Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Side 8
8
Útlönd
LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002
DV
Al-Qaedaliöi bíöur flóttafæris.
AI-Qaeda-liðar
leita flóttaleiða
Liösmenn al-Qeda-samtakanna,
sem farið hafa huldu höfði í
Afganistan eftir fall talibanastjóm-
arinnar, eru nú sagðir leita nýrra
flóttaleiöa út úr landinu, til að
sleppa undan sérsveitum banda-
ríska hersins sem leitað hafa þeirra
í fjalllendi Afganistans síðustu mán-
uðina.
Að sögn talsmanns stjómvalda í
Tadsjikistan hafa þarlendir
landamæraverðir nýlega orðið varir
við hópa al-Qaeda-liða nálægt landa-
mærunum I Badakhshan-héraði og
er óttast að þeir muni reyna að
komast yfir landamæri verið að
þeim þrengt.
„Við emm við öllu búnir og höf-
um fjölgað um helming í gæsluliö-
inu, auk þess sem við höfum fengið
liðsstyrk frá rússneska hemum,“
sagði Nuralisho Nazarov, yfirmaður
landamæragæslunnar, og bætti við
að þeir gætu í raun ekki leitað ann-
að eftir að þeir voru hraktir frá
landamærunum við Pakistan.
Forsetinn hætti
við ferðina til Ufa
Kaspar Villinger, forseti Sviss,
hætti í gær við að vera viðstaddur
minningarathöfn i Ufa, höfuðborg
Bashkostostan-héraðs í Rússlandi,
sem haldin var vegna þeirra 45 barna
frá borginni sem létust í flugslysinu
hræðilega í síðustu viku, þar sem
tvær flugvélar rákust saman yfir
Þýskalandi á svissnesku flugstjómar-
svæði vegna mistaka fiugumferðar-
stjóra. Að sögn talsmanns forsetans
var hætt við ferðina af öryggisástæð-
um, þar sem borgaryfirvöld treystu
sér ekki til að tryggja öryggi hans.
Samgönguráðherra Sviss baðst í
gær afsökunar á því að svissnesk yfir-
völd hefðu í upphafi kennt flugmanni
rússnesku vélarinnar um slysið og
viðurkenndi mistök í flugstjórn.
Innrás á Gaza-svæöiö.
„Er ég að tryggja völd-
in eða að deila þeim?“
- spurði Musharraf Pakistansforseti í þjóðarávarpi í gær
„Er ég að tryggja völd mín eða er
ég að deila þeim með ykkur?“
spurði Pervez Musharraf, forseti
Pakistans, í ávarpi til þjóðar sinnar
í gær og vitnaði þar í umdeildar til-
lögur sínar um breytingar á stjórn-
arskrá landsins sem miða að því að
tryggja enn frekar völd hans. Þar er
jafnvel gert ráð fyrir því að hann fái
vald til að reka forsætisráðherrann
og alla ríkisstjórn landsins frá völd-
um, auk þess að leysa einhliða upp
þjóðþingið og senda það heim sýnist
honum svo.
Musharraf, sem tók við völdum í
landinu árið 1999, fullyrti að
breytingarnar á stjórnarskránni
væru nauðsynlegar til að tryggja
varanlegt lýðræði í landinu, en ekki
er Ijóst hvort hann ætlar að leggja
þær fyrir þjóðþingið eða koma þeim
á með einhliða tilskipun.
Þegar Musharraf kom til valda
lofaði hann þjóðinni að koma á lög-
um og reglu i landinu og i gær ítrek-
aði hann þá ætlun sína að uppræta
Pervez Musharraf.
múslímskar öfgahreyfingar sem
víða hafa farið með vopnavaldi i
landinu.
Fyrr í vikunni hafði Musharraf
boðað til þingkosninga þann 10.
október nk., þeirra fyrstu síðan
hann kom til valda eftir þögula upp-
reisn. Áður hafði hann sett ný lög
sem banna fólki sem gegnt hefur
ráðherradómi í tvö kjörtímbil eða
meira að bjóða sig fram, en með því
kemur hann í veg fyrir að tveir
helstu andstæðingar hans, þau Ben-
azir Bhutto og Nawaz Sharif, fyrr-
um forsætisráðherrar, geti boðið sig
fram fyrir stærstu stjómarand-
stöðuflokkana.
