Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2002, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2002, Side 10
10 Útlönd FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 DV REUTERSMYND Uppþot í Argentínu Maður reynir að koma konu til hjálp- ar sem slasaðist í uppþotinu. Tveir létust í upp- þoti í Argentínu Lögregla notaði gúmmíkúlur og táragas þegar andstæðingar rikis- stjómarinnar í Argentínu mót- mæltu í Buenos Aires í gær. Tveir létust 1 átökunum í gær sem þýðir að lætin eru þau mestu síðan kjör- inni ríkisstjórn var steypt af stóli í desember siðastliðnum. 17 slösuðust og 160 voru handteknir. Átökin hófust þegar lögregla reyndi að tvístra hópi hundraða at- vinnulausra mótmælenda sem margir hverjir klæddust lambhús- hettum og vopnaðir teygjubyssum, reyndu að stöðva umferð í borginni. Um kvöldið komu svo saman mun fleiri mótmælendur fyrir utan þinghúsið og létu glamra í pottum og pönnum í mótmælaskyni. Bush sakaður um að vilja ráðu- neyti ofar lögum Patrick Leahy, formaður dóms- málanefndar öldungadeildar Banda- ríkjaþings, sakaði í gær George W. Bush forseta og stjórn hans um að reyna að koma því svo fyrir að fyr- irhugað ráðuneyti sem á að berjast gegn hryðjuverkum verði hafið yflr lögin. Leahy sagði við Tom Ridge, sem fer með innanríkisöryggismál í stjóm Bush, aö ef stjómvöld ætluðu sér að fá þingið til að fallast fljótt á tillögumar yrði að endurskoða eða falla frá ákvæðum um að ráðuneyt- ið yrði undanþegið flölda lagalegra skylda. Öttast árásir Al- Qaeda á Netinu Óttast er að næsta hryðjuverka- árás á Bandarikin muni eiga sér stað á intemetinu, segja séríræðing- ar bandarísku ríkisstjómarinnar. Takmörkin séu helst kjamorkuver, stíflur eða hvers kyns stór mann- virki sem er að miklum hluta tölvu- stjómað. FBI, alríkislögreglan í Bandarikj- unum, sagði að mikil umferð frá Indónesíu, Sádi-Arabíu og Pakistan hefði verið um heimasíður sem inni- héldu upplýsingar um ofangreinda starfsemi sem og að tölvur í eigu Al- Qaeda, sem Bandaríkjamenn hafa lagt hald á, innihaldi alls kyns upp- lýsingar um slík mannvirki. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um, sem hér segir: Lóð úr landi Laufskála, Borgarbyggð., þingl. eig. Gróðrastöðin Laufskálum ehf, gerðarbeiðandi Lánasjóður land- búnaðarins, þriðjudaginn 2. júlí 2002 kl.10:30. Sólbakki, Borgarbyggð, þingl. eig. Gróðrastöðin Laufskálum ehf, gerðar- beiðandi Lánasjóður landbúnaðarins, þriðjudaginn 2. júlí 2002 kl.10:00. SÝSLUMAÐURINN f BORGARNESI. Fjarskiptafyrirtækið WorldCom að falli komið: Sakað um að fela hundruð milljarða Bandaríska flármálaeftirlitið hef- ur lagt fram ákærur á hendur flar- skiptafyrirtækinu WorldCom eftir að forráðamenn þess viðurkenndu að hafa falið kostnaö sem nemur hátt á flórða hundrað milljarða króna frá janúar 2001 til marsmán- aðar á þessu ári. George W. Bush Bandaríkjafor- seti hefur fordæmt svindlið og kall- aði það „hneykslanlegt". Við sama tækifæri sagðist hann hafa þungar áhyggjur og hvatti til ítarlegrar rannsóknar. Hneykslið þykir ekki minna umfangs en það sem leiddi til þess að orkufyrirtækið Enron varð skyndilega gjaldþrota í desember. Hlutabréf í WorldCom féllu í verði og fréttimar ollu miklum óróa á mörkuðum víða um heim. Fjármálasérfræðingar spáðu því í gær að WorldCom myndi óska eftir gjaldþrotaskiptum fyrir lok vikunn- ar. Sautján þúsund starfsmönnum hefur þegar verið sagt upp og Scott REUTERSMYND Ekki björgulegt ástand Bernard Ebbers, einn stofnenda WorldCom, neyddist til að segja af sér fyrir sjö vikum og nú stefnir í gjaldþrot fyrirtækisins vegna svindls í bókhaldinu. Sullivan, flármálastjóri fyrirtækis- ins, hefur verið rekinn. Harvey Pitt, forstöðumaður flár- málaeftirlitsins, sagði að stofnunin ætlaði að fá úrskurð dómara til að koma í veg fyrir að WorldCom los- aði sig við eignir, eyðilegði gögn eða greiddi háttsettum stjómendum há- ar flárhæðir, eins og gerðist við gjaldþrot Enron. Þá fengu forstjór- arnir milljónir dollara en starfs- menn og hluthafar stóðu uppi slypp- ir og snauðir. I lögsókn flármálaeftirlitsins á hendur WorldCom segir aö fyrir- tækið hafi falsað upplýsingar um tekjur til aö hafa þær í samræmi við væntingar flármálafyrirtækj- anna á Wall Street. Ráðamenn WorldCom sögðu að bókhaldsvandamálið hefði upp- götvast við hefðbundið innra eftir- lit. Fyrirtækið skipti um endurskoð- unarfyrirtæki á þessu ári, fór frá