Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Qupperneq 42
46 Helqarhlacf lO'V" LAUGARDAGUR 13. JÚLf 2002 Hans Kwakkernaat er hollenskur píanóleikari sem er Guðmundur heitinn lifandi kominn Hans Kwakkernaat píanóleikari hafði aldrei komið til íslands eða heyrt íGuðmundi Ing- ólfssgni kollega sínum þegar hann gekk inn á bar íEnschede íHollandi. Þarsat Vern- harður Linnet og örlög Hansa voru ráðin. Hann er kominn til íslands íannað sinn til að spila djass. ÞAÐ VAR EINU SINNI MAÐUR sem hét Guðmund- ur Ingólfsson. Hann var undrabarn I tónlist, ofur- menni á ýmsum sviðum og goðsögn í lifanda lífi. Hann lék djasstónlist á píanó með þeim hætti sem menn höfðu ekki heyrt áður og stóðu og hlustuðu hvar sem Guðmundur fór. Kraftur Guðmundar og sveifla var engu lík en hann tókst á við lífið af sama fitonskrafti og nóturnar og lést fyrir aldur fram árið 1991 og var öllum harmdauði. Svo líður tíminn og menn halda eðlilega áfram að leika djass um gervalla heimsbyggðina og víkur nú sögunni til smábæjarins Enschede í Hollandi sumar- ið 2000. Þar gerist fátt markvert ef það er frá talið að ílugeldaverksmiðja í bænum sprakk í loft upp enda eldfimur starfi og hættulegur að framleiða flugelda. Um þetta leyti var einna mestur djassgúrú okkar ís- lendinga, Vernharður Linnet, á ferð þarna í bænum sér til skemmtunar. Skylt er að taka fram að ferðalag Vernharðs og eldurinn í flugeldunum eru tveir óskyldir atburðir. Vernharður hafði sest inn á djass- bar heimamanna og sat þar á skrafi við þá sem slíkri tónlist unna. Þá gekk dökkhærður krangalegur mað- ur í salinn og settist fljótlega við pianóið. Hvað er að heyra þetta? Þar var kominn Hans Kwakkernaat sem var kynnt- ur þar sem einn fremsti sveiflupíanisti Hollendinga og það staðreyndi Vernharður þegar hann settist við píanóið því það var hreint eins og Guðmundur heit- inn Ingólfsson en báðir beita sveiflu og svokölluðum blokkhljómum af fágætri snilld. Þetta þóttu Vernharði mikii undur og hann afréð að hringja þegar i stað heim til íslands í Sigurð Krist- insson píanóstillara sem hann vissi fremstan aðdá- anda slíkrar spilamennsku. Kwakkernaat vissi ekkert hvaðan á sig stóð veðrið þegar lágvaxinn maður sem talaði undarlegt tungumál tróðst að píanói hans og hélt simanum uppi og lagði hann við píanóið. Það varð úr að Hans kom til Islands í fyrra og lék á rómuðum minningartónleikum um Guðmund heit- inn sem voru haldnir á Kaffi Reykjavík og var troðið upp í rjáfur og margir klökknuðu þegar Hollending- urinn skankalangi fór grönnum fingrum um hljóm- borðið og það var rétt eins og Guðmundur heitinn væri mættur. Vanir menn Nú er Hans kominn aftur og enn ætla menn að halda Guðmundarvöku, ferna tónleika. Þeir fyrstu voru á Kringlukránni á fimmtudag, síðan á Egilsstöð- um á föstudag en svo er annar konsert í kvöld, laug- ardag, á Kringlukránni og loks flýgur bandið til Ak- ureyrar og spilar þar á sunnudag. Kwakkernaat er ekki einn á ferð því með honum spila þrír sjóaðir djasshundar sem hafa marga fjör- una sopið. Það er Gunnar Hrafnsson sem slær bass- ann en Björn Thoroddsen leikur á gítar. Bak við trommurnar situr svo Guðmundur Steingrímsson, Papa Jazz, og spilar eins og hann hefur gert síðustu 50 árin að minnsta kosti. Allir spiluðu þessir snilling- ar með Guðmundi heitnum meira og minna en Guð- mundur Steingrimsson trúlega mest. Þegar blaðamaður DV hitti Kwakkernaat var band- ið að taka hljóðprufu á Kringlukránni. Það gekk mik- ið á. Þarna var Vernharður, formaður Jassvakningar, þarna var Guðmundur Steingrímsson sveittur með trommurnar og þarna var Sigurður Kristinsson, einkapíanóstillari Kwakkemaats, sem mun fylgja honum hvert fótmál meðan hann er á íslandi og tryggja honum hreinan tón hvar sem hann fer. Það vantar engan nema Gunnar Hrafnsson sem gárungarnir segja að hafi ekið á eftir malbikunarvél alla leið að heiman en hann skilar sér nú samt. Þrátt