Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2002, Qupperneq 52
56
Helgorblacf JO’V LAUGARDACUR 13. JÚLÍ 2002
Skrifaðu okkur
Taktu þátt í póstkortaleik ESSO í sumar
og þú gætir unnið glæsilegt Coleman-fellihýsi!
S pliföu
|SLAND;S/EKJUM ÞAÐ HEIM
@ rtirw Ö
PÓSTURINN Faröamálnáö Islsnds MOSÚrjáfíPB SAMCÖNCURAÐUNtrTIO
inni
skalég
hundur
heita!
PEPSt
Dmumaleikur
m
/
% P€P>
Vinningsferðin
verður farin
8. ágúst næst-
komandi en ekki
20. júlí eins og
til stóð.
^ Þann20.júlf
verður nafn
vinningshafa
tilkynnt og
tjí úrval innsendra
r mynda birt.
Skákþátturinn____________ ,
Umsjón
Sœvar Bjamason
Heimsmeistaramót Einsteins
í Dortmund stendur yfir
svokölluð kandidatakepnni um
réttinn til að skora á Vladimir
Kramnik heimsmeistara. í dag
byrja undanúrslit en helmingur
keppenda hefur verið sleginn út.
Sú keppni var mjög spennandi og
fyrir síðustu umferð áttu allir
keppendur möguleika á að komast
áfram nema Þjóðverjinn Lutz, en
úrslit síðustu umferðar urðu:
Hópur A: Alexei Shirov - Borís
Gelfand 1-0 og Christopher Lutz -
Veselin Topalov 1/2
Hópur B: Evgení Bareev - Alex-
ander Morozevich 1-0 og Peter Leko
- Michael Adams, 1-0.
Þeir Shirov og Topalov urðu
jafnir og efstir í hópi A og eiga að
keppa við félaga sína úr hópi B.
Samkvæmt reglunum áttu þeir að
keppa atskákeinvígi um 1. og 2.
sætið í gær en líklega varð ekkert
af því. Þeir vildu fá hvíldardag og
kasta frekar evru upp á úrslitin
því nr. 1 í A á að tefla við nr. 2 í
B-hópi og svo öfugt. 1 B-hópi gekk
meira á. Bareev var með koltapað
á móti Móra en vann einhvern
veginn og Michael Adams brást
vonum landa sinna og tapaði ör-
ugglega fyrir Leko en Adams var
stigahæsti keppandi mótsins. En
það er víst dagsformið sem gildir
eins og í flestu öðru. Ég ætla að
gera Shirov þann (Sævar) bjarnar-
greiða að spá honum sigri - hann
sigraði Kramnik á sínum tíma um
réttinn til að tefla við Kasparov
um heimsmeistaratitilinn en
Kaspi sveik hann. En það er til
réttlæti í heiminum á sumum
sviðum! Svo er ætlunin að sam-
eina titlana seinna á árinu, það er
FIDE- og Einstein-titlana, og fróð-
legt verður aö sjá hvort það geng-
ur eftir, en ef Shirov vinnur þessa
keppni og síðan Kramnik - hvað
gera þeir bændur, Kaspi og Kirs-
an, þá? 8 liða úrslitunum lauk
þannig en keppendur tefldu 2
skákir hvor við annan í sínum
hópi:
Hópur A: 1-2 Veselin Topalov,
Búlgaríu (2745), og Alexei Shirov,
Spáni (2697), 4 v. 3. Borís Gelfand,
Israel (2710), 2,5 v. 4. Christopher
Lutz, Þýskalandi (2650), 1,5 v.
Hópur B: 1. Evgení Bareev, Rúss-
landi (2726), 4 v. 2. Peter Leko, Ung-
verjalandi (2717), 3,5 v. 3. Michael
Adams, Englandi (2752), 2,5 v. 4. Al-
exander Morozevich, Rússlandi,
2716, 2 v.
