Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2002, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2002, Page 21
21 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 DV Tilvera Landiö og leíösögumennírnir - 6. hluti Jerry Hall 46 ára Fyrrum frú Mick Jagger og einnig fyrrum súpermódel, Jerry Hall, á afrnæli i dag. Jerry Hall, sem enn þann dag í dag vinnur lítils háttar við sýningarstörf, þótti sýna mikla þolimæði í sambúð sinni með Jagger, sem á mjög bágt með sig þegar kemur að kvenfólki. Jagger og Hall eiga íjögur böm sem Hall hefur umráð yfir. Hall er bandarísk, kemur frá Texas og á tvíburasystur, sem heitir Terry. Auk sýningarstarfa hef- ur Hall leikið í kvikmyndum og á sviði og skrifað í tískublöð. Síðast lék hún frú Robinson á sviði í London. tjömuspá Gildir fyrir miövikudaginn 3. júlí Vatnsberinn (20. ian.-1fi. fehr.l: I Ekki láta það fara í ' taugarnar á þér þótt samstarfsfólk þitt sé svartsýnt. Reyndu að skapa betra andrúmsloft í vinnunni. Rskarnir (19. febr.-20. marsl: Vinur þinn segir þér réttir sem eiga eftir , að hafa inikil áhrif á þig á næstunni. Þú hefúr mikið að gera í dag. Happatölur þínar eru 5, 12 og 19. Hrúturinn (21. mars-19. april): ■ . f kringum þig er fólk *sem þú gætir fengið góð ráð hjá ef þú ein- ungis gæfir þér meiri tima til að hlusta á það. Happatölur þínar eru 1, 29 og 37. Nautið 170. anril-20. maíl: l Forðastu óhóflega Jk. eyðslu í dag og hugaðu að fjármálunum. Þetta v , . er ekki besti tíminn til að gera íjárfestingar. Kvöldið verður mjög ánægjulegt. Tvíburarnir (21. maí-21. iúni): V Vertu bjartsýnn varð- ,//e’andi frama í vinnunni. —i / / Þú nýtur æ meiri virðingar og fólk treystir þér. Þér gengur vel að vinna fram úr vandamálum. Krabbinn (22. iúni-22. iúrn: Vertu tiilitssamur við | vin þinn sem hefur " orðið fyrir óhappi eða r. vonbrigðum. Gefðu þér meiri tíma fýrir einkalífið. Happatölur þínar eru 8, 13 og 22. Uónið (23. iúlí- 22. áaústl: , Ástvinur þinn þarfnast ' meiri athygli. Þú færð hrós í vinnunni fyrir vel unnið starf og verður við það afar kátur. Happatölur þinar eru 2, 23 og 34. Mevlan <?3. áPiist-2?. sent.): Reyndu að skipuleggja -AVft daginn vel svo að þú Xx^ft»koniist yfir ailt sem ^ f þú þarft að gera og náir einnig að slappa af seinni hluta dagsins. Vogin (23. sept.-23. okt.l: S Þú mætir góðvild og C>+J jákvæðu hugarfari hjá \ f vinum þínum í dag. Þú / f nýtur þess að vera í margmenni. Happatölur þínar eru 14, 16 og 17. Sporðdrekinn (24. okt.-2i, nóv.): jgjj|r Einhver er að reyna að ná betra sambandi við ")þig en þú hefur ekki sýnt þessari mann- eskju næga athygli. Happatölur þinar eru 9, 26 og 38. Bogmaðurinn (22. nóv.-2l. des.l: S|Varaðu þig á þeim sem ^sýna vinum þínum óvirðingu. Líklegt er | að þú hittir fólk í dag sem kemur þannig fram. Happatölur þínar eru 18, 19 og 32. Steingeitln 177. des.