Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2002, Blaðsíða 16
28 MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2002 Skoðun DV Áttu erfitt með að vakna á morgnana? Nonni klipp: Það fer eftir erfiöi næturinnar. Hrólfur Baldursson klippari: Ég er óeðlilega fljótur að vakna, en annað má segja um konuna. Jóhanna Frímann klippari: 't Nei, en það er hins vegar hörku- vinna að vekja Braga, manninn minn. Helga B. Haralds klippari: -> Ég á mjög erfitt með að vakna á morgnana, ég er engin morgunmanneskja. Bára Kristgeirsdóttir klippari: Það er hrikalegt að vakna á tilsettum tíma. Gísli Sigurðsson forstöðumaður: Nei, ég vakna á undan fugtunum. Lögum um fasteignasölur er ábótavant svo ekki sé meira sagt: Ung hjón féflett um 1-2 milljónir GunnarJónsson skrifar: SíðastLiðið vor var ris- íbúð í 40 ára húsi í Reykjavík seld á fast- eignasölu sem maður hélt að væri virt fyrir- tæki. í söluyfirliti kemur fram hver lygin annarri verri. Þessa íbúð keypti saklaust barnabarn mitt. Eftir að flutt var í íbúð- ina var ég kallaður til, nýkominn frá nokkurra mánaða dvöl á Spáni, en afinn er reyndur bygg- ingameistari frá 7. og 8. áratugnum. Söluyflrlitið sagði raf- lögn nýlega yfirfama, staðreyndin var að illa gekk að halda rafmagni á íbúðinni vegna útleiðslu og aðeins hafði ver- ið endurnýjuð raflögn í stofu en allt annað i raflögn og þar á meðal raf- magnstafla voru upprunaleg og löngu komið að endumýjun á öllu rafkerfi íbúðarinnar og þar á meðal rafmagnstöflu. Byggingarefni var sagt vera steinn, en reyndin var önnur. Rishæöin var úr timbri og klædd með álklæðningu. Söluyfirlit sagði að gler væri endumýjað, stað- reyndin var að aðeins höfðu verið endurnýjaðar tvær rúður í stofu, annað gler var gamalt mixað gler. í söluyfirliti sagði að íbúðin væri 78 fermetrar en loksins þegar eigna- skiptasamningur fyrir húsið lá fyr- ir, kom í ijós að íbúðin er aðeins 64,5 fermetrar. „Nú er Ijóst að unga fólkið hefur verið féflett um 1-2 milljónir króna við þessi íbúðarkaup af óprúttnum sölumönnum fasteignasöl- unnar og fyrrverandi eig- anda Íbúðarinnar.“ Nú er ljóst að unga fólkið hefur verið féflett um 1-2 milljónir króna við þessi íbúðarkaup af óprúttnum sölumönnum fasteignasölunnar og fyrrverandi eiganda íbúðarinnar. Það stefnir í löng málaferli sem vafalítið munu verða ungu hjónun- um kostnaðarsöm. Þetta gerist þrátt fyrir öll lögin og reglugerðirnar um fasteignasölur og fasteignasala. Það sem nauðsynlega þurfti að standa í þessum lögum er þar ekki af ókunnum ástæðum. Það var talað mn skúrka 1 þessari at- vinnugrein á 7. og 8. áratugnum en verri eru þeir í dag ef marka má þetta. Lágmarkskrafa er að sá sem gerir söluyfirlit fyrir fasteignasölu sé byggingafróður maður, helst reynd- ur byggingameistari, en ekki krakki sem nýbúinn er að hleypa heimdrag- anum. Sömuleiðis verður skráður fasteignasali að vinna við fyrirtækið en ekki úti í bæ á lögmannsstofu. Þá ættu sölumenn að hafa lokið námi frá skóla fyrir fasteignasala. Ráð- herra þarf að bretta upp ermarnar, þarna er pottur brotinn. Ótrúlegar árásir á fólkið Edda Sveinbjörnsdóttir skrifar: Ég get ekki lengur orða bundist yfir aðforunum og aðdróttunum gegn ræktendum á hundabúinu ís- hundum í Dalsmynni. Ég á tvo hunda þaðan og hef aldrei orðið vör við óþrifnað eða þrengsli þar. Það er alltaf hægt að hringja