Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Side 22
22 Helgarblcið 3I>V LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 ...kíkt í snvrtibudduna V Augnhárabursti frá New York „Ég fékk þennan bursta árið 1999 frá vinkonu minni sem var að vinn hjá Face í New York. Burstinn hefur víða farið með mé; dottið í götu en aldrei týnst. Ég er mjög hrifin af honum og nota ; i allt - hann er einfaldlega frábær." Moonflower ilmvatn „Þetta ilmvatn er frá Body Shop. Það er mjög létt ' og ég nota það dagsdaglega. Ég er alltaf með það í vesk- inu og nota það svona til að „freshing up“. Á kvöldin nota ég hins vegar J¥adoré sem er aðeins þyngra." Atrix liandáburður „Ég er mikið í sundi og ræktinni þannig að stundum fer ég í sturtu tvisvar á dag. Hendumar á mér eru sem sagt i QjJ stöðugu vatnsáreiti og þá er gott að hafa handáburð til- tækan. Ég er mjög hrifin af Atrix þar sem hann fæst alls SSh staðar, er ekki of dyr og svinvirkar. 4 Náttúrulegt meik „Ég mála mig af- skaplega litið og dagsdaglega oft ekki neitt. Ef ég er að fara að syngja þá mála ég mig meira og í sumar hef ég verið dugleg að nota bleikan lit á augnlokin, það er svolítið villt en skemmtilegt. Ég er mjög hrifin af þessu meiki frá Lancomé. Það sem er svo gott við þetta meik er að það er ljóst og náttúrulegt og breytir ekki mínum eigin húðlit. Það gerir mann ekki of stífan heldur verður andlitið einungis sléttara og húðin fal- legri.“ Fyrir rúmum 20 árum síðan komu fyrstu brúnkukremin á markaðinn. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og brúnkukremin hafa bæði breyst og batnað. I stað þess að gefa illa lyktandi gulrótarlit á kroppinn Spennur í hárið „Eitt af því sem ég er alltaf með í 1S&\ ^ töskunni eru spennur. Hár- ið á mér er svo ógeðslega slétt þannig að mér finnst gott að gefa lyft því með spennum. Ég er mjög hrifin af litlum klemmum sem ég set efst í hárið og nota til að gera svona seventeensblæ á það, það lyft- ir andlitinu og ég fæ smá sól á ennið og nefið." eins og kremin gerðu þegar þau komu fyrst á markað Ijá brúnkukrem dagsins ídag líkamanum gullinn sólarblæ sem enginn getur staðist. Enn vottar þó fyrir fordómum gagnvart þessu fyrirbæri og halda margar konur að þær verði skellóttar og kolbrúnar ef þær beri sltk krem á sig. DV fékk tvo förðunarfræðinga hjá Debenhams til þess að upplýsa les- endur um sannleikann ímálinu og leyndardóma brúnkukremsins. Söngkonan Margrét Eir Hjartardóttir er nýbúin að stofna hljómsveit sem kallast MEir. Af því tilefni fannst DV tilvalið að heyra hljóðið í söngkonunni og kíkja ísnyrtibudduna hennar í leiðinni. Hljóðið íMargréti var gott en hún ját- aði að hún væri kannski ekki besta mann- eskjan til þess að ræða um snyrtivörur þarsem hún málarsig afskaplega lítið og eiginlega ekki neitt, nema þegar hún treður upp. Spennur og handáburð notar hún hins vegar grimmt og er hvort tveggja alltaf að finna í töskunni hennar. Blessuð brúnkukremin „Margar konur virðast vera eitthvað smeykar við að prófa brúnkukremin. Ég held að það sé bara vegna slæmrar reynslu af þessum kremum í gamla daga þegar þau voru að koma á markaðinn en þá varð maður eins og gulrót á litinn af því að bera þau á sig.“ Þetta segir Silla Páls, yfirmaður snyrtivörudeildar Debenhams, og heldur áfram: „Ég man þegar ég var krakki þá átti mamma brúnkukrem sem ég stalst í og varð ég appel- sínugul á litinn eftir að hafa borið það á mig, sem var ekkert sérlega fallegt!" I dag er öldin önnur því á þeim 20 árum sem brúnku- kremin hafa verið á markaðnum hafa þau gengið í gegn- um miklar breytingar. „Það verður enginn eins og gulrót af brúnkukremum dagsins í dag,“ segir fórðunarfræðingurinn Elma Diego sem stendur við hlið Sillu og handfjatlar eitt af þeim mörgu brúhkukremum sem eru á markaðinum í dag. Sjálf hefur hún prófað öll brúnkukremin 1 versluninni og er greinilega hrifin af þessarri uppfinningu. Hún rétt- ir fram handlegginn því til staðfestingar en blaðamaður getur ómögulega séð að hann hafi fengið brúnkumeð- ferð, svo eðlilegur er liturinn á