Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2002, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2002, Qupperneq 14
14 __________________FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002 Skoðun i>v Spurning dagsins Hvaða fjölmiðla nýtirðu þér helst? (spurt á Akureyri) Sigurður Magnússon forstjóri Ég nota RÚV, Sjónvarpiö, Stðö 2 og Sýn mikiö. Síöan er ég áskrifandi aö Vikudegi. Ég ieita mér heist frétta á Netinu, þaö er framtíöin. Eva Dögg Sigurðardóttir, starfsmaður 118 Ég horfi nokkuö mikiö á sjónvarp en ég nýti mér þó mest Netiö, nota þaö eiginiega ansi mikiö. Jón BJörn Vllhjálmsson nemi Sjónvarpiö, þaö er þægilegast. Ég er hins vegar ekki mikiö á Netinu. Elísabet Guðmundsdóttir húsmóðir Aöaiiega sjónvarpiö, þá mest Stöö 2. Ég hlusta voöaiega lítiö á útvarp og fer aidrei á Netiö. Þórdís Dúadóttir nemi Ég er mikiö á Netinu en lítiö í fréttunum, nota þaö mest tii aö leika mér. Síöan nýti ég mér sjónvarpiö en er þá frekar aö leita aö afþreyingu. Hafsteinn Ingibergsson forstöðumaður Ég er alæta. Sjónvarpiö mest, svo Netiö og dagblööin. Ég er þá helst aö leita almennra frétta og íþróttafrétta. Stúdentar - auðveldara að fá góða einkunn fyrir norðan, segir bréfritari Jgy* > T m i. Auðveldara að ná góðu stúd- entsprófi frá MA en MR Guðbjörg Pálsdóttir skrifar: Það er haft eftir skólameistara MA í Mbl. í dag að ef einkunn dúx- ins hefði verið reiknuð skv. eldri reglum sem víða tíðkast þá hefði hann í rauninni slegið öll met. Ég er hneyksluð á meistara og velti því fyrir mér hvort þetta sé hollt fyrir dúxinn að svona sé talað. Satt best að segja þá held ég að auðveldara sé að ná góðu stúdents- prófi í MA en í MR sem er trúlega einn allra kröfuharðasti mennta- skóli landsins. í MA er sami háttur hafður á og í fjölbrautaskólum að því leyti að til prófs er aldrei tekið meira en námsefni einnar annar - það er ekki einu sinni prófað úr „Mér finnst Tryggvi Gísla- son hafa sent nemanda sín- um röng skilaboð og svona getgátur um að ef þetta eða hitt hefði verið svona en ekki hinsegin þá hefði hann náð besta árangri frá upp- hafi gjörsamlega út í blá- inn.“ námsefni vetrarins. Hins vegar er því þannig háttað í MR að prófað er úr námsefni 6. bekkjar auk verulegs hluta af því sem tekið er fyrir í 3., 4. og 5. bekk. Aðferð MR veldur óþarflega miklu álagi á nemendur en hún er e.t.v. góður undirbúningur undir háskólann þar sem prófað er úr miklu námsefni. Megnið af því sem við lesum munum við ekki mjög lengi. Það er þvi ákaflega þægileg leið að prófað sé úr námsefni hverr- ar annar og einkunnunum safnað saman. Mér finnst Tryggvi Gíslason hafa sent nemanda sínum röng skOaboð, og svona getgátur um að ef þetta eða hitt hefði verið svona en ekki hinsegin þá hefði hann náð besta ár- angri frá upphafi, gjörsamlega út í bláinn. Léleg póstþjónusta Sæmundur hringdi: Ég er ekki viss um hvort póstþjón- ustan hefur batnað eða versnað eftir að hlutafélag tók við rekstri hennar. En það er eins og mér finnist að ýmis- legt berist seinna en áður, hverju sem hægt er að kenna um það. Mér finnst sum tímarit koma seinna til mín en áður. En kannski er ég orðinn óþolin- móðari en áður. En það sem kom fyr- ir um daginn hefur aldrei hent mig áður. Þá fékk ég tilkynningu um af- „Mér finnst sum tímarit koma seinna til mín en áður. En kannski er ég orðinn óþol- inmóðari en áður. En það sem kom fyrir um daginn hefur aldri hent mig áður.