Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2002, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2002, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 11 Utlönd Mótmæli um allt Kanada gegn ieiðtogafundi G8-ríkjanna: Bush og Blair svitna saman í tækjasalnum REUTERSMYND Tekiö á mótmælendum í Ottawa Lögreglan í Ottawa í Kanada handtekur einn úr hópi mótmælenda sem komu saman í gær til aö mótmæla fundi leiötoga helstu iönríkja heims. Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, og George W. Bush Bandaríkja- forseti puðuðu saman í tækjasalnum í tuttugu minútur í gær og fór vel á með á þeim á þessum fyrsta „leik- fimifundi", eins og aðstoðarmenn þeirra kölluðu samkomuna. Eftir morgunskokkið sitt í kanadíska tjallabænum Kananaskis, þar sem leiðtogar átta helstu iðnríkja heims sitja á fundi, í gær rakst Bush óvænt á Blair í tækjasalnum og var greinilega hrifmn af því hvað breski forsætisráðherrann var duglegur í tækjunum. „Ég fór niðureftir eftir hlaupið og þar var forsætisráðherrann að puða. Ég verð að segja að það var hörkupúl," sagði Bush á fúndi með fréttamönnum. Blair þakkaði hlý orð í sinn garð og fór fógrum orðum um atgervi Banda- ríkjaforseta. Leiðtogar iðnrikjanna átta sem mynda svokallaðan G8-hóp funduðu fjarri heimsins glaumi í Kananaskis í gær, undir strangri vernd hermanna og flugskeyta. Rússar voru gerðir að fullgildum fé- lögum í félagsskapnum og ákveðið var að halda fund leiðtoganna í Rússlandi árið 2006. „Heimurinn er að breytast. Rússar hafa sýnt fram á getu sína til að gegna veigamiklu hlutverki í að að taka á þeim vanda sem við stöndum allir frammi fyrir,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu frá leiðtogunum. Leiðtogarnir ræddu einnig um leið- ir til að koma í veg fyrir að hryðju- verkahópar komist yfir gjöreyðingar- vopn og jafnframt gáfu þeir fátækari ríkjum þessa heims veika von um að bjartari tímar kynnu að vera fram undan. Loforð voru gefm um að af- skrifa einn milljarð dollara til viðbót- ar af skuldum fátæku landanna. Á sama tíma og leiðtogamir sátu einangraðir í Kananaskis flykktust andstæðingar hnattvæðingar út á göt- ur helstu borga Kanada til að mót- mæla fundinum í fjöllunum. í Calgary, Ottawa og Vancouver komu saman hnattvæðingarfiendur, mannréttindafrömuðir og umhverfis- sinnar og létu andúð sina á stefnu iðn- ríkjanna í ljós með ýmsum hætti, svo sem með knattspymuleikjum. Þótt mótmælendur hefðu hátt voru aðgerðir þeirra engu síður að friðsam- legar að mestu. Lítið var um stimp- ingar við lögreglu, ólíkt því sem gerst hefur við svipuð tækifæri, svo sem þegar fundinum í Genúa á Ítalíu í fyrra var mótmælt. Þar lét einn mót- mælandi lífið fyrir hendi ungs lög- regluþjóns. Lögreglan sagði að einn maður hefði verið handtekinn nærri Kan- anaskis og að tveir hefðu verið teknir fyrir að fara ólöglega inn í Kanada frá Bandaríkjunum. Mótmælendur eru reiðir yfir því að leiðtogamir ætli að taka ákvarðanir um lykilmál, svo sem viðskipti, efha- hags- og þróunarmál, án þess að leita nokkuð í smiðju til venjulegs fólks í viðkomandi löndum. REUTERSMYND Unnið hörðum höndum Svo viröist sem sleitulaus vinna björgunarmanna sé aö borga sig. Vonir glæðast í skógareldunum Björgunarmenn í Arizona í Bandaríkjunum eru nú vongóðir um að geta bjargað fiallabænum litla, Show Low, frá því að brenna til grunna í skógareldunum sem geisa þar nú. „Við erum þó ekki að segja að Show Low sé úr allri hættu þar sem móðir náttúra gæti enn komið með óvænt útspil," sagði Jim Paxon, talsmaður björgimaraðgerö- anna. í fyrsta sinn var hægt að nota jarðýtur í gærmorgun til að mynda nokkrar vamarlinur í kringum eldana og voru menn greinilega vongóðir um að það gæti skipt sköp- um í baráttunni. Þó er hættan alltaf sú að aðeins ein þurr elding gæti verið nóg til að kveikja í skrauf- þurrum furuskógum sem eru í næsta nágrenni. Borgarstjóri Show Low, Gene Kelley, sagði að íbúar bæjarins gætu líklega snúið aftur til síns heima á mánudag, viku eftir að hafa yfirgefið heimili sín. REUTERSMYND Andrés prins fylgist með fótboltaspili Andrés prins, hertogi afJórvík, fyigist spenntur meö viöureign skólastúlku frá París og félaga í skoskri hálandahljóm- sveit í fótboltaspili í göröum breska sendiherrabústaöarins í París. Enn eitt rútuslys unglinga á ferðalagi: Einn lést í Frakklandi Aðeins nokkrum dögum eftir að 4 unglingar létu lífið í rútuslysi í Bandaríkjunum er einn látinn eftir að skólaferðalagi skoskra unglinga til Barcelona lauk skyndilega á hrað- brautum Frakklands. 1 lést og 24 eru slasaðir, þar af 9 alvarlega. Bandarísku táningamir voru á leið í kristilegar sumarbúðir en þessir voru frá Largs-skólanum í Ayrshire á leið sinni til Barcelona á Spáni í skólaferðalagi. 6 fullorðnir voru meðal 49 farþega í rútunni, þar af 2 bílstjórar. Þeir höfðu lagt af stað frá Bretlandi í gær. Sam- kvæmt frönsku lögreglunni vora að- stæður á veginum góðar og ekki er út- lit fyrir að önnur bifreið hafi komið nálægt slysinu. Viðmælandi Sky News fréttastofúnnar hélt því fram að svo hefði virst að bílstjórinn hafi ein- faldlega misst stjóm á rútunni. Kennari sem hafði samband við for- eldra í Skotlandi sagði að tveir væra enn fastir í rútuflakinu en flestir þeirra slösuðu væra fluttir til að- hlynningar í Dijon, Auxerre og Beaune. Talsmaður skólans í Skotlandi sagði að skólastjórinn, George Maxwell, væri að ræða við fiölskyldur ferðalanganna og að sérstöku neyðar- simanúmeri hefði verið komið á fót svo að áhyggjufullir ættingjar geti hringt og fengið nánari upplýsingar. Peter McNamara, formaður fræöslumála í norðurhluta Ayrshire, sagði að hann hefði fengið fregnir af einum nemanda sem lést og kennara sem missti handlegg í slysinu. Hann hefði hitt nokkra úr hópnum í heim- sókn sinni í skólann fyrir skömmu og allir verið í skýjunum vegna komandi ferðalags. „Að slíkt skuli hafi gerst er hörmulegt," sagði hann. J. R. BÍLASALAN www.jrbilar.is M. Benz E200 1990, ekinn 125.000 km, topplúga, álfelgur, sumar- og vetrardekk. Verð 990.000, allt að 100% lán, skipti athugandi. Til sölu og sýnis á JR Bílasölu, Bíldshöfða 3, sími 567-0333 Getum bætt við okkur bílum á staðinn og á skrá. Visa/Euro raðgreiðslur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.