Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Síða 10
Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift:
Skaftahlið 24,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Ritsfjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerð og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Frygðarfárið á skjánum
Átakanlegt hefur verið að fylgjast með myndbandagerð
helstu tónlistargoða unga fólksins á síðustu árum. Eftir
því sem árin líða hefur fötunum fækkað. Nú er svo komið
að tónlistarmaður getur varla gert ráð fyrir frægð og
frama nema hann fetti sig og bretti eins og berstrípuð fata-
fella framan við ágengar myndavélarnar. Öfgakenndir
kynlífstilburðir virðast vera forsenda þess í dag að nýjasta
dægurtónlistin komist til skila. Og má i sumum tilfellum
vart sjá skilin á milli kynlífs og tónlistar.
Lengst hefur þetta gengið hjá konum. Þar hefur sam-
keppnin borið skynsemina ofurliði. Fari svo að áhorfandi
skrúfi niður i hljóðinu og horfi aðeins á aðfarirnar á þögl-
um skjánum verður ekki annað séð en listamaðurinn sé
lagstur með sjálfum sér í eitt allsherjar frygðarfár. Þetta
getur verið raunaleg sjón. Það er eins og konur á stjörnu-
himninum séu reiðubúnar að gera allt í skiptum fyrir
frægðina. Nektin er þar á næsta leiti. Myndband með
fyrstu alnöktu söngkonunni er aðeins spursmál um tíma.
Efalitið eru efnilegar söngkonur beittar miklum þrýst-
ingi i þessa veru. Og vísast er þar sagt að frægðin kosti
sitt. Plötuútgefendur og umboðsmenn vísa væntanlega til
frjálslyndis í von sinni um gildan gróða. Og ekki leiðist
sjónvarpsstöðvunum að sýna sællegar stunurnar sem
fylgja þessari nýjustu tónlist jarðarbúa þar sem blandað er
saman kræfum takti og kynlífsþjónustu. Strikin hafa færst
eða verið færð. Það sem einu sinni þótti særa blygðunar-
kenndina þykir nú sjálfsagt og sætt.
Vinsælasta söngkona landsins bendir á þessa þróun í
áhugaverðu viðtali sem birtist í helgarblaði DV fyrir viku.
Þar segir Birgitta Haukdal, söngkona írafárs, nýja frygð-
arfárinu stríð á hendur. Birgitta hefur komist á toppinn í
islensku tónlistarlífi í fullum herklæðum og fer ekki að
fækka þeim úr þessu, enda segir hún fáránlegt að blanda
saman tónlist og kynlífstilburðum með þeim hætti sem
gert hefur verið á undanförnum misserum. Birgittu oíbýð-
ur. Og hún virðist sár fyrir hönd kynsystra sinna.
„Þessi myndbönd eru ömurleg,“ segir Birgitta og bætir
við: „... ég bíð bara eftir því að við verðum að syngja
berrassaðar hér á íslandi.“ Söngkonan gefur tónlistar-
myndböndum margra frægustu stjarnanna heldur lága
einkunn. Henni sýnist aðeins ein týpa komast að í þessum
harða bransa úti i heimi: „Það eru bara megabeib í mynd-
böndum með sílikon og búnar að fara i alls konar meiköpp
sem er sorglegt því það setur svo mikla pressu á litlu stelp-
umar sem eru að horfa á sjónvarpið."
Birgitta Haukdal segir í téðu viðtali við DV síðasta laug-
ardag að þessi nýja tegund brókarsóttar sendi slæm skila-
boð til ungra kynsystra sinna. „Mér finnst svo sorglegt að
allar litlu stelpurnar skuli vera að gera allt sem er sagt i
sjónvarpinu af því þeim finnst þær eiga að vera fjörutíu
kíló ...“ Og listakonan segir jafnframt á öðrum stað í við-
talinu: „Þegar systir mín var sex ára fann ég hvað hún
varð fyrir miklum áhrifum. Það er mjög vond þróun þeg-
ar sex ára börn finna fyrir svona pressu ...“
Sönkonan kveðst vonast til að þetta breytist. Öll teikn
eru hins vegar á lofti um að þessi tegund tónlistariðkunar
ryðji sér til rúms á islensku sviði. Þrýstingurinn er alltént
fyrir hendi: „Ég fór til dæmis í viðtal um daginn þar sem
ég var beðin um að vera í bikiní,“ segir Birgitta. „Ég hélt
nú ekki og þrætti við þá sem sáu um myndatökuna og
sagði að ég væri söngkona en ekki fyrirsæta.“ Hér talar
listakona með bein i nefinu, kona sem ólíkt mörgum hef-
ur ekki þurft að stynja sér leið á toppinn.
