Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Síða 35
LAUGAROAGUR 13. JÚLÍ 2002
Helcjarblað 3Z>"V
30
er mjög bjartsýnt, sérstaklega horfa
menn til þess að framkvæmdirnar
sem hafa verið í gangi klárist. Vegna
þeirrar fjölbreytni sem er á svæðinu
ætti það að henta öllum að koma í
miðbæinn. Sama hvað fólk er að gera
þá hefur það alltaf um nóg að velja
hérna,“ segir Hildur Margrétardóttir
listakona.
Alltaf sólskin og gott veður,
segir Sævar Karl.
DV-mvndir Hilmar Þór
Besti staður á íslandi
Fáir hafa verið jafn áberandi í
verslunarrekstrinum á Islandi og
maður að nafni Sævar Karl Ólason.
Hann hefur alltaf farið eigin leiðir og
er einn virtasti verslunarmaður sem
uppi er. „Við vorum víða miðsvæðis
frá byrjun, sem var árið 1974, en árið
1978 fluttum við á Laugaveginn, síð-
an í Bankastrætið og þar höfum við
verið síðan, eða í 24 ár. Við og bygg-
ingavöruverslunin Brynja erum lík-
lega stöðugustu fyrirtækin hérna í
miðborginni."
Hvað er það sem heldur ykkur
hérna við Laugaveginn? „Það er auð-
vitað miðbærinn, við erum á besta
stað á íslandi. Hingað koma allir sem
koma til borgarinnar, hvort sem er
ferðamenn eða aðrir. í miðbænum er
alltaf sólskin og gott veður og hérna
er alltaf mikið líf. Fyrirtækið gengur
vel hérna og eru allir á sama máli
um að verslunin sé mjög nýtískuleg.
Þeim sem hingað koma finnst um-
hverfið furðulegt og skemmtilegt í
bland og það er tekið eftir því sem
við gerum hér. Ég hef mjög einfaldan
smekk og vel aðeins það besta, sem
er miðbærinn.“
Hérna er allt mjög persónulegt, að
sögn Elíasar Ilaraldssonar, fast-
eignasala á Húsavík.
Héma líður öllum vel
Miklar framkvæmdir hafa verið
í miðborginni og þær klárast inn-
an tíðar og þá verður miðborgin
með besta móti. Fasteignasalan
Húsavik gekk nýverið til liðs við
þá fjölmörgu þjónustuaðila sem
eru fyrir í miðborginni en af
hverju valdi Elías og starfsfólkið á
Húsavík miðbæinn? „Miðbærinn
hefur svo mikið að bjóða. Umhverf-
ið er í miklli uppbyggingu og
margir kostir í stöðunni fyrir þá
sem eru að íhuga að eigna sér hús-
næði í miðbænum. Okkur bauðst
húsnæði víða í borginni en eftir aö
hafa skoðað alla kosti þá kom ekk-
ert annað til greina en Skólavörðu-
stigurinn. Hérna er allt svo per-
sónulegt og okkur líður vel hérna.“
________________________-HÞG
Veggjakrot setur Ijótan svip á fallega borg.
Reykjavíkurborg og Harpa Sjöfn hafa nú tekið höndum saman
og skorið upp herör gegn veggjakroti. ( sumar munu
málarameistarar og vinnuflokkar ungs fólks mála og fegra staði
sem hafa orðið fyrir barðinu á þessum sóðaskap. Við skorum á
borgarbúa og fyrirtæki að taka einnig þátt í að hreinsa
veggjakrot af veggjum og húsum. Með samstilltu átaki íbúa,
fyrirtækja og meistara snúum við vörn í sókn.
Borgin okkar á skilið að vera í sparifötunum í sumar.
HorpaSjöfn
VINNU!
REYKJRl
U
Þungarokk
og flóamarkaður
Hátlðin hefst klukkan 13.00 á Lækjartorgi, með
tónlistardagskrá þar.
13.00 - Bæjarins Bestu = Hip Hop
13.30 - Sveittir Gangaverðir = RnB
14.00 - Reaper = þungarokk
14.30 - Kimono = rokkband
15.00 - Afkvæmi Guðanna = íslenskt rapp
15.30 - Leikfélagið Ofleikur sýnir atriði úr
leikritinu Johnny Casanova
15.45 - Snafu = rokksveit
16.15 - Sönghópurinn Blikandi stjörnur ásamt
hljómsveitinni Rockers frá Þýskalandi
16.30 - Forgotten Lores = Hip Hop
17.00 - Leoncie skemmtir .af.sinni alkunnu
snilld
17.30 - Kuai =Instrumental Rokkhljómsveit
18.00 - Sumartónlistin heldur áfram
Að öðru leyti er á dagskránni risa flóamark-
aður þar sem varningur frá ýmsum áttum er
seldur á hlægilega lágu verði. Leiktæki og and-
litsmálning fyrir krakkana, spákonur,
minigolf, trúðar, trúbadorar ýmsar kræsingar,
gos, nammi og fleira. Hátíðinni lýkur klukkan
19:00, Mariko og Þóra Karítas úr sjónvarps-
þættinum Hjartslætti mæta á svæðiö ásamt
stórhljómsveitinni Jet Black Joe sem taka
mun lagið og skemmta götuhátíðargestum!