Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Qupperneq 39
LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 2002
HelcjorblcuS X>V
43
Ungur heimshornaflakkari hefur snú-
ið aftur til sinnar afskekktu heima-
bgqgðar og tekst á hendur það uerk-
efni að laða ferðamenn að fáfarn-
Að selja þögnina
asta horni landsins. Það má segja að
hann sé að regna að selja þögnina.
Sigfús Ólafsson hefur komið átján sinnum til Kúbu en inun oftar út á Langanes enda er það hans heimabyggð.
Hann ætlar að koma Þórshöfn á kortið sem paradís ferðamanna á íslandi. DV-mynd Teitur
ÞAÐ HLJÓMAR MJÖG SKUGGALEGA að hafa lifi-
brauð af því að selja sína heimabyggð en ungur maður
sem DV ræddi við var samt mjög áhugasamur um verk-
efni sín og tilbúinn að selja. Hann heitir Sigfús Ólafsson
og er heimshornaflakkari og heimalningur í senn.
Starf Sigfúsar er fólgið i því að vera ferðamálafulltrúi
fyrir Þistilfjörö og Langanes. Hann er ekki með öllu
ókunnur á þessum slóðum þar sem hann er ættaður frá
Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Tveir frægustu synir Gunn-
arsstaða eru Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður og
leiðtogi Vinstri-grænna, og Jóhannes Sigfússon, stór-
bóndi og hagyrðingur, sem þar býr. Sigfús er hins vegar
sonur Kristínar sem er systir Jóhannesar og Steingríms.
Það er áreiðanlega gott veganesti um þessar slóðir að
vera ættaður frá Gunnarsstöðum.
Sigfús er enginn sérstakur heimalningur því hann fór
tvítugur til Mexíkós sem skiptinemi og nam þá tungu
þarlendra en spænska er þriðja útbreiddasta tungumál
heimsins. Hann hefur ferðast vítt og breitt um heiminn,
ekki síst í starfi sínu sem flugþjónn hjá Atlanta og hafði
lengi bækistöð i Madríd og flaug til Kúbu en Sigfús hef-
ur tekið nokkru ástfóstri við það land og heimsótt það
ótal sinnum bæði í starfi og einkaerindum. Hann fer sem
fararstjóri til Kúbu í nóvember og verður það í nítjánda
sinn sem hann kemur þangað.
Enginn umboðsmaður Castrós
Þarna er ákveðin samsvörun sem felst í því að eins og
fleiri ættmenni hans er Sigfús harðsvíraður og sann-
færður sósíalisti og Kúba er eins og margir vita annað af
tveimur kommúnistaríkjum heims sem enn er við lýði
en Norður-Kórea mætti teljast hitt.
„Ég hrífst af stjórnmálum í Suður-Ameríku og var enn
einarðari vinstrimaður eftir dvölina þar en áður. Kúba
er einstakt fyrirbæri sem menn annaöhvort elska eða
hata. Ég er mikið spurður hvort ég geti verið vinstrimað-
ur eftir að hafa dvalið á Kúbu. Málið er ekki svona ein-
falt og ég er enginn sérstakur umboðsmaður Castrós.
Það er margt ákaflega gott við stjórnarfarið þar en þar
eru líka mjög slæmir hlutir."
Fyrir utan að flakka hefur Sigfús unnið mörg sumur á
sumarhótelum svo segja má að hann þekki ferðaþjónust-
una frá ýmsum hliðum en auk alls þessa er hann með
próf sem leiðsögumaður og hefur starfað við það bæði
hérlendis og erlendis. Þess vegna má segja að hann hafi
verið sjálfkjörinn sem ferðamálafulltrúi á sínum heima-
slóðum enda fékk hann fulltingi sveitarstjórnarmanna
til starfans. Við þetta mætti síðan bæta að Sigfús hefur
leikið með hljómsveit sem heitir því undarlega nafni Tvö
dónaleg haust.
„Mitt starf er eiginlega fyrst og fremst að kynna svæð-
ið og koma því á kortið,“ segir Sigfús þegar hann á leið
um ritstjórn DV í einni af tíðum kaupstaðarferðum sín-
um en Sigfús talar um að „skreppa" norður á Þórshöfn
sem mun vera um níu tíma akstur frá Reykjavík og er
sennilega sá þéttbýlisstaður á íslandi sem liggur fjærst
höfuðborginni.
Kátir dagar við heimskautsbaug
Dagana 19.-21. júlí næstkomandi verður haldin hátíð á
Þórshöfn undir nafninu: Kátir dagar. Þetta er í annað
skiptið sem þessi árlega hátíð er haldin eftir að hafa
sprottið upp úr sérlega vel heppnuðum afmælishátíða-
höldum staðarins árið 1996. Það er eðli málsins sam-
kvæmt Sigfús ásamt harðsnúinni undirbúningsnefnd
sem ber hitann og þungann af þessu uppátæki en í dag-
skrá er minnst á ýmsa forvitnilega hluti eins og kassa-
bílaralli, sveitaball með svita og hita, útimarkað, dorg-
veiðikeppni, kajakasiglingu, útsýnisflug, fitnesskeppni
og torfærukeppni á dráttarvélum.