Það er vilji stjómarandstæðinga
að forsetinn, sem tryggði sér fimm
ár til viðbótar i forsetastóli í þjóðar-
atkvæðagreiðslu í aprfi sl„ víki sæti
fyrir kosningamar og að óháð skip-
uð ríkisstjóm sjái um framkvæmd
kosninganna. Öðravisi sé ekki hægt
að tryggja frjálsar og lýðræðislegar
kosningar. Ólíklegt er að Musharraf
verði við þeirri ósk, þar sem hann
virðist ekki treysta öðmm en sjálf-
um sér til að fara með völd.
REUTERSMYND
Rlsastórt veitingaborö
Þetta glæsilega útisvið, sem er eins og risavaxiö borö á franskri veitingakrá, var nýlega smíöaö á bökkum Konstance-
vatns í Þýskalandi í tilefni flutnings óperunnar La Bohéme á árlegri Bregenz-listahátíö sem hófst í gær.
Þrettán milljónir manna svelta:
Skelfilegt ástand á hungur-
svæðunum í suðurhluta Afríku
Tveir Palestínu-
menn skotnir til
bana á Gaza
ísraelskir hermenn skutu
snemma i gærmorgun tvo Palest-
ínumenn, 19 ára byssumann og 22
ára lögreglumann, til bana í innrás
í bæinn Deir E1 Balah á Gaza-svæð-
inu. Að sögn talsmanns ísraelska
hersins kom til skotbardaga þegar
innrásin var gerö, en ætlunin mun
hafa verið að hafa hendur í hári
meints hryðjuverkamanns í bæn-
um.
Þá lést palestinskur blaðamaður
í gær, en hann hafði orðið fyrir
skoti þegar israelsk herdeild hóf
skothríð á hóp óbreyttra borgara í
Vesturbakkabænum Jenin kvöldið
áður.
Matvælastofnun Sameinuðu þjóð-
anna hefur ítrekað hjálparbeiðni
sína til alþjóðasamfélagsins, um 500
milljóna dollara fjárstuðning til
handa þrettán milljónum sveltandi
fólks í suðurhluta Afríku. Stofnunin
sendi fyrst út hjálparbeini í byrjun
júlí og hefur síðan aðeins fengiö lof-
orð fyrir um 130 milljónum dollara
upp í áætlaða þörf. Bandaríkjastjórn
mun þar af hafa lofað 98 milljónum
dollara.
Neyðin er mikil og hefur Alþjóða
heilbrigðisstofnunin nýlega varað
við því að um 300 þúsund manns
muni deyja hungurdauða á næstu
sex mánuðum berist hjálp ekki strax,
en áætlað er að flytja þurfi um millj-
ón tonn matvæla á svæðið frá
Malawí til Lesotho til að koma í veg
fyrir algjöra neyð.
Til þessa em Bretland, Kanada og
Holland einu löndin sem svarað hafa
Beölö eftir mat
Um þrettán milljónir manna svelta
heilu hungri í suöurhluta Afríku.
kalli Matvælastofnunarinnar, en auk
þess hefur Evrópusambandið lagt tfi
verulegar birgðir fram hjá skipu-
lagðri starfsemi Matvælastofnunar-
innar.
Að sögn Michaels Curtis, tals-
manns Evrópusambandsins, er áætl-
að að ESB sendi um 200 þúsund tonn
af matvælum á svæðið, en þegar hafi
verið send matvæli að andvirði um
90 milljónir dollara og eigi sú upp-
hæð eftir að hækka I 150 milljónir
dollara fyrir haustið.
Að sögn talsmanna hjálparstofn-
ana á svæðinu em þær birgðir sem
þegar hafa borist aöeins dropi í hafið
og verði ekki bmgðist við með hraði
bíði fólksins ekkert annað en algjört
svelti og dauöi. „Ástandiö er skelfi-
legt og öragglega það alvarlegasta
sem heimsbyggðin horfir fram á
þessa stundina," sagði einn hjálpar-
starfsmanna.
