Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Page 2
2
LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002
Fréttir DV
Maðurinn sem missti handleggina við að taka á 11 þúsund volta raflínu:
Guðmundur glaður að
fá dæmdar 15 milljónir
- er nýbúinn að fá grædda í sig lifur í Kaupmannahöfn - einnig afleiðingar slyssins
I Kaupmannahöfn með nýja lifur
ígræöslan virðist hafa tekist vel og nýja líffæriö hefur aölagast eins og vonir
stóðu tii. Guömundur Felix á pantaö far heim til íslands á þriðjudag.
„Ég er mjög ánægður með að hafa
fengið botn í málið. Þó því kunni að
verða áfrýjað er þessi dómur alla
vega búinn að gefa linu,“ segir Guð-
mundur Felix Grétarsson, 30 ára
rafveituvirki, sem missti báða hand-
leggi í janúar 1998 þegar hann tók á
11 þúsund volta háspennuvir í Úlf-
arsfellslínu.
Orkuveita Reykjavíkur og Sjóvá-
Aimennar voru í gær dæmd til að
greiða honum 15 milljónir króna í
skaða- og miskabætur vegna slyss-
ins sem þýddi afdrifarik umskipti í
lífi hans.
„Ég er mjög ánægður
með þau sakarskipti sem
dómarinn dæmir. Orkuveit-
an og tryggingamar höfðu
boðist til að greiða mér 2/3
af því sem ég krafðist. Með
því hefði ég viðurkennt að
bera 1/3 hluta sakarinnar.
Á það féllst ég ekki og er
því mjög ánægður með
dóminn enda taldi ég mig
ekki bera neina sök,“ sagði
Guðmundur Felix.
Hinir steíhdu eru einnig
dæmdir til að greiða honum
vexti rúm 4 ár aftur í tím-
ann, þegar slysið átti sér
stað, auk 1 mÚIjónar króna í máls-
kostnað. Gera má ráð fyrir að drátt-
arvextir nemi a.m.k. 3 milljónum
króna. Tryggingafélagið hafði þegar
greitt Guðmundi Felix 15 milljón
krónur í þeim hluta málsins sem
þótti óumdeildur.
Var aö fá nýja lifur
Þegar DV ræddi við Guðmund
Felix I gær var hann á leið frá Rigs-
hospitalet í Kaupmannahöfn niður í
miðborgina. Á sjúkrahúsinu fékk
hann nýja lifur grædda í sig fyrir
einungis þremur vikum - aðgerð
sem hann hafði beðið eftir lengi.
Eftir slysið hefur líf þessa unga
manns einkennst af miklum veikind-
um og breytingum á högum. Honum
var haldið sofandi i rúma tvo mán-
uði og gefið mikið af ljfjum á sjö
mánaða sjúkrahúslegu. Þegar líkam-
inn gengur í gegnum svo mikið áfall,
m.a. vegna mikils bruna sem leiðir
til útlimamissis, verður mikið álag á
stærstu líffæri líkamans eins og lifr-
ina. Hún fór að gefa sig og virðist
Guðmundur Felix nú loks hafa feng-
ið bót sinna meina að því leyti sem
unnt er enda var líkamsstarfsemi
hans öll úr lagi gengin. Hann hefur
verið með gervihandieggi frá því
hann komst á fætur og fékk mátt til
að takast yfirhöfuð á við slíkt:
„Ég hef aðlagast gervihöndunum,
maður venst þessu sjálfsagt aldrei
en það er hægt að lifa með þessu og
hægt að nota þetta. Eftir slysið eyði-
lagðist lifrin og það hafði verið að
versna og versna," sagði Guðmund-
ur Felix.
Framtíðin óljós
En verði þetta niðurstaðan eins
og dómurinn í gær felur í sér, hvort
sem áfrýjað verður eða ekki, hvern-
ig horfir framtíðin nú fyrir Guð-
mundi Felix?
„Því er erfitt að svara núna. En
ætli ég reyni ekki að finna mér hús-
næði og haldi svo áfram með lifið,"
sagði Guðmundur Felix sem er
tveggja barna faðir.
Hann segir skaðabótaupphæðina
afstæða. Þar séu einfaldlega reikn-
ingslegar forsendur byggðar á dómi.
Hann segir að með hliðsjón af þeim
skaða sem slysið olli honum mættu
bæturnar í raun vera hærri. En
Guðmundur Felix fór ekki fram á
meira, hann fékk nánast allt dæmt
sem lögmaður hans krafðist.
Guðmundur Felix Grétarsson á
pantað flug heim til íslands á
þriðjudag. Ef allt gengur að óskum
mun hann komast heim þá. „Þetta
er búið að ganga með ólíkindum vel
hér í Kaupmannahöfn. Tveir sem
komu á undan mér á sjúkrahúsið til
að fá nýja lifur liggja enn þá á gjör-
gæsludeild, Ég gæti því varla verið
heppnari.“ -Ótt
Slakað á í Kaupmannahöfn
Guömundur Felix ásamt foretdrum sínum,
Grétari Felixsyni og Guöiaugu Þórs ingvadóttur.
Þau hafa dvaliö ytra allan tímann.
Vill að allt Fjármálaeftirlitið víki í Spron-málinu:
Einsýnt að mönnunum beri að víkja
- segir Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson
hæstaréttarlögmaður hefur
krafist þess að allt Fjármála-
eftirlitið víki í máli sem tengt
er máli stofnfjáreigendanna
fimm sem hafa fyrir hönd
Búnaðarbankans gert tilboð i
Spron. Afskipti Fjármálaeft-
irlitsins snúa að því hvort
heimilt sé að greiða yfirverð
fyrir stofníjárhluti í Spron,
en stjóm sjóðsins óskaði eftir
úrskurði stofnunarinnar
þessa.
