Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2002, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 DV Utlönd 13 Danir teknir við formennsku í ESB: Vonbiðlar ekki beittir þrýstingi Danir tóku við formennsku í fram- kvæmdastjóm Evrópusambandsins i gær og sögðu umsóknarlöndunum tiu við það tækifæri að þeim yrðu ekki settir neinir úrslitakostir um aðild á síðustu stundu. Umsóknarlöndin gera sér vonir um að ljúka megi aðildar- viðræðunum í desember næstkom- andi. Anders Fogh Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, fékk forsmekk- inn af því í gær hve erfitt það getur orðið að koma samkomulagi um stækkun ESB á koppinn. Romano Prodi, forseti fram- kvæmdastjórnar ESB, lagði til í gær að umsóknarlöndunum verði gert til- boð sem þau yrðu annaðhvort að sam- þykkja í heilu lagi eða hafna. Æ meiri óánægju gætir meðal ráða- manna austur-evrópsku umsóknar- landanna. Þeim finnst að þeir verði þvingaðir til að samþykkja tilboð sem frá upphafi gerir þá að annars flokks aðildarlöndum. Fjögur landanna ákváðú um helg- ina að standa saman og neita að semja um aðild með byssu beint að höíðinu. eu2oo2,dk REUTERSMYND Anders Fogh Rasmussen Danski forsætisráðherrann veröur í forsæti ESB næstu sex mánuöina. Helsta ágreiningse&ið er stuðning- ur við landbúnað í nýjum aðildarlönd- um. ESB hefur ekki enn ákveðið hvort bændur landanna fá bein- greiðslur eins og aðrir bændur í Evrópusambandinu. s RELTTERSMYND Rugeldar í Hong Kong / gær voru liöin fimm ár síöan Bretar afhentu Kínverjum aftur Hong Kong. Fögnuöurinn var þó lítillátur þar sem efnahagur borgarinnar er í molum. Mistök Bandaríkja- manna dýrkeypt i 1 REUTERSMYND Roger King Roger King, ofursti í bandaríska hernum í Afganistan, ávarpaöi fjöl- miötamenn í herstööinni Bagram í Afganistan eftir atvikið. Snemma í gærmorgun skutu bandarískar herflugvélar sprengj- um á brúðkaup í Uruzgan-héraði í suðurhluta Afganistans. Veislugest- ir höfðu hleypt af byssum sínum upp í loftið eins og tíðkast í mann- fögnuðum á þessu svæði og mis- skildu Bandaríkjamenn það sem árás á sig og svöruðu þvi fyrir sig. Embættismenn í varnarmála- ráðuneyti Bandaríkjanna segja þó að þeir hafi orðið fyrir skotum loft- vamabyssu en að ein sprengjan sem þeir vörpuðu i kjölfarið hafi misst marks. Einhverjir almennir borg- arar höföu farist en þeir gætu ekki staðfest að það væru veislugestimir í brúðkaupinu. Opinbera talan um fjölda látinna var 40 í Afganistan í gær en þorps- búar segja að hátt í 100 manns, mest konur, hafi látist. Polar 100 Polar 200 Evolution 100 Evolution 500 Vision 650 Burðarboqar Hjólagrindur Kajak Festinga A5ur 4.900 Kerruhlutir Britax barnastólar Kastarar ASur 4.900 SKEIFUNNI 11 • SÍMI 520 8000 • BÍLDSHÖFÐA 16 • SÍMI 577 1300 • DALSHRAUNI 13 • SÍMI 555 1019 AUSTURVEGI 69 • SÍMI 483 1800 • SMIÐJUVEGI 68 • SÍMI 544 8800 2 tonna tjakkur FERRÖ AUGLÝSINGASTOFA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.