viðræðum við Chile og er stefnt að því að ljúka gerð víðtæks fri- verslunarsamnings með haustinu. Við- ræður við Kanada hafa staðið að undan- fómu og er vonast til að Kanadamenn leggi sitt af mörkum til lausnar þeim málum. Ákveðið hefur verið að gera slíka samninga við Túnis og Egyptaland og hefja viðræður við Suður-Afríku í sama skyni strax í haust. Einnig er í gangi viðleitni til að Júgóslavía geti tengst efnahagssamvinnu Evrópuríkja. Eitt af stóm málunum á dagskrá er stækkun Evrópusambandsins. Þau lönd, sem gerast aðilar að ESB verða sjálf- krafa þátttakendur í Evrópska efhahags- svæðinu. Þar em EFTA-löndin fyrir og vilja þau ráða nokkm um með hvaða skilmálum ný lönd fá aðgang að Evr- ópska efnahagssvæðinu. EFTA vill að sjálfsögðu ekki glata þeirri aðstöðu sem það hefur gagnvart þessum löndum og vill tryggja að ekki verði teknar upp nýjar viðskiptahindranir, einkanlega varðandi fiskafurðir. ESB hefur tekið þessum kröfum þunglega, að ekki sé meira sagt. Asía og Evrópa Halldór Ásgrímsson og viðskiptaráð- herra Singapore, George Yong-Boon, eftir að fríverslunarsamningur var gerður milli aðilanna í gærdag. Ráðherramir fullyrtu afdráttarlaust að tollar ESB á stál væm skýlaust brot á samningnum um Evrópskt efnahags- svæði. Nýr stofnsamningur Stofnsamnningur EFTA hefur verið endurskoðaður og gerður víðtækari og tekur nú til fleiri sviða viðskipta en áður. Má þar nefna ferðalög fólks, opin- ber innkaup, hugverkarétt, samkomu- lag um gagnkvæma viðurkenningu, samgöngur í lofti og á landi, þjónustu- viðskipti og fjárfestingar. Ekki má blanda saman stofhsamn- ingi þeirra ríkja innbyrðis sem stofnuðu EFTA-samtökin og þeim samningum sem verið er að gera við önnur lönd. Þau lönd sem gera fríverslunarsamning við EFTA verða ekki þar með aðilar að EFTA heldur ber að líta á þá samninga sem venjulega milliríkjasamninga. -PG Landsmót 2002 á Vindheimamelum í Skagafirði: Rjóminn af íslenskum hestakosti mætir til leiks - í kynbótadómum, gæðingakeppnum, ræktunarhópum og kappreiðum Heiðursverðlaun Gæðingshryssan Þrenna frá Hólum er tilnefnd til heiðursverölauna með 131 stig og 6 dæmd afkvæmi. Það verður margt sem gleður augað á Landsmóti 2002 sem hefst á Vind- heimamelum i Skagafirði þann 2. júlí næstkomandi. Þar verður saman kom- inn ijóminn af kynbótahrossum og gæðingum á landinu. Samtals mæta 254 ein- staklingsdæmd kynbóta- hross á mótið ef öU koma sem áunnið hafa sér þátt- tökurétt. Flest eru undan Orra frá Þúfu, eða 24 af- kvæmi. Það er nær þrisvar sinnum fleiri afkvæmi heldur en mæta undan næstu hestum í röðinni, sem eru Gustur frá Hóli, Kormákur frá Flugumýri og Óður frá Brún með 9 af- kvæmi hver. Hrynjandi frá Hrepphól- um á 8 einstaklingssýnd afkvæmi og Andvari frá Ey, Galsi frá Sauðárkróki, Hraöi frá Holtsmúla og Kolfmnur frá Kjamholtum eiga 7 afkvæmi hver. Alls eiga 98 feður afkvæmi i hópi