Skákarfur íslendinga 0g
Einvígi aldarinnar
Þann 11. júlí síðastliðinn voru
30 ár liðin frá upphafi „Einvígis
aldarinnar" milli Borís Spasskís
og Bobby Fischers í Laugardals-
höll. Skáksamband íslands hefur
ákveðið að minnast þessa viðburð-
ar með ýmsum hætti og var fyrsta
skrefið stigið í upphafi ársins þeg-
ar efnt var til sýningar í Ráöhúsi
Reykjavíkur, samhliða einvígi
Hannesar Hlífars Stefánssonar og
Nigels Short.
Á morgun, 14. júli, á alþjóðleg-
um safnadegi, verður síðan opnuð
sýning í Þjóðmenningarhúsinu
viö Hverfisgötu í Reykjavík, undir
yfirskriftinni „Skákarfur Islend-
inga og Einvígi aldarinnar“. Skák-
arfur íslendinga er ríkulegur og
minjar um hann hafa verið til
varðveislu m.a. í Þjóðminjasafni
og Þjóðarbókhlöðu, sem geymir
hið ómetanlega Fiske-safn. Ýmsir
gripir verða dregnir fram í dags-
ljósið úr þessum áttum, auk þess
sem gripir, tengdir Einvígi aldar-
innar, verða sýndir.
Setningin sýningarinnar hefst
kl. 14 í Þjóðmenningarhúsinu við
Hverfisgötu.
En við ætlum að skoða loka-
viðureignir í 8 manna úrslitum í
Dortmund og byrjum á fjörinu!
Hvítt: Alexei Shirov (2697)
Svart: Borís Gelfand (2710)
Sikileyjarvörn.
Kandídatakeppnin
í Dortmimd (6), 11.07. 2002
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 d6 4.
Bxc6+ bxc6 5. 0-0 Bg4 6. h3 Bh5.
Shirov dugði jafnteíli til að kom-
ast áfram en er vana sínum trúr
og teflir upp á flækjur. 7. e5 e6.
Eftir 7. dxe5 8. Hel f6 9. d3 hefur
hvítur góð færi fyrir peðið. 8.
exd6 Bxd6 9. d3 Re7 10. Rbd2 0-
0 11. Re4 Rd5 12. Hel He8 13.
Rg3 Bg6 14. Re4 Bc7. Svartur er
í vandræðum því eftir t.d. 14. - Bf8
kemur 15. Re5. Því fórnar Israel-
inn frá Hvít-Rússlandi peði í von
um flækjur sér í hag. 15. Rxc5 e5
16. a3 f5 17. c4 Rf6 18. d4 e4. En
peðinu er fórnað til baka til að fá
einfalda og aðeins betri stöðu.
Svartur verður að tefla á flækju-
braut. 19. Re5 Bh5 20. Dd2 Dd6
21. Dc3 Had8 22. Be3
Örvinglun grípur nú ísraels-
manninn og hann fórnar skipta-
mun fyrir færi. Þetta minnir mig
á sumar skákir Shirovs gegn
Kasparov; hann lendir stundum í
svona aðstöðu. Er þetta ekki kall-
að styrkleikamunur? 22. - Hxe5
23. Rb7 Df8 24. dxe5 Hd3 25.
Db4 Bxe5 26. Dxf8+ Kxf8 27.
Rc5 Hd6 28. Rb7 Hd7 29. Rc5
He7 30. Habl f4 31. Bd2 Bd6 32.
b4 Kf7 33. Bc3 e3 34. Bd4 Bxc5
35. Bxc5 He5
Þessari skák er í raun lokið
enda fátt til varnar. Alexei er frá-
bær skákmaður! 36. fxe3 f3 37.
gxf3 Bxf3 38. Kh2 Be4 39. Hb2
Hh5 40. Hfl a6 41. Bd4 Bf5 42.
Hf3 Re4 43. b5 axb5 44. cxb5
cxb5 45. Hxb5 g6 46. a4 Rd2 47.
Hf4 Hxh3+ 48. Kg2 Hh5 49. a5
Ke6 50. He5+ Kd6 51. a6 1-0
Þessir tveir herramenn þykja
tefla traust og frekar leiðinlega.