Bent er á aö forstjóri og aðstoðar-
forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafi
setið í nefnd sem fjallaði um
lagaumhverfi sparisjóða. Með þeim
I nefndinni sátu Guðmundur
Hauksson, sparisjóðsstjóri Spron,
og Sigurður Hafstein, framkvæmda-
stjóri Sambands íslenskra spari-
sjóða. Sá síðarnefndi sendi svo fyrr
í þessum mánuði bréf fyrir hönd
sambands sparisjóða til Fjár-
málaeftirlitsins. Efni þess
voru vangaveltur um að texti
sem ekki birtist í lögum um
sparisjóði frá því í fyrra ætti
að gilda sem fullgild lagatak-
mörkun á meðferð stofnfiár-
hluta í sparisjóðum. Texta
þennan var að finna í at-
hugasemdum með frumvarp-
tnu.
„Vanhæfi forstjóra og að-
stoðarforstjóra Fjármálaeftirlitsins
stafar af því að þeim er ætlað að úr-
skurða um deilumál sem meðnefnd-
armenn þeirra eru aðilar að og hafa
til hliðsjónar lögskýringar sem
byggja á nefndaráliti samið af þrem-
ur umræddra manna," segir í til-
kynningu frá stofnfiáreigendunum
fimm sem sent var til fiölmiðla í
gærkvöld.
„Ég tel einsýnt að mönnunum
beri að víkja sæti og ég á ekki von á
neinum öðrum viðbrögðum en þeim
vegna þessarar kröfu,“ sagði Jón
Steinar Gunnlaugsson i samtali við
DV. Hann segir að sér þyki fráleitt
að sparisjóðamenn vilji að texti sem
er meðfylgjandi áðurnefndum lög-
um öðlist lagaígildi nú. Og að for-
svarsmenn Fjármálaeftirlitsins,
sem einnig komu að lagasmiðinni,
úrskurði í þá veruna.
„Minir menn munu ekki una
þessu,“ sagði Jón Steinar. -sbs
Jón Steinar Páll Gunnar Guömundur
Gunnlaugsson. Pálsson. Hauksson.
vegna
Karl framkvæmdastjóri
Karl Th. Birgis-
son hefur verið ráð-
inn framkvæmda-
stjóri Samfylkingar-
innar frá og með 1.
september næstkom-
andi. Björgvin G.
Sigurðsson lætur af
starfinu á sama tíma
en hann hefur afráðið að bjóða sig
fram til þingmennsku í hinu nýja
Suðurkjördæmi í kosningunum.
ítreka tillögur
Sjálfstæðismenn ítrekuðu með
bókun í borgarráði í gær tillögur
sínar um að leitað yrði fleiri hug-
mynda um varðveislu og sýningu
fomminja í Aðalstræti svo að þær
verði hluti af götumynd Aðalstrætis
og notið verði þess vitnisburðar
sem þær gefa um upphaf byggðar í
landinu.
Samþykkja álver
Stjórn Alcoa samþykkti á stjórn-
arfundi í gær að fela stjómendum
fyrirtækisins að halda áfram við-
ræðmn um byggingu nýs álvers á ís-
landi. Næsta skrefið verður að
ganga frá viljayfirlýsingu á milli
Alcoa, rikisstjórnar Islands og
Landsvirkjunar vegna verkefnisins.
Besti bankinn
Besti alhliða banki á íslandi. Hið
virta fiármálatímarit, Euromoney,
gefur íslandsbanka þessa einkunn
en það veitir árlega verðlaun og út-
nefnir bestu fiármálastofnanir í
heiminum. „Þessi tilnefning hefur
þýðingu," segir Valur Valsson
bankastjóri.
Framlengir varöhald
Héraðsdómur Reykjavíkur fram-
lengdi í dag gæsluvarðhald yfir
þremur karlmönnum til 16. október.
Mennirnir era grunaðir um hlut-
deild í stærstu fíkniefnasendingu
sem lögregla hefur lagt hald á í einu
lagi. Málið snýst um smygl á 30 kg
af hassi í mars sl. vetur. RÚV
greindi frá.
Álið hækkar krónuna
Gengi íslensku krónunnar hækk-
aði um 0,65%. Á Mbl.is er haft eftir
sérfræðingum Islandsbanka að
hækkunina megi rekja til frétta af
því að stjórn bandaríska álfyrirtæk-
isins Alcoa ætli að gefa grænt ljós á
áframhaldandi viðræður við íslensk
stjórnvöld varðandi byggingu álvers.
Ber blak af VG
Gísli Gunnarsson, forseti sveitar-
stjómar Skagafiarð-
ar, segir óeðlilegt að
kenna VG einum um
breytta afstöðu sveit-
arfélagsins til virkj-
unar við Villinganes.
Hann segir orð iðn-
aðarráðherra um
málið bera vott um
yfirlæti í garð sveitarfélagsins.
Engin sprengja
Hættuástandi á Keflavíkurflug-
velli var aflýst undir kvöld eftir að
sprengjusérfræðingar Landhelgis-
gæslunnar höfðu leitað af sér allan
grun um að sprengja væri í lítilli
einkaþotu sem þar lenti síðdegis.
Sjö manns voru um borð í þotunni.
Hótelum fjölgar
Hótelum mun fiölga til muna á
höfuðborgarsvæðinu á næstu árum.
Talið er að minnsta kosti sex ný
hótel, sem verða 3 til 4 stjömu,
muni risa i borginni auk þess sem
viðbyggingar eru fyrirhugaðar við
tvö hótel. Ef þetta gengur eftir mun
hótelherbergjum fiölga um nærfellt
helming á svæðinu. Nýting hótel-
herbergja hefur hins vegar staðið í
staö undanfarin ár. RÚV sagði frá.