húðinni. Vandvirkni og hrein húð Að konur sækist eftir lit á kroppinn eru engar nýj- ar fréttir. Á stríðsárunum báru konur gjarnan skó- burð á leggina og í Bandaríkjunum var hægt að fara á snyrtistofur og láta mála leggina á sér nælonbrúna. Það var mun ódýrara heldur en að fjárfesta í nælon- sokkum og ekki var óalgengt að konur létu einnig teikna línu á fótinn eins og saum á nælonsokkum. Síðar voru það ljósalamparnir sem gáfu litinn en með auknum rannsóknum á húðkrabbameini sækja konur í síauknum mæli í brúnkukremin til þess að fá lit á kroppinn. Brúnkukrem dagsins í dag eru til á þremum mis- munandi formum: kremformi, gelformi eða sprey- formi. Öll eiga kremin það sameiginlegt að smjúga undir yfirborð húðarinnar og lita efsta lag hennar, þannig að það er ekki hægt að þvo litinn burt. Sum kremin gefa strax lit en önnur virka á 1-12 klukku- stundum. Hversu lengi húðin heldur litnum er ein- staklingsbundið en þó er venjan að fólk beri á sig einu sinni til tvisvar í viku vilji það viöhalda góðum lit. Brúnkukremin eru til i ýmsum litaafbrigðum, með eða án glans og jafnvel glimmeri. Bæði kynin hafa verið að kaupa kremin enda uppfinningin mun heilsusamlegri húðinni en ljósalampar. Þó hafa sum- ar konur átt í erfiðleikum með að nota brúnkukrem- in og kvarta yfir því að þær verði flekkóttar. Silla og Elma kannast vel við vandamálið en itreka að sé far- ið rétt að þá sé ekkert mál að nota kremin. „Það skiptir miklu máli að hreinsa húðina vel áður en brúnkukremið er borið á. Það er alveg nauðsynlegt að nota skrúbb bæði á andlit og líkama til að ná dauð- um húðfrumum og þurrkublettum burt, því þannig kemur maður í veg fyrir að útkoman verði skellótt," útskýrir Silla. Eftir að húðin hefur verið hreinsuð og þurrkuð er kremiö borið á en ekki er verra að húðin sé þá heit eftir góða sturtu. Ekki er nauðsynlegt að bera bodylotion á undan þar sem flest brúnkukrem gefa góðan raka. „Ef maður vandar sig við að bera brúnkukremið á sig þá ætti maður að fá góða útkomu. Algengustu mis- tökin sem konur gera eru þau að þær eru að bera á sig i einhverjum flýti, vanda sig ekki nóg og verða þar af leiðandi flekkóttar. Einnig eru þær oft svo óþolinmóðar eftir því að kremið fari að virka að þær fara strax að bera aðra umferð á sig þannig að útkom- an verður þar af leiðandi of dökk,“ segir Silla. Eftir að brúnkukrem hefur verið borið á þarf að leyfa því að þorna vel. Því er ekki sniöugt að skella sér beint í þröng föt, hvað þá í hvítu sparinærbuxurnar. „Það er best að setja þetta á sig á kvöldin þegar maður hefur tima til að slappa af á baðsloppnum,“ segir Silla. Ráð gegn brúnkumistökum Að sögn Sillu eiga margar konur í vandræðum með að ná góðum lit á leggina í sól, þó svo þær verði alltaf brún- ar á handleggjunum og kroppnum. Þá sé kjörið að nota brúnkukrem á fæturna til þess að ná jafnvægi á lík- amann. Talið berst að því hvernig sé best að bera á sig kremið; með höndunum, svampi eða hönskum. Þær eru sammála því að það sé ekkert verra að nota bara hend- umar en minna á að það þurfi að þvo þær vel á eftir. „Aðalmálið er að vera ekkert að flýta sér og bera jafnt lag alls staðar," skýtur Elma inn í. Hvað varðar hryll- ingssögur af konum sem hafa orðið skellóttar og hrika- legar ásýndar eftir notkun brúnkukrems er við hæfi að spyrja skvísurnar í Debenhams um ráð gegn brúnkumi- stökum. „Þá er um að gera að skella sér í sund því klórinn étur upp litinn," segir Elma. Það virðist ekki kræsilegt ráð að fara flekkóttur í sund en það er samt að þeirra sögn það sem virkar langbest til þess að losna við litinn. „Líkams- skrúbbur virkar einnig vel,“ segir Silla og undirstrikar enn að það séu allt önnur efni í kremunum í dag en á diskótímabilinu og ef rétt er farið að þá sleppur maður alveg við mistök. „Það er um að gera að prófa sig bara áfram. Ég mæli nú ekki með því að brúðir séu t.d. að prófa brúnkukrem í fyrsta skipti rétt fyrir brúðkaups- daginn, það er betra að hafa tekið æfmgu áður,“ segir Silla að lokum. -snæ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.