Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Síða 18
I 8
Helqarblað H>V LAUCARDACUR 13. JÖUf 2002
Birgir Þórðarson, bóndi á Ríp, ásamt tveimur sonum sínum ungum við kaffiborðið í eldhúsinu á Ríp. Það var
Ragnheiður Ólafsdóttir húsfreyja sem stóð fyrir eldhúsi en fjölskyldan er í sárum eftir að lunginn úr bústofn-
inum var skorinn vegna salmonellu.
Vágesturinn
á Ríp
ÞAÐ GERÐUST SKUGGALEGIR en sögulegir at-
burðir á bænum Ríp í Hegranesi í Skagafirði í byrjun
júní á þessu sumri þegar sauðfé í haganum sýktist af
því sem seinna var skilgreint sem hættulegt afbrigði
af salmonellu. Engin veira veldur meiri búsifjum í
hvers konar eldi en hin fjölmörgu afbrigði salmonellu
og flestum stendur eðlilega mikill stuggur af slikum
vágestum. Þótt salmonellu hafi orðið vart í búsmala á
íslandi áöur og hún greinst í sviðahausum i slátur-
húsum þá var þetta í fyrsta sinn sem hennar varð
vart í lifandi sauðfé. Sett var flutningsbann á allan
búsmala á Ríp og um tíma ríkti hálfgert umsáturs-
ástand á landareigninni þegar fáir voguðu sér að
stíga fæti þangað og Rípurbændur horfðu upp á ærn-
ar drepast í haganum eina af annarri meðan beöið
var niðurstaðna úr rannsóknum og sýnatökum.
Niöurstaðan varö sú að fella stóran hluta bústofns-
ins til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu sýking-
arinnar. Það voru alhlífaðir björgunarsveitarmenn af
Sauðárkróki sem fengu þann starfa að aðstoða Rípur-
bónda og menn hans við að fella afurðamesta hlutann
af sauðfjárstofninum en ræktunarstarf hans var róm-
að. Flestir sem halda skepnur eða eiga gæludýr geta
gert sér í hugarlund hve erfíður starfi það hefur ver-
ið að smala til slátrunar um hásláttinn og ekki var
bóndinn öfundsverður af þessu drungalega dagsverki
í mýrinni fyrir neðan bæinn á Ríp.
Það var í kjölfar þessara drungalegu daga sem DV
heimsótti Birgi Þórðarson, bónda á Rip, og Ragnheiði
Ólafsdóttur húsfreyju. Á Ríp þáðum við kafFiveiting-
ar og hlaðborð að hefðbundnum sveitasið og ræddum
við bónda um atburðina í mýrinni í júní.
Kvótinn minnkar og minnkar
Ríp er föðurleifö Birgis og þar er hann fæddur og
uppalinn á þessum fornfræga sögu- og kirkjustað og
er reyndar meðhjálpari safnaðarins. Hann og Ragn-
heiður eiga þrjá syni, einn sem farinn er til náms í
Reykjavík en tveir eru bamungir heima, sólbrenndir
snáðar sem máttu sjá á eftir heimalning sínum undir
hnífinn þegar niðurskurðurinn fór fram.
Þegar Birgir og Ragnheiður tóku við búi á Ríp var
kvótinn á búinu 609 ærgildi. Það hefur í gegnum tíð-
ina skroppiö saman af niðurskurði, þrengingum og
uppkaupum og tilraunum til loðdýraeldis. í dag eru
230 ærgildi á Ríp en 450 fjár voru þar á fóðrum sl. vet-
ur. Það þýðir að búið er að framleiða talsvert meira
en það hefur kvóta fyrir. Þess utan hefur Birgir bóndi
nokkurt hrossahald, segist eiga 28 hross.
Jörðinni fylgja engin sérstök hlunnindi önnur en
smávægilegur veiðiréttur í Héraðsvötnum sem ekki
er nýttur en undanfarin ár hefur Birgir reynt að
drýgja tekjur búsins með því að selja mold og þökur
en á því varð nokkur samdráttur í sölu í kjölfar sýk-
ingarinnar.
„Það eru margir hræddir og halda að salmonellan
fylgi þökunum en það er rangt.“
Kindurnar dauðar í haganum
- En hvað var það sem gerðist?
„Það sem gerðist var einfaldlega það að einn dag-
inn þegar við komum á fætur lágu margar kindur
dauðar í haganum hérna niður á eylendinu sem við
köllum. Þetta virtist hafa verið snöggur dauðdagi.
Lömbin lifðu hins vegar og meðan þetta gekk yflr
drapst ekki eitt einasta lamb. Skýringin mun vera sú
að lömbin drukku ekki vatnið heldur mjólkina," seg-
ir Birgir.
Hann hringdi þegar í stað á dýralækninn sem kom
innan klukkutima og fjöldi sýna var tekinn og send-
ur í rannsókn suður. Að jafnaði tekur slík rannsókn
fimm til sex daga áður en niðurstöður liggja fyrir en
þjóðhátíðardagurinn tafði fyrir og biðin varð lengri.
Það þurfti varla mikla vísindaþekkingu til að sjá að
eitthvað alvarlegt var á seyði og fljótlega kom einnig
Sigurður Sigurðarson yfirdýralæknir í hlað á Ríp og
tók sýni og kannaði aðstæður.
„Hann gat unnið þótt það væri þjóðhátíð," segir
Birgir.
Á meðan héldu kindurnar áfram að drepast í hag-
anum og það eina sem Birgir bóndi gat i raun gert
var að fylgjast með og halda tölu á þeim og gefa vís-
indamönnum skýrslur gegnum simann.
Engar upplýsingar
„Við lásum síðan í blöðunum að þetta væri alvarleg
salmonellusýking sem gæti jafnvel verið hættuleg fólki
og sú skæðasta sem komið hefði upp á íslandi."
Þaö var síðan landbúnaðarráðuneytið sem tók þá
ákvörðun að grípa ætti til niðurskurðar á Ríp. Þá haföi
þetta ástand varað í um 10 daga og lengst af verið algert
flutningsbann á allan búsmala til og frá bænum. Þá fékk
Birgir bóndi tilskipun um að ætti að skera þótt engin
frekari fyrirmæli fylgdu um það hvernig standa ætti að
slíkum niðurskurði og enginn embættismaður gæfi sig
fram til að fylgja téðri tilskipun eftir.
„Ég gerði mér strax grein fyrir þvi að þetta væri
eitthvað alvarlegt og hleypti engri skepnu út úr þessu
tiltekna hólfi. Mér finnst undarlegt að ég fékk aldrei
neinar leiðbeiningar um það hvernig ætti að bregðast
við þessu og aflaði mér sjálfur upplýsinga um það
hvernig væri best að sótthreinsa og hvaða efni væru
best fallin til þess. Ég varð alltaf að taka mínar
ákvarðanir sjálfur.
Ég úðaði allt sem kom úr mýrinni með sterku sótt-
hreinsunarefni og það fór aldrei neinn þarna niöur
eftir nema ég. Það hefur sennilega bjargað því að
þetta fór ekki víðar.
Við fengum aldrei upplýsingar um það hvort okkur
heimilisfólki stafaði hætta af þessu eða hvað ætti að
gera til að forðast það. Enginn nágranna okkar fékk
neinar upplýsingar heldur.