kynbóta- hrossa sem hafa áunnið sér rétt td að mæta á landsmót að þessu sinni. Heiðursverðlaunahafar Af þeim kynbótahrossum sem mæta á Landsmót 2002 má nefna, að öðrum ólöstuðum, Glampa frá Vatnsleysu. Þá má nefna Flygil Kolfmnsson frá Vest- ari-Leirárgörðum, sem hefur hlotið gríðarlega háa hæfileikaeinkunn hjá Olil Amble. Gunnvör frá Miðsitju kem- ur inn með hæstu einkunn í 5 v. flokki og Samba frá Miðsitju með hæstu ein- kunn í 4 v. flokki mæta báðar til dóms. Gígja frá Auðsholtshjáleigu vann sér rétt í kynbótadóm en einnig í A-flokki gæðinga. Hún mun verða í kynbóta- dómi. Þrír stóöhestar og tvær hryssur munu hljóta heiðursverðlaun fyrir af- kvæmi á landsmótinu nú. Hestamir eru Þorri frá Þúfu, Gustur frá Hóli og Oddur frá Selfossi. Heiðursverðlauna- hryssumar em Þrenna frá Hólum og Kolskör frá Gunnarsholti. Þá munu fimm hestar hijóta 1. verðlaun fyrir af- kvæmi, þeir Andvari frá Ey, Kormákur frá Flugu- mýri, galsi frá Sauðár- króki, Hrynjandi frá Hrepphólum og Roði frá Múla. Hörð keppni í gæðingakeppnum á Landsmóti 2002 má búast við harðri keppni. Af A-flokks gæðing- um sem takast á má neöia Loga Nátt- farason frá Brennihóli, Skuggabaldur frá Litla-Dal undan Baldri frá Bakka og Sif frá Flugumýri. Þar er einnig skráð- ur til leiks Huginn frá Haga sem Sigur- bjöm Bárðarson mun sitja. Hilmir frá Sauðárkróki, Fálki frá Hafsteinsstöð- um, Adam frá Ásmundarstöðum og Garpur frá Auðsholtshjáleigu em einnig meðal A-flokkshesta. Loks má nefna Glampa frá Efri-Rauðalæk en sá er með 10 fyrir skeið i kynbótadómi. í B-flokki gæðinga mæta meðal ann- ars til leiks Sveinn Hervar frá Þúfu, Bruni frá Hafsteinsstöðum, Kjarkur frá Egilsstöðum og Dynur frá Hvammi. Ekki má gleyma sjálfum Markúsi frá Langholtsparti sem á titil að verja en hann sigraði B-flokkinn á Landsmótinu 2000. Hinn síungi Oddur frá Blönduósi er einnig skráður til keppni, svo og Hróður frá Refsstöðum, Númi frá Mið- sitju og Óskar frá Litla-Dal. Ræktunarbúin Annar þáttur sem ætíð hefur verið beðið með eftirvæntingu á stórmótum er sýning ræktunarbúa. Af þeim sem nú sýna ræktun sína má nefha Haf- steinsstaði, Vatnsleysubúið og Stóm- Gröf. Þá koma feðgamir Guðmundur og Sveinn á Sauðárkróki fram með sína ræktunargipi. Dalland sýnir sína ræktun með gæðinginn Orm í farar- broddi svo og Auðsholtshjáleiga, Fet og Miðsitja. Úr Þingeyjarsýslu koma rækt- unarhópar frá Hellulandi og Torfunesi. I tölti eru ríflega 40 hestar skráðir til keppni, þar af margir feikilega sterkir. Þar má nefna Laufa frá Kollaleyru Hans Kerúlfs, Hegra Ragnars Tómas- sonar og Kóng frá Miðgrund sem Sigur- bjöm Bárðarson situr. Tómas Öm Snorrason mætir með Skörung frá Bragarholti og Sveinn Ragnarsson mætir með Hring ffá Húsey. Gísli Gíslason verður með Birtu frá Ey og Sigurður Sigurðarson með Fífu frá Brún. Eyjólfur ísólfsson mætir með Rás frá Ragnheiðarstöðum Vinsældir