Sigmundur Ernir
■ '■■■n . - i i ............... iiií'ínÍlillfíiiiiffii'iTiirik
LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002
DV
Æpandi einsemdin
legur en aðeins var farið að draga
af mér andlega. Ég var þó kinn-
fiskasoginn. Það sá ég þegar ég
leit í spegil. Tilþreytingar var
þörf. Ég ákvað að fara á veitinga-
hús, hitta fólk og ná mér um leið
i næringu.
Greinilegur einbúi
Það hvarflaði að mér að fara á
fínan stað, borða dýrt og láta
þjóna mér almennilega. Ég hætti
við það. Vissulega gat ég fengið
góðan mat með þeim hætti en þá
vantaði sárlega hinn félagslega
þátt. Ég gat ekki hugsað mér að
sitja í lengri tíma einn, milli for-
réttar, aðalréttar og eftirréttar.
Enn siður treysti ég mér til þess
að taka umræðu við þjóninn í
upphafi máltíðarinnar, hvar ég
kæmi einn inn og bæði um borð.
Ég sá fyrir mér er hann byði mér
sæti og spyrði af lærðri kurteisi
hvort ég vildi drykk meðan beðið
væri dömimnar. Ég bjóst við svip-
aðri meðferð á öðrum veitinga-
stöðum, jafnvel þótt þeir væru
ekki í dýrasta klassa. Niðurstað-
an varð hamborgarastaður.
Manneldissjónarmiðin voru enn
fokin út í veður og vind.
I biðröð skyndibitastaðarins
horfði ég á litfagrar, upplýstar
auglýsingar um rétti sem í boði
voru. Ég var í vafa um valið og
gat ekki leitað ráða hjá neinum.
Þegar að mér kom vafðist mér
tunga um tönn. Afgreiðslumaöur-
inn, ungur og gæðalegur piltur,
mældi viðskiptavin sinn út.
Þama var kominn miðaldra mað-
ur í jakkafötum, greinilega ein-
búi. „ Ja,“ stamaði ég fyrir framan
piltinn, „ég ætla að fá eitthvað að
borða.“ Þetta var greindarlegur
piltur að sjá svo eflaust hefur
hann gert sér grein fyrir tilgangi
ferðar minnar. „Hvað má bjóða
herranum?" sagði pilturinn, kurt-
Mér datt í hug að fara í
búðina á horninu og
biðja um eina kótilettu
og eitt hvítkálsblað en
hœtti við. Ég þóttist
muna að kótilettur
kœmu ekki fœrri saman
en sex í bakka.
Ég er þvi óvanur að vera einn.
Það er kúnst sem án efa lærist en
er nokkur lífsreynsla þeim sem
alla tið hefur tilheyrt mörgum,
hvort sem var í foreldrahúsum
eða með eigin fjölskyldu. Eldri
börn okkar hjóna hafa smám
saman flogið úr hreiðrinu, eins
og vera ber, og þegar við bættist
þessa blíðu hásumardaga að kon-
an og yngri dóttir skruppu i tíu
daga utanlandsferð stóð ég
frammi fyrir einsemdinni.
Mér fannst fyrstu dagana eins
og ég væri að svíkjast undan ein-
hverju. Ég beið fyrirmæla en eng-
inn bað um neitt. Ég kveikti á
sjónvarpi og útvarpi og hélt
rásinni jafnvel þótt ég héldi mig
við gufuna. Það var hvorki skipt
á Stöð 2 né Popp TV. Ég var einn
í heiminum og komst að því, líkt
og Palli forðum, að þeirri stöðu
fylgja fleiri ókostir en kostir.