Arthur Andersen til KPMG. REUTERSMYND Kínverjar losa sig við dópið Kinverskir lögregluþjónar eyðiieggja hér eiturlyf sem lagt hafði verið hald á í borginni Guangzhou í suðurhluta Kína á alþjóðlegum degi gegn eiturlyfjum sem var víst í gær. Þá hafa veriö geröir opinberir víðs vegar um landiö dómar sem hafa falliö í fíkniefnamálum en algeng viöurlög viö innflutningi á eiturlyfjum eru dauðarefsing. Arafat boðar til kosninga í janúar og hyggst bjóða sig fram: Bush eykur þrýstinginn George W. Bush Bandaríkjafor- seti er ekki sannfærður um ágæti þeirra kosninga sem Yasser Arafat hefur boðað til í janúar næstkom- andi. Leiðtogi Palestínumanna, sem Bush bað um að þeir losuöu sig við í ræðu fyrr í vikunni, tilkynnti nefnilega að hann væri hvergi nærri hættur og ætlaði aö bjóða sig fram. Bush bætti um betur í gær þegar hann sagði óbeinum orðum að Bandaríkjamenn mundu hætta allri flárhagslegri aðstoð losuðu Palestinumenn sig ekki við Arafat. „Ég hef trú á því að Palestínu- menn skilji algerlega hvað við erum að reyna að segja, og að þeir muni taka rétta ákvörðun þegar þar að kemur,“ sagði Bush í gær. Annars hélt leiðtogafundur G8- ríkjanna í Kanada áfram í gær og eins og fyrri daginn er varla rætt um annað en ástandið fyrir botni REUTERSMYND George W. Bush og Tony Blair Leiötogarnir tveir héldu sameiginleg- an blaðamannafund í Kanada í gær. Miðjaröarhafs. „Óbreytt ástand (í Palestínu) er gjörsamlega óþol- andi,“ sagði Bush á blaðamanna- fundi í gær. Bandarísk stjórnvöld upplýstu í gær að Arafat hefði sam- kvæmt heimildum þeirra borgað samtökunum Al-Aqsa tæpar tvær milljónir króna en samtökin lýstu sig ábyrg fyrir sjálfsmorðsárás sem kostaði 6 manns lífið og særði 35. „Bara einn dropinn til i upplýsinga- hafið,“ sögðu embættismenn. Bush sagði að hann óskaði eftir því að fiárstreymi Palestínustjómar yrði meira áberandi í kjölfarið á þessum fréttum. Starfsmaður í ríkisstjóm Bush sagði að Bandarikjamenn muni ekki skipta sér af kosningunum í Palestínu verði þær „frjálsar og sanngjarnar" en afleiðingamar séu ljósar flykki Palestínumenn sér um Árafat og kjósi hann. Kominn yfir Andesfjöll Bandaríski ævintýramaðurinn Steve Fossett fór yfir snæviþakin Andesfiöllin í Suður-Ameriku 1 gær á leið sinni umhverfis hnöttinn í loft- belg. Fossett er senn hálfnaður með ætlunarverk sitt. Matarmaður í heimsókn Forstöðumaður matvælaaðstoðar SÞ heimsótti Mazar-i-Sharif, ein- hverja hættulegustu borg Afganist- ans, í gær til að kanna þarfir bæjar- búa fyrir aðstoð. Vill útrýma valmúa Tony Blair, for- sætisráðherra Bret- lands, hvatti félaga sina á leiðtogafundi G8-iðnríkjanna til að beita sér fyrir því að útrýma valmúarækt- un í Afganistan á næstu tíu árum. Bush sagði að ný stjórnvöld í Afganistan hefðu þegar eyðilagt 25 prósent uppskerunnar nú. Schröder húkkar far Gerhard Schröder Þýska- landskanslari hefur beðið Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, um að fá að sitja í til Japans eftir fund G8 í Kanada til að hann geti horft á úrslitaleik HM. Hollustueið úthýst Dómstóll í Bandaríkjunum úr- skurðaði í gær að það samræmdist ekki stjórnarskrá landsins að blanda guði í svokallaðan hollustueið sem skólaböm og fleiri þylja. Stjómmála- menn hafa margir fordæmt úrskurð- inn. Castro skammar Bush Fidel Castro Kúbuforseti gagn- rýndi Bush Banda- rikjaforseta og stjóm hans harðlega í gær fyrir að skipta sér af kúbverskum innan- ríkismálum. Castro varaði Bandaríkja- menn við að ef þeir létu ekki af þess- ari afskiptasemi kynni svo að fara að þeir þyrftu að loka sendiskrifstofu sinni í Havana. Tekinn af lífi í Texas Maður sem dæmdur var fýrir nauðga og myrða konu og nauðga ungri dóttur hennar var tekinn af lífi með eitursprautu í Texas í gær. Bændur varaðir við Stjórn Roberts Mugabes í Simbabve varaði við því í gær að hún myndi grípa til aðgerða gegn þeim hvítu bændum sem neituðu að hlýða fyrirmælum um að láta bújarðir sínar af hendi. Stjómvöld sögðu að enginn hefði vald til að hunsa lögin. Fleiri í hungurverkfall Sífellt fleiri hælisleitendur í flótta- mannabúöum í Ástralíu fara í hung- urverkfall til að mótmæla því að senda eigi þá heim. Ravalomanana maðurinn Bandarísk sflómvöld lýstu í gær stuðningi sínum við Marc Ravalom- anana sem réttan leiðtoga Indlands- hafseyjunnar Madagaskar eftir sex mánaða blóðuga baráttu um forseta- embættið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.