kappreiða hafa því miður farið þverrandi. í flugskeiði em þó 34 hestar skráðir til leiks en aðeins 24 í 150 metra skeiði og 22 í 250 m skeiði en þess má geta að lágmörk í skeiðgrein- um eru allströng. í 300 m stökki em að- eins skráðir 9 hestar. -JSS LANDSMÓT DV-MYND HARI Vaxmyndir í Perluna Ernst Backman, sem heldur um fæt- ur eins fornmannsins, hefur ásamt eiginkonu sinni, Ágústu Hreinsdótt- ur, gert þær eðlilegu vaxmyndir sem prýða sýninguna. Sögusýningin: Landnáms- menn og aðrir fornmenn Um helgina veröur opnuð í Perlunni allsérstæð sýning þar sem áhorfandinn verður leiddur í gegn- um fomöld fslendinga í sýningu sem er á vegum Sögusafnsins. Það eru hjónin Emst Backman og Ágústa Hreinsdóttir sem em aðal- hönnuðir sýningarinnar sem bygg- ist að miklu leyti á vaxmyndum sem þau hafa gert. Það var Emst sem átti hugmyndina og fékk hann hana er hann heimsótti Tussaud- safnið í Kaupmannahöfh fyrir fimm árum. „Þar kviknaði sú hugmynd í kollinum á mér að við íslendingar þyrftum að eignast sögusafn. Upp frá því fór þetta að þróast." Ekki er að efa að mörgum leikur forvitni á að sjá árangur erfiðis þeirra hjóna en myndir þeirra eru einstaklega „lifandi". -HK Reykjagarður: Aðrir sláturhópar ekki sýktir Eins og DV greindi frá í gær innkall- aði Reykjagarður hf. og tók úr sölu allt kjöt sem mögulega tengdist sláturhópn- um sem grunaður var að hefði sýkst af salmonellu. Eins og DV greindi frá í gær komu fram visbendingar um mögulega mengun við reglubundið eft- irlit í sláturhúsinu. Niðurstöður eru komnar úr svoköll- uðu Tegra-prófi. Reyndist það vera nei- kvætt og skar þar með úr um að kross- mengun hefði ekki átt sér stað. Það þýðir að smit hefur ekki borist i aðra sláturhópa. Niðurstaðna um hvort um mengun hafi verið að ræða í viðkomandi slátur- hópi er að vænta á allra næstu dögum. Það fer alfarið eftir þeim niðurstöðum hvort hægt verður að elda kjötið eða hvort þarf að brenna það. -vig EM í bridge: Sigur og tap Eftir erfiðan gærdag, þar sem tröppugangur var í ferli íslenska karla- landsliðsins, er bjartara fram undan í dag. Kvennalandsliðið tapaði hins vegar báðum leikjum sínum og á erfiðan dag fram undan. Karlalandsliðið mátti þola stórtap gegn Englendingum, 5-25, í fyrsta leiknum, gerði hins vegar jafn- tefli við sterkt lið Búlgaríu í öðrum leik, 15-15, og vann síðan góðan sigur í þeim þriðja, gegn Kýpur, 23-7. Kvennalands- liðið tapaði illa fyrir Króötum, 7-23, en náði aðeins að rétta úr kútnum gegn Svíum, 13-17. ítalir eru enn langefstir. Islendingar eru sem fyrr í tólfta sæti. Þjóðveijar hafa forystu í kvennaflokki en íslensku konumar eru i 21. sæti. I dag spilar karlalandsliðið við Fær- eyjar, Lichtenstein og Danmörku sem öll eru í óæðri enda töflunnar. Kvenna- landsliðið spilar hins vegar við Dan- mörku, Holland og Finnland. -StG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.