Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Qupperneq 26
26
H&lQarblctð X>V LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002
Engin
jómfrú á fjöllum
Rósa Björk Brynjólfsdóttir hóf sjónvarpsferilinn í fögrum listum og menningu í
Mósaík en hefur síðan klifið barómeterinn, skipt út hákúltúr fgrir hálendið og er
nú annar umsjónarmanna ferðaþáttarins Huernig sem viðrar íSjónvarpinu. Rósa
Björk hefur varla séð Regkjavík að sumri til síðustu átta árin því vorin blása henni
íbrjóst ngrri forgangsröð þar sem fjöll, melar og jöklar taka fgrsta sætið. Hún er
þvíengin jómfrú á fjöllum, starfaði um árabil á vélsleðaleigu á Vatnajökli, þarsem
hún fékk fjallabakteríuna, en hefur síðustu ár lóðsað Frakka ó löngum gönguferð-
um um nokkur afskekktustu svæði íslenska hálendisins. Helgarblaðið ræddi við
Rósu um sófadgr, karlrembu á hálendinu og útlendinga íeigin landi.
ÞEGAR HELGARBLAÐIÐ HITTI RÓSU BJÖRK að
máli á Austurvelli einn sólríkan morgun i vikunni
virtist helst sem engir væru komnir á fætur nema
grófmunstraðir túristarnir. Fyrir utan rónana náttúr-
lega en árrisull fulltrúi þeirra raskaði þó hvorki
morgunró Jóns né okkar með luft-trommusólói sem
var svo tilþrifamikið að hefði það átt sér stað fyrir
um það bil fimmtán árum og Sjón verið í nágrenninu
væri tónlistarsagan eflaust önnur í dag.
Með hækkandi sól í miðpunkti Reykjavíkur breytt-
ist hljóðmyndin þó og færðist í aukana sem hér seg-
ir: Tvær hringsólandi garðsláttuvélar, tuttugu krakka
ærslafullt leikjanámskeið hlaupandi í skarðið og sam-
ræður á bekk, svohljóðandi:
„Ég hef þann útópiska draum að vilja vinna við að
ferðast og „fjölmiðlast“ og sameina þannig tvö helstu
áhugamál mín. Hvernig sem viðrar er kannski ágæt-
is upphafsreitur inn í slíka heimilda- og ferðaþátta-
gerð,“ segir Rósa.
Má skilja þetta svo aó ef starfiö hans Sigga Hall á
ERTU AÐ FARA MEÐ HERJÓLFI
Á ÞJÓÐHÁTÍÐ?
Brottför Frá Vest- mannaeyjum Frá Þorlákshöfn
1. ágúst 08.15 12.00
1. ágúst 16.00 19.30
2. ágúst 08.15 12.00
2. ágúst 16.00 19.30
3. ágúst 08.15 12.00
4. ágúst 13.00 16.00
5. ágúst 11.00 14.30
5. ágúst 18.00 21.30
6. ágúst 01.00 04.00
6. ágúst 08.15 12.00
6. ágúst 16.00 19.30
7. ágúst 08.15 12.00
7. ágúst 16.00 19.30
Feróir frá Umferðarmióstöóinni
f Reykjavíktil Þorlákshafnar
Nánari upplýsingar
Reykjavfk
BSÍSfmi 552 2300
Landflutningar-Samskip
Sími 569 8400
Vestmannaeyjar
Sími 481 2800
Fax481 2991
Þoriákshöfn
Sími 483 3413
Fax 483 3924
Vegna nýrra skráningarreglna veróur
að skrá nafn og kennitölu allra farþega
þegar gengið er frá bókun.
Nú þegar er að verða uppselt í nokkrar feróir.
Ógreiddar pantanir seldar eftir 17. júlf.
HERJÓLFUR
Sími 481 2800 • www.herjolfur.is
Landflutningar
M sámskip
Stöð 2 skyldi losna verðir þú meóal umsœkjenda?
„Ég segi það nú kannski ekki,“ hlær Rósa. „Ég er
óviss með matargerðarhlutann en eitthvað í þessa átt-
ina.“
Að sjá ekki lyngið fyrir pálmunum
Eftir sex þætti og sjö þúsund kílómetra hafa Rósa
og ferðafélagi hennar, Vilhelm Anton Jónsson, fjallað
um nágrenni Reykjavíkur, Suður-, Austur-, Norður-
land og Vestfirði en nú er hafin stórsókn inn á miðj-
una og stefnan tekin til fjalla, upp á hálendið. Hug-
myndin með þættinum er auðvitað að kynna ísland
fyrir eigin þegnum og möguleika í ferðamennsku og
afþreyingu, þekkta og óþekkta, sem hinir ýmsu stað-
ir hafa upp á að bjóða.
„Margir gleyma oft að líta sér nær og gera ekki
einu sinni ráð fyrir þeim möguleika að ferðast um
eigið land. Fara frekar nánast umhugsunarlaust til
sólarlanda ár eftir ár. Við viljum sýna fram á að það
að ferðast um Island er gaman, auðvelt og, ekki síst,
ódýrara en margur heldur. Fyrir okkur er draumur-
inn sá að fólk horfi á þáttinn og hugsi: Þetta er frá-
bær staður, ég dríf mig þangað um helgina. Sem sagt:
Að fólk sitji ekki lengur í sófanum en bara rétt til að
horfa á þáttinn en drífi sig svo á fætur og af stað. Ég
hef líka mjög gaman af ferðaþáttum sem slíkum, til að
mynda Lonely Planet og þannig þáttum þó þeir séu
vitaskuld miklu stærra batterí en það sem við erum
að gera. Við leggjum okkar þátt upp þannig að hann
bjóði upp á sem mesta efnislega breidd og í honum
geti allir fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem hug-
urinn stendur til rólegheita eða meiri spennu og
áreynslu. Annars á dagskrárgerðarfólkið, Hjördís
Unnur Másdóttir og Helgi Jóhannesson, mestan heið-
urinn af þættinum. Við Villi erum bara að hafa gam-
an,“ segir Rósa hógvær og hlær glettnislega.
Hver er skemmtilegasta upplifun þín í þáttunum til
þessa?
„Ég er svolítið heit fyrir sérstökum karakterum,
fólki sem hefur lifað tímana tvenna ..."
Nú, býr nettur Ómar Ragnarsson í þér?
Rósa kímir: „Já, ætli ég verði ekki að viðurkenna
þaö. Á Laugum í Sælingsdal háttar svo til að í heita
pottinum þar hittast bændur úr sveitinni einu sinni í
viku og ræða Laxdælu. Þarna sitja þeir, eiginlega á
sama stað og Guðrún, Kjartan og Bolli á sínum tíma,
og ræða söguna fram og til baka. Þetta fannst mér
mjög gaman að sjá og upplifa með þeim. Eftirminni-
legt var líka þegar við fengum að smakka stropuð
langvíuegg á Langanesi. Okkur borgarbörnunum
fannst þetta kannski ekki það besta sem við höfðum
prófað en gestgjöfum okkar fannst þau algert hnoss-
gæti. Þeir sögðust aldrei hafa borðað hænsnaegg,
þetta væri miklu betra. Ég var reyndar heppin og
lenti á sæmilegu eggi en minn ágæti ferðafélagi, Villi,
kúgaðist ógurlega."
Þarna má kannski segja aó þið hafiö verió eins og
útlendingar í eigin landi. Þeir eru varla lentir, greyin,
fyrr en landsmenn eru farnir aö keppast viö aö bera í
þá skemmdan mat...?
„Já, við smökkuðum líka einhverju sinni skyrhá-
karl sem var mjög sérstakur á bragöið. En þetta er
rétt, margir eru eins og útlendingar í eigin landi þeg-
ar þeir fara úr sínu nánasta umhverfi, og gildir það
eflaust um marga, eins og ég minntist á áðan.“
Utanvegatónlistin
Sjö þúsund kílómetrar er dágóður slatti, um það
bil fjórtán sinnum leiðin Reykjavik-Akureyri, og ef-
laust fæstir þessara kílómetra á bundnu slitlagi
heldur skrens í möl og þaðan af verri vegefnum.
Rósa segist þó ekki verða þreytt á þeytingnum - þó
henni fyndist æskilegra fyrir þá ferðafélaga sína
sem ekki hafa áður farið um hálendið að sjá stóra
hluta af því öðru vísi en gegnum bílrúðu - en hvern-
ig í ósköpunum fara fjórar manneskjur að því að
halda geðheilsunni og vinskapnum i lagi á svo mik-
illi keyrslu?
„Þetta hefur allt saman gengið eins og í sögu, sem
betur fer,“ segir Rósa og brosir. „Það er kannski það
sérstæðasta við vinnuna hingað til og ekki víst að
allir gætu leikið það eftir. En við fjögur erum perlu-
vinir, sem betur fer.“
Tónlistarsmekkur er nú sígilt og afar viðkvœmt
sprengiefni í mannlegum samskiptum. Er ekki einu
sinni rifist um hvað á aó vera í geislaspilaranum?
„Nei, það eru bara allir með sitt diskasafn og svo
kynnum við okkar tónlist fyrir hinum. Það er ekki
eins og okkur skorti tíma til þess. Nægur tími til að
pæla í gegnum þetta allt. Tónlistarsmekkurinn er
ólíkur en við virðum fjölbreytileikann og sýnum
hvort öðru tillitssemi.“