Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Blaðsíða 32
32 HelQarblað DV LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002 Martröð Sturla hefur í aldarfjórðung stjórnað mörgum fengsælustu skipuni íslendinga. Hann hafði aldrei lent í áföllum á sjó þegar skip hans strandaði við Noreg í síðasta mánuði. DV-myndir ÞÖK skipstjórans Haförn hnitar hringi um skipið sem drekkhlaðið siglir áleiðis inn sundið. íbrúnni, sem minnir raunar á geimstöð, lítur skipstjórinn upp frá tækjum sínum og horfirá fuglinn sem sterkum vængjum svífur um. Maðurinn íbrúnni hugsar með sér að það sé skemmtileg tilviljun að merkið á skorsteini skipsins er einmitt haförn. „Skgldi þetta vera fgrirboði?u hugsar hann með sér en kemst að þeirri niðurstöðu að það hljóti þá að vera fgrir góðu. Hann lítur á dgptarmælinn og sér að dgpistölurnar hafa staðist upp á metra það sem af er siglingunni. Allt íeinu kveða við hræðilegir skruðningar og skipið stöðvast og hallast síðan rólega á stjórnborðshliðina. Martröð skipstjórans er orðin að veruleika. „ALLT SÍÐAN STRANDIÐ VARÐ hefur sjálfsásökunin kvalið mig. Af hverju gerði maður ekki hitt eða þetta? En það er sama hvernig ég fer yfir þetta mál í huga mín- um, það var ekkert sem gaf mér til kynna að hætta leyndist á siglmgaleiðinni," segir Sturia Einarsson, 45 ára skipstjóri, sem upplifði þá martröð allra skipstjórn- armanna sem eru að horfa á skip sitt sökkva. Skipskað- inn sem í upphafi virtist aðeins vera óhapp varð að morgni 19. júní síðastliðins, sólarhring eftir að skipið steytti á grunni og strandaði í Nappstraumen, skammt frá hænum Leknes við Lófóteyjar i Norður-Noregi. Hið nýja og glæsilega fjölveiðiskip, Guðrún Gísladótt- ir KE 15, var á leið til hafnar eftir mettúr, með 880 tonn af síldarflökum innanborðs, eftir aðeins átta daga á veið- um. Skipið hafði aðeins verið gert út í rúmlega háift ár þegar það endaði á hafsbotni. Sturla Einarsson hefur ákveðið að segja lesendum DV sögu sína í því skyni að leiðrétta ýmsar þær rangfærsl- ur sem haldið hefur verið fram og beinst hafa að því að varpa á hann ábyrgð af því sem gerðist. Sturla á að baki einstakan feril sem skipstjórnarmað- ur og hefur í gegnum tíðina stjórnað mörgum af afla- hæstu fiskiskipum flotans. Upphaf ævintýrisins má rekja til þess að hann var yfirstýrimaður og skipstjóri á ísfisktogaranum Ottó N. Þorlákssyni RE. „Fyrst eftir að ég lauk Stýrimannaskólanum var ég stýrimaður á Eldborgu GK sem var þá stærsta og glæsi- legasta skip fiotans. Þetta var lærdómsríkur tfmi en þeg- ar mér bauðst pláss á Ottó N. Þorlákssyni RE árið 1981 tók ég því,“ segir Sturla. Meðal sjómanna voru skipstjórarnir á Ottó taldir töframenn við karfaveiðar á Fjöllunum á Reykjanes- hrygg. Sturla viðurkennir að hafa varðveitt vel þekking- una á karfamiðunum. „Það var öllum brögðum beitt til að fæla aðra frá,“ segir hann og hlær. Á frystitogara Sturla hafði eins og aðrir fylgst með ævintýralegum uppgangi Samherja hf. sem þá gerði út Akureyrina EA. Hann hafði samband við Samherjafrændur og spurði hvort þeir hefðu eitthvað handa sér að gera. „Um þetta leyti var Samherji að kaupa Bæjarútgerð Hafnarfjarðar og haföi ákveðið að breyta togaranum Maí í frystiskip. Ég var ráðinn þar sem skipstjóri árið 1986 og að hluta til vegna kunnáttu minnar á karfamiðunum. Skipið sem fékk nafnið Margrét var lengt og endurbætt. Þetta gekk síðan allt ágætlega," segir Sturla hógvær en þess má geta að Margrét EA var jafnan með aflahæstu skipum og gaf systurskipinu, Akureyrinni EA, lítið eft- ir. Sendilierra Sainherja Þegar Samherji lét smíða frystitogarann Baldvin Þor- steinsson EA var ákveðið að áhöfn Margrétar flytti sig yfir á Akureyrina og Sturla varð skipstjóri þar. Þar var hann næstu fimm árin eða til vorsins 1998. Þá yfirtók Samherji útgerðarfélagið Hrönn á ísafirði og hiö forn- fræga aflaskip Vestfirðinga, Guðbjörg ÍS, bættist í skipa- stólinn svo sem landsfrægt var. „Guggan verður áfram gul og gerð út frá ísafirði," var haft eftir Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, en það fór á annan veg. „Það má eiginlega segja að ég hafi verið settur þar um borð sem fulltrúi Samherja og ég varð skipstjóri á móti Guðbjarti Ásgeirssyni. Þetta gekk ágætlega en miklar vangaveltur voru uppi um það hvað gera ætti við þetta öfluga og mikla skip. Árið 1999 varð niðurstaðan sú að selja Gugguna tii DFU, þýsks dótturfyrirtækis Samherja. Ég var með Þjóðverjunum fyrsta túrinn en hætti svo á Guggunni og lenti á hálfgerðu flakki og varð eins konar sendiherra Samherja," segir Sturla. Hann varð næstu mánuðina skipstjóri hjá dótturfélög- um Samherja í Þýskalandi og Skotlandi. Hann segir að eftir að Guðbjörg var seld hafi alltaf staðiö til að nýtt skip kæmi þar sem honum var ætiuð skipstjórn en það hafi dregist. „Árið 2000 kom Vilhelm Þorsteinsson EA, öflugasta og stærsta skip íslenska fiskveiðiflotans. Ég varð skipstjóri þar á móti öðrum. Þar með var ég kominn á toppinn og ekki hægt að ná lengra,“ segir Sturla. Hann segir að um þetta leyti hafi hann verið farinn að hugsa sér til hreyflngs frá Samherja. „Það var eitthvað að gerjast í mér og ég var ekki nógu sáttur hjá fyrirtækinu. Ég var á Vilhelm fram að sjó- mannaverkfallinu vorið 2001. Þá tók ég þá ákvörðun að hætta. Mér líkuðu ekki þeir stjórnunarhættir sem áttu sér stað og tók pokann minn,“ segir hann. Toppskipstjóri hættir Þegar Sturla hætti hjá Samherja kom það mörgum í opna skjöldu. En ákvörðun hans var óhagganleg og skip- stjórinn á stærsta og mesta skipi íslendinga fór í land. „Ég vissi ekkert hvað tæki við í lífi mínu en mér var það ómögulegt að starfa áfram hjá fyrirtækinu. Annað- hvort er maður sáttur í starfi sínu og vinnur af heilind- um eða hættir. Annað væri hvorki sanngjarnt gagnvart sjálfum mér eða vinnuveitandanum. En auðvitað var þessi ákvörðun stór og það má jafna því við áfall að hafa tekið skrefið," segir Sturla. Hann segist ekki hafa hætt með neinum látum. Sögu- sagnir voru um að brotthvarf hans hafi verið í samráði við Þorstein Vilhelmsson, þriðja Samherjafrændann, sem skildi í illu við Þorstein Má árið 1999 en Sturla seg- ir það vera tóma vitleysu. „Við Þorsteinn Vilhelmsson erum miklir vinir en hann hafði ekkert með ákvörðun mína að gera. Því er þó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.