“ borgun í póstinum tveimur dögum eft- ir gjalddaga. Ég flýtti mér í bankann eins og hægt var því ég vil alls ekki vera óskilamaður. En þá var ég látinn borga þrjátíu krónur í dráttarvexti og þótti mér það ekki gott. Útgjöldin eru ekki mikil en mér fannst ég bíða hnekki á mannorðinu fyrir að borga ekki á réttum tíma. Ef íslandspóstur hf. er á annaö borð að taka að sér að senda út greiðslutil- kynningar á hann að skammast til að koma þeim til viðtakenda tímanlega til að hægt sé að inna greiðsluna af hendi ekki síðar en á gjalddaga. Garri Þrír gestir á alþjóðafundi Lögreglulið Egilsstaða var kallað til fundar fyrir helgi þegar fréttist af fundi alþjóðasamtak- anna EFTA, sem hófst raunar á Egilsstöðum í gærmorgun. „Hví erum við kallaðir svo seint til?“ sagði varðstjóri lögreglunnar þegar sýslu- maður gerði þeim grein fyrir hinum alþjóðlega fundi á Héraði. „Fylgdust þið ekki með,“ hélt hann áfram, „þegar NATO-fundurinn var hald- inn í Reykjavík. Þá voru allir lögreglumenn í borginni kallaðir úr frli og ekki nóg með það. Ríkislögreglustjóri boðaði einnig til starfa lög- regluþjóna úr Kópavogi og Hafnarfirði, auk þess sem liðsstyrkur var sendur frá Akranesi og Keflavík. Þá sveimuðu varnarliðsflugvélar yfir Reykjavik meðan á fundinum stóð. Eigum við að verja EFTA-fulltrúana fyrir terroristum og öðr- um óþjóðalýð án þess að fá nokkuð „bakköpp"? Ég krefst þess að fá lögreglumenn neðan af fjörö- um og lágmark er aö Landhelgisgæsluþyrlan sveimi hér yfír meðan á alþjóðafundinum stend- ur.“ Varðstjórinn var fölur af geðshræringu eftir ræðuna, samfara rikri ábyrgðartilfinningu. Hann horfði stíft á sýslumann. Vanir menn til varnar Sýslumaður var að rjátla við pappíra og náði ekki að svara áður en yfirmaður seinni vaktar Egilsstaðalögreglunnar reis úr sæti. Hann lagði húfuna til hliðar, enda molla í fundarherbergi sýslumannsembættisins. Hann var rasandi ekki síður en varðstjórinn og krafðist skyndiaðgerða og æfingar fyrir fundinn. Lágmark væri að fá að- stoðarlið innan hálftíma frá Seyðisflrði, auk toll- varða frá sama stað, sem vanir væru að fást við þrjóta og pólitíska flóttamenn sem vikulega kæmu þangað með Norrænu. Ella væri ekki hægt að sinna svo viðamiklum vömum sem gæsla allra EFTA-fulltrúanna væri. Húsvörðurinn líka „Bíðið hægir, piltar,“ sagði sýslumaður og reyndi að lægja kurr í lögregluliðinu, bæði fyrri og seinni vaktinni. „Við viljum fyrirhyggju," kallaði ungur lögreglumaður frá Fellabæ fram í. „Skotheld vesti líka,“ hrópaði annar, „ef tryggja á öryggi lögregluliðsins á svo fjölmennum fundi alþjóðasamtaka hér,“ hélt hann áfram. „Þaö er nefhilega það,“ sagði sýslumaður þegar hann komst loks að. „Rétt er það að ráðherrafundur EFTA-ríkjanna verður haldinn í Menntaskólan- um á Egilsstöðum en hann verður ekki sérlega fjölmennur. EFTA er nefnilega fámennustu al- þjóöasamtök í heimi. Á þessum alþjóðafundi verða ekki nema þrír gestir í boði Halidórs Ás- grimssonar. Hann skutlar þeim hingað austur á jeppanum sínum." Sýslumaður hallaði sér aftur í stólnum, losaði um bindið og dæsti. „Fyrri vaktin sér um mál- ið,“ sagði hann. „Sú seinni getur tekið því ró- lega, einkum vegna þess að húsvörðurinn í menntaskólanum ætlar að opna og hella á könn- una.“ Gjgffi Unglinga á elliheimilin Haukur hringdi með byltingarkennda hugmynd: Sagt er að iðjuleysi sé rót alls iils. Þess vegna er það nú væntanlega að unglingar um fermingu eru ráðnir í svo- kallaða unglingavinnu. En því miður virðist verkstjóm ekki vera sérlega markviss í unglingavinnunni eða reynt að halda uppi þokkalegum vinnumóral því oftar en ekki sér maðm- blessaða unglingana liggja háifhreyfingarlausa í beðunum þar sem þau róta annars hug- ar í moldinni. Þau skynja kannski ekki tilganginn í baráttunni við arfann eða önnur skyld verk, hver veit. Ég held að það væri mun skynsamlegra ef ein- hverjir þessara krakka fengju vinnu inni á eiliheimilum þar sem þau hefðu það hlutverk að aðstoða gamla fólkið við hitt og þetta og halda því félagsskap. Gamalt fólk er ekki beinlíns að drukkna í heimsóknum skyldmenna og þarna gæfist gjörólíkum kynslóðum kærkomið tækifæri til að kynnast - og hafa af því bæði gagn og gaman. Tönnlast á „fés“ Rúnar skrifar Óskaplega var hvimleitt að heyra fréttakonu á Bylgjunni tönnlast á orðinu „fes“ í hveijum fréttatíman- um af öðrum síðastliðinn laugardag. í fréttinni var konan að reyna að segja tíðindi af fórgun fjár i Skagafirði af völdum salmonellusýkingar en beygði nafnorðið fé eilíflega vitlaust i eignarfalli. Von- andi eru gerðar meiri kröfur til frétta- manna en svo að þeir fari vitlaust með þetta algenga orð sem maður hélt að fullorðið fólk hefði almennt á valdi sínu. Svo heyrði ég að sama fréttakona fór enn og aftur vitlaust með þetta orð í fréttum Stöðvar 2 að kveldi sama dags. Þar með var mér öllum lokið. Á Skjá einum hefur iðulega mátt heyra að fólk væri á leiðinni til Akranesar. Æ, æ, æ... Sárindi bréfbera Bergljót skiifar Sonur minn hefur borið út Frétta- blaðið í um hálfl ár. Hann hefur aðeins einu sinni fengið greitt fyrir vinnu sína að fullu og í annað skipti að hluta. Hann ætlaði sér að nota þessi vinnulaun sín til að safna sér fyrir eyðslueyri í sumar- ferð fjölskyldu sinnar á Spáni í næsta mánuöi. Eftir ítrekaöar tilraunir við að innheimta laun drengsins hjá útgefend- um blaðsins má ljóst vera að drengur- inn þarf að leita til foreldra sinna um eyðslueyri í ferðinni. Hann er miður sín vegna þessa og hefði betur farið að ráði félaga síns sem gafst upp á útburði blaðsins fyrir mörgum mánuðum. Þetta er raunaleg reynsla ungs manns af fyrsta launaöa starfmu og útgefendum Fréttablaðsins til skammar. Aliir sem koma fram í sjónvarpi veröa aö vanda sig - fé, um fé, fré fé — til fjár - rtei fés! Landssystur Sjúrdur Hansen skrifar frá Þórshófn í Færeyjum: Við Færeyingar erum komnir í riðil með ykkur íslendingum í knattspymu- keppni Evrópu - og með okkur eru fyrr- verandi og kannski verðandi heims- meistarar, Þýskaland. Ég var á íslandi 12. til 19. júní og naut sólarinnar. Ég kem aftur og þá munu Færeyringar sigra ykkur í fótbolta. Sá betri mun vinna, það vita bræðra- og systraþjóð- imar efalaust. En að vera með Þjóðveij- um, fótboltarisanum, í riðli er stórmál fyrir smáþjóðimar tvær. En munum það að smáþjóðir geta gert stóra hluti. Við Færeyingar lékum síðast við Skota í Tóftum og þar varð jafntefli, 1:1. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíð 24, 105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.