fyrir værukært tempó við uppsetningu á hljóðfærum tekst einhvern veginn að setja allt þar sem það á að vera og stilla allt saman og allt í einu hleypur hin sæta Georgína Brown eða Sweet Georgia Brown gegnum salinn og er fótatak hennar liðugt og hratt. Þessir kallar hafa spilað saman áður, þeir sátu fyrir aftan Hansa síðast þegar hann kom og hafa auð- vitað engu gleymt heldur láta eins og galgopar yfir öllu saman og spyrja Hansa: How do you like Iceland? Á veggjunum hanga myndir af Guðmundi Ingólfs- syni heitnum og á þeirri sem hangir yfir píanóinu snýr hann baki í myndatökumanninn. Þegar Hansi fer höndum um nóturnar býst maður eiginlega við þvi þá og þegar að Guðmundur líti við og spyrji hryssingslega hver þetta sé. Hvorki gainall né svartur Annars er tónlistarstill Kwakkernaats þannig að manni kemur eiginlega á óvart þegar maður hittir hann að hann skuli ekki vera gamall og svartur. kominn til fslands í annað skipti. Hann þykir hafa ótrúlega líkan stíl og Guðmundur heitinn Ingólfsson. DV-Mvnd ÞÖK Þvert á móti, hann er 39 ára þennan dag og segist ætla að fara að drífa í því að ná sér í konu. Kannski hefur hann komið til rétta landsins? Hvur veit? „Ég hafði aldrei heyrt um ísland og aldrei komið hingað og aldrei heyrt getið um Guðmund Ingólfsson þegar ég hitti Venna í Enschede á sínum tima. Nú þegar ég hef hlustað talsvert á leik Guðmundar og Guðmundur Steingrimsson hefur sagt mér margar sögur af honum þá finnst mér ég þekkja hann örlítið betur,“ segir Kwakkernaat þegar ég spyr hann um kynnin af íslandi og fyrirmyndinni. „Annars er ekki hægt að bera saman tvo píanóleik- ara. Ég vil ekki láta bera mig saman við Guðmund, ég held að hann hafi verið meira en píanisti, hann var tónlistarmaður. Ég er bara píanisti." Hans viðurkennir þó að líklega hafi þeir Guðmund- ur hrifist að vissu leyti af sömu píanistunum. „Ég hef hlustað á marga píanista, bæði ameriska og evrópska, allt frá upphafi aldarinnar til Herbie Hancock, en ég hreifst mjög af Art Tatum, Erroll Garner og Oscar Peterson, svo fáeinir séu nefndir." Hans viðurkennir líka að það hafi verið mjög ein- kennilegt hlutskipti að koma hingað í hlutverki Guð- mundar, ef svo má að orði komast. „Ég var óskaplega taugaóstyrkur þegar ég áttaði mig á því i hverju ég var lentur. Þetta var greinilega mikið tilfinningamál fyrir mörgum sem komu á minningartónleikana. Þetta voru aðdáendur Guð- mundar sem voru komnir til að hlusta á mig og ég var mjög óstyrkur og hef eiginlega reynt að halda mig í bakgrunninum og vera ekki að trana mér fram.“ Að þessu sinni leika þeir félagar lög eftir Guðmund og fleiri en frá síðasta tónleikaferðalagi hefur verið bætt á efnisskrána nokkrum lögum eftir Guðmund. Ekki nauðsynlegt Guðmundur var orðlagður fyrir taumlausan lífs- stíl sinn og það er freistandi að spyrja Kwakkerna- at hvort það sé nauðsynlegt að sukka dálítið til þess að spila djassinn af innlifun. „Ég hef séð marga góða tónlistarmenn eyðileggja líf sitt á ýmiss konar vímugjöfum og þótt ég sé ekki bindindismaður þá hef ég reynt að gæta hófs. Auð- vitað er það ekkert nauðsynlegt." Fyrir utan að bregða sér í gervi íslensks píanó- leikara sem hann hitti aldrei starfar Kwakkernaat sem píanóleikari í sínu heimalandi og segir: já, takk, alveg bærilega, þegar ég spyr hann hvernig það gangi. „Besta leiðin til að mæla það er hve oft síminn hringir og einhver vill fá mann til að spila og hann hringir bara nokkuð oft nú orðið. Ég er með mína eigin hljómsveit en spila annars eftir hentugleikum með ýmsum hljóðfæraleikurum." Hans dregur nokkuð seiminn þegar ég spyr hann hvort hann verði tíður eða reglulegur gestur á Is- landi næstu árin en telur það ekki fráleitt. „Þetta er fallegt land og ég hef fengið afskaplega góðar móttökur hérna svo maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér.“ -PÁÁ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.