-19. ian.t: Að eiga góða og sam- heldna fjölskyldu skiptir mikiu máli og þú verður að gæta þess að vanrækja hana ekki. Forðastu að gera úlfalda úr mýflugu. Wsmsím Suðurland: Fagra veit ég fjallasýn - segir Guðmundur Steindórsson „Mér finnst fátt skemmtilegra en fara hér með suðurströndinni og virða fyrir mér fjaliasýnina. Sunn- lenski fjaliahringurinn er ægifagur. Alltaf fmnst mér Ingólfsfjallið vera fegurst þeirra,“ segir Guðmundur Steindórsson, vörubílstjóri á Sel- fossi og fyrrum lögregluþjónn og glímukappi. Hann bætir við að sag- an leynist raunar við hvert fótmál niðri við ströndina. Á Eyrarbakka séu gömul hús á hverju strái og eins á Stokkseyri. Þetta séu falleg þorp með mikinn seið. „Á ferð um Suðurland er hefð- bundið að heimsækja Gullfoss, Geysi og Þingvelli. Kannski fyrir suma orðið leiðinlegt. Þá er lika um að gera að róa á ný mið og þá veit ég um paradís. Háifoss í Þjórsárdal er 122 metra hár en verst er hvað vegurinn þangað er leiðinlegur. Þetta er stórgrýttur ruddavegur sem liggur vestur á bóginn úr Hóla- skógi skammt fyrir neðan Sultar- tanga. Hin leiðin er svo frá sund- lauginni í Þjórsárdalnum og ekki síður leiðinleg. Báða þessa vegi þarf að lagfæra,“ segir Guðmundur, sem er Ámesingur að ætt og uppruna. Hann kveðst því vera best kunnug- ur þar í sýslu en þekki raunar einnig helstu kenniíeiti austan Þjórsár. Gaitalækjarskógur, Þykkvibær, Eyjafjöllin og Landeyjamar. Þetta eru staðir i Rangárþingi sem Guð- Sunnlendingurinn „Um að gera að róa á ný mið og þá veit ég um paradís, ‘ segir Guðmundur Steindórsson. mundur þylur upp og segir þá búa yfir mikilii sögu, hvort heldur sé lit- ið til fortíðar eða nútíðar. í því sam- Maöur lifandí bandi nefnir hann sérstaklega Bergþórshvol, brennustaðinn fræga sem segir frá í Njálu - þar sem í dag situr Eggert Haukdal í óvinafagnaði sín- um. „Landnámsmennimir sem hing- að komu og fomar bækur voru að nokkru leyti norskir og það vora þeir sem stóðu fyrir þessum ribb- aldahætti sem íslendingasögumar greina frá. En ég trúi því að hér hafi líka verið fyrh írar og blóðið i okk- ur íslendingum er í miklu ríkari mæli úr þeim. Með þessu er ég að segja að úr írum sé komið þetta eðli sem einkennir Sunnlendinga svo mjög; það er atorkusemi, heiðar- leiki og síðan framúrskarandi gest- risni sem ég trúi að ferðamenn kunni vel að meta,“ segir Guðmund- ur Steindórsson. -sbs Guð og eiginkonur Guð er Brasilíu- maður. Lof sé Guði! Hallelúja! HM er lokið. Strák- amir mínir orðnir heimsmeistarar og allt er í sóma í veröld- inni. Úrslitaleikurinn var stórkostleg skemmtun. Það tók Brasilíumenn nokkr- ar mínútur að finna taktinn gegn allri þessari þýsku skipu- lagningu. Ég veit hvemig þeim leið. Ég hef lent í umræðu- þáttum með fólki sem ætlar að tala mann í kaf með fræðikenn- ingum. Maður tapar einbeitingu og hættir að vera maður sjálfur. Svo finnur maður sjálfan sig og fer að skora. Samt mun maður aldrei skora eins og Brasilíumaður í þessu lífi. Það er líka allt í lagi að vera ekki snillingur. Nægir manni alveg að fá að horfa á snillinga. Ekki skemmdi fyrir leiknum að dómarinn lítur úr eins og geim- lögga úr Star Trek. Mjög áhuga- verður karlmaður þessi