Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Side 16
16
Helgarblað
LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002
DV
H.C. Andersen. Hann braust frá fátækt til frægöar. Ævintýri hans eru sígild en í byrjun var þeim
tekiö af fálæti.
Ævintýrið um Andersen
H.C. Andersen gerðl œvlntýrl að bókmennta-
greln. Hann var mjög sérstakur maður, barnslega
einlœgur en um lelð hégómlegur og óttl tll að
vera sjólfhœllnn.
Hans Christian Andersen fæddist áriö 1805 í
Óöinsvé, sonur ólæsrar þvottakonu sem kunni
ekki að skrifa nafnið sitt. Faðir hans var mikill
bókamaður og las fyrir son sinn og Andersen
heyrði líka mikið af þjóðsögum og ævintýrum frá
ömmu sinni.
Faðirinn, sem var skósmiður, dó þegar Ander-
sen var ellefu ára og var grafinn í fátækragröf.
Móðir hans sá fyrir sér og syni sínum meö því að
þvo þvotta í ánni. Á vetrum stóð hún úti í ísköldu
vatninu allt upp í sex klukkutíma. Hún fór að
drekka gin til að halda á sér hita og varð áfengis-
sjúklingur. Þaö var áfengið sem að lokum lagði
hana í gröfina þegar sonur hennar var orðinn
fullorðinn maður.
Andersen var fjórtán ára þegar hann fór að
heiman og til Kaupmannahafnar, til að verða
frægur, eins og hann sagði við móður sína. Spá-
kona hafði eitt sinn sagt móður hans að dag einn
yrði Óðinsvé upplýst vegna sonar hennar. Sá spá-
dómur rættist áratugum seinna þegar mikil hátið
var haldin í Óðinsvé Andersen til heiöurs.
Barnsleg bjartsýni
Andersen kom til Kaupmannahafnar fullur af
bamslegri bjartsýni og viss um góðvilja ókunn-
ugra. Fyrsta kvöldiö fór hann í óperuna og hreifst
svo mjög af sýningunni að hann brast i grát. Aðr-
ir sýningargestir hugguðu hann og gáfu honum
epli.
Eitt hans fyrsta verk í borginni var að berja að
dyrum á heimili mestu ballerlnu borgarinnar.
Hann vildi að hún útvegaði honum starf sem
dansari. Hann fór úr skónum og dansaði á sokk-
unum fyrir hana. Hún hélt að hann væri geðbil-
aöur og lét visa honum út. Næst fór hann að
heimili stjómanda Konunglega óperuhússins og
söng fyrir hann með þeim árangri að maðurinn
tók drenginn um tíma undir sinn vemdarvæng
og veitti honum húsaskjól og fæði og sendi hann
í söngtíma. Hann söng og dansaði á sviði og lenti
síðan undir handarjaðri manns að nafni Jonas
Collins sem útvegaði honum styrk til náms.
Sautján ára gamall var hann settur í bekk með
ellefu ára drengjum. Einn kennara hans bannaði
honum aö skrifa skáldskap og sagöi að hann væri
heimskur og enginn myndi nokkm sinni lesa það
sem hann skrifaöi.
Ævintýri verða bókmenntir
Andersen skrifaði nokkrar skáldsögur en
frægastur er hann fyrir ævintýri sin. Hann samdi
168 ævintýri sem hafa verið þýdd á rúmlega
hundrað tungumál. Fyrstu ævintýri Andersens
komu út þegar hann var þrítugm-. Hann skrifaði
ævintýri á tímum þegar bamabækur áttu ekki að
vera bömum til skemmtunar. Bamabækur þessa
tíma vom ætlaðar til að fræða unga lesendur og
voru venjulega í predikunartón. Andersen var
fyrstur rithöfunda til að taka ævintýrið alvarlega
sem bókmenntaform og semja sjálfm ný ævin-
týri. Hann skráði líka sögur sem hann hafði
heyrt i æsku sinni frá ömmu sinni og öðm gömlu
fólki og gaf þeim sinn eigin blæ. Hann gæddi æv-
intýri kímni og skrifaði fjörlegan stíl sem böm-
um fannst aðgengilegur og skemmtilegur. Hann
fékk ekki sérlega góða dóma fyrir fyrstu ævintýri
sin sem þóttu ekki eiga erindi til bama þar sem
þau væm ekki nógu uppbyggileg. Það var ævin-
týrið um Litlu hafmeyjuna sem færöi honum al-
þjóölega frægð en hann var ár að semja það. í
sömu bók var annað sígilt ævintýri, Nýju fótin
keisarans.