Reynslunni ríkari er ég sammála
Palla. Það er lítið fútt i þvi að
vera einn. I þeim efnum gildir hið
fornkveðna, maður er manns
gaman.
Ein kótiletta?
Hvað gerir maður einsamall í
fæöuöflun? Væntanlega matbúa
þeir sem vanir eru einverunni,
kaupa brauð og álegg, mjólk, fisk,
kjöt, grænmeti og annað það sem
tilheyrir heimilishaldinu, en í
smáskömmtum þó. Ég kann það
ekki. Við höfum alla okkar tíð
keypt í kílóavls, borið heim
marga poka, fjölda lítra af
mjólk, læri og hrygg, hvít- og
grænkálshausa, heilar melón-
ur, stóra pakka af seríosi,
komflexi eða kókópuffi. Við
höfum gegnum tíðina verið
mörg og ekki þurft að hafa
áhyggjur af afgöngum.
Nú stóð ég frammi fyrir
nýrri stöðu. Vissulega voru
eldri krakkamir farnir og við
því smám saman að venjast
viðaminni heimilisrekstri en
þó aldrei færri en þrjú. Þrír
mynda heimili, fjölskyldu.
Það er hins vegar alveg á
mörkunum að einn geri það.
Mér datt í hug að fara í búð-
ina á horninu og biðja um
eina kótilettu og eitt hvítkáls-
blað en hætti við. Ég þóttist
muna að kótilettur kæmu
ekki færri saman en sex í
bakka. Þá sá ég ekki að kaup-
maðurinn tæki í mál að fletta
einu blaði utan af hvítkáls-
hausnum og pakka honum
inn að nýju. Ég ákvað því að
þrauka fyrstu helgina heima,
aleinn með sjálfum mér og
treysta á eldri leifar i kæli-
skápnum. Ég vissi að til var
hálft brauð. Það þurfti því lít-
ið til að gleðja mig við þessar
aðstæður. Mér var borgið þeg-
ar ég fann fjórðung oststykkis
og hálft pepperóni-bréf. Á því
lifði ég fram á mánudag auk
þess sem ég hitaði mér te.
Ég harmaði ekki síðustu
brauðsneiðina. Hún var nokk-
uð tekin að reskjast, osturinn
búinn og aðeins ein pepp-
eróni-sneið eftir. Nóg var þó
af tepokum. Við svo búið
mátti ekki standa. Ég fór í
búð. Þar gekk ég milli
hillurekka og horfði augum
einbúans á matvöruna. Út fór
ég með pylsupakka og viðeig-
andi brauð, síldarkrús mar-
ineraða, rúgbrauð og hangi-
kjötssalat. Ekki veit ég hvaða
dóm manneldisfræðingar
leggja á þetta fæði en það
dugði mér í þijá daga. Þróttur
eis og öllu vanur. „Hvemig er
þetta?" spurði ég og benti á mynd
sem sýndi hamborgara veglegrar
gerðar, grænmeti, franskar kart-
öflur og gosdrykk. „Þú verður
áreiðanlega saddur af þessu,"
sagði strákurinn þolinmóður og
skilningsríkur. Hann hefur ef-
laust séð hve ég var tekinn í
framan, ekki beinlinis af sulti
heldur röngu fæðuvali.
Stutt dvöl
Ég greiddi piltinum uppsett
verð, tók við skyndibitanum og
leitaði sætis. Allt í kringum mig
vEir glaðvært fólk, foreldrar með
böm, imglingar sem sötmðu sjeik
milli þess sem þeir stungu saman
nefjum, móðir með stálpaðar dæt-
ur og eldri hjón. í fljótu bragði
varð ég ekki var við einstaklinga.
Ekki það að ég hefði sest hjá slík-
um en samt. Þetta undirstrikaði
æpandi einsemd mína.
Afgreiðslupilturinn hafði fylgst
með ferðum mínum og sá hvar ég
stóð eins og þvara, einn með ham-
borgara, franskar kartöflur og
þijú tómatsósubréf. Hann kallaði
til mín og benti mér á lítið borð,
ætlað tveimur. Ég kinkaði kolli í
þökk enda átti ég óhægt um vik
að vinka manninum, haldandi á
borgaranum. Ég kom matarbakk-
anum fyrir á borðinu, hengdi