Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2002, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2002, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 Fréttir ~nv DV skoðar nýju kjördæmin - Norðausturkjördæmi Framsókn ógnar vinstri-grænum Úrslit þingkosninga 1999: Atkv. alls B D F S U Noröurland eystra 15.802 29,2% 29,9% 1,9% 16,8% 22, OS Austurland 7.216 38,4% 26,3% 2,9% 21,2% ii, o; Noröausturkjördæmi 22.613 31,6% 29,0% 2,2% 18,3% 18,6? Landið allt 165.726 18,4% 40,7% 4,2% 26,8% 9,1? Þegar lögö eru saman Noröur- landskjördæmi eystra og Austur- landskjördæmi, landamærum þeirra svo hnikað rangsælis beggja vegna, út fyrir Siglufjarðarkaupstaö í norðri og inn fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð í suðri, verður niðurstað- an hið nýja Norðausturkjördæmi. t ýmsu tilliti er þetta „miðlungs- kjördæmi", t.d. hvað varðar fjölda kjósenda og atkvæðavægi. Það er hins vegar sérstakt m.a. aö því leyti að það hefur á að skipa óvenjumörg- um þungavigtarmönnum í stjórn- málum; í hópi tólf sitjandi þing- manna svæðisins eru forseti Alþing- is, þrír ráðherrar og formaður stjórnmálaflokks. Mesti þungavigtarmaður eldri kjördæmanna tveggja, Halldór Ás- grímsson, hverfur hins vegar nær örugglega á braut; hann tilheyrir sem Hornfirðingur nýju Suðurkjör- dæmi og býður sig að öllum likind- um fram í Reykjavík. Gangi það eftir verður framsókn að þessu leyti vængbrotin, en engu að siður gæti flokkurinn hirt þing- sæti af Vinstrihreyfingunni - grænu framboði, sem þó er hvergi öflugri en einmitt í þessu kjördæmi. Kjördæmi öfganna Allar niðurstöður í þessari grein- ingu eru fengnar með því að leggja úrslit síðustu þingkosninga yflr nýja kjördæmaskipan. Gert er ráð fyrir að fylgið í þeim sveitarfélögum sem færast á milli kjördæma dreifist á flokkana í sömu hlutfóllum og í „gamla“ kjördæmi þeirra í heild. í Norðausturkjördæmi er uppi sú sérkennilega staða, að þar er fylgi stóru stjórnmáiaflokkanna fjögurra annaðhvort hið mesta eða hið minnsta sem þeir njóta í nýju kjör- dæmunum sex. Þetta er þannig lang- veikasta kjördæmi Samfylkingarinn- ar, veikasta kjördæmi Sjálfstæðis- flokksins, langsterkasta kjördæmi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og sterkasta kjördæmi Framsóknarflokksins. Þrátt fyrir hlutfailslegan styrk sinn á svæðinu eiga vinstri-grænir á hættu að missa þingmann en framsókn á góðan möguleika á að bæta við sig manni. Sami fjöldi - samt ekki í umfjöllun DV um „niðurskurð- inn mikla“ í Norðvesturkjördæmi töldust þingsæti Siglfirðinganna tveggja í hópnum hafa tapast þar. Þetta eru þingsæti þeirra Kristjáns L. MöUers (S) og Sigríðar Ingvars- Núverandi þingmenn: Norðurlandskjördæmi eystra 1. Halldór Blöndal D 2. Valgerður Sverrisdóttir B 3. Steingrímur J. Sigfússon U 4. Svanfríöur Jónasdóttir S 5. Tómas Ingi Olrich D 6. Ámi Steinar Jóhannsson U Austurlandskjördæmi 1. HalldórÁsgrimsson* B 2. Arnbjörg Sveinsdóttir D 3. Jón Kristjánsson B 4. Einar Már Siguröarson