eða koma og fá ráð hjá þeim, sama hvaða dag vikunnar það er. Ég veit að þetta er mjög samheldin fjölskylda sem gef- ur sig öll í að gera það besta fyrir dýrin. Þegar komið er að goti er tíkin tekin í sérstakt herbergi í íbúðar- húsinu og þar er vakað yfir henni þar til allt er um garð gengið. I ágúst sl. tók Ásta tík inn i svefnher- bergi til sin og tíkin gaut í rúmið „Fólkið þar er allar stundir yfir dýrunum og hugar að velferð þeirra og á ekki skil- ið þetta endalausa skítkast frá Hundarœktarfélaginu og öðrum. “ hennar. Ég skil ekki þessa grimmd og afbrýðisemi sem er í gangi gegn Ástu og fjölskyldu hennar. Er það kannski vegna þess að þessir aðilar hafi eitthvað að fela og þurfi að beina athygli fólks eitthvert annað? Ég veit að í Dalsmynni er allt skúrað, stíur þrifnar og hundadall- ar hreinsaðir á hverju einasta kvöldi. Fólkið þar er allar stundir yfir dýrunum og hugar að velferð þeirra og á ekki skilið þetta enda- lausa skítkast frá Hundaræktarfé- laginu og öðrum. Að lokum óska ég þess að Ásta og fjölskylda hennar fái að starfa í friði, ég óska þeim alls hins besta í framtíðinni og vona að þau starfi áfram á sömu braut. í Dalsmynni Hundabúið í Dalsmynni Fjölskyldan sætir ótrúlegum árásum. Garri Rimlarugl í fréttum fyrir helgi kom fram að fjárframlög til fangelsisins á Litla-Hraimi hafi verið af svo skomum skammti að þar varð að loka heilli deild i vor og ekki sér fyrir endann á þeirri lok- ' un. Þetta þýðir að 22 fangapláss hafa verið ónot- uð i fleiri mánuði. Ríflega eitt hundrað manns eru á biðlista eftir afplánun, þar af margir sem dæmdir hafa verið fyrir alvarleg brot. í fangels- um, t.d. á Akureyri, ægir saman alls kyns fong- um, þeim sem ekki hafa greitt sektir og hinum sem framið hafa alvarlegustu glæpi. Ofan á 100 manna biðröðina bætist síðan 500 manna biðlisti, beiðnir frá lögreglustjóraembættum landsins um afplánun vegna ógreiddra sekta. Glæpur og refsing Garri hefur talið að fyrst heimild er fyrir því í lögum að refsa fyrir hin og þessi brot eigi að ^ beita þeim refsingum eins fljótt og auðið er til að sambandið miili brotsins og refsingarinnar rofni ekki. Menn átti sig á því fyrir hvaö þeim er refs- að. En kerfið er svo þunglamalegt og fjárvana að menn eru að taka út refsingu löngu eftir að af- brot er framið, jafnvel iöngu eftir að þeir hafa snúið af villu síns vegar og gert tilraun til að gerast heiðvirðir borgarar. Hinir, sem engan áhuga hafa á löghlýðinni hegðun, geta haldið áfram að brjóta lögin, óáreittir fyrir fangelsis- málastofnun. Allt þar til að pláss losnar og kallið um afplánun kemur. Við bætist að fangar sem fá reynslulausn en breyta í engu líferni sínu frá því fyrir fangavist fá einnig aö valsa um óáreitt- ir, í það minnsta þar til „sakaferill hinn seinni" er orðinn svo langur að starfsmenn lögreglu, dómstóla og fangelsis hrasa bókstaflega um hann. Reynt að gleyma Af þessu öllu má ráða að það virðist töluverð- ur lúxus að vera krimmi á Fróni. Þekkt er að mönnum er sleppt eftir yfirheyrslur og þeir halda áfram að sýna sömu hegðun og kom þeim í yfirheyrsluna. Eftir dómsuppkvaðningu getur liðið heillangur timi þar til afplánun hefst. Á meðan gefst kostur á að brjóta enn frekar af sér. Og sleppi menn út í reynslulausn virðist engu skipta hvemig þeir hegða sér. Þeir þurfa að hafa brotið stíft af sér í næstum ár til að kerfið bregð- ist við. Það virðist engu skipta hvemig menn hegða sér. Það er kaldhæðnislegt þegar hugsað er til þess hversu afdrifaríkar afleiðingar af hegðun brotamanna geta verið fyrir fórnarlömb- in. Þær láta ekki bíða eftir sér eins og fangelsis- kerfið. Þeirra gætir strax og þær eru miskunnar- lausar. Dapurlegt er til þess að hugsa að loks þegar kemur að fullnustu refsingar glæpamanna eru yfirgnæfandi líkur á að þeir hafi fyrir löngu gleymt til hvers verið er að loka þá inni. Á með- an eru ófá fómarlömbin að hamast við að reyna að gleyma tilefni refsingarinnar til þess eins að geta lifað eðlilegu lífi - utan múranna. (\xrri Ávextirnir Ekki alltaf upp á það besta. Af ávöxtunum skul- uð þið þekkja þá Neytandi hringdi: Af ýmsum ástæðum neyti ég ávaxta af kappi. Þeir em hollustufæða sem ég vil ekki vera án. Gallinn er hins veg- ar sá að ávextir í verslunum hér á landi eru oft afleitir. Ég vil ekkert fullyrða en tel þó sennilegt að við séum ekki að kaupa úrvalsávexti til landsins. Oft eru þetta grjóthörð aldin sem aidrei verða að mannamat ein- hverra hluta vegna. Hver vill tfl dæm- is glerharða plómu eða avókadó sem er eins og handsprengja, eldsúrar app- elsínur eða innanrotin epli? Á erlend- um ávaxtamörkuðum er allt önnur vara í boði. Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá segir í góðri bók og Silli og Valdi höfðu þetta slagorð á sínum tíma, þegar ávextir fengust reyndar sjaldan. Vandið nú innkaupin og þá munu landsmenn borða miklu meira af ávöxtum. Eiríkur féll í freistni Vilhjálmur Alfreðsson skrifar: Þær eru margar freistingarnar í heimi hér og sannarlega féll Eiríkur Bergmann Einarsson fyrir einni þeirra með því að reyna að tæla Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur úr borgar- stjóraembætti. Allir vita að Ingibjörg Sólrún tók það skýrt fram að hún sæti út þau fjögur ár sem hún var kjörin. í öðrum löndum væri þessu atviki lýst sem pólitísku samsæri. í framhaldinu verður Eiríkur Bergmann að íhuga framhaldið, til dæmis hver á að verða næsti borgarstjóri. Kannski ætlar hann að tæla Björn Bjamason í emb- ættið? Ekki legðist ég gegn því en ljóst er að Eiríkur má vara sig. Hegnið flugfylli- byttunum Ki-istinn Sigurðsson skrifar: Flugfyllibyttum á að refsa harðlega. Því miður vill dómsmálaráðuneytið ekki refsa illþýði því sem er með drykkjulæti og ofbeldi í millilanda- flugi. Þá verða blöðin að koma til og annast um refsinguna, birta myndir af illþýðinu, heimilisfang og stöðu. í sumum löndum fá slíkir óþokkar 10 til 20 ára fangelsi og hið sama ætti að giida hér. Þetta pakk ógnar áhöfnum og flugfarþegum þannig að saklaust fólk er í lífshættu. Travolta Nennti ekki að tala við íslendinga. Travolta lýsti frati á ísland Ung stúlka hringdi: Ég fór með vinkonu minni í flug- stöðina þegar John Travolta lenti þar í ágúst. Við urðum fyrir vonbrigðum með að hann kom ekki út úr vélinni sinni og talaði ekki við nokkum mann, nema þá kannski einn starfs- mann. Þótt seint sé vil ég að Travolta komi aftur og tali þá við sína aðdá- endur. Mér fannst hann lýsa frati á ís- land með þessari framkomu. En svona eru þessir stóra kailar víst. DVl Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eða sent bréf tii: Lesendasíða DV, Skaftahlíð 24, 105 Reylgavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.