Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2002, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002
Fréttir
5
í BÍ(ðr)aoj+
✓ Ótrúlegt vöruúrval
s Eitthvað fyrir alla
s Sérpantanir, hraðþjónusta
Borgartúni. ReyKjaviK
Bildshöíða. ReyKjaviK.
Smiðjuvegi Kópavogi.
Dalshraun, Hafnarfirði.
Hrismýri, Selfossi.
Dalbraut. AKureyri
Grófinni, KeflaviK.
Lyngási. Egilsstöðum.
Álaugarvegi, Hornafirði.
www.bilanaust.is
LnRlnau
Slmi S3S 9000
I>V
Minnst þýskra
sjómanna sem
létust hér viö land
Á sunnudaginn verður afhjúpað
minnismerki um úthafsveiðar Þjóð-
verja og björgunaraðgerðir Islend-
inga á suðurströnd íslands í
Brydebúð í Vík og hefst athöfnin kl.
14. Minnisvarðinn er reistur til þess
að heiðra minningu þýskra togara-
sjómanna sem létu lífið á íslands-
miðum og votta þeim íslendingum
þakkir sem lögðu líf sitt í hættu við
að bjarga Þjóðvérjum úr sjávar-
háska. Að verkefninu stendur hóp-
ur þýskra áhugamanna í tengslum
við fiskveiðisögudeild þýska sjó-
minjasafnsins og Menningarfélag
um Brydebúð í Vík. Fjárframlög
einstaklinga og stuðningur frá
Stofnun Roberts Bosch geröu gerð
minnisvarðans mögulega.
Laugardaginn 14. september verð-
ur haldin ráðsteöia í Göthe-stofnun-
inni í Reykjavík um samskipti ís-
lendinga og Þjóðverja eftir 1945
varðandi fiskveiðar.
Halldór Ásgrímsson viðstaddur minningarathöfn í New York:
Þetta er þjóð í stríði
Oryggiskennd-
in horfin
„Atburðirnir 11.
september 2001
voru þess eðlis, að
í raun er ekki enn
unnt að meta,
hvaða áhrif þeir
hafa á þróun
heimsmála," segir
Bjöm Bjamason
Björn Bjarnason. inntur eftir áhrif-
um hryðjuverkanna í New York og
Washington.
„Við emm enn vitni að eftirleikn-
um og vitum ekki hvernig hann end-
ar. Það hefur ekki tekist að skapa á
ný sömu öryggiskennd og rikti fyrir
árásirnar á New York og Was-
hington. Kannski tekst það ekki og
framvegis þurfi mannkyn að lifa í
þeim ótta að upp úr þurm sé lífi tug-
þúsunda óbreyttra borgara ógnað til
að svala ofstækisfýsn leynilegs hóps
fjarstýrðra einstaklinga sem snúast
gegn því þjóðfélagi þar sem þeir hafa
dulbúist og látist lifa eðlilegu lífi.
Bandaríkjamenn urðu fyrir
mestri sorg og tjóni vegna fólsku-
verksins og stjórn þeirra hefur
einnig axlað ábyrgð og tekið forystu
gegn illvirkjunum. Frá fyrsta degi
var fráleitt að ætla að ekki yrði
gripið til gagnráðstafana og vald-
beitingar, ef nauðsyn krefði, til að
refsa ódæðismönnunum.
Allra hagur felst í þvi til lengdar
að á komist traustvekjandi öryggis-
kerfi sem byggist ekki á yfirþyrm-
andi persónulegu eftirliti eða tak-
mörkunum á ferðafrelsi, svo að eitt
dæmi sé tekið,“ segir Björn. -ÓTG
„Það er mikil sorg hér i lofti,“
sagði Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra í gær þar sem hann var
staddur í New York. Hann var þar
viðstaddur minningarathöfn um
hryðjuverkin fyrir ári ásamt öðrum
fulltrúum flestra þjóða heims.
„Jafnframt finnur maður mikinn
einhug meðal bandarísku þjóðar-
innar um að halda áfram að leiða
stríðið gegn hryðjuverkamönnum.
Maður upplifir sterkt að hér lítur
þjóðin á sig sem þjóð í stríði - stríði
sem ekki er lokið,“ segir Halldór.
Feiknarleg gæsla
Halldór segir öryggisgæslu í borg-
inni meiri en hann hafi áður
kynnst. „Þegar við komum frá
Boston í gærkvöld þurftum við
hjónin að fara í gegnum meira eftir-
lit en við höfum nokkurn tímann
kyrmst áður. Þegar við gengum hér
um snemma í morgun sáum við lög-
reglumenn á hverju homi, sem við
höfum ekki upplifað áður. Og það er
ljóst að það er meiri vamarviðbún-
aður í Bandarikjunum á þessum
degi en nokkru sinni áður í sögu
Bandaríkjanna."
Minningarathöfnin var
haldin um klukkan ellefu í
gærkvöld að íslenskum tíma
og í dag em Halldór og fóru-
neyti hans boðin í móttöku
hjá Bush Bandaríkjaforseta
í New York.
Áhrifin
Um áhrif hryðjuverkanna
á heimsmálin segir Halldór
að samdráttur í efnahagslíf-
inu hafi orðið minni en
menn töldu upphaflega að yrði.
Hins vegar hafi orðið miklar breyt-
mgaæ á stjórnmálum heimsbyggðar-
innar.
„Það var einstakt að sameina
nánast alla heimsbyggðina í baráttu
gegn hryðjuverkum. Það
er meiri samhugur i heim-
inum en oft áður í þessari
baráttu. Og það er enginn
vafi á því að þessir atburð-
ir hafa breytt mörgu í
bandarísku þjóðfélagi. Á
þessum degi gleymdu
menn því af hverju þeir
hættu að tala við ættingja
sinn eða nágranna sinn;
þá urðu önnur lífsgildi
ofan á og hér í New York
ríkir meiri tillitssemi gagnvart ná-
unganum en menn hafa áður séð.
Það er ljóst að fólk forgangsraðar
öðruvísi en áður og efnisleg verð-
mæti skipta minna máli en áður í
þessari borg kapítalismans." -ÓTG
Halldór
Ásgrímsson.