S 5. Þuríöur Backman U * Helmabær Halldórs Ásgrlmssonar, Hdfn I Homaflrði, veröur hluti af Suður- kjördæmi í nýrri sklpan. Reiri sitjandi þingmenn en hér eru nefndir eru um hituna, nefnilega þau Sigríöur Ingvarsdóttir (D) og Kristján L. Möller (S) frá Siglufirði. Kjösendahópurinn þarjafngildirekki þingsæti og því teljast þingsæti þeirra tveggja ekki til núverandi þingsæta svæöisíns sem myndar nýja Noröausturkjördæmið. dóttur (D). Það blasir við að þingsæt- in tvö geta ekki tapast aftur í Norð- austurkjördæmi. Niðurstaðan er þess vegna sú að þingmannafjöldi Norðausturkjördæmis sé óbreyttur fyrir og eftir kjördæmabreytingu; fc)iW % /\l, m - ■ m. Norðausturkjördæmi svæðiö hafði tíu þingmenn og fær tíu þingmenn. DV telur hafið yfir vafa að rétt sé að túlka kjördæma- breytinguna með þessum hætti, enda gengur ekki upp að horfa eingöngu á lög- heimili sitjandi þing- manna heldur verður að taka mið af því hvort svæði sem flytj- ast á milli kjördæma (t.d. Siglufjörður) séu það fjölmenn að flutn- ingurinn réttlæti breytingu á þing- mannatölu. Til ein- földunar mætti hugsa sér að allir fimm þingmenn Norður- landskjördæmis vestra væru búsettir á Siglufirði og nú stæði til að færa Siglufjörð yfir í Norð- urlandskjördæmi eystra. Væri þá eðli- legt að vesturkjör- dæminu væri ekki út- hlutað einum einasta þingmanni og austurkjördæminu sex eins og áður? Nei, slík niður- staða yrði vitanlega túlkuð á þann veg, að kjördæmið hefði tapað funm þingsætiun, en þingmannatala aust- urkjördæmisins teldist óbreytt jafn- vel þótt nú þyrftu ellefu sitjandi þingmenn að berjast um þingsætin sex. Þótt þingmannatala svæðisins sem myndar Norðausturkjördæmi teljist með þessum rökum vera óbreytt við kjördæmabreytinguna verður jafnframt að horfa tÚ þess að tólf sitjandi þingmenn berjast um tíu sæti. Af sjálfu leiðir að tveir detta nær örugglega út af þingi vegna kjör- dæmabreytingarinnar. Af úrslitum síðustu þingkosninga að dæma er sá þriðji í mikilli hættu vegna þess að valdahlutföll flokkanna riðlast. Pláss hjá Framsókn Þegar staða Framsóknarflokksins er metin skiptir vitanlega höfuðmáli hvað verður um sjáifan formanninn. Formlega tilheyrir Halldór Ásgríms- son nú Suðurkjördæmi sem Horn- firðingur. Hálldór hefur hins vegar ávallt lit- ið á sig sem þingmann Austfirðinga og á sterkar rætur að rekja þangað. Það mun lengi vel hafa komið sterk- lega til greina hjá honum að bjóða sig fram í nýju Noröausturkjör- dæmi. Nú virðast hins vegar öll vötn falla til Dýrafjarðar og því er hér gert ráð fyrir að Halldór bjóði sig fram í Reykjavik. Þar fékk flokkur- inn ekki nema rúm 10% atkvæða síð- ast og með því að hífa fylgið upp gæti formaðurinn tryggt flokknum a.m.k. einn af þremur þingmönnum sem bætast við í Reykjavík í nýrri kjördæmaskipan, ef ekki tvo. Auk þess eru fyrir í Norðausturkjördæmi tveir ráðherrar flokksins, þau Val- gerður Sverrisdóttir og Jón Krist- jánsson. I síðustu kosningum urðu þau tíð- Allt í járnum Reginmunur var á