„Þetta er arfur frá gamalli tíð þegar fáir torfærujepp-
ar voru til í héraðinu og þá vildu menn reyna með sér í
torfæruakstri á traktorum og Willysjeppum."
Þarna verður hægt að sjá sýnishorn af bæði hámenn-
ingu og lágmenningu kjósi menn að flokka upplifanir
sínar i þau box því það verður hægt að fara á klassíska
tónleika í kirkjunni á Þórshöfn meðan á Kátum dögum
stendur.
Sigfús segir að sveitaböll á Þórshöfn séu eins „orig-
inal“ og sveitaböllin voru.
„Þau gerast ekki upprunalegri. Þarna eru allir aldurs-
hópar.“
Stofninn í gestum á hátíð eins og þessari eru brott-
fluttir Þórshafnarbúar og Þistilfirðingar en á þeim er
enginn hörguli eðli málsins samkvæmt. Sigfús segir þó
að hátíðin eigi að höfða til allra þeirra sem vilja komast
út úr mesta umferðarhraðanum á þjóðvegi eitt.
Við spurðum ferðamálafulltrúann ffölhæfa hvaða stoð-
um mætti renna undir ferðamannaþjónustu á þessum af-
skekktu slóðum.
„Okkar fjársjóður er Langanesið og nágrenni þess. Við
bjóðum upp á jeppaferðir út á Langanes og það mun
verða hægt að aka alla leið út á Font. Þarna er hægt að
komast út á hjara veraldar. Þarna endar Island og þess
vegna á þessi staður engan sinn líka.“
Sigfús segist vera bjartsýnn þótt við uppbyggingu á
ferðaþjónustu sé á brattann að sækja.
„Það sem við þurfum fyrst að yfirvinna eru fordómar
Islendinga gagnvart þessu svæði. Þetta er ekkert meira
út úr en Herðubreiðarlindir eða Askja. Þeir ferðamenn
sem eru búnir að fá nóg í bili af bullandi hverum og jökl-
um og vilja sjá lífið við hafið eiga að koma til okkar.
Björgin á Langanesi og Rauðanes iða af lífí.“
Líf utan þjónustusvæðis
Þótt það hljómi ef til vill eins og undarleg markaðs-
setning þá er það auglýst sem kostur að símasamband sé
slæmt.
„Þarna fmna menn frið og ró og eru sannarlega utan
þjónustusvæðis. Við höfum sagt í gríni að ef síminn þinn
hringir úti á Langanesi þá færðu endurgreitt," segir Sig-
fús og viðurkennir að þótt einhver segi að þarna sé ekk-
ert að sjá þá snúist ferðamennska um upplifun og aug-
ljóslega er verið að selja þögnina í þessu tilviki.
„Þú kemur kannski í Landmannalaugar og þar eru
þúsund manns á stórum jeppum sötrandi bjór með
hundana geltandi úti um allt. Þetta er ekki svona hjá
okkur og þeir sem eru orðnir þreyttir á þessu og vilja
njóta þess að vera út af fyrir sig eiga að koma norður.
En þetta verður ekki svona lengi því við ætlum að koma
þessu svæði á kortið."
Jeppaslóðin út á Langanes hefur lengi verið á lista hjá
ferðamönnum yfir grófustu og seinförnustu slóðir sem er
að finna í byggð. Stendur ekki til að laga veginn eitt-
hvað?
„Það er verið að vinna í því og ég tel að það hafi ver-
ið unnið afrek á dögunum þegar rúta frá Teiti Jónassyni
fór akandi í Skoruvík og sýndi þar með að þetta er hægt.
Það er núna verið að setja sex milljónir i það að laga veg-
inn og hann ætti að vera sæmilega jeppafær á eftir."
Leyndarmálið Rauðanes
Sigfúsi verður einnig tíðrætt um að Rauðanes sem er
skammt frá Þórshöfn sé eitt af hest varðveittu leyndar-
málum íslenskrar náttúru en Rauðanes er bæði skoriö
sundur af hellum og dröngum sem sérstakt væri að sigla
innan um og auk þess er fulgalíf mikið og fjölbreytt nátt-
úra. Sigfús segir að framtíðardraumurinn sé að bjóða
upp á reglulegar siglingar að Rauðanesi en í dag er ein-
ungis hægt að nálgast það fótgangandi.
En er ferðamannaþjónustan framtíðaratvinnuvegur á
landsbyggðinni?
„Það er ekki nokkur vafi. Ég er sannfærður um að
vetrarferðamennska á eftir að aukast mjög mikið úti á
landi og ferðamennska rennir stórlega styrkum stoðum
undir búsetu á landsbyggðinni. Greinin er að skapa
gjaldeyristekjur sem eru ígildi stóriöju. Við erum hér
með iðnaðarráðherra sem hleypur út um allan heim við
að elta uppi álver á meðan ferðamálin eru lítil skúffa í
samgönguráðuneytinu.
Stóriðja og ferðamennska eru auðvitað andstæður þeg-
ar menn eru uppi með jafn stórfelld áform og við Kára-
hnjúka en oft geta þessar atvinnugreinar farið saman.
Ég efast um að menn myndu aka norður í Þistilfjörð til
að skoða þar einhverja stórkostlega stíflu. Það er að
minnsta kosti ekki sú ásýnd sem ég vil sjá á landinu."