Einlægni og sérviska
Andersen var einlægur og hreinskilinn en hald-
inn alls kyns sérvisku. Hann var til dæmis svo
hræddur um aö vera grafinn lifandi að hann var
iðulega með miða í jakkavasanum eða á nátt-
borðinu sem á stóð: „Ég sýnist bara vera dá-
inn.“ Hann var dauðhræddur við hunda og
grunaði farþega í lestum sífellt um að ætla að
myrða sig.
Hann þótti afar ófríður maður, með óeðlilega
langa útlimi og var klaufalegur í framkomu.
Hann kvæntist aldrei en var sífellt að verða ást-
fanginn. Dagbækur hans bera með sér að hann
hreifst af báðum kynjum og til eru ástríðufull ást-
arbréf sem hann skrifaði karlmönnum.
Það var Grímur Thomson sem skrifaði fyrstu
metnaðarfullu greinina um Andersen, hún var 20
blaðsíður og kom út í mars 1855. Grímur benti á
að Andersen væri svo frægur erlendis að Danir
yrðu að meta hann að verðleikum. Andersen var
himinlifandi yfir greininni sem hann sagði afar
vel samda, greindarlega og skrifaða af þekkingu
og ást.
Andersen var afar viðkvæmur fyrir gagnrýni.
Charles Dickens gaf honum besta ráðið við gagn-
rýni. Þeir voru saman á gangi þegar Andersen fór
aö kvarta undan slæmri gagnrýni sem verk hans
höfðu fengið og Dickens sagði: „Þú átt aldrei að
lesa neitt í dagblöðum annað en það sem þú hef-
ur sjálfur skrifað. Ég hef ekki lesið gagnrýni um
mig i 20 ár. Ekki komast í uppnám vegna dag-
blaðanna, þau gleymast á viku en bókin þín lifir
að eilífu. Guð hefur gefið þér svo mikið. - Dic-
kens skrifaði með fæti sínum í sandinn: „Þetta er
gagnrýni, sagði hann og bætti við um leið og
hann þurrkaði skrifm út, „og hún hverfur alveg
eins og þetta.“
Hégómi og sjálfhælni
Andersen var bamslega hégómlegur, ákaflega
veikur fyrir hrósi og skjalli og gat verið sjálfhæl-
inn. Anna María Livingstone, ung dóttir land-
könnuðarins Livingstone skrifaði honum bréf og
sagði: „Ég er svo hrifm af ævintýrunum þínum
að mig langar til að koma og hitta þig en ég get
það ekki svo ég ákvað að skrifa. Þegar pabbi kem-
ur heim frá Afríku bið ég hann um að fara með
mig til að sjá þig.“ Andersen var vanur að ganga
með bréf Önnu í vasa sínum og taka það upp til
að sýna gestum. Þá kyssti hann bréfið og sagði:
Finnst ykkur ég ekki vera hamingjusamur mað-
ur að heimurinn skuli elska mig svona mikið.“
Svo bætti hann við að faðir Önnu væri mikil-
menni en ekki eins elskaður og hann væri sjálf-
ur. „Þegar ég dey munu allir koma og setja blóm
á kistuna mína,“ bætti hann við.
Hann fékk lifrakrabbamein þegar hann var sjö-
tugur og lagðist banaleguna. Hann var hræddur
um að vakna lifandi í líkkistunni og bað ráðs-
konu sína að skera sig á púls þegar hún héldi að
hann væri látinn. Hún brosti og sagði að hann
gæti gert það sem hann hefði oft gert, skilið eftir
miða með orðunum: „Ég sýnist bara vera dáinn.“
Hann brosti. Tveimur dögum seinna lést hann i
svefni.
Furðuveröld
Arthur Conan Doyle öðlaðist
heimsfrægð
fyrir sögur
sínar um Sher-
lock Holmes.
Hann var líka
í góðu formi í
öðrum skáld-
sögum, eins og
The Lost
World. Þar
segir frá ævin-
týrum fjög-
urra manna
sem uppgötva furðuveröld í Suð-
ur-Ameríku þar sem risaeðlur,
mannapar og fleiri kynjaverur
ráða ríkjum. Mikil skemmtun og
ósvikin spenna. Betri en Jurassic
Park. Fleiri finar ævintýrasögur
er að finna í sömu bók.