fylgi Framsóknarflokksins í kjördœmunum tveim- ur og sömuleiðis voru þau eins og svarí og hvítt hvað varðar Vinstri- hreyfinguna grœnt framboð. Þegar atkvæðatölur eru lagðar saman (og tillit tekið til breytinga á kjördœmamörkum) kemur í Ijós að feikna- sterk staða framsóknar á Austurlandi hefði dugað flokknum til að hafa Sjálfstœðisflokkinn undir í keppninni um fyrsta þingmann Norðaustur- kjördœmis. Á sama hátt dugar feiknasterk staða vinstri-grœnna á Norðausturlandi til að fleyta flokknum upp fyrir Samfylkinguna í sam- einuðu kjördœmi en þó má vart á milli sjá. Vert er að hafa í huga að Samfylkingin nýtur líklega góös af„nýj- um“ atkvœðum Siglfirðinga, þar sem Samfylkingin vann hreinan meirihluta í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Á sama hátt tapar framsókn líklega á því að atkvœði Hornfirðinga, sveitunga Halldórs Ás- grímssonar, falla nú í Suóurkjördœmi. Þessi munur gœti hœglega skekkt þá mynd sem hér er dregin upp - eða öllu heldur gert þaó að verkum að hér sé dregin upp skökk mynd. á fylgi flokksins á Austurlandi. Til að vega upp á móti því horfa framsóknarmenn einkum til þess að „álmálið" komist hugsanlega í höfn á allra næstu dögum og jafnvel að endanlegar ákvarðanir liggi fyrir um langþráö jarögöng. Það kæmi flokkn- um ótvírætt til góða. Fremur kyrrlátt á austurvígstöðvunum: Svæðlö sem veröur Noröausturkjördæm! hefur núna og þlngmenn í nýju Norö- austurkjördæml veröa Þingmenn: 2 frá Framsóknarflokki* 3 frá Sjálfstæöisflokki 2 frá Samfylkingunni 3 frá Vinstrihr. - grænu framb. 0 frá Frjálslynda flokknum sem skiptast þannig, miöaö viö úrslit síöustu þingkosninga: 3 frá Framsóknarflokki 3 frá Sjálfstæöisflokki 2 frá Samfýlkingunni 2 frá Vinstrihr. - grænu framb. 0 frá Frjálslynda flokknum * Halldór Ásgrímsson telst ekki meö hér þar sem heimabær hans, Höfn, sem nú er í Austurlandskjördæmi, veröur hluti af Suöurkjördæmi og er nógu fjölmennur til aö teljast „eiga“ þingsætiö og flytja þaö meö sér. Þingsæti Sigríöar Ingvarsdóttur (D) og Kristjáns L. Möllers (S) frá Siglufiröi teljast hér ekki hafa „flust“ yfir í nýja kjördæmiö heldur „tapast" í gamla Noröurlandskjördæminu vestra vegna fámennis Siglufjaröar. Þingmannatala svæöisins telst þvf óbreytt (10) þótt sitjandi þingmenn meö lögheimili á svæöinu séu 12. Olafur Teitur Guðnason blaöamaöur Fréttaljós indi í Norðurlandskjördæmi eystra að framsókn tapaði fyrsta þingsæti kjördæmisins yfir til Sjálfstæðis- flokksins - að vísu með sjónarmun. Flokkurinn fékk aðeins einn af sex þingmönnum kjördæmisins og mátti svo sannarlega muna sinn fífíl feg- urri. Samanlagt hefði flokkurinn hins vegar fengið 31,6% fylgi í nýju Norð- austurkjördæmi - og viti menn: framsókn hefði þá skákað Sjálfstæð- isflokknum og fengið fyrsta þing- mann kjördæmisins. En hve líklegt er að fylgið haldist óbreytt? Brotthvarf HaUdórs kem- ur nær ör- ugglega niður En hvort sem það telst nú raun- hæft markmið eða ekki hjá framsókn að halda óbreyttu fylgi myndi það