En þeir tefla vel. Og þegar öðrum
þeirra tekst vel upp þá tapar Eng-
land ...
Hvítt: Peter Leko (2717)
Svart: Michael Adams (2752)
Rússnesk vörn.
Kandídatakeppnin
í Dortmund (6) 11.07. 2002
1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4.
Rf3 Rxe4 5. d4 d5 6. Bd3 Rc6 7. 0-
0 Be7 8. c4 Rf6 9. h3 0-0 10. Rc3
Rb4 11. Be2 dxc4 12. Bxc4 c6 13.
Bg5 Rbd5 14. Hel Be6 15. Db3
Db6. Þetta er víst allt, held ég, eft-
ir bókinni. Hvítur skiptir upp i
betra endatafl. Gamla seiglan hjá
þessum ungu mönnum - nú eru
þeir innan við þrítugt. Hvernig
ætli þeir tefli um fimmtugt? Ætli
ég fái nokkuð að vita það? 16.
Rxd5 cxd5 17. Dxb6 axb6 18. BbS
h6 19. Bf4 Hfc8 20. Re5 g5?! Upp
hafið að erfiðleikum svarts? 20. -
Bb4 strax er betra!? 21. Bh2 Bb4
22. He2 Re4 23. Rd3 Bf8 24. Hael
Bg7 25. Be5 Bxe5 26. Rxe5 Kg7
27. Rd3 Hc7 28. Rb4 Hd8
I raun hefur ekki mikið gerst
enn þá og þó: Svartur þarf að vera
á varðbergi, með tvípeð og verri
biskup. Leko neglir niður kóngs-
vænginn líka: 29. g4 Rf6 30. Kg2
Hd6 31. f3 Bd7 32. Kg3 KfB 33.
h4! Bb5. Lygn streymir Don! Nú
tvístrast peðin á kóngsvæng líka
og það fer að halla alvarlega und-
an fæti. 34. He5 gxh4+ 35. Kxh4
Bc4 36. Bc2 Bb5 37. a3 Hd8 38.
Kg3 Kg7 39. Bf5 Kf8 40. Hhl
Kg7. Svartur veit ekki sitt rjúk-
andi ráð! Og nú kemur riddarinn
og styrkir f5-reitinn. 41. Rc2 He8
42. Re3 Hce7 43. Kf4 Bc6.
Og nú kemur lokahnykkurinn.
„einfach und stark!“ 44. Bc2 Bd7
45. g5. 1-0. Hótar riddaranum og
eftir 45. - hxg5 46. Hxg5+ og mát-
ar!
Skákinenn að tafli
Nokkrir íslendingar eru að tefla
erlendis en gengið er upp og ofan
Sigurbjörn J. Björnsson og Magn
ús Örn Úlfarsson höfnuðu í 2.-5.
sæti á alþjóðlegu móti í Kécker
met i Ungverjalandi en þeir hlutv
5 vinninga í 9 skákum. Páll Þórar
insson hlaut 3,5 vinninga. Sigur
vegari mótsins var 16 ára heima
maður, Tibor Reiss (2347), sen
hlaut 6,5 vinninga. Reiss tapaö'
aðeins einni skák, gegn Páli í 1
umferð, og gerði 3 jafntefli, þar af
gegn bæði Sigurbirni og Magnúsi.
Magnús hækkar um 12 stig á mót-
inu en Sigurbjörn og Páll standa í
stað. Að sögn þeirra félaganna vai
lukkan ekki með þeim á mótinu
Þeir Stefán Kristjánsson og Bragi
Þorfinnsson eru að tefla á sterku
stórmeistaramóti í Búdapest og
gengur skrykkjótt en Halldór
Brynjar Halldórsson frá Akureyri
er í miklu stuði á sama móti í
Búdapest en í neðri flokki. Halldór
sigraði júgóslavneska skákmann-
inn Laszlo Lukacsovics (2093) í 5.
umferð og er annar tveggja efstu
manna með 4,5 vinninga i FM-
flokki. Hannes Hlífar lauk tafl-
mennsku í Esbjerg í gær og gekk
illa en vann þó siðustu skák.