1
Powell til Asíulanda
Colin Powell, ut-
anríkisráðherra
Bandaríkjanna, mun
seinna í mánuðinum
halda í átta landa
heimsókn til Asíu-
landa og er tilgangur
ferðarinnar að
kanna stöðuna í
deilu Indlands og Pakistans, auk þess
að ræða við ráðamenn landanna um
áframhaldandi baráttu gegn hryðju-
verkum í heiminum. Löndin sem
Powell heimsækir eru Taíland,
Indónesía, Brúnei, Singapúr, Malasía
og Filippseyjar auk Indlands og
Pakistans.
Fylgst með al-Qaeda
Bandaríska CNN-sjónvarpstöðin
greindi frá því í gær að ónafhgreind-
ur talsmaður stjómvalda hefði upp-
lýst að alríkislögreglan FBI hefði að
undanfómu fylgst náið með grunuð-
um samstarfsmönnum al-Qaeda-sam-
takanna í nokkrum stærstu borgum
Bandarikjanna, þar á meðal í Seattle,
Chicago, Atlanta og Detroit. Talsmað-
urinn vildi ekkert segja um fjölda
þeirra sem fylgst er með, annað en
það að þeir væru innan við hundrað.
Að öðru leyti vildi hann ekki ræða
málið. Þetta er í fýrsta skipti sem
stjómvöld greina með svo ákveðnum
hætti frá hugsanlegri hryðjuverkaógn
innan Bandaríkjanna.
Bush fékk vaxtaafslátt
Talsmenn Bush
Bandaríkjaforseta
neituðu því i gær að
forsetinn hefði feng-
ið vafasöm lán á lág-
um vöxum þegar
hann var fram-
kvæmdastjóri orku-
fýrirtækisins
Harken Energy Corporation á áttunda
áratugnum, eins og stjómarandstæð-
ingar hafa sakað hann um, en Bush
mun þá hafa tekið meira en 180 þús-
und dollara að láni með 5% vöxtum
þegar meðalvextir voru 7,5%.
Bardagar í Kasmír
Yfirvöld í Kasmír segja að ind-
verskir hermenn hafi skotið að
minnsta kosti sjö liðsmenn aðskilnað-
arsinna múslíma til bana í hörðum
skotbardaga í Poonch-héraði í gær.
Talsmaður hersins sagði að herdeild-
in hefði verið í könnunarleiðangri
þegar hún uppgötvaði fylgsni skæru-
liðanna nálægt bænum Surankot og
hefði bardaginn staðið lengi dags. Þá
var indverskur hermaður skotinn til
bana i Samba-héraði i gær, en þar
skiptust indverskir og pakistanskir
hermenn á skotum yfir landamærin.
Samið um fangaskipti
Sheikh Hassan
Nasrallah, helsti for-
ingi Hezbollah-skæm-
liða í Líbanon, sagði í
gær að viðræður um
fangaskipti hefðu far-
ið fram við ísraela að
undanfórnu. Þýskir
embættismenn munu
hafa stýrt viðræðunum. Er hugsanlegt
að Marwan Barghouti, helsti foringi
Fatah-hreyfmgar Yassers Arafats sem
verið hefur í haldi ísraelsmanna síðan
í apríl, sakaður um að hafa skipulegt
hryðjuverk, verði leystur úr haldi auk
100 líbanskra fanga í skiptum fyrir
viðskiptajöfurinn Elhanan Tennen-
baum, sem verið hefur fangi Hez-
bollah-skæruliða í tæp tvö ár.
Sangatte-búðunum lokað
Bretar og Frakkar hafa loksins náð
samkomulagi um að Sangatte-flótta-
mannabúðunum við Ermarsunds-
göngin í Frakklandi verði lokað og
verður það gert í síðasta lagi í byijun
mars á næsta ári.
Hundar í sprengjuleit
ísraelsk stjómvöld hafa ákveðið að
hefja þjálfun hunda til að koma í veg
fyrir sjálfsmorðárásir. Hundarnir
verða fluttir frá Bandaríkjunum og
sjá bandarískir gyöingar um að út-
vega þá. Verkefhið hefur hlotið nafnið
„Pups for Peace" eða „Friðarhvolp-
amir“ og verða þeir þjálfaðir til að
þefa uppi sprengiefhi.
inamKmtiUHttaíiiftHiumiinuniuwiiuuituftHiiHHiHti-