tryggja flokknum þrjá þingmenn kjörna í kjördæminu. Gangi það eft- ir skilur Halldór Ásgrímsson eftir sig laust þingsæti. í þvi sambandi eru m.a. nefndir til sögunnar þeir Jóhannes Geir Sigur- geirsson, stjórnarformaður Lands- virkjunar og fyrrverandi þingmaðm-, og Jakob Bjömsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri, sem lagði til atlögu við Valgerði Sverrisdóttur í prófkjöri fyrir síöustu kosningar. Einnig er horft til fyrstu varaþing- manna flokksins í gömlu kjördæm- imum, þeirra Daníels Ámasonar á Akureyri og Jónasar Hallgrimssonar á Seyðisfírði. Sá fyrrnefndi er vonar- stjarna af yngri kynslóðinni; sá síð- amefndi hefur oft sest á þing í fjar- veru formannsins en þótt halda sig heldur til hlés. Fleiri en einum við- mæl- enda blaðsins þótti hins vegar líkleg- ast að þriðja sæti á lista flokksins kæmi í hlut nýkjörins formanns Sambands ungra framsóknarmanna, Eskfirðingsins Dagnýjar Jónsdóttur. Nær ailir gera ráð fyrir að Val- gerður Sverrisdóttir skipi fyrsta sæti og Jón Kristjánsson annað, jafnvel þótt staða Framsóknar á Norður- landi eystra hafi veikst hin síðari ár undir forystu Valgerðar og hún sé umdeildari en Jón. Hógværðin hefur skilað Jóni langt og talið er ólíklegt að hann efni til átaka um efsta sæt- ið. Átök innan Samfylkingar Samfylkingin hefði fengið tvo þingmenn kjörna í Norðausturkjör- dæmi í síðustu kosningum, þar af einn jöfnunarþingmann, með ríflega 18% fylgi, sem er langminnsta fylgi flokksins í nýju kjördæmunum sex. Það er næstum sjö prósentustigum minna (!) en í Norðvesturkjördæmi, þar sem það er næstminnst. Það bendir því allt til þess að þrír sitjandi þingmenn svæðisins bítist um tvö þingsæti. Af viðtölum við fjölda samfylkingarfólks að dæma standa öll spjót á Dalvíkingnum Svanfríði Jónasdóttur. Frá sjónarhóli áhorfanda i Reykja- vík hefur Svanfríður verið í hópi öfl- ugri þingmanna Samfylkingarinnar; hún hefur m.a. leitt sjávarútvegsum- ræðu flokksins og stýrir nú Evrópu- kynningunni sem lýkur með at- kvæðagreiðslu meðal flokksmanna í haust um það, hvort aðildarumsókn að ESB verður sett á stefnuskrána. En hvorugt hlutverkið hefur verið vel tfl vinsælda fallið. Og þegar rætt er við þá sem standa kjördæminu nær er það mat flestra aö bakland Svanfríðar sé heldur veikt. Rifjað er upp hvemig Sigbjörn Gunnarsson hrökklaðist úr efsta sæti lista Sam- fylkingarinnar fyrir síðustu kosning- ar eftir sigur í opnu prófkjöri, þegar á hann voru bomar sakir um fjár- málaóreiðu. Svanfríður, sem hafnaði í þriðja sæti í „hólfaskiptu" prófkjör- inu, hreppti fyrsta sæti við brott- hvarf Sigbjöms. Almennt er talið að málið hafi skaðað hana. Einn innanbúðarmaður í Samfylk- ingunni (tekið skal fram að það var hvorugur hinna þingmannanna) var ekkert að skafa utan af því og sagði: „Ég hef engan hitt sem telur að Svanfríður eigi nokkurn einasta möguleika." Annar tók í sama streng og taldi líklegast að Kristján L. MöU- er, „sá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.