Collina. Sérkennilega kynþokkafullur karlmaður. Ógnvekjandi þegar hann blés í flautuna. Ég hrökk í kút og fannst eins og ég hefði brot- ið af mér. Ég er búin að reikna út að nái ég 84 ára aldri muni ég geta horft á 10 heimsmeistara- keppnir í viðbót. Ég ætla þess vegna að geyma Ronaldo-bol- inn minn vel. íklædd honum 84 ára mun ég senni- lega líta út eins og sérviskulegur forn- gripur og verða til athlægis en það verður bara að hafa það. Maður getur ekki sífellt verið að eltast við almenn- ingsálitið. Nú er ég að vona að vestrænur konur séu búnar að læra að horfa á knatt- spymu á eigin for- sendum en ekki á forsendum karla. Þær geta margt lært af kynsystrum sín- um í Brasilíu sem mæta á áhorfenda- palla og fletta sig klæðum þegar þeirra mönnum gengur sem best. Þetta kalla ég sanna innlifun. Ég er ekki að fara fram á að íslenskar konur taki upp þessa siði. Hér er of kalt til þess. En þær eiga að lifa sig meira Hlíöarendi / Fljótshlíðinni er Hlíðarendi vafalítið einn af frægustu sögustöðunum enda þekktur úr Njálu. Víða Suðurlandi eru frægir staðir úr íslendingasögunum. Suðurland: Margir gullmolar , Suðurland hefur á síðustu árum í raun orðið úthverfi höfuðborgar- svæðisins, sérstaklega yfir sumar- tímann. Hálf þjóðin er austanljalls yfir sumartímann enda era þar þús- undfr sumarhúsa auk annarra gisti- staða. Einnig bjóðast þar fjölmargir afþreyingarmöguleikar sem í mörg- um tilvikum tengjast fortíð héraðs- ins. í uppsveitum Ámessýslu eru Skálholt og Þingvellir, einhveijir merkustu sögustaðir landsins, auk náttúruvættanna Gullfoss og Geys- is. Árborgarsvæðið hefur einnig upp á margt að bjóða, svo sem litlu kauptúnin niðri við ströndina. Perlurnar eru ekki síður austan Þjórsár, svo sem Landmannalaugar, Þórsmörk, Fljótshlíð og Eyjafjöll. Eru þetta að nokkru leyti söguslóð- ir Njálu en þeim gullmola íslenskra bókmennta eru með ýmsum hætti gerð skii í Njálusetrinu á Hvolsvelli. í Vestur-Skaftafellsýslu eru and- stæður náttúrunnar kannski óvíða meiri; búsældarlegar sveitir og eyðisandar sitt á hvað. Núpsstaður er útvörður Suðurlands í austri, en bærinn stendur við Lómagnúp - þar sem jötunninn stendur með jámstaf í hendi. Kolbrún Bergþórsdóttír skrifar. „Leikmennimir þökkuðu Guði og eiginkonum sín- um fyrir sigurinn. Þetta er sú tegund háttvísi sem finnst ekki í Evrópu. Það er ég alveg viss um. Ég er líka viss um að ekkert fœr skaðað karlmenn sem hafa Guð og eiginkonur á sínu bandi. “ inn í HM en þær hafa gert. Engin kona er svo mikil freðýsa að hún hrífist ekki af myndarlegum ung- um mönnum sem kunna að miða í mark. íslenskir karlmenn geta sömu- leiðis ýmislegt lært af brasilíska * landsliðinu. Leikmennimir þökk- uðu Guði og eiginkonum sínum fyrir sigurinn. Þetta er sú tegund háttvísi sem finnst ekki í Evrópu. Það er ég alveg viss um. Ég er líka viss um að ekkert fær skaðað karl- menn sem hafa Guð og eiginkonur á sínu bandi.Sennilega verja Bras- ilíumenn titilinn eftir fjögur ár. v Ég mæti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.