Guð er vinur þagnorinnar.
Tré, bíóm, gras vex í þögn.
Sjúið stjömumar, tunglið
og sólina, hvemig þau
hreyfast í þögn.
Móðir Teresa
Allar bækur
1. Islenska vegahandbókin. Bókaút-
qáfan Stönq
2. Kortabók íslands. Örn Sigurðsson
ritstj.
3. Leggðu rækt við sjálfan þig.
Anna Valdimarsdóttir
4. Ferðakortabók. Landmælingar ís-
lands
5. Kokkur án klæða. Jamie Oliver
6. Hálendishandbókin. Páll Ásgeir
Ásqeirsson
7. Grafarþöqn. Arnaldur Indriðason
8. Hann var kallaður Þetta. Dave
Pelzer
9. Stangveiðihandbókin. Eiríkur St.
Eiríksson
Ljóð vikunnar
Nei, smáfríð er hún ekki
- eftir Hannes Hafstein
Nei. smáfríð er hún ekkl
og engin skýjadís,
en enga ég samt þekki,
sem ég mér heldur kýs.
Þótt hún sé holdug nokkuð,
er höndln ofursmá.
Hún er svo íturlokkuð
með œskulétta brá.
Vlð eldbllk augna kátra
skín andlit glatt og IJóst.
Við hljóðfall léftra hlátra
sem hrannir lyftast brjóst.
Hún er svo frjáls og ítur,
svo œskusterk og hraust,
að hver sem hana lítur,
til hennar festir traust.
Og ef ég er með henni,
ég eld í hjarta flnn.
Það er sem blóðlð brennl
og bállst hugur mlnn.
Dægurflugur
fanga hugann
Ásgeir Friógeirsson seglr frá
uppáhaldsbókunum sínum.
„Uppáhaldsbækur mínar
eru orðabækur. Enskar,
danskar, íslenskar, ítalskar,
samheitabækur, orðsifja-
bækur og hvað eina. Þær
hafa þjónaö mér lengi og
koma mér alltaf á óvart.
Engin klassísk skáldsaga er í
sérstöku uppáhaldi hjá mér.
Það eru fremur einhverjar
dægurflugar sem eiga hug
minn hverju sinni. Sú síð-
asta var Game Over eftir
Adele Parks (Penguin Books,
2001). Hún fjallar um kald-
rifjaða konu sem er fram-
leiðandi sjónvarpsþátta og
fær óviðjafnanlega hugmynd
að raunveruleikaþætti þar
sem fyrrverandi elskhugi er
fenginn til að tæla tilvon-
andi brúði eða brúöguma
viku eða tveimur fyrir brúð-
kaupsdaginn og er árangur-
inn sýndur í sjón-
varpsþætti fáum dög-
um fyrir stóru stund-
ina.. Að vonum rústa
þættirnir hjónabönd-
um og hamingju fjölda
fólks en framleiðand-
inn hefur aldrei gert
það eins gott. En hún
blessunin á í vandræð-
um með karlmenn þó
svo hún eigi ekki í
vandræðum með að
sænga með þeim. Og
svo gerist hið óhjá-
kvæmilega. Raunveru-
leiki sjónvarpsþátt-
anna bankar upp hjá
henni í líki glæsilegs
karlmanns. Þar lýstur
saman pervertískri
sjónvarpsveröld og
klikkuðu og rugluðu
einkalífi. Svoleiðis er í
uppáhaldi hjá mér
þetta sumarið."
10. Myrin. Arnaldur Indriðason
Skáldverk
1. Grafarþöqn. Arnaldur Indriðason
2. Myrin. Amaldur Indriðason
3. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason
4. Lokavitni. Patricia Cornwell
5. Stúdíó sex. Liza Marklund
6. Dagbók Bridget Jones. Helen
Fieldinq
7. Réttarkrufninq. Patricia Cornwell
8. Anna, Hanna & Jóhanna. Mari-
anne Fredriksson
9. Dís. Birna Anna, Silja oq Oddny
10. Aska Anqelu. Frank McCourt
Metsölulisti Eymundsson
Kiljur
1. DIVINE SECRETS OF THE YA-YA
SISTERHOOD. Rebecca Wells
2. FACE THE FIRE. Nora Roberts
3. WHISPER OF EVIL. Kay Hooper
4. „P" IS FOR PERIL. Sue Grafton
5. CORDINA'S ROYAL FAMILY. Nora
Roberts