Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Qupperneq 44
48 Helqarhlctð JOV LAIJGARDAGUR 13. JÚLf 2002 ' í blámóðu síðdegissólarinnar ofan af Bláfellshálsi er horft til fjallarisans Hlöðufells. Norðan við það sést í fagur- skapaða öxl eða norðurhlið Skjaldbreiðar. Það sem setur svip á myndina er moldrok en í þéttri norðanstroku fýk- ur fíngert ryk af leirum við Hagavatn og fyllir loftið. DV-myndir ÞÖK s A veginum Kjalvegur ersá hálendisvegur sem er flestum bílum fær. Hann liggur um 170 kílómetra leið, frá Gullfossi að Blönduvirkjun. ÞVÍ ER HALDIÐ FRAM AÐ KJALVEGUR hafi verið þekktur síðan á söguöld en sagnir eru um að Eiríkur land- námsmaður i Goðdölum hafi sent þræl sinn Rangað á fjöll að leita mannaferða. Rangaður gekk suður Kjöl uns hann rakst á fótspor í flagi þar sem hann hlóð vörðu sem nefnd var Rangaðarvarða. Kjölur var þjóðleið um aldir en í myrkri miðalda týnd- ist leiðin nær alveg vegna ráöleysis, deyfðar og ótta við útilegumenn og ekki síst í kjölfar sviplegs dauða Reyni- staðarbræðra á Kili 1780. Árið 1898 fór landkönnuðurinn Daniel Bruun um Kjöl og má sennilega sjá enn við hinn forna Kjalveg vörður sem hann hressti við en þá var veg- urinn lítt notaður. Kjölur er eiginlega svæðið á milli Langjökuls og Hofsjök- uls og á björtum degi hlýtur ferðamaður að verða orðlaus þá hann ekur með jöklarisana bjarta á báðar hendur og tignarlegar fjalladrottningar eins og Hrútfell, Bláfell og Kerlingarfjöll sem varða veginn. Á Kili nútímans sjást ekki lengur skreiðarlestir eða hestar með drögur af kirkjuvið né laumulegir útilegu- menn. Ferðamenn koma akandi, gangandi, hjólandi og ríð- andi til þess að finna þann frið og endurnæringu sem að- eins óspillt og tignarleg náttúra getur veitt firrtum nú- tímamönnum. Blaðamaður og ljósmyndari DV óku Kjalveg á dögunum og var farkostur þeirra óbreytt Nissan Micra. Þessar myndir sem prýða síðuna eru afrakstur þeirrar ferðar. -PÁÁ Við Skriðufell steypist tota úr Langjökli fram í Hvítárvatn og er allúfin. Stundum brotna jakar úr jöklin- um og lóna á þessu kyrrláta fjallavatni. Við Hvítárvatn er elsta sæluhús Ferðafélags íslands og þar segja margir að sé meiri draugagangur en almennt gerist. Hitt er víst að hér er náttúrufegurð meiri en al- mennt gerist. f gamla daga sváfu gangnamenn í lekum torfkofum, kúrandi á grjótbálkum með hnakkinn undir höfðinu, gæruskinn ofan á sér og smalahundinn ofan á fótunum. í dag eru gangnamannaskálar ágætar vistarverur en nokkuð sérkennilegar eins og þessi mynd ber með sér. Hún er tekin í gömlum bragga við Sandá, rétt ofan við Gullfoss. Þar mætast arfur hernámsáranna og fornar smalamennskuliefðir en tíðustu gestirnir eru scnnilega ferðamenn á reiðhjólum. Á söndum og iiielum suniiaii við Sandkúlufcll rísa Kerlingarfjöllin tignarlega við horn Hofsjökuls. Nyrsti tindurinn sem er stakur heitir Loðmundur en næstur hon- um rís Snækollur og ögn sunnar Hánípur. Snækollur er hæsti tind- ur Kerlingarfjalla og nær 1477 metra hæð yfir sjó. Það er sagt að af tindi hans sjáist til sjávar bæði sunnan og norðan fjalla.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.