Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2002, Qupperneq 27
FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2002
27
DV
Ronaldo skorar hér sigurmark Brasilíumanna sem tryggöi þeim sæti í úrslitaleik HM gegn Pjóöverjum. Á minni myndinni sést Ronaido fagna markinu á
meöan Rustu, markvöröur Tyrkja, horfir á boltann í markinu. PReuters
Draumurinn varð
að veruleika
- draumaúrslitaleikur Þýskalands og Brasilíu staöreynd eftir að Brasilíumenn unnu Tyrki
Brasilíumenn tryggðu sér sæti í
úrslitaleik HM gegn Þjóðverjum
með 1-0 sigri á baráttuglöðum
Tyrkjum í Saitama í Japan í gær og
þar með er draumaúrslitaleikurinn
orðinn að veruleika. Tyrkir veittu
Brasilíumönnum harða keppni og
sýndu oft mjög góða knattspymu en
það dugöi þó ekki til að skora þó að
stundum hafi munað litlu.
Leikurinn fór rólega af stað og lít-
ið var um færi til að byija meö. Tyrk-
ir fengu fyrsta alvöru færi leiksins
þegar Alpay Özalan átti góðan skalla
sem Marcos, markvörður Brasilíu,
varði vel. Eftir þetta var eins og leik-
menn vöknuðu til lífsins og Rustu,
markvörður Tyrkja, varði vel frá
Rivaldo aðeins minútu síðar. Brasil-
íumenn sóttu áfram stíft og og fengu
nokkur færi en Rustu var vandanum
vaxinn milli stanganna.
En strax á 49. mínútu komust
Brasilíumenn yfir með stórglæsilegu
einstaklingsframtaki frá Ronaldo og
skaut hann hnitmiðuðu skoti í fjær-
hornið sem Rustu hafði hendur á en
náði ekki að stýra framhjá markinu.
Leikurinn datt nokkuð niður við
þetta, Tyrkir reyndu að sækja en
Brasilíumenn vörðust öllum aðgerð-
um þeirra og þeir fengu ekki mörg
opin færi fyrr en á síðasta stundar-
fjórðungi leiksins. Besta færið fékk
Hakan Sukur þegar hann skaut aftur
fyrir sig úr erfiðri stöðu en Marcos
varði glæsilega.
Bjuggumst viö meiri mun
Luis Felipe Scolari, þjálfari Bras-
ilíumanna, hrósaði Tyrkjum fyrir
mikla baráttu eftir leikinn. „Við
bjuggumst við að Tyrkir yrðu mjög
erfiðir andstæðingar. Þeir spila fast
og öðruvísi en önnur lið. Þeir eru
með mjög góða miðju og frábæra
sóknarlínu. Þeir sköpuðu sér fjölda
færa og eru með hættulegt lið en við
höfum samt lært hvernig þeir spila.
Við bjuggumst við að vinna með
meiri mun en ég vil óska Tyrkjum
til hamingju með árangurinn. Það
er mikið afrek að vera í hópi fjög-
urra bestu þjóðanna á HM.“
Senol Gunes, þjálfari Tyrkja,
sagði að takmark þeirra um að láta
til sín taka í keppninni hafi náðst.
„Við komum til leiks á HM til að
taka þátt í veislunni og hafa áhrif
og ég held að það hafi tekist. Ég er
stoltur af leikmönnum mínum. Þeir
hafa gert frábæra hluti. Mér þykir
aðeins leitt að hafa ekki getað glatt
tyrknesku þjóðina meira í dag.“ -HI
Engar endur-
tekningar
Ronaldo varaði sína menn við
að láta ekki ófarimar frá því í
úrslitaleiknum 1998 endurtaka sig.
„Við þekkjum þá tilfinningu að
komast í úrslitaleikinn frá því
1998 og nú verðum við að einbeita
okkur. Við megum ekki halda að
þetta sé búið og hefja okkur upp
til skýjanna."
Um sigurmark sitt í leiknum
sagði Ronaldo og vísaði þá í
hvernig hann potaði boltanum
framhjá markverði Tyrkjanna
meö tánni: „Þetta var mark í anda
Romarios. Kannski ekki sérlega
fallegt mark en mikilvægt var
það.“ -HI
Ronaldo fagnar marki sínu gegn
Tyrkjum. Reuters
Hakan Sukur
vonbrigði Tyrkja
Þó að árangur Tyrkja í keppn-
inni hafi farið fram úr björtustu
vonum er óhætt að segja að einn
leikmaður, Hakan Sukur, hafi vald-
ið vonbrigðum. Hann náði sér eng-
an veginn á strik í keppninni, skor-
aði ekki en misnotaði fjölda færa.
Senol Gunes, þjálfari Tyrkja,
var undir nokkurri pressu að setja
Sukur út úr liðinu eftir leikinn
gegn Senegal. Þá var Sukur skipt
út af eftir að hafa misnotað mörg
færi og sá sem kom í hans stað, II-
han Mansiz, kom Tyrkjum í und-
anúrslit með frábæru gullmarki.
En Sukur var aftur kominn í gær
og enn sem fyrirliði. Og aftur stóð
hann ekki undir væntingum. -HI
Hakan Sukur níöurlútur ab leik
loknum. Reuters
Sport
VjOREA ’|APAN
Ronaldo er með marki sínu gegn
Tyrkjum orðinn einn markahæstur í
keppninni með sex mörk. Hann gæti
því verið fyrstur til að rjúfa sex
marka múrinn á HM síöan árið 1974
en þá skoraði Pólverjinn Grzegorz
Lato sjö mörk þegar keppnin var
haldin í Þýskalandi.
Úrslitaleikur Þjóðverja og Brasil-
íumanna verður sögulegur að því
leyti að þetta veröur i fyrsta sinn
sem þessar þjóðir mætast á HM eins
og fram kom í blaðinu í gær. Það
sem er enn merkilegra er að annað-
hvort liðið hefur leikið alla úrslita-
leiki HMeftir seinni heimstyrjöld-
ina nema einn. Sá fór fram 1978 þeg-
ar Argentínumenn léku gegn Hol-
lendingum.
Bœði liöin munu leika úrslitaleik á
HM í sjöunda sinn og hefur engu liði
tekist aö komast svo oft á þennan
leik.
Hjá veðbönkum eru líkumar taldar
5-2 á að Brasilíumenn hampi titlin-
um en þær voru 11-2 áður en mótið
byrjaöi. Likur Þjóðveija eru nú 7-4
en voru 16-1 fyrir HM.
í fyrri vióureignum Brasilíu og
Þýskalands hafa Brassarnir haft
heppnina með sér. Þjóðverjar hafa
aðeins unnið þá þrisvar í 17 lands-
leikjum síðan áriö 1963.
Rudi Völler hefur látiö hafa eftir sér
að enginn geti komið í staöinn fyrir
Michael Bailack, en hann mun sem
kunnugt er missa af úrslitaleiknum
vegna leikbanns. Ballack hefur skor-
aði þrjú mörk og lagt upp fjögur
þannig að hans verður áreiðanlega
sárt saknað.
Gengi Þjóðverja í keppninni hefur
jafnvel komið þeim sjáifum á óvart.
Það kemur hvergi betur í ljós en í
miöapöntunum á úrslitaleikinn en
þýska knattspymusambandið pant-
aði aðeins 1.000 niða á leikinn í stað
þess að panta tæplega 6.000 eins og
allar þátttökuþjóðimar áttu kost á.
Þýsk dagblöð hrósuðu frammistöðu
Þjóðverja gegn Suður-Kóreu í há-
stert og sögðu aö þetta hefði verið
vinnusigur sem undirstrikaði þá
mannkosti sem Þjóðverjar byggju yf-
ir.
Fjölmiðlar í Suður-Kóreu reyndu
að hughreysta lesendur sína í gær og
segir að þó að draumurinn sé búinn
núna hafi frammistaöan fyllt Kóreu-
búa sjálfstrausti. Kóreumenn hafi
einfaldlega brostið úthald. Engu aö
siður geti þeir verið stoltir af
frammistöðu liðsins.
Knattspyrnusamband Asiu hefur
ítrekað kröfu sína um aö Asía fái
fimm sæti í næstu lokakeppni HM.
Nú styður sambandiö kröfuna með
frábærum árangri Suður-Kóreu í
keppninni. Fjórar Asíuþjóðir vom í
keppninni núna auk gestgjafanna frá
Japan og Suður-Kóreu en það vom
Kína og Sádi-Arabía. Þá hefði íran
einnig getað komist í keppnina en
þeir töpuöu fyrir írum í umspili.
Antonio Oliviera, landsliðsþjálfari
Portúgala, var vikið úr starfi í fyrra-
kvöld eftir slakt gengi portúgalska
liðsins á HM. Oliviera mun þó halda
launum næstu tvö árin þannig aö
hann á enn eftir að fá um 40 milljón-
ir króna í vasann frá portúgalska
sambandinu.
Alain Giresse, fyrmm landsliðs-
maður Frakka í knattspymu, hefur
lýst yfir áhuga á að taka við starfi
landsliösþjálfara Frakka. Giresse
þjálfar nú FAR Rabat í Marokkó en
hefur einnig þjálfað liðin Toulouse
og Parmain í Frakklandi. Franska
knattspyrnusambandið mun til-
kynna það 5. júlí hver framtíð núver-
andi landsliðsþjálfara, Roger Lem-
erre, verður en Michel Platini hef-
ur þegar upplýst að Lemerre verði
rekinn og að hann hafi þegar rætt
við arflaka hans. -HI