Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2002, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2002, Side 7
7 FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 I>V Fréttir ^suizmeo Menning í Skálholti: 19. aldar kaffiborð Sumartónleikar, kynning fomleifa- uppgraftar, staðarskoðun, veislukostur að hætti fyrri alda, tyrirlestrar og há- tíðamessur mynda inntak þeirrar dag- skrár sem verður á boðstólum um helg- ar í Skálholti í sumar. í samvinnu við Sumartónleika í Skálholtskirkju, og Fomleifastofnun býður Skálholtsskóli upp á sérstakt helgartilboð í sumar. Dagskráin hefst á laugardögum kl. 14.00 með fyrirlestri sem tengist annaðhvort tónleikum helgarinnar eða starfi Fom- leifastofnunar. Meðal annars munu þar koma fram staðartónskáld sumarsins. Boðið verður upp á kaffiborð Valgerðar biskupsfrúar, steikt brauð og bakaðar kökur og um kvöldið er efht til miðalda- kvöldverðar að hætti Þorláks biskups helga. -GG Eyiafiörður: Beint flug mikilvægast - fyrir ferðaþjónustuna í skýrslu Hólmars Svanssonar, fram- kvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, á aðalfundi félagsins fyrir skemmstu, kom fram að brúa ætti bilið milli tilgangs félagsins og einstakra verkefna á starfs- sviðum félagsins með ákveðnum „þemaverkefnum". Þau eru skilgreind sem ótímasett áhersluatriði í starfsemi félagsins en þó til ekki nema eins árs í senn. Þar ber hæst beint millilanda- flug til Akureyrar en AFE telur það mikilvægustu aðgerðina fyrir ferðaþjón- ustu á svæðinu. Þá telur félagið brýnt að efla rannsóknar- og þróunarstarf tengt úrvinnslu sjávarafurða með áherslu á liflækni og fiskeldi. Flytja skuli ríkisstofhanir til Eyjafjarðarsvæð- isins og efla ríkisfyrfrtæki á starfssvæð- inu. Stuðla beri að beinum opinberum aðgerðum til aðstöðujöfnunar fyrir fyr- irtæki á landsbyggðinni og laða að fyr- irtæki sem gætu haft rekstrarlegan ávinning af starfsemi við Eyjafjörð. Þá þurfi að efla jákvætt hugarfar gagnvart frumkvöðlum og nýsköpun. -BÞ Hólmar Svansson. Tímamótarannsóknir á háhitasvæðinu við Þeistareyki: •• Orlog suralsins eru tengd tilraunaborun - jarðhitinn vannýttnr sem orkugjafi til þessa, að sögn Hreins Hjartarsonar DVA1YND JÚLÍA IMSLAND Minnisvaröi um náttúruhamfarir Búið er að koma upp góðum minnisvarða um náttúruhamfarirnar á Skeiðarársandi 1996 þegar jðkulhlaupið reifburt veg og brýr á sandinum. Járnbitum úr Skeiðarárbrú, sem hlaupið reifniöur, hefur verið komið fyrir á steinhleðsiu við þjóðveginn nokkru austan við ána og þar er kominn snyrtilegur áningarstaður þar sem hægt er að setj- ast niður með nestið sitt og skoða ieiðarkort sem þarna er afsvæðinu. Tilraunaborun við Þeistareyki hefst eftir nokkra daga. Boruð verður 1600 metra löng hola með Sleipni og er þetta fyrsta „alvöru rannsóknarholan" á svæðinu, að sögn Hreins Hjartarsonar, stjómarformanns Þeistareykja hf. Aldrei fyrr hafa svo kostnaðarsamar tilraunir verið gerðar á jarðhitasvæð- inu við Þeistareyki en áætlaður kostn- aður við borunina er áætlaður um 110 milljónir króna. Örlög súrálsverksmiðju á Norður- landi geta ráðist af niðurstöðum til- rauna á Þeistareykjasvæðinu. „Stað- setning slíkrar verksmiðju er bundin góðum hita en til súrálsins þarf ekki nema 150-160 gráður. Við bindum von- ir við að finna allt að 250 gráða heitt svæði þama,“ segir Hreinn. Hann segir markmiðið að rannsaka hita og lekt á svæðinu. Þama sé sann- arlega mjög gott jarðhitasvæði og menn hafi mestan hug á að gufan fari í beina nýtingu en ekki í rafmagnsfram- leiðslu þótt hún komi einnig til greina. „Hugmyndir um súrálsverksmiðju snú- ast um beina nýtingu á gufunni.“ Að Þeistareykjum hf. standa Norður- orka á Akureyri og Orkuveita Húsavík- ur með um 40% hlut hvort fyrirtæki og þá eiga Reykjadalshreppur og Aðal- dælahreppur um 10% hvor í félaginu. Bjartsýni ríkir hjá norðanmönnum gagnvart rannsóknunum og skiptir ekki öllu máli hvemig til tekst í fyrstu tilraun, að sögn Hreins. „Við þurfum ekkert endilega að hitta æðina í fyrstu holu. Menn sjá fyrir sér að þama verði hugsanlega að bora nokkrar holur en ef við fáum góðan hita erum við öragg- ir með svæðið.“ Jarðhitinn hefur að mati stjómarfor- manns Þeistareykja verið vannýttur í orkuöflun landsmanna til þessa. Lands- virkjun hafi ekki haft mikinn áhuga á að nýta jarðhita hingað til en sá áhugi sé að vaxa og sé það fagnaðarefni. „Það er voðalega lítill áhugi hjá Norðlend- ingum að framleiða rafmagn til þess eins að flytja það í burtu,“ segir Hreinn. -BÞ ;i Grand Vitara SuzuEd XL-7 var kjörinn BÍLL ÁRSINS 2002 á Íslandí, í floktó jeppa og jepplíngs, af dómnefnd stópaðri fulflníum DV, Mótors og FÍB Waðsíns- Atriðí sem réðu vafinu voru m.a. aflmítót V6 véfín, hjólahaf, ínnanrýmí og staðaibúnaður míðað víð verð. SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is SUZUKI SÖLUUMB0Ð: Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. ísafjörður: Bílagarður ehf., Grænagarði, sími 456 30 95. Hvammstangi: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, sími 451 22 30. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bílasala Austurlands, Fagradalsbraut 21, sími 471 30 05. Hátt og lágt drif

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.