Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 13. JÚLf 2002 Helgarblaö JOV fs með dýfu Það er ekki úr vegi að nota góða veðrið sem hefur leikið við borgarbúa undanfarið og gera sér dagamun. Stelpurnar úr Landsbankanum skelltu sér á Austurvöll og fengu sér ís með dýfu til að kæla sig niður. DV-mynd Hilinar Þór Hugmyndaflugið látið ráða Ótrúlegar undirtektir í gleðinni í Magnaðri miðborg í Reykjavík um helg- ina lætur Jafningjafræðslan að sér kveða og heldur sína árlegu götuhátíð á laugardag. Þetta er í fjórða sinn sem efnt er til hátíðar af þessum toga, en meðal dagskráratriða eru fjölbreytt tónlistaratriði og einnig verður flóamarkaður þar sem hægt verður að kaupa fjölbreyttan varning af ýmsum toga fyrir næsta hlægi- legt verð. „Skipulagning götuhátíðarinnar hefur gengið fram- ar öllum vonum og við höfum fengið alveg ótrúlega góðar undirtektir," segir Ingibjörg Dögg Kjartansdótt- ir, framkvæmdastjóri Jafningjafræðslunnar, í samtali við DV. Hátíðahöld Jafningjafræðslunnar fara fram á Lækjartorgi og hefjast klukkan 13 í dag og standa fram til klukkan 19. Á þeim tíma verður Austurstræti lokað fyrir umferð að Pósthússtræti. Tónlist og flóamarkaður Dagskrá götuhátíðarinnar er fjölbreytt að sögn Ingibjargar. Tónlistaratriðin standa saman af leik hljómsveita sem flytja rapp, gleðipopp, þungarokk „... og fleira í þeim dúr. Að minnsta kosti ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Ingibjörg Dögg. Um flóamarkaðinn segir hún að ýmiss konar vamingi, ekki sist fatnaði, hafi verið safnað til hans og hafi undirtektir verið afar góðar. Almenningur og þá ekki síst verslunareigendur hafi veriö afar örlátir.' •••-: ■ v,Alit verðflp þetta tUfþéásláðbfla úkkar'átaþfiogíhð „ÞAÐ ER AÐ FÆRAST Æ meira líf i miðborgina og hún er sem aldrei fyrr að verða hjarta Reykjavíkur," segir Jón Haukur Baldvinsson, framkvæmdastjóri Magnaðrar miðborgar. í dag, laugardag, og næstu fjóra laugardaga til viðbótar verður efnt til margvís- legra uppákoma í miðborginni, samhliða lengdum af- greiðslutíma verslana. Þær verða velflestar opnar frá kl. 11 að morgni og fram til 17 síðdegis. Trúbadorar og götulist er yfirskrift Magnaðrar miðborgar í dag. Hljóðfæraleikarar verða á ferð um alla miðborgina, trúðar skemmta, basarar verða á götum úti og andlitsmálarar skreyta æsku borgarinn- ar fögrum litum. „Það sem við hvetjum fólk sérstak- lega til er að koma niður í bæ með hljóðfæri og vera alveg ófeimið að spila og syngja fyrir gesti og gang- andi. Jafnvel fá fólk til að kasta til sín smáaurum. Fólk á einfaldlega að láta hugmyndaflugið ráða og koma með sínar eigin leiðir til að lífga upp á borg- ina,“ segir Jón Haukur. Með þessum hætti verður hver laugardagur með „Hvernig værum við í rauninni stödd án miðborgar- innar og þeirrar menningar sem hún býður upp?“ segir Jón Haukur Baldvinsson, framkvæmdastjóri Magnaðrar miðborgar sem hefst í dag, laugardag. sínu sérstaka sniði. Það er auglýsingastofan DBT sem skipuleggur Magnaða miðborg, en helstu upp- ákomur gleðinnar eru á Laugavegi, Skólavörðustíg, Hverfísgötu, Lækjartorgi, Grófinni og helstu nær- liggjandi svæðum. Samstarfsaðilar DBT í þessu verk- efni eru Reykjavíkurborg, Þróunarfélag miðborgar- innar, Laugavegssamtökin og DV en í blaðinu verður kynnt hverju sinni hver sé dagskrá hvers laugar- dags. „Markmið þessa alls er að efla miðborgina, nú á þeim tímum þegar samkeppni í verslunarrekstri á höfuðborgarsvæðinu fer vaxandi og stóraukiö versl- unarrými utan þess er að koma til sögunnar. Það er full þörf á því að vekja upp umræðu um hvernig við værum í rauninni stödd án miðborgarinnar og án þeirrar menningar sem hún býður upp á. Góðu heilli finnst mér að miöborgin sé að verða æ líflegri og skemmtilegri, ekki síst á góðviðrisdögum eins og þeim sem hafa verið hér í Reykavík að undanfórnu.“ -sbs „Á góðviðrisdögum er gaman að sitja á kaffihúsunum niðri í bæ, enda draga þau og margir fleiri staðir í mið- borginni til sín sífellt fleira fólk,“ segir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir hjá Jafningjafræðslunni hér í viðtalinu, mínu mati hefur Jafningjafræðslan verið í sókn að undanförnu. Þar kemur til að við höfum breytt svolít- ið um aðferðir og áherslur. Við leggjum nú aðalá- hersluna á fræðslu og almenna uppbyggingu sjálfs- myndar í samvinnu viö Geðrækt. Viö reynum að vera á jákvæðu nótunum þó að við séum náttúrlega að vinna að forvömum gegn misnotkun á áfengi og vímuefnum," segir Ingibjörg. Flottur og fullur af lífi Jafningjafræðslan hefur aðsetur í Hinu húsinu við Pósthússtræti í Reykjavík; gömlu lögreglustöðinni. Það er því í hjarta miðborgarinnar sem þessi hreyfing æskufólks á sér samastað í tilverunni. „Ég bý í mið- borginni og er alltaf hrifnust af þeim borgarhluta. Mér finnst hann ótrúlega flottur og fullur af lífi. Á góðviðrisdögum er gaman að sitja á kaffihúsunum niðri í bæ,. enda. draga þau\ og'margir. fleirkataðiisiíne miðborginni til sín sífellt